Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 30

Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ✝ FriðbjörnGunnlaugsson fæddist á Akureyri 15. janúar 1933. Hann lést á líknar- deild Landspít- alans 11. apríl 2018. Foreldrar Friðbjarnar voru Gunnlaugur Frið- riksson, smiður á Akureyri, frá Sandfellshaga í Öxarfirði, f. 13.10. 1884, d. 26.9. 1972, og Sveinbjörg Sig- urðardóttir, verkakona á Akureyri, frá Hvammi í Lax- árdal í Húnavatnssýslu, f. 16.11. 1905, d. 3.10. 1981. Syst- ir Friðbjarnar sammæðra var Elísabet María Jóhannsdóttir, f. 10.1. 1941, d. 29.12. 1996. Hinn 2. október 1954 kvænt- ist Friðbjörn Sigríði Sigurðar- Friðriki Jósafatssyni. Dætur Freyju eru Regína, Ragna og Halla. 4) Ása Fönn, f. 14.11. 1966. Börn Ásu eru Bertha Þórbjörg og Björn Þórir. Afkomendur Friðbjarnar og Sigríðar eru nú orðnir 38. Friðbjörn lauk gagnfræða- prófi á Akureyri og kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1954. Hann var kennari á Patreksfirði frá 1954 til 1959, skólastjóri á Stokkseyri frá 1959 til 1971 og skólastjóri í Grindavík frá 1971 til 1977. Friðbjörn var í námsleyfi og stundaði nám í sérkennslu- fræðum á Englandi 1977 til 1978. Hann kenndi við blindra- deild Laugarnesskóla 1978 til 1983 og var sérkennari við Álftamýrarskóla til starfsloka 2002. Friðbjörn vann við landmælingastörf á sumrin frá 1959 til 1971. Hann var fulltrúi á þingum SÍB frá 1956 til 1976. Útför Friðbjarnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 13. dóttur, kennara frá Djúpavík, f. 17.7. 1932, d. 5.5. 1990. Foreldrar hennar voru Sig- urður Pétursson, útgerðarmaður og símstöðvarstjóri, f. 6.3. 1912, d. 8.6. 1972, og Ína Jens- sen húsmóðir, f. 2.10. 1911, d. 17.2. 1997. Börn Friðbjarnar og Sigríð- ar eru: 1) Sveinbjörg Anna, f. 9.3. 1955, gift Garðari Sig- urvaldasyni. Börn þeirra eru Friðbjörn Eiríkur, Vala Björg, Friðrik Rúnar, Stefán Hjalti og Þura Sigríður. 2) Gunnlaugur, f. 27.3. 1959. Synir Gunnlaugs eru Kristján Ingi og Julius Frederik. 3) Álfheiður Freyja, f. 11.3. 1960, í sambúð með Elsku afi. Nú er vegferð þinni lokið eft- ir 85 ár og þremur mánuðum betur. Þú vissir vel hvað fram und- an væri föstudaginn langa þeg- ar þú varst fluttur á sjúkra- húsið. Sagðir mér sjálfur að þú yrðir hvíldinni feginn. Í æsku minni dvaldist ég löngum stundum hjá ykkur ömmu á Rauðalæknum meðan foreldrar mínir unnu að hús- byggingu austur á Hornafirði. Frá þeim tíma á ég einhverj- ar mínar kærustu minningar. Ég minnist þess hvað þú vaktir mig alltaf blíðlega þrátt fyrir að ég væri morgunsvæfur og seinn í gang á morgnana. Þegar ég hafði loksins skriðið á fætur og sest við morgunverðarborðið tók við stórmerkilegt sjónar- spil. Þú borðaðir, last blaðið og rakaðir þig nokkurn veginn samtímis, með annað augað á speglinum og hitt á blaðinu, hægri höndin hélt á suðandi rakvélinni meðan sú vinstri fletti og þegar þú fannst eitt- hvað áhugavert að lesa greip vinstri höndin skeiðina og mok- aði upp hafragrautnum. Allt fór þetta fram með svo skjótri svipan, að mér þóttu skeiðarnar vera þrjár á lofti að sjá, eins og sverðin hjá Gunnari Hámund- arsyni forðum. Þú gafst mér tvær þær dýr- mætustu gjafir sem nokkur getur gefið öðrum; þú kenndir mér að lesa og skrifa. Undir leiðsögn þinni var ég orðinn fluglæs fjögurra ára gamall og farinn að lesa Íslendingasög- urnar, sem þú hélst mjög að mér. Þegar mér þótti lesefnið orð- ið heldur tyrfið sagðir þú að við þyrftum að lyfta frásögninni af blaðsíðunni, náðir í trésleifar í eldhússkúffuna og síðan brugð- um við okkur í líki Gunnars, Grettis, Kára eða Skarphéðins og skylmdumst þangað til ömmu þótti nóg komið eða vantaði sleifarnar í þarfari verkefni. Undantekningalaust leiddi þessi leikur til þess að auka áhuga minn á sögunum, en það vissir þú auðvitað, enda kenn- ari af náttúrunnar hendi og auk þess með bréf upp á það frá Kennaraskólanum. Einn var sá maður sem að þínu mati komst með tærnar þar sem Gunnar og Skarphéð- inn höfðu hælana, en það var njósnari hennar hátignar, James Bond. Þegar von var á Bond hafðir þú hraðar hendur og útvegaðir miða á frumsýninguna, eins og þú héldir að myndin glataði einhverju af mætti sínum ef einhver sæi hana á undan þér, en sættir þig við að sjá mynd- ina samtímis öðrum og þar á meðal mér, sem þú jafnan bauðst með. Þið amma dvölduð flest sum- ur æsku minnar í Bakkaseli og þar áttum við góðar stundir. Úti á vatni að veiða daglangt eða inni í stofu við lestur eða leik þegar hvítnaði í báru úti á vatninu og þér þótti ekki óhætt að setja út bátinn. Ég man hvað mér þótti lyktin góð þegar þú reyktir pípuna þína og þá lykt tengi ég öllum þessum góðu minningum sem rifjast upp núna þegar að kveðjustund er komið. Það er mælt að fjórðungi bregði til fósturs og fjórðungi til nafns. Helminginn af mínu veganesti fékk ég því hjá þér og vona að það endist mér enn um stund. Takk fyrir allt, afi minn, og farðu vel. Friðbjörn Eiríkur Garðarsson. Í dag kveð ég Bjössa, kæran mág minn. Bjössi var ekki bara mágur minn heldur líka fóstri og fræð- ari. Það var eitt af lánum mínum í lífinu að þegar ég var ellefu ára, búsett í fámennri sveit norður á Ströndum þar sem ekki var í boði annað en að sækja heimavistarskóla fjarri heimili mínu, stóðu foreldrar mínir frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvert væri hægt að senda stúlkuna. Á þessum tímapunkti voru Sissa systir og Bjössi að taka við kennarastöðum á Patreks- firði. Þau sýndu mér þann rausnarskap og kærleik að bjóða mér búsetu og skólavist hjá þeim. Þetta er í huga mér einstakt og skemmtilegt tímabil, en ég dvaldi hjá þeim í tvö ár í skóla og sumarvinnu. Fyrir mig var þetta mikil upplifun. Bjössi og Sissa lögðu hjá mér grunn að góðum gildum og að bera virðingu fyrir fólki hvar sem það væri statt í lífinu. Á heimili þeirra voru allir vel- komnir. Mér var kennt mikilvægi þess að fræðast ekki bara af bókum, einnig fékk ég góða innsýn í þjóðfélagsleg málefni. Ég var eina barnið á heim- ilinu og gleypti í mig hvert orð sem fullorðna fólkið ræddi. Ég skynjaði sterkt að ég yrði að standa mig vel í skólanum svo ég væri þeim ekki til skammar. Bjössi var vel lesinn og voru ekki ófá skiptin sem ég leitaði hjá honum svara við hinum ólíklegustu málum og ef hann hafði ekki svörin á reiðum höndum leitaði hann sér upp- lýsinga um málið og gat ég treyst á að svar frá honum væri rétt. Hann kenndi mér að koma saman vísum og hefur sú kennsla nýst mér vel. Hann var kröfuharður kennari en gerði einnig miklar kröfur til sjálfs sín og var einstaklega vand- virkur til orðs og æðis. Á heimili þeirra hjóna kynnt- ist ég í fyrsta sinn jafnrétti til heimilisstarfa og var ég tals- verðan tíma að venjast því að ryksugan og uppvask væri jafnt í höndum hans og systur minnar. Það var ekki algengt á þessum tíma. Bjössi hafði fallega rödd sem unun var að hlusta á bæði í upplestri og söng. Það sem hann las fyrir mig gleymdist ekki. Dvöl mín hjá þeim hjónum mótaði mig mikið, ég lifði eins og prinsessa hjá þeim. Ég upplifði aldrei annað en góðmennsku frá Bjössa. Trú- lega hefur ekki verið auðvelt fyrir nýgift hjónin að sitja uppi með mig en aldrei var ég látin finna það og eru árin á Patró meðal bestu æskuára minna. Það var mikið áfall fyrir Bjössa þegar systir mín lést langt um aldur fram. Þá kom í ljós hversu vel gerður hann var og tókst hann á við það af æðruleysi. Bjössi var hlédrægur maður og var ekki mikið fyrir að trana sér fram. Ég er ekki viss hvort hann væri ánægður með mig núna en ég hef reynt að ofgera ekki lofi um hann. Það væri ekki hans stíll. Ég hef fyrir margt að þakka í kynnum mínum af Bjössa. Hann ræddi alltaf málefni við mig eins og ég væri fullorðin og hef ég notað þessa aðferð við mín barnabörn og trúi þeim boðskap hans að þannig eigi að gera. Ég votta börnum hans og af- komendum samúð mína. Geng- inn er góður maður og ein- stakur afi. Kristjana (Sjana). Vorið 1954 luku 29 nemendur kennaraprófi frá almennri deild Kennaraskóla Íslands. Í þeim hópi voru fulltrúar allra lands- horna, á ýmsum aldri og með fjölþætta reynslu að baki. Á stund útskriftarinnar ríktu hóf- legar efasemdir bæði meðal hinna nýorðnu kennara og hinna, sem verið höfðu læri- meistarar þeirra, hvort leið þeirra lægi greið til starfa í skólum landsins. Sú varð þó raunin á; ævistörf nær allra í hópnum tengdust skólahaldi og kennslu, fræðslumálum og starfi að hagsmunamálum barna, unglinga og forsjár- manna þeirra. Friðbjörn Gunnlaugsson var einn þeirra sem luku kennara- prófi 1954 og þar var einnig bekkjarsystirin Sigríður Sig- urðardóttir (17.7. 1932-5.5. 1990). Þau voru gefin saman í hjónaband þá um haustið og áttu samfylgd upp frá því með- an báðum entist aldur. Friðbjörn var einarður og ótrauður áhugamaður um starf sitt og umhverfi. Hugsjón hans var skýr um þau mál er hann taldi snerta almannaheill, og hag skóla og menntunar bar hann fyrir brjósti öðru fremur hvert sem leið hans lá. Hann nýtti þau tækifæri sem buðust til þess að afla sér frekari menntunar í fræðum sínum og var ófeiminn við að skipta um starfsvettvang ef svo bar undir. Á meðan beggja naut við var annað hjóna naumast nefnt nema hins væri getið og þannig minnumst við þeirra, Sissu og Bjössa. Friðbjörn Gunnlaugsson er sá tuttugasti sem fellur frá úr hópnum frá 1954. Við kveðjum hann með virðingu og söknuði og vottum ástvinum hans og Sissu einlæga samúð. Fyrir hönd Bekkjarfélagsins Neista, Hinrik Bjarnason. Snemma á sjöunda áratug síðustu aldar tóku sig til nokkr- ir gamlir félagar úr Kennara- skóla Íslands, kennarar af guðs náð sem allir höfðu nú fengið skóla til stjórnar, og keyptu sumarbústað við Þingvallavatn, stórt hús með mörgum vistar- verum. Þessi hópur týnir sem óðast tölunni og nú hefur borist sú harmafregn að Friðbjörn eða Bjössi sé allur. Þeir félagarnir voru það margir og sumarleyfið það stutt að nokkrar fjölskyldur deildu með sér bústaðnum hverju sinni. Fjölskylda mín deildi lengst af sínum tíma með Friðbirni og hans fólki og ég held að mér sé óhætt að segja að þar hafi verið hnýtt þau tryggðabönd sem seint munu slitna. Við veiddum silung allt hvað af tók, snæddum og sungum saman og þegar við krakkarnir uxum úr grasi og barnabörn komu til sögunnar, var þeim ekki síður fagnað. Friðbjörn var lykilmaður í flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur, alltaf brosandi og þess albúinn að leysa allan vanda með hugmyndaríkum bakkaselslausnum sem stund- um þurfti fyrirvaralaust að grípa til í gömlu húsi með flók- inni olíukyndingu, vatnsdælu og gömlum sportbáti í báta- skýli, en langt var í næstu verslun. Bakkaselsævintýrinu lauk um miðjan 10. áratug en tengslin héldust þótt ekki væru vinafundir jafn fastmótaðir og þegar bústaðurinn var til stað- ar. Nú verða þeir ekki fleiri en á þessum sorgardegi get ég þó rifjað upp ljúfar minningar í fullvissu þess að við sem einu sinni vorum krakkarnir í Bakkaseli eigum eftir að hittast aftur og aftur á góðra vina fundi. Ég og fjölskylda mín öll sendum aðstandendum og ást- vinum Friðbjarnar Gunnlaugs- sonar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur við fráfall þessa öðlings en minningin lifir. Matthías Kristiansen. Friðbjörn Gunnlaugsson ✝ Jóhannes Guð-mundsson fæddist á Sunnu- hvoli á Stokkseyri 3. febrúar 1923. Hann andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Grund 19. apr- íl 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Gísli Sig- urjónsson, skipa- og húsasmiður, f. 5.10. 1889, d. 12.11. 1948, og Guðríður Adolf- ína Jónsdóttir, f. 5.12. 1898, d. 16.6. 1992. Systkini Jóhannesar voru Sigurður, f. 23.6. 1920, d. 25.5. 1981, Guðrún, f. 6.6. 1926, d. 19.4. 1951, og Jón Guð- mundur, f. 3.8. 1933, d. 5.2. 2011. Þann 16. október 1948 kvænt- ist Jóhannes Önnu Jónínu Þór- arinsdóttur, f. 3. febrúar 1925 á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, d. 5. mars 2012. Þau bjuggu nær alla sína búskapartíð í Bólstaðarhlíð þeirra eru Svava, Linda og Ing- ólfur. Barnabarnabörn Jóhannesar og Önnu eru orðin 35. Jóhannes lærði húsasmíði ungur að árum og hóf störf hjá Byggingafélaginu Stoð eftir flutning til Reykjavíkur. Árið 1956 stofnaði Jóhannes ásamt fjórum vinnufélögum sínum byggingarfyrirtækið Viður s/f sem varð vinnustaður hans til starfsloka. Upphaflega byggðu þeir félagarnir í Við s/f íbúðir til sölu en síðar sáu þeir um ný- byggingar og viðhald fyrir Olíu- félagið Skeljung ásamt smiðum þeirra í yfir 40 ár. Einnig ber að nefna uppbyggingu aðstöðu Björgunar hf., byggingu fjölda einbýlishúsa fyrir einstaklinga ásamt viðhaldi á húsum og skip- um í mörg ár. Á eftirlaunaárum sínum kom Jóhannes sér upp vinnuaðstöðu í bílskúrnum í Bólstaðarhlíðinni. Jóhannes annaðist Önnu konu sína eftir að hún missti heilsuna. Þegar heilsan hjá Jóhannesi fór að dala flutti hann á Dval- arheimilið Grund. Útför Jóhannesar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 13. 26 í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Guðríður, f. 3. febrúar 1949. Son- ur hennar og Ágústs Einarssonar er Jóhannes. b) Jó- hanna Matthea, f. 12. maí 1951, maki Árni Sigurðsson. Börn þeirra eru Sigurður Valur, Jó- hannes Arnar, Bjarki Már og Ragnhildur Ósk. c) Guðmundur, f. 18. júní 1953, maki Greta Jóna Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Tómas og Anna Valborg. Guðmundur á einnig soninn Jóhannes Baldur. d) Þór- arinn, f. 23. ágúst 1957, maki Anna Fr. Blöndal. Dóttir hans er Anna Borg, móðir hennar er Elsa Halldórsdóttir. Fósturbörn hans eru Agnes Björk, Jónas Friðrik og Elísabet Blöndal. e) Óskar, f. 9. desember. 1958, maki Sigrún Ingólfsdóttir. Börn Elsku afi og langafi. Þú varst alveg einstakur, hjartahlýr og traustur. Ávallt var tekið á móti manni í Bólstaðarhlíðinni með opnum örmum, kleinum og kexi. Það var bara þannig að maður átti alltaf öruggt skjól þar alla daga alltaf og þú fyrstur að bjóða fram aðstoð þína ef einhverju þurfti að redda. Vinnusamur varstu, nýtinn og nákvæmur ásamt því að galdra fram ótrú- legustu trélistaverk með kruml- unum þínum. Aldrei máttir þú heyra nefndar á nafn greiðslur fyrir verkin þín gegnum tíðina og er yndislegt að hugsa til þess að þau lifi áfram á heimilum fjöl- skyldumeðlima, vina og ættingja. Ég er svo þakklát fyrir þær yndislegu samræður sem við átt- um rétt áður en þú kvaddir. Þú vissir upp á hár hversu stutt væri í ferðalag þitt og að kveðjustund okkar þennan dag yrði sú síð- asta. Við hugsum til ykkar ömmu með ást, söknuði og þakklæti fyr- ir allar okkar dásamlegu stundir saman. Anna Valborg, Rafn Alex- ander, Guðmundur Leo, Greta Björg og Guðný Júlía. Látinn er í hárri elli stórvinur og frændi, Jóhannes Guðmunds- son eða Jói Guðmunds eða bara Jói smiður, eins og hann var gjarnan nefndur á meðal kunn- ingja. Hann kvaddi þennan heim sáttur við guð og menn og áreið- anlega tilbúinn til þess að taka við verkefni á nýjum vettvangi væri þess óskað. Hann var búinn að kveðja marga og fylgja síðasta spölinn og ég tel víst að þegar kallið kom hafi hann verið tilbú- inn að kveðja og leita uppi sam- ferðamenn og ættingja á nýju til- verustigi, sé það einhvers staðar að finna. Jói starfaði við trésmíðar stærstan hluta ævi sinnar. Ham- ar, sög og hvers kyns smíðatól tók hann snemma sér í hendur og það var hans ævistarf að með- höndla slíka gripi af kunnáttu og leikni á meðan heilsa og kraftar entust. Jói ólst upp á Stokkseyri og sá staður var honum kær. Snemma á lífsleiðinni hélt hann að heiman og upp frá því var höfuðborgarsvæðið hans starfs- vettvangur. Í Reykjavík kynntist hann Önnu sem síðan varð konan hans, ættuð austan af Héraði. Þau bjuggu í Bólstaðarhlíðinni lengst af og þangað var gott að koma og vel á móti gestum tekið. Þegar þau hjón brugðu sér út úr bæn- um var stefnan gjarnan sett á Austurland og þá á æskustöðvar Önnu. Þá hafði Jói alltaf veiðidót af ýmsum toga með í för. Þar með var það tryggt að hann hefði nóg fyrir stafni í sveitinni hvern- ig svo sem viðraði. Hann var afskaplega hjálp- samur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef um var beðið. Vann hratt og af nákvæmni og hljóp ekki frá hálfnuðu verki. Þegar verki var lokið og komið að uppgjöri vandaðist oft málið því að Jói átti erfitt með að taka gjald fyrir unnið starf. Spaug- samur var hann og hafði gaman af að slá á létta strengi. Frásagn- argáfa hans var í góðu lagi og hann fylgdist vel með málum líð- andi stundar. Hugsun hans var óbrengluð allt til síðustu stundar og gátum við systkinin sótt fróð- leik til hans um ættir og atburði fyrri tíma sem voru honum ljósir í huga og hann mundi vel. Síðustu árin og einkum eftir að Anna lést voru Jóa erfið. Gigt- in og fleiri veikindi sóttu á og lík- aminn tók að gefa sig enda hafði honum ekki verið hlíft. Lengi vel gat hann rölt út í bílskúr og unn- ið þar að smíði ýmissa gripa sem eru listavel gerðir og sýna hand- bragð hans og vandvirkni mæta- vel. Hjúkrunarheimilið Grund var dvalarstaður frænda míns allra síðustu ár og lét hann vel af dvöl sinni þar. Þar kvaddi hann þenn- an heim og tel ég líklegt að hon- um hafi þótt nóg komið. Að leiðarlokum viljum við systkinin frá Ranakoti senda börnum, barnabörnum og ætt- ingjum okkar hlýjustu samúðar- kveðjur. Góður maður er horfinn á braut en sjóður minninganna er á sínum stað og í hann mun sótt hvenær sem þörf er á. Sigurður Bjarnason. Jóhannes Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.