Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 32

Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Svövu kynntist ég fyrir tæpum 60 árum þegar ég fór að venja komur mínar á Bald- ursgötu 7 þegar við Gylfi bróðir hennar vorum að kynnast. Á Baldursgötu 7, sem var stórt og mikið fjölskylduhús, bjuggu fjórar kynslóðir, nánast allt föðurfólkið þeirra. Á þessum árum bjó Svava þarna ásamt börnum sínum tveim og var þá nýskilin við mann sinn. Það var mikill fengur fyrir mig að kynnast öllu þessu ágæta fólki en ég var eina barn for- eldra minna svo ég naut mín í margmenninu. Það var mikill aldursmunur á þeim systkinum, eða 17 ár, það má því segja að Svava hafi kom- ið töluvert að uppeldi Gylfa og Svava Felixdóttir ✝ Svava Felix-dóttir fæddist 3. apríl 1922. Hún lést 14. apríl 2018. Útför Svövu fór fram 25. apríl 2018. voru margar skemmtilegar sög- ur sagðar af þeirri viðureign. Svava var einstaklega vel gerð manneskja, umtalsfróm, rétt- sýn og góð við alla, hugsaði vel um fólkið sitt og stóð sig vel sem einstæð móðir og útivinnandi alla tíð. Svava var alltaf dálítið stelpu- leg, hávaxin, grönn og kvik í hreyfingum, var alltaf kát og kunni að segja skemmtilega frá og var þá oftar en ekki að gera grín að sjálfri sér, hafði góða nærveru. Fjölskyldan var samheldin og voru margar gleðistundir sem við áttum með Svövu, fastur lið- ur var lengi vel að fagna áramót- um saman ásamt foreldrum hennar og börnum á heimili okk- ar Gylfa. Svava reyndist foreldr- um sínum einstaklega vel og hlúði að þeim alla tíð. Góð frænka var hún börnum okkar Gylfa, fylgdist vel með öllu í okkar fjölskyldu og gladd- ist með á tímamótum. Var hún alla tíð í miklu uppá- haldi hjá okkur, var sko frænkan með stóru „fi“. Vil ég þakka Svövu mágkonu minni fyrir samfylgdina sem aldrei bar skugga á Hvíl í friði. Jóhanna Oddgeirsdóttir. Svava var stóra systir mömmu minnar og var hún ávallt eins og önnur móðir mín. Hún afsakaði sig oftar en einu sinni við móður mína þegar hún var búin að vera eitthvað að skamma okkur systkinin og sagði að hún gleymdi því alltaf að hún ætti okkur ekki! Þegar ég var lítil kallaði ég hana ávallt „ball-mömmu“ því ég fékk að vera hjá henni þegar foreldrar mínir fóru út að skemmta sér. Það var alltaf glatt á hjalla heima hjá henni í Ból- staðarhlíðinni. Þar var alltaf full dagskrá í gangi. Kvöldið byrjaði ávallt inni í eldhúsi þar sem hún poppaði handa okkur og svo sátum við hlið við hlið á sófanum inni í stofu og horfðum á kvikmynd í sjónvarpinu og borðuðum popp. Svava elskaði bíómyndir og þekkti alla Hollywood-leikarana og sagði mér sögur af þeim sem hún hafði lesið í dönsku blöð- unum sem voru alltaf inni við rúm hjá henni. Svo 20 árum síðar eru þær systur komnar til Hollywood og keyra eins og herforingjar á lít- illi Hondu Civic á milli okkar Siggu systur minnar í Los Ang- eles þar sem við erum báðar bú- settar. Það var heilmikið plan í kringum þetta þar sem þær voru báðar komnar vel á aldur og við í mikilli bílaborg. Svo það var hringt á milli og tilkynnt þegar þær voru að leggja í hann og svo aftur tilkynnt hinum megin þeg- ar þær voru komnar á áfanga- stað. Við Sigga vorum orðnar ansi stressaðar einu sinni þegar þær voru ekki komnar til mín á tilteknum tíma. Það voru engir gemsar þá svo ekki var hægt að hringja í þær. Svo loksins koma þær og höfðu lent í smáóhappi. Það hafði verið keyrt aftan á þær en enginn meiddur og engar skemmdir á bílnum. Svo þær brenndu bara af stað aftur. Þessi bílferð þeirra er ákveðinn samhljómur fyrir lífsferð þeirra beggja. Þær stóðu ávallt saman eins og klettar, stöppuðu stálinu hvor í aðra og heldu svo áfram ótrauðar. Þær voru ófáar ferðirnar sem þær systur fóru til okkar Siggu og kom þá aldrei annað til greina en að Svava og mamma kæmu báðar enda með eindæm- um nánar og eigum við ófár minningar úr heimsóknum þeirra. Það var alltaf svo gott að vera í nálægð Svövu því hún var svo lífsglöð og auðvelt að tala við hana um alla heima og geima. Hún var svo góð og komst beint inn í hjartastað hjá öllum sem hún hitti. Allan sinn starfsferil vann hún hjá Tollstjóra og jafnframt því að vinna fulla vinnu var Svava einstæð móðir og ól upp tvö yndisleg börn, Guðrúnu og Jón, á tollstarfskonulaunum. Þótt launin hafi ekki verið há, þá var hún rík því Guðrún og Nonni, eins og hann er ávallt kallaður, eru vel gift og eiga dásamleg börn og barnabörn. Í síðasta skipti sem ég hitti Svövu var hún komin á Grund og sat frammi að horfa á gamla Hollywood-mynd í sjónvarpinu eins og við höfðum svo oft gert saman. Hún ljómaði öll þegar hún sá mömmu og þær sátu og skiptust á sögum um löngu liðna tíð. Frá Los Angeles sendum við Sigga systir og fjölskyldur okkar innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar og Sófa, Nonna og Gullu, barna þeirra og barna- barna. Heba Þórisdóttir. ✝ Guðmundur Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1950. Hann lést 13. apríl 2018. Foreldrar hans voru Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Reykjavík, f. 1926, d. 2009, og Jóhann Magnússon frá Tungu í Tálkna- firði, f. 1927, d. 1952. Ragnheið- ur giftist síðar Jóhannesi Vil- helm Hansen Ólafssyni, f. 1922, d. 2007, og gekk hann Guð- mundi í föðurstað. Systkini Guðmundar eru Ólafur Davíð Stefán, f. 1957, Sigríður, f. 1958, og Jón, f. 1961. Árið 1971 kvæntist Guð- mundur Herdísi Sigurjóns- dóttur, f. 1949. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 1970, maki Sigtryggur Klemenz Hjartar, f. 1970. Börn þeirra eru: a) Hjört- ur Páll, f. 1993, sambýliskona hans er Tanne Nörgaard, f. 1991, b) Herdís Helga, f. 1995, c) Halldór Klemenz, f. 2000, og d) Helena Krist- ín, f. 2011, öll bú- sett í Kaupmanna- höfn og 2) Kristín, f. 1972. Guðmundur stundaði sjó- mennsku frá unga aldri og útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum 1971 og eftir það starfaði hann ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. 1981 hætti hann til sjós og hóf nám í pípulögnum og starfaði sem slíkur til ársins 2017. Hugur hans leitaði þó alltaf aftur á sjó- inn og árið 1991 keypti hann sér trillubátinn Hafstein HF-246 og réri á honum yfir sumartímann þar til 2006. Úför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 27. apríl 2018, klukkan 11. Vor í lofti, sumarið framund- an og líður að því að hjólhýsin séu tekin úr geymslu eftir vet- urinn, þá kemur þetta símtal þar sem fregnin um að Guð- mundur pípari vinur okkar og ferðafélagi sé dáinn. Þessi fregn kom okkur öllum í opna skjöldu, áttum við að trúa því að þessi góði drengur sem Guðmundur var verði ekki lengur á meðal okkar, sú er víst raunin því mið- ur. Sem ferðafélagi var Guð- mundur ómissandi, skemmtileg- ur, hjálpsamur og úrræðagóður. Að hugsa til þess að Guð- mundur verði ekki með okkur framar er sárt og komum við til með að sakna hans á komandi ferðalögum. Elsku Dísa og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð gefa ykkur styrk vegna fráfalls Guðmundar. Ferðafélagar margra undan- farinna ára, Gunnlaugur og Lovísa, Sæmundur og Þórunn, Ástgeir og Arnbjörg, Óskar og Elín, Sigurður Valur og Margrét. Guðmundur Jóhannsson ✝ HrafnhildurJónsdóttir fæddist á Dalvík 29. janúar 1939. Hún lést á krabba- meinsdeild LSH 13. janúar 2018. Hún var yngst barna Sigur- bjargar Ágústs- dóttur húsmóður og Jóns Arngríms- sonar, fiskmats- manns. Hún gekk í Dalvík- urskóla og óx upp við leik og störf, svo sem barnapössun, síldarsöltun o.fl. Hún fór ung að heiman til Reykjavíkur og stundaði þar verslunarstörf, svo sem í Melabúðinni og Tísku- versluninni Markaðnum. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar til náms í gluggaskreytingum, auglýsingatækni og verslunarskreyt- ingum, hún vann svo við fagið í Reykjavík. Árið 1964 giftist hún Davíð Haralds- syni, hönnuði og sjómanni. Þau fluttu til Dalvíkur og síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem var húsmóðir og stundaði verslunarstörf. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. 1) Rut, f. 21. júní 1965, d. 9.5. 1968. 2) Haraldur, f. 13.5. 1970, og 3) Hrafn, f. 20.8. 1972, d. 26.3. 2000. Árið 1995 lá leiðin aftur til Reykjavíkur, á Kleppsveg 52. Útförin fór fram í kyrrþey 29. janúar 2018. Við minnumst Hrafnhildar með ljóði eftir son hennar, Hrafn Davíðsson, betur verður það ekki gert. Þú læðist gegnum lífið, stráir góðmennsku þinni kringum þig, gefur af þér þó að mótbáran sé stór börn þín og litlu börn þeirra dafna vel undir vængjum þínum. Í gegnum lífið hefur vænghaf þitt verið mikið og hlýja þín hefur streymt frá þér í fang þeirra sem hafa komist í tæri við nálægð þína, litu börnin barna þinna hafa notið þess að hvíla undir vængjum þínum og við hlýju hjarta þíns. Þú hefur gefið af þér allt sem þú átt og oft meira til brunnur hlýju þinnar virðist ótæmandi og hjarta þitt stærra en himinhvolfið heilræði þín koma alltaf á þeim tímum sem þeirra er þörf til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Nálægð þín er ómetanleg og mun aldrei gleymast. Börn þín og litlu börn þeirra hafa dafnað vel í hlýju þinni þú læðist í gegnum lífið, stráir góð- mennsku þinni í kringum þig. Við munum alltaf njóta áranna sem við höfum átt með þér og einnig þeirra ókomnu bæði í gleði og sorg. Davíð Haraldsson, Haraldur Davíðsson og Jóel Kristinn Hrafnsson. Hrafnhildur Jónsdóttir Elsku afi Gylfi. Nú er komið að því að kveðja þig og okkur þykir það svo ótrúlega sárt. Þú hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru okkar, alltaf til staðar og við verðum ætíð þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þegar Hildur átti spjall við ykkur ömmu eina kvöldstund og talið barst að dauðanum fórst þú ekki mjög fínt í hlutina frekar en fyrri daginn og sagðir eins og þér var líkt að þú vildir engar helvítis grenjur þegar það kæmi að þér að kveðja. Þú vildir að við mynd- um gleðjast yfir minningum og fagna lífinu sem þú fékkst. Við viðurkennum að það hafa samt sem áður þónokkur tár fengið að falla síðan þú veiktist og varst síðan skömmu síðar tekinn frá okkur – alltof snemma. Á sama tíma minnumst við þín með gleði og þakklæti fyrir tímann sem við áttum saman. Við eigum svo margar og góð- ar minningar um þig, hamagang- inn, góða skapið og hláturinn. Það var sama hvað kom upp, þú mættir með látum og fannst leið til að leysa málin. Það var eins og ekkert væri of erfitt fyrir þig. Til dæmis þegar Ásta læsti bíllykl- ana sína inni í bíl einu sinni. Þú taldir ekki þörf á að kalla út lása- smið heldur opnaðir bíldyrnar sjálfur með þinni aðferð. Á tíma- bili leit út fyrir að þú myndir taka hurðina í tvennt, slíkar voru að- farirnar, en að sjálfsögðu redd- aðir þú þessu eins og öðru. Löngu seinna þegar þú varst að sýna nokkrum afkomendum Hafrænu og Ásta missti bíllyklana sína í höfnina varstu ekki lengi að kalla út kafara til að ná í þá. Þú settir spotta í sjóinn þar sem þú taldir lyklana hafa dottið og auðvitað lenti spottinn beint ofan á lykl- unum. Kafarinn fann því lyklana þrátt fyrir að þeir væru hálfnið- urgrafnir. Þú hefur kennt okkur svo margt með því hvernig þú tókst á við lífið, alltaf með þína miklu lífsgleði að vopni. Vanda- ✝ Gylfi Baldvins-son fæddist 8. september 1941. Hann lést 28. mars 2018. Útför Gylfa fór fram 10. apríl 2018 málin voru til að leysa þau og þú varst ekki að velta þér upp úr því liðna. Fyrir okkur verð- ur þú alltaf flottasti skipstjórinn, aðal- fiskibollugerðar- kokkurinn, ýktasti jólaskreytinga- meistarinn, fljótasti uppvaskarinn (hver annar en þú nær að klára að vaska upp diskana og glösin á meðan fólk er ennþá að borða), frábærasti bingóstjórinn, hressasti, fyndnasti, hrekkjótt- asti og einfaldlega besti afinn. Þið amma hafið alltaf verið tilbúin til að gera allt fyrir okkur barna- börnin og staðið með okkur. Fyr- ir það verðum við alltaf þakklát. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín barnabörn, Ásta, Baldvin, Hildur, Ása og fjölskyldur. Elsku afi Gylfi. Heimsins besti afi. Mikið á ég eftir að sakna þín. Mér þykir svo sárt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Það var sárt að horfa upp á þig veikjast og svo tapa baráttunni. Sterki afi minn. Mér finnst ósanngjarnt að þú hafir þurft að yfirgefa þennan heim strax en svona getur lífið verið. Ég get samt ekki annað en ver- ið þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar. Þær eru óteljandi og fullar af hamingju og hlátri. Þið amma hafið alltaf verið og verðið alltaf mínar fyrirmyndir. Svo frá- bær, dugleg og hjartahlý. Ég mun alltaf verða stolt af þér, elsku afi. Þú varst svo mikið hörkutól. Í mínum augum þá gastu tæklað allt. Svo sterkur og góður. Ég veit fátt betra en að hlæja með þér, elsku afi, og ég finn hvað það er sárt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að hlæja með þér aftur. En ég þarf ekki annað en að loka augunum, þá heyri ég hláturinn þinn. Hann var svo smitandi og skemmtilegur. Takk fyrir allt, afi. Takk fyrir afafiskibollurnar, hláturinn og knúsin. Ég mun aldrei gleyma þér og ég ætla að vera dugleg að segja Jökli sögur af afa Gylfa. Þín, Tinna Stefánsdóttir. Gylfi Baldvinsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR SVALA RUNÓLFSDÓTTIR, Krosshömrum 5, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 30. apríl klukkan 13. Guðjón Sigurbergsson Rúnar Ingi Guðjónsson María Guðmundsdóttir Ómar Guðjónsson Kelli Arenburg og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HEIÐBJARTAR BJÖRNSDÓTTUR, Vopnafirði. Fyrir hönd afkomenda hennar, Þorgerður Tryggvadóttir Gylfi Ingimundarson Hulda Tryggvadóttir Jóhann Jakobsson Gunnar Björn Tryggvason Birna Einarsdóttir Emma Tryggvadóttir Steindór Sveinsson Aðalbjörn Björnsson Móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, EMILÍA ÁGÚSTSDÓTTIR, er látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Guðbjörg Yuriko Ogino Aron Jörgen Auðunsson Emiko Erla Erik Árni Ogino Guðbjörg Jónsdóttir Bogi Ágústsson Grétar Karlsson Brynjar Bergþórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.