Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 2
Hvað er að frétta? Það er allt ljómandi gott að frétta. Ég er að vinna að minni fyrstu sólóplötu undir listamannsnafninu JAK. Samhliða því er ég að kaupa æskuheimilið af foreldrum mínum í Mývatns- sveit, taka það í gegn og koma mér fyrir. Þar fyrir utan eru það verkefni með Dimmu og önnur tilfallandi verkefni af öllum stærðum og gerðum. Hvað er fram undan hjá Dimmu? Fram undan hjá Dimmu eru tónleikar á Græna hattinum sem bera yf- irskriftina „Rokkað kjaft- æði og hin lögin“. Þar förum við yfir feril hljómsveitarinnar, segj- um sögur á léttum nóttum og spilum svo lögin sem við spilum sjald- an. Við vorum að klára síðustu helgi í Bæj- arbíói með þessum viðburði. Það gekk vonum framar. Hvað er það sem tónlist gefur tilverunni? Stutta svarið er útrás. Tónlist tekur á og vekur allskonar tilfinningar. Það er mjög persónubund- ið hvernig tónlist verkar á fólk. Fyrir mér er tónlist í senn minn besti vinur, athvarf, útrás og frelsi. Tónlistin dæmir ekki, hún bara er. Hvað er títt úr Mývatnssveitinni? Mývatnssveitin blómstrar sem aldrei fyrr. Það er mikil uppbygging og fjölgun íbúa sem er kærkomin. Mývetningar eru duglegt og úr- ræðagott fólk sem fer ekki troðnar slóðir. Þarna líður mér alltaf best. Ég starfa að hluta sem leiðsögumaður og þá helst með vini mín- um Antoni sem á og rekur dagsferðafyrir- tækið Geo Travel. Hann er skemmtilegasti leiðsögumaður í heimi, góður vinur og sam- starfsfélagi. Hvað er á dagskrá í sumar? Sumarið verður blanda af alls konar eins og venjulega. Ég mun þó dvelja meira heima í Mývatnssveit en síðustu misseri. Halda áfram vinnu við plötuna, leiðsegja, leika við börnin mín og njóta lífsins. Morgunblaðið/Hari STEFÁN JAKOBSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Kaupir æskuheimilið Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Almenningssamgöngur eru óhjákvæmilegur hluti af því að búa í borg.Bílaborgir Bandaríkjanna eru til að mynda óðum að átta sig á þess-ari staðreynd, einkum vegna þess að ungt fólk vill ekki aka um á bíl- um. Sama þróun á sér stað hér. Ungt fólk, og raunar fólk á öllum aldri, á höf- uðborgarsvæðinu gerir kröfur um komast á skilvirkan og skjótan hátt milli staða en það vill líka aukin loftgæði og minna kraðak. Til að ná þessu fram gefur augaleið að einkabíllinn, hvort sem hann gengur fyrir bensíni, dísil eða rafmagni, er ekki kostur sem hægt er að treysta á inn í framtíðina. Frambjóðendur í Reykjavík þurfa að bjóða fram skýra kosti í samgöngum og skulda kjósendum skýringar á því hvernig þeir ætla að ná sameiginlegum markmiðum okkar allra um hreinni borg og bætta umferðarmenningu. Markmið um minna svifryk eru innantóm orð ef ekki fylgir áætlun um aðgerðir. Markmið um minni umferð eru líka gagnslaus ef borgar- yfirvöld ætla sér ekki að hafa áhrif á umferðina og stýra henni til betri vegar. Það sjá allir sem vilja sjá að ef ætlunin er að minnka svifryk, bæta umferð, stytta ferðatíma og gera fólki það almennt auðveldara að komast milli staða þá verður það aldrei gert nema með því að bílum á götunum fækki en fjölgi ekki. Til þess að bílum fækki þá þarf eitthvað annað að koma í staðinn. Almenningssamgöngur þurfa að verða raunverulegur valkostur til að komast milli staða. Borgarlínan er afrakstur náinnar samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og að undirbúningi hennar stóðu fulltrúar úr öllum flokkum. Hug- myndin varð ekki til á einum degi og hún kemur ekki til framkvæmda á ein- um degi heldur er hún langtíma uppbyggingarverkefni. Stundum er það þannig að þegar verkefni fá nafn þá er hægt að fara að bít- ast um þau. Borgarlínan er orðin að einhvers konar fyrirbæri sem hægt er að vera „með“ eða „á móti“ í umræðunni. En einhvern veginn hefur ekkert kom- ið fram sem bendir til annars en að með henni hafi einmitt verið lögð fram skynsamleg lausn við umfangsmiklum og vaxandi vanda. Til þess að almenningssamgöngur geti einhvern tímann orðið að raunhæf- um valkosti þá er nauðsynlegt að ferðir séu tíðari og tengingar betri. Hvort tveggja virðist nást fram með því kerfi sem nefnt hefur verið Borgarlínan. Það þarf ekkert endilega að flækja hlutina mikið bara af því að það eru kosn- ingar framundan. Förum bara í að byggja hér upp almenningssamgöngur sem virka, það er ekki seinna vænna. Borgarlínan þarf ekki að vera sérstakt bitbein, hún getur orðið upphaf á nýju tímabili uppbyggingar á höfuðborgar- svæðinu. Borgarlínan þarf ekki að vera bitbein. Þarf að flækja málin fyrir kosningar? Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Borgarlínan er af-rakstur náinnar sam-vinnu sveitarfélaga áhöfuðborgarsvæðinu. Una Ólöf Gylfadóttir Það er alveg að koma; það er komið í hjartanu. SPURNING DAGSINS Er komið sumar? Eszter Szentirmai Nei, það er langt í það. Vorið byrjaði bara í mars svo það getur ekki verið að sumarið sé komið. Lárus Hagalín Jú, verðum við ekki að segja það til að allir verði ánægðir. Hrafnhildur Ólafsdóttir Ég held að það vanti aðeins upp á að sumarið sé komið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Brian Sweeney Stefán Jakobsson er söngvari hljómsveit- arinnar Dimmu og hefur vakið athygli fyrir kraftmikla rödd sína. Hann býr í Mývatnssveit og er því á talsverðum ferðalögum, bæði sem leiðsögumaður og vegna tónlistarinnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.