Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 35
22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 11.-17. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Dagar höfnunarElena Ferrante 2 Í nafni sannleikansViveca Sten 3 Mið-AusturlöndMagnús Þ. Bernharðsson 4 Ég er að spá í að slútta þessuIain Reid 5 ÞorstiJo Nesbø 6 Iceland in a BagÝmsir höfundar 7 LukkuriddarinnJan-Erik Fjell 8 Independent PeopleHalldór Laxness 9 UppruniDan Brown 10 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano 1 Kormákur krummafótur Jóna Valborg Árnadóttir /Elsa Nielsen 2 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 3 Risasyrpa – Sögufrægar endur Walt Disney 4 Lói þú flýgur aldrei einn Styrmir Guðlaugsson /Sigmundur Þorgeirsson 5 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 6 Hvolpasveitin – Litabók 7 Víti í VestmannaeyjumGunnar Helgason 8 Fuglar Hjörleifur Hjartarson /Rán Flygenring 9 Íslensku dýrinHalldór Pétursson 10 Finndu hvolpinn í borginniSetberg Allar bækur Barnabækur Ég les ekki mikið af skáldsögum vegna þess að ég eyði hálfum deg- inum í að búa til sögur. Fyrir jafn- vægi þefa ég upp fræðibækur um listina að skrifa. Þessa dagana er ég að lesa bók eftir Steven Pressfield, sem heitir The Authentic Swing. Þessi Steven skrifaði bókina The Legend of Bagger Vance, sem var gerð kvikmynd eftir. Í The Auth- entic Swing fer höfundurinn yfir það hvernig hugmyndin að bók- inni kom og hvernig var að skrifa hana. Það sem gerir ferð höfund- arins skemmtilega er að þessi Steven hafði bæði engan áhuga á viðfangsefninu (að spila golf) og gat með engu móti sannfært sig með rökum um hvers vegna hann ætti að skrifa bókina. Í The Auth- entic Swing fer hann yfir mátt þess að elta tilfinningu og að hætta að reyna hafa vit fyrir brjóstviti. Í gegnum þessa reynslu lýsir hann því hvernig efnið byrjaði að tala við hann, að góð „golf- sveifla“ er eitthvað sem þú getur ekki lært. Að góð „golf-sveifla“ er eitthvað sem þú hefur nú þegar. Ef þú treystir eigin sannleika, þá mun hin fullkomna sveifla birtast þér. ÉG ER AÐ LESA Olaf de Fleur Olaf de Fleur er kvikmyndagerð- armaður. Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akur- eyri. Í bókinni Byrjendalæsi: Rannsókn á inn- leiðingu og aðferð greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum rannsóknar á Byrjendalæsi. Fjallað er um nám og kennslu undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að inn- leiðingu hennar og samstarf kennara og for- eldra. Rúnar Sigþórsson og Grétar L. Mar- inósson ritstýra, Háskólaútgáfan gefur út. Samfeðra heitir ný skáldsaga eftir Steinunni G. Helgadóttur, rithöfund og myndlistarmann. Í bókinni segir frá Janusi, sem kemst að því við lát móður sinnar að hann á ellefu hálfsystkini á svip- uðu reki víða um landið. Þjóðhátíðarárið 1974 leggur hann upp í hringferð til að kynnast þessu ókunna en þó náskylda fólki. Þetta er fjórða bók Steinunnar, en hún hlaut meðal annars Fjöru- verðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína og var val- in ein af nýjum röddum Literary Europe 2017. Í skáldsögu Laetitia Colombani, Fléttunni, segir frá þremur konum, Smítu, Giuliu og Söru. Smíta á heima á Ind- landi og tilheyrir stétt hinna lægst settu. Hún leggur allt í sölurnar til að dóttir hennar þurfi ekki að lifa við sömu hörmungaraðstæður og hún sjálf og fórnar því sem henni er dýrmætast: hárinu. Giulia á heima á Sikiley og vinnur í hár- kolluverksmiðju föður síns. Þegar hann lendir í slysi kemst hún að því að fjölskyldufyrirtækið er gjaldþrota. Sarah býr í Kanada. Hún er virtur lög- fræðingur sem á mikilvæga stöðuhækkun í vænd- um þegar hún greinist með illvígan sjúkdóm. Ólöf Pétursdóttir þýddi bókina, JPV gefur út. NÝJAR BÆKUR Það er erfitt að flokka þessabók; það er hryllingur þarnaen þetta er samt ekki dæmi- gerð hryllingssaga með ofbeldi, blóð- baði og slíku. Sagan er líka bók- menntaleg og það talsvert af heimspeki í henni; hún fjallar um hugmyndir sem ég hef áhuga á og vekja hjá mér ugg,“ segir kanadíski rithöfundurinn Iain Reid um skáld- sögu sína, Ég er að spá í að slútta þessu, sem komin er út á íslensku hjá Veröld í þýðingu Árna Óskarssonar. Sagan hverfist um ungt par sem ekki hefur verið saman nema í fáein- ar vikur þegar það leggur upp í öku- ferð. Stúlkan hefur efasemdir um ferðalagið enda er hún að íhuga að slíta sambandinu. „Þannig hefst sag- an en síðan tekur hún óvænta stefnu,“ segir Reid, sem var staddur hér á landi í vikunni vegna útgáfu bókarinnar. Á bókarkápu segir að um sé að ræða spennuþrungna og taugatrekkjandi sögu um ökuferð sem endar með skelfingu. Ég er að spá í að slútta þessu er fyrsta skáldsaga Reids en áður hafði hann sent frá sér tvær sjálfsævi- sögulegar bækur með kómísku ívafi. „Mig hafði lengi langað að skrifa skáldsögu, ég les meira af skáldskap en bókmenntum af öðru tagi, en próf- aði annað fyrst, þar sem það er auð- veldara að halda sig við staðreyndir en skáldskap. Allt getur gerst í skáldskap. Þegar ég fékk þessa hug- mynd ákvað ég að láta slag standa. Hún féll vel að spennuforminu og ég byrjaði bara að skrifa.“ Persónulegri en fyrri bækurnar Spurður hvort um tæran skáldskap sé að ræða svarar Reid játandi, sag- an byggi ekki að neinu leyti á sönn- um atburðum. „Eigi að síður finnst mér þessi bók persónulegri en hinar fyrri, sem þó fjölluðu um mitt eigið líf, sem hljómar auðvitað svolítið mótsagnakennt. Staðreyndin er hins vegar sú að í skáldskap er höfundur- inn að bjóða lesendum að spássera um heilabú sitt.“ Bókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og gefin út í meira en tutt- ugu löndum. Reid segir þennan mikla áhuga hafa komið sér þægilega á óvart. „Frá mínum bæjardyrum séð snerist þetta um að fá útgefanda heima í Kanada, allt umfram það er óvænt gleði. Sagan er um margt opin fyrir túlkun og fyrir vikið hefur verið rætt talsvert um hana. Það spyrst út og eitt leiðir af öðru.“ Ekki spillti fyrir að leikstjórinn Charlie Kaufman, sem meðal annars hefur gert myndirnar Being John Malkovich og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, hefur fest kaup á kvikmyndaréttinum og vinnur nú að handriti. „Það hjálpaði sannarlega til,“ segir Reid. „Ég er mjög spennt- ur fyrir því verkefni enda hef ég ver- ið aðdáandi Kaufmans frá því löngu áður en ég skrifaði bókina. Hann er í senn skapandi og frumlegur og myndir hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Kaufman hefur haft mikil áhrif á mig en ég bjóst aldrei við því að fá tækifæri til að hitta hann, hvað þá vinna með honum. Hann hefur verið mjög almennilegur við mig og ég hef þegar lært heilmargt af þessu samstarfi. Ég hafði ekki kvikmynd í huga þegar ég skrifaði bókina, þann- ig að þessi vegferð er mjög spenn- andi.“ Þess má geta að það var vefversl- unin Amazon.com sem mælti með bókinni við Kaufman með hliðsjón af fyrri viðskiptum hans. Þannig fór boltinn að rúlla. Von er á nýrri skáldsögu eftir Reid með haustinu vestra, Foe, ellegar Fjandmaður, sem gerist í náinni framtíð. „Það er líka heimspekileg spennusaga með vott af vísindaskáld- skap. Bróðir minn starfar í geimiðn- aðinum, hefur meðal annars unnið fyrir NASA, og ég nota hann sem heimildarmann. Það er svolítið geim- þema þarna.“ Gott að skrifa á Íslandi Talandi um systkini þá er systir Reids, Eliza, búsett á Bessastöðum. „Mikið rétt, systir mín er forsetafrú ykkar Íslendinga. Okkur fannst á sínum tíma mjög spennandi að fjöl- skyldumeðlimur væri að flytjast til Íslands, sem er mjög framandi og spennandi staður, og ekki dró úr áhuganum þegar Guðni mágur minn ákvað að bjóða sig fram til forseta. Þar fenguð þið góðan mann.“ Reid hefur nokkrum sinnum kom- ið til Íslands. „Flugið er alls ekki svo langt, bara fimm tímar frá Toronto, og ég reyni að koma eins oft og ég get, til að rækta frændsemina. Land- ið er líka dásamlega fallegt og hefur haft mikil áhrif á mig. Það er mjög gott að skrifa hérna enda er eitthvað sérstakt við andrúmsloftið í Reykja- vík og líka á landsbyggðinni. Náttúra landsins er engu lík og ég kann vel að meta veðurfarið. Ég er heimakær að upplagi og Ísland er eini staðurinn, utan Kanada, þar sem ég gæti hugs- að mér að búa.“ Þá hefur hann mikinn áhuga á ís- lenskum bókmenntum. „Ég er mikill aðdáandi Sjóns og fleiri rithöfunda, auk þess sem ég hef lesið margar af Íslendingasögunum. Það er heillandi efni.“ Spurður hvort hann gæti í framtíð- inni hugsað sér að skrifa skáldsögu sem gerist á Íslandi er Reid fljótur til svars. „Algjörlega. Ísland í myrkrinu um hávetur er upplagt sögusvið fyrir spennubók. Sú saga gæti orðið mjög ógnvekjandi. Eins kæmi til greina að skrifa handrit að kvikmynd sem gerðist á Íslandi. Landið er svo sjón- rænt.“ Spásserað um heilabúið Það er persónulegra að skrifa skáldsögu en sjálfsævisögu, að dómi kanadíska rithöfundarins Iains Reids, enda býður höfundur lesandanum þannig að spássera um heilabú sitt. Fyrsta skáldsaga Reids er komin út á íslensku. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Iain Reid ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, mági sínum og forseta Íslands. Reid gæti vel hugsað sér að búa á Íslandi. Morgunblaðið/Stella Andrea ’ Sagan er um margtopin fyrir túlkun ogfyrir vikið hefur veriðrætt talsvert um hana. Það spyrst út og eitt leiðir af öðru.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.