Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí » Hin sígilda kvikmynd leikstjórans MilošFormans, Amadeus, var sýnd fyrir fullum sal í eldborg í Hörpu í gærkvöldi á bíótón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem lék tónlist Wolfgangs Amadeusar Mozarts við kvikmyndina. Um kórsöng sá Mótettukór Hall- grímskirkju og malasíski píanóleikarinn Mei Yi Foo lék einleik. Amadeus hlaut átta Ósk- arsverðlaun árið 1985 og þykir ein besta kvik- mynd Formans sem lést 13. apríl síðastliðinn. Amadeus sýnd í Eldborgarsal á bíótónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Bíótónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands lék tónlist Amadeusar Mozarts við kvikmyndina í Hörpu. Gestir Kjartan Thors, Sigrún Gísladóttir og Júlíus Ólafsson voru í Hörpu. Fjör Elín Rut, Edda Bára Kristínardóttir og Fjóla Hólm Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Valli Gaman Sigríður Gísela Stefánsdóttir og Ingunn Árnadóttir skemmtu sér vel og brostu blítt. George R.R. Martin, höfundur sagnabálksins vinsæla um Krúnu- leikana, Game of Thrones, hefur til- kynnt aðdáendum sínum að ný bók um ævintýraheiminn sé væntanleg. Það verður þó ekki sjötta bindið í bálkinum eins og hann hafði áður boðað að kæmi næst út, bók sem á að heita The Winds of Winter, held- ur er um að ræða frásögn af Targ- aryen-ættinni, og gerist hún á und- an atburðunum sem fjallað hefur verið um í sjónvarpsþáttunum vin- sælu. Þeir byggðust í upphafi eink- um á fimmtu bók bálksins, A Dance With Dragons, en handritshöfund- arnir eru þó nú komnir talsvert út fyrir þann ramma og inn í frásögn- ina sem Martin hefur boðað í sjötta bindinu. Bókin væntanlega mun nefnast Fire and Blood og kemur út 20. nóvember næstkomandi. Martin segir það „ekki skáldsögu“ heldur sögu Targaryen-fjölskyldunnar í Westeros og fjallar um borgara- styrjöld sem batt nær enda á völd fjölskyldunnar. Martin segir hand- rit sögunnar hafa verið nær 1.000 blaðsíður. Sagnaþulur Sagnabálkur George R.R. Martin nýtur mikilla vinsælda. Martin segir sögu Targaryen Tilkynnt var í gær um ríflega 40 tónlistarmenn og hljómsveitir sem bæst hafa við dagskrá tónlistar- hátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verður 7.-10. nóvember. Af erlendum atriðum eru það Alma frá Finnlandi, Av Av Av frá Danmörku, Bedouine og Blood Orange frá Bandaríkjunum, Cashmere Cat frá Noregi, Descartes a Kant frá Mex- íkó, Fever Ray frá Svíþjóð, Gaffa Tape Sandy, Hak Bakeer og Husky Loops frá Bretlandi, Jarami frá Sví- þjóð, JMSN frá Bandaríkjunum, Polo & Pan frá Frakklandi, Rejjie Snow frá Írlandi, Smerz frá Nor- egi, Snail Mail frá Bandaríkjunum, Sorry og Stereo Honey frá Bret- landi, The Voidz frá Bandaríkjun- um, Trupa Trupa frá Póllandi og Wwwater frá Belgíu. Úr röðum íslenskra flytjenda bætast við Axel Flóvent, Amaba- dama, Ceasetone, Flóni, vök, GKR, Hatari, Hildur, Himbrimi, Hórmón- ar, Jói Pé og Króli, Logi Pedro, Mammút, Máni Orrason, Sycamore Tree, Teitur Magnússon, Pink Street Boys, Unnsteinn, Ylja og Young Karin. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar, icelandairwaves.is. Yfir 40 atriði bætast við Frá Mexíkóborg Mexíkóski sextettinn Descartes a Kant blandar saman poppi, málmi, pönki, skóglápi og kabarett í listsköpun sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.