Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Reynir Berg- sveinsson, fyrrver- andi bóndi, síðar landsþekktur minkaveiðimaður og fyrrverandi mágur minn, er dáinn. Í hjarta mínu finn ég fyrir djúpri sorg og söknuði. Fyrstu kynni mín af Reyni voru er hann kom í heimsókn til okkar í Camp Knox á rússajeppa Ólafs bróður síns. Hann var á biðilsbuxum til Gullu systur. Síðar fékk ég að kynnast honum heima í Gufudal. Ég dvaldi hjá þeim hjónum um sex mánuði á ári hverju frá 10 ára til 18 ára aldurs. Sú vera er reynsla, sem ég bý að enn þann dag í dag, ekki minnst er lýtur að verklagni. Synir mínir tveir hafa líka notið góðs af verkþekkingu hans, ekki bara af því sem ég lærði og flutti til þeirra, heldur einnig af kynnum við hann, bæði við byggingarvinnu og þangöfl- un. Hann kenndi mér sjálfstæði í starfi og verklagni. Ég fékk að Reynir Bergsveinsson ✝ Reynir Berg-sveinsson fæddist 30. nóv- ember 1938. Hann lést 6. apríl 2018. Útför Reynis fór fram 21. apríl 2018. starfa náið með honum að uppbygg- ingu jarðarinnar Fremri-Gufudals. Var stoltur að finn- ast ég oft á tíðum meira sem „fullorð- inn“ maður, enn stráklingur. Reynir var fjöl- breyttur persónu- leiki með marga góða eiginleika. Hann var fróðleiksfús og afar duglegur við að efla kunnáttu sína, ekki síst er varðar sam- skipti við náttúruna. Hann hafði ákveðnar skoðanir og fór oft ótroðnar slóðir. Ég minnist þess er hann keypti fyrstu múgavél- ina sem tengdist dráttarvél. Var hún nýtt við flesta bæi í Gufufirði það sumar. Í samskiptum var hann hreinn og beinn, en gat ver- ið afar hvassyrtur ef svo bar undir. Óháð því hvernig sam- skipti okkar voru gegnum langan vinnudag, þá minnist ég þess aldrei að vinnudegi hafi lokið með öðrum orðum en: „Þakka þér fyrir hjálpina í dag og góða nótt.“ Margar minningar koma upp í hugann er ég lít til baka til ár- anna með Reyni. T.d. sunnudag- ur er öll fjölskyldan var sett upp á heyvagn og flutt „fram að foss- um“ með tjald og vistir til að njóta útiveru, á meðan hann var að slætti á túninu við gamla bæ- inn í Fremri-Gufudal. Í fyrstu veru minni þar með systur minni í sumarleyfi, seint að kveldi, heyrði ég lóminn væla frammi í dal. Þar skyldi ég fara varlega því hljóðin kæmu frá „Þormóði í Þormóðspytti“, sem vildi komast upp úr pyttinum. Síðla kvölds mörgum árum síðar var ég á leið heim myrkan skógarstíg með mjólkurfötu í hvorri hendi. Skyndilega sprettur skuggavera upp úr kjarrinu með ópi miklu. Sem betur fer stoppaði hjartað bara stutta stund. Reynir var að stríða stráknum. Reynir bjó yfir hlýleika sem börn fengu notið. Eitt sinn dvöldum við kona mín og dætur með börn í íbúð hans á Rauða- læk. Við ætluðum barnabörnum að vera hljóð og ekki trufla Reyni. Ein lítil laumaðist fram, settist við stigann og kallaði: „Reynur, Reynur.“ Áður en við gátum stöðvað það var Reynir kominn niður og tók vel á móti stelpuhnátunni. Við andlát Reynis er skarð fyrir skildi. En minning hans mun lifa. Ég, eiginkona mín, börn og barnabörn sendum börnum hans, fjölskyldum þeirra, fyrrverandi eiginkonu og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Sævar, Klara og fjölskyldur í Noregi. Okkur er ljúft að minnast mágs, svila og vinar okkar Reyn- is Bergsveinssonar, fyrrverandi bónda í Fremri-Gufudal. Með ör- fáum orðum viljum við þakka honum samfylgdina í gegnum tíðina. Öll fjölskyldan fékk að njóta sín í sveitinni og drengirnir allir fengu að njóta þess að vera í sveitardvöl mörg sumur í Gufu- dal þar sem mörg handtök lærð- ust við búskapinn, veiðar og fleira. Allir eiga þeir góðar minn- ingar frá þessum tíma og hafa tengst Gufudal og fjölskyldunni sterkum böndum alla tíð og gera enn. Vestur í Gufudal var ekið hvert ár er skóla var lokið á vor- in til þess að fá sem mest út úr dvölinni og hitta ættingja og vini. Barnahópurinn var stór, bæði var að Reynir átti sjálfur sjö börn auk þess sem algengt var að börn fengju að koma til dvalar um tíma. Hópurinn var oft ansi stór, talan 20 manns var ekki óal- geng. Reynir naut þess að taka á móti gestum og sagði skemmti- legar sögur. Hann lá ekki heldur á skoð- unum sínum, þar var hann í ess- inu sínu og tíminn flaug. Reynir var fróður maður, hafði lesið sér til um margt, bæði það sem sneri að viðfangsefni hans til margra ára, refnum, minki og æðarvarpi. Hann hafði unun af alls konar grúski og naut sín þar. Við áttum líka oft góðar samverustundir með stórfjölskyldu hans. Þau héldu vel saman og komu mikið í dalinn. Sumir minnast smala- mennsku, veiðiferða þar sem brunað var um sveitina á minka- og refaveiðum og þurfti þá oft að hafa snör handtök og ná stjórn á jeppanum þegar hann stökk út, girðingarvinnu á heiðum og svo mætti lengi telja. Allt hinar bestu minningar. Veikindi Reynis komu okkur sem þekktum hann á óvart og var sjúkrahúslegan stutt. Þegar við heimsóttum hann á sjúkra- húsið tveimur dögum fyrir and- lát hans var hann orðinn mjög veikur en enn sagði hann sögur úr lífi sínu, hafði engu gleymt. Minningarnar til margra áratuga lifa. Þakklæti fyrir samfylgdina og samverustundir allar. Við minnumst hans með söknuði, sorg og hlýhug. Fjölskyldunni vottum við innilega samúð. Hafðu þökk fyrir allt. Jón Konráð Guðbergsson, Sigurborg Sveinbjörnsdóttir og synir. Nú hefur Reynir Bergsveins- son frá Fremri-Gufudal verið borinn til grafar. Hann var bóndi þar og jafnframt refa- og minka- veiðimaður í Barðastrandarsýslu og víðar. Eftir að hann lét af bú- skap upp úr 1980 hélt hann veiði- skap áfram en einbeitti sér síðar einkum að minkaveiðinni. Reynir hannaði minkagildrur eða minkasíur sem áttu eftir að reynast öflug veiðitæki. Í fyrstu voru þó margir vantrúaðir á þessa veiðitækni og undirritaður var meðal þeirra. Hvers vegna í ósköpunum ætti minkurinn, sem er slungin skepna, að fara að troða sér inn í svona gildru þar sem ekkert ætilegt er að sækja? En þegar sífellt fleiri fregnir bárust hingað vestur um gagn- semi minkasíunnar ákváðum við æðarbændur á Mýrum og Læk í Dýrafirði að biðja Reyni að færa okkur þessi tæki og kenna okkur á þau. Hann brást vel við, kom með fulla kerru af síum og lagði þær út á stöðum sem hann valdi eftir ítarlega könnun á aðstæð- um. Og Reynir lét ekki staðar numið við þetta. Hann kom og vitjaði um síurnar með okkur í nokkur skipti og kraftaverkið skeði. Minkurinn bókstaflega tróð sér inn í síurnar þótt dauðir félagar hans væru þar fyrir og hvarf af svæðunum kringum varplöndin. Síurnar sem Reynir hannaði og smíðaði eru úr varanlegum efnum þannig að þær geta enst í áratugi. Hann sýndi fram á að með þeim er hægt að útrýma mink á stórum svæðum. Reynir var ótrúlega þraut- seigur við minkaveiðarnar. Þrátt fyrir háan aldur og ekki sérlega góða heilsu tók hann jafnan dag- inn snemma og var að langt fram eftir kvöldum. Óhætt er að full- yrða að hann var afreksmaður á sínu sviði. Við kveðjum Reyni með sökn- uði og þakklæti fyrir ómetanlega aðstoð. Aðstandendum hans vottum við samúð. Fyrir hönd varpbænda á Mýr- um og Læk, Valdimar H. Gíslason. Úti er rigning og rok en tvær litlar stúlkur láta það ekki á sig fá en eru djúpt sokknar í dúkkulísu- leik. Þessar dúkku- lísur eru ekki af verri endanum, heldur heita þær frægum og framandi nöfnum. Jafnvel hnappar og tölur verða leikföng í höndum þeirra. Önnur telpan er Ólöf Magnúsdóttir og hin und- irrituð. Við vorum jafnöldrur og ólumst upp saman í Sörlaskjólinu frá blautu barnsbeini. Þar var gott að alast upp, margir hressir krakkar og lítil bílaumferð, þannig að við hertókum götuna og lékum okkur þar nánast allan daginn. Við fórum í leiki eins og stórfiskaleik, kíló, salt og brauð og síðastan. Í fjörunni fórum við iðulega í þrautakóng, veiddum síli og marhnúta og marflærnar voru skoðaðar. Leiðinlegast var að fara í háttinn, en okkar beið nýr dagur með nýjum tækifær- um. Þetta voru áhyggjulitlir dag- ar. Dag einn þegar ég kom heim til Ólafar lá hún hreyfingarlaus á gólfinu. Hún var með sykursýki á háu stigi, aðeins 11-12 ára göm- ul. Ólöf tók þessu öllu með miklu jafnaðargeði, sem og veikindum síðar á lífsleiðinni. Við Ólöf vor- um í sama bekk upp allan barna- skólann, sátum þar saman vetur eftir vetur. Margt áttum við Ólöf sameig- inlegt, en sterkust af öllu var þó trúin á Jesú Krist, hún batt okk- ur saman. Á sunnudögum í æsku okkar áttum við oft í mikilli and- legri baráttu; Áttum við að fara á fund í KFUK sem var kl. þrjú eða áttum við að fara í þrjúbíó? Oftast hafði KFUK vinninginn. Seinna tók við félagsstarfsemi í Kristilegum skólasamtökum, KSS, en þar kynntist Ólöf eig- inmanni sínum, Hilmari E. Guð- jónssyni, miklum hagleiksmanni, sem nú lifir eiginkonu sína. Þau eignuðust tvo syni, Magnús og Hauk. Ólöf Magnúsdóttir ✝ Ólöf Magn-úsdóttir fæddist 23. apríl 1944. Hún lést 11. apríl 2018. Útför Ólafar fór fram 25. apríl 2018. Guð gaf Ólöfu óvenju góðar lyndiseinkunnir í vöggugjöf. Hún var ætíð létt í lund, það var stutt í brosið og dillandi hláturinn. Hún var einkar lagin við að sjá góðu hliðarnar á öllum málum. Það átti ekki við hana að dvelja við neikvæða hluti. Hún var mjög trygglynd og sannur vinur. Ég man ekki til þess að okkur Ólöfu hafi nokkurn tíma orðið sundur- orða á langri ævi, en það kemur sér líka stundum vel að vera gleymin. Ólöf var með mikla og fallega söngrödd og söng í mörg- um kórum um ævina. Henni var margt til lista lagt og bjó sér og fjölskyldu sinni ævinlega fallegt heimili. Árin liðu og leiðir okkar lágu í sitt hvora áttina svo vík varð á milli vina, eins og oft verður, en vináttuböndin slitnuðu aldrei. Ég bið góðan Guð að leggja líkn við þraut og styrkja Hilmar, Magnús, Hauk og fjölskyldur. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Guð blessi minningu kærrar vinkonu, Ólafar Magnúsdóttur. Ég kveð hana með djúpu þakk- læti. Fjóla Guðleifsdóttir. Við Ólöf áttum samleið og samstarf um áratugaskeið. Í fyrstu kom hún mér fyrir sjónir sem hin stóra og sterkbyggða kona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Kynni okkar hófust þegar hún gekk til liðs við Pólýfónkórinn árið 1978. Og að sjálfsögðu var það áhugi okkar á tónlist og þá sérstaklega kórsöng sem leiddi vegi okkar saman. Við störfuðum svo hlið við hlið að ýmsum mál- efnum tengdum Pólýfónkórnum þau tíu ár sem hann átti eftir að starfa. Félagshæfni hennar leiddi fljótt til þess að hún valdist til forustustarfa innan kórsins, en eftir að söngstarf kórsins lagðist af um 1988 hafði Ólöf ásamt fleirum forystu um að kór- félagar héldu hópinn, hittust öðru hvoru og rifjuðu upp gamlar minningar frá umsvifamiklu starfi. Tónleikaferðir til útlanda voru allar ógleymanlegar en þó ber hæst í minningunni ferðin til Ítalíu sumarið 1985. Frá upphafi var gert ráð fyrir því að heim- sækja Jóhannes Pál II páfa í Róm í Vatíkaninu. Miklar vanga- veltur voru um hvaða gjafir væru heppilegastar til að færa páfan- um. Nefndar voru bækur til kynningar á Íslandi og fleira. Upp kom sú snjalla hugmynd að færa páfanum íslensk blóm, hvítar rósir, sem tákn okkar frið- sæla og fagra lands og Ólöf tók að sér að annast þann þátt ferð- arinnar. Það er óhætt að segja að hún sá um þessi viðkvæmu blóm frá upphafi ferðar og gætti þeirra eins og sjáaldurs augna sinna þar til þau voru afhent herra Jóhannesi sjálfum við há- tíðlega móttöku í Vatíkaninu. Samferðakonurnar sögðu að Ólöf hefði sofið í stól með blómin í fanginu allar nætur sem liðu frá því að lagt var af stað frá Íslandi uns blómin voru afhent, fersk eins og nýútsprungin, líkt og þau hefðu verið sótt í blómabúðina samdægurs. Þannig vann Ólöf öll störf sem hún tók að sér. Árið 2006, á uppstigningardag 25. maí, stofnuðu söngstjóri og fé- lagar Pólýfónkórsins Pólýfón- félagið. Tilgangur þess var að viðhalda gömlum tengslum félag- anna og ekki síður að vinna öt- ullega að útgáfu sem flestra verka sem kórinn hafði flutt á 30 ára starfstíma. Að sjálfsögðu var Ólöf valin til forystu í þessu fé- lagi og gegndi stöðu formanns allt þar til hún varð undan að láta vegna erfiðs sjúkdóms. Pólýfón- félagið gekkst fyrir vinafundum og afmælis Pólýfónkórsins var minnst með hátíðahaldi 2008, þegar 50 ár voru liðin frá fyrstu tónleikum kórsins undir því nafni. Og þar var Ólöf fremst í flokki. Ef réttlætanlegt er að lýsa manneskju í einu orði, þá kemur í hug minn orðið driffjöð- ur. Það er fjöðrin sem knýr gangverkið og lætur öll hjólin snúast til að halda starfseminni í réttum skorðum. Fjöðrin í klukk- unni sækir kraft sinn í eðlislæga spennu efnisins og það var aug- ljóst öllum sem til þekktu að Ólöf Magnúsdóttir átti þennan inn- byggða styrk til að bera, uns erf- iðleikar vegna heilsubrests rændu hana krafti. Og þá skipti ekki máli hvort sjúkdómurinn heitir krabbi eða sykursýki. Ólöf var hetja og við sem kynntumst henni munum hana sem stóru og sterku konuna sem lét hlutina ganga uns yfir lauk. Við sendum eiginmanni og afkomendum inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Pólýfón- félagsins, Guðmundur Guðbrandsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON, Hringbraut 65, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. maí klukkan 13. Fanney Óskarsdóttir Einar P. Guðmundsson Lára Halldórsdóttir Óskar H. Guðmundsson Berglind Hallmarsdóttir Björgvin S. Guðmundsson Þóra Hallgrímsdóttir Sigrún B. Guðmundsdóttir Elín Þ. Guðmundsdóttir Guðmundur F. Guðmundss. Kolbrún Magnúsdóttir Klara G. Guðmundsdóttir Miles Boarder Sigurður P. Sigmundsson Valgerður Heimisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRANNA HANNESDÓTTIR frá Neskaupstað, til heimilis að Boðaþingi 22, andaðist á líknardeild Landspítalans Kópavogi miðvikudaginn 18. apríl 2018. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. apríl klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða Kross Íslands eða líknardeild Landspítalans Kópavogi. Hanna Sigr. Jósafatsdóttir Hannes Fr. Guðmundsson Atli Már Jósafatsson Andrea Þormar Karl H. Jósafatsson Hrafnhildur Steinarsdóttir Birgir Þór Jósafatsson Jóhanna Harðardóttir Smári Jósafatsson Ívar T. Jósafatsson Arna Kristjánsdóttir Friðrik Jósafatsson Freyja Friðbjarnardóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, LOVÍSA VATTNES SÓLVEIGARDÓTTIR, lést mánudaginn 26. mars á Spáni. Jarðarförin hefur farið fram. Fjölskyldan þakkar veitta samúð og hlýhug. Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson Kristján Kakali Vattnes Ingólfsson Sólveig Vattnes Kristjánsdóttir Elísabet Vattnes Sigurbjörnsdóttir Sigurbjörn Ingólfsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ELÍN HRUND JÓNSDÓTTIR leikskólakennari, Hjálmholti 7, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans þriðjudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 4. maí klukkan 13. Þorsteinn Sigurðsson Jón Steinarr, Hulda, Sigurður Örn og Kolbeinn Hulda Pálína Matthíasdóttir og Jón Pétursson Ólafur Jónsson og Edda Vilhelmsdóttir Guðrún Jónsdóttir og Øyvind Mo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.