Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Flóra er komin á þann aldur að hún er spyrja sig spurninga sem allir spyrja sig á þessum tímapunkti í líf- inu. Hver er tilgangurinn með lífinu? Til hvers er ég hérna?“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir sem fer með hlut- verk Flóru í leiksýningunni Svarta- logni sem frumsýnd verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Verkið byggist á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur en leikgerðina vann Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason, Gretar Reynisson hannar leikmynd, María Th. Ólafs- dóttir búninga, Halldór Örn Óskars- son lýsingu, Elvar Geir Sævarsson og Aron Þór Arnarsson hljóðmynd, en tónlistina sömdu Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson. Leikarar auk Elvu Óskar eru Edda Arnljóts- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Esther Talía Casey, Hallgrímur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson. Þurfum varla að tala saman Svartalogn hverfist um Flóru sem er nýlega fráskilin og atvinnulaus kona á sextugsaldri. Hún tekur að sér að mála gamalt hús í þorpi á Vestfjörðum. Mitt í öllu svartnætt- inu kynnist Flóra konum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á hana, ástríðufulla tónskáldinu Petru, gömlu kvenréttindakonunni Guð- rúnu og tveimur ungum pólskum verkakonum, Ewu og Joönnu. Tón- listarástríðan leiðir þessar ólíku konur saman á óvæntan hátt, en all- ar hafa þær þurft að glíma við mikið mótlæti í lífinu. „Það er búið að berja úr Flóru sjálfstraustið með endalausri höfn- un. Þannig að hún er orðin frekar lít- il í sér þegar verkið hefst, en eflist og styrkist út af utanaðkomandi að- stæðum sem verða til þess að hún finnur tilgang og fer að trúa meira á sjálfa sig og sér að hún getur verið til einhvers nýt. Flóra er bara venju- leg íslensk kona í krísu,“ segir Elva og tekur fram að það sé oft mesta áskorun leikara að leika venjulegar manneskjur, „því það er enginn venjulega venjuleg“. Sem fyrr segir er leikstjóri upp- færslunnar Hilmir, en þau Elva hafa margoft leikið saman á sviði, m.a. hjónin í Hjónabandsglæpum sem Þjóðleikhúsið setti upp 2007 og í Bastörðum sem Vesturport sýndi 2012. „Ég hef unnið mjög mikið með Hilmi sem leikara, en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir mér. Við þekkjumst orðið svo vel að við þurfum varla að tala saman til að skilja hvað hitt er að hugsa,“ segir Elva og tekur fram að afskaplega gott sé að vinna með Hilmi hvort heldur sem samleikara eða leik- stjóra. „Það sem hann hefur fram yf- ir marga leikstjóra er að hann þekk- ir leikarastarfið mjög vel af eigin raun. Hann er því ekki að æsa sig yf- ir hlutum sem hann veit að koma ekki í dag en skila sér á morgun. Ég elska leikstjóra sem búa yfir heil- brigðri skynsemi, líkt og hann gerir, og sýna aldrei af sér hroka. Það er því dásamlegt að vinna með honum, enda er hann mikill listamaður.“ Að mati Elvu er mikilvægt að beina sjónum að reynsluheimi kvenna og þeirra sem staddir eru á jaðri samfélagsins, en Svartalogn fjallar jöfnum höndum um stöðu eldri kvenna á vinnumarkaði, kvenna af erlendum uppruna og listakonuna sem berst við að koma sköpun sinni á framfæri. „Flóra er í baráttuhug. Hún er búin að fá nóg af því hvernig samfélagið ýtir konum út í horn, m.a. með útlitskröfum. Það hefur verið tabú að ræða afstöðu samfélagsins til kvenna þegar þær detta úr barneign, en um leið og þær hætta að geta eignast börn þá er eins og þær verði oft ósýnilegar. Verkið gefur ólíkum jaðarsettum hópum mikilvæga rödd og minnir okkur á mikilvægi þess að hafa sam- hygð og hjálpsemi að leiðarljósi. Þetta er stór saga og því örugglega flókið að draga saman alla þræði í leikgerð, því allir í verkinu hafa sína sögu að segja. En Melkorka hefur náð að draga fram alla dramatík- ina.“ Kristín Marja stagar í gatið Talið berst að skorti á krefjandi hlutverkum fyrir leikkonur á miðjum aldri, en margir hafa bent á að leikbókmenntirnar bjóði aðallega upp á hlutverk fyrir ungar konur og konur sem komnar eru á ellilífeyris- aldur. „Við breytum ekki leikbók- menntunum og því er þarna ákveðið tómarúm, sem íslenskir höfundar geta fyllt upp í og í raun má segja að Kristín Marja sé að staga í gatið,“ segir Elva og bendir á að Svartalogn sé fjórða verkið eftir Kristínu Marju sem ratar á svið hérlendis. Borgar- leikhúsið setti upp leikgerð á Máva- hlátri 1998 og leikritið Ferjan rataði á svið 2014 en það sama ár setti Þjóðleikhúsið upp leikgerð á bók- unum um Karitas, en svo skemmti- lega vill til að Elva lék bæði í Ferj- unni og Karitas. „Kristín Marja er góður höfundur og unun að fá að leika í verkum hennar.“ Spurð hvað sé framundan segir Elva að hún muni í haust leika í leik- ritinu Jeg hedder Bente eftir Rikke Wölck sem frumsýnt var í Dan- mörku 2014. „Sigrún Waage er drif- krafturinn í þeirri uppfærslu, sem sett verður upp í samstarfi við Þjóð- leikhúsið,“ segir Elva sem leikur ásamt Sigrúnu og Vigdísi Gunn- arsdóttur, en Pálína Jónsdóttir leik- stýrir. Verkið fjallar um fjórar vin- konur þar sem ein þeirra greinist með Alzheimer-sjúkdóminn. „Flóra er í baráttuhug“  Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Svartalogn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar  Elva Ósk Ólafsdóttir fagnar fleiri góðum hlutverkum fyrir konur á leiksviði Ljósmynd/Hörður Sveinsson Horn „Hún er búin að fá nóg af því hvernig samfélagið ýtir konum út í horn,“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir um Flóru. 52 áður óþekkt verk eftir danska abstraktlistmálarann Asger Jorn koma fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn á sýningu sem opnuð hefur verið á Jorn-safninu í Silke- borg og stendur fram í miðjan ágústmánuð. Í fréttum danskra fjölmiðla kemur fram að Jorn hafi einhvern tímann á fjórða áratug síðustu aldar bankað upp á hjá bróður sínum, Vagn Ove Jorn, í Silkeborg með ferðatösku fulla af verkum sem hann bað bróðurinn um að geyma fyrir sig. Ferðataskan innihélt 52 dúkristur, sem Jorn vann á tímabilinu frá 1934-39, en flest verkin vann Jorn áður en hann hélt til Parísar haustið 1936 þar sem hann nam við málaraskóla Fernands Léger. Bróðirinn tók við töskunni og kom henni fyrir niðri í kjallara þar sem hún gleymdist í 70 ár og fannst ekki fyrr en við andlát Vagns Ove Jorn 2012 þegar farið var að rýma húsið. Ættingjarnir ákváðu að af- henda Jorn-safninu verkin, en safn- ið hefur sýnt verk Jorn frá opnun þess í Silkeborg 1965. „Þessi 52 verk skapa nýja vídd í skilningi okkar á vinnu Asgers Jorn. Myndirnar sýna með ein- stökum hætti samspil ungs lista- manns við fjölskyldu sína, listina og samfélagið sem hann er hluti af,“ segir Jacob Thage, safnstjóri Jorn- safnsins, í fréttatilkynningu og bendir á að safninu berist að jafnaði eitt óþekkt verk eftir Jorn annað hvert ár. Safnið á samtals 100 mál- verk og 90 keramikverk eftir Jorn ásamt fjölda teikninga og grafískra verka. Meðal myndefnis eru póli- tískar satírur og mynd af systur Jorn, sem mun hafa rifið frum- myndina í tætlur þar sem henni fannst myndin ekkert lík sér. Aðrar myndir voru hugsaðar fyrir ljóða- safn sem Jorn hugðist gefa út en sá aldrei dagsins ljós. „Myndirnar bera þess merki að vera skapaðar á umbrotatímum þar sem allir voru neyddir til að taka afstöðu,“ segir í tilkynningu. 52 verk eftir Jorn gleymd í kjallara Vinir Asger Jorn og Sigurjón Ólafs- son ásamt yngsta syni Sigurjóns. S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0 W W W. S I G N . I S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.