Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 29
landinu mest í þeim skógi. Á tjald-
svæðinu sjálfu er blakvöllur, grasa-
garður með fiðrildum, lítil verslun,
grillaðstaða, góðar sturtur og fín
aðstaða fyrir börn. Svo má ekki
gleyma því að stjörnubjartur
himinninn er einkar skýr á kvöldin.
Opið er 9. júní-17. september, en
Guardian valdi þetta tjaldsvæði eitt
það besta í Evrópu á dögunum.
Svo er hægt að fara í fimm
stjörnu hálfgerða tjaldævintýra-
garða eins og Norcenni Girasole í
Figline í Toskana-héraði. Frá tjald-
svæðinu er útsýni yfir skógi vaxnar
hæðir héraðsins, en fjörið er mikið
á staðnum. Þannig er vatnsrenni-
brautagarður á staðnum, veitinga-
staðir, ísbúðir og stutt er að
skreppa til staða eins og Flórens og
á markaðinn skemmtilega í bænum
Greve Chianti sem er ekki langt frá.
Hægt er að vera í tjaldi eða leigja
ýmsar gerðir af litlum bústöðum.
Opið er 17. apríl-14. október.
Annað gott er Domaine les
Ormes í Bretaníu í Frakklandi.
Tjaldsvæðið er byggt í kringum
herragarð og býður upp á 18 holu
golfvöll, vatn, reiðtúra, stóran leik-
völl og gistingu í tréhúsum. Allt um
kring er falleg gömul þorp að finna
og blómaakra.
Vilji fólk taka eina nótt innandyra
er líka þriggja stjörnu hótel á
herragarðinum og við það eru góðar
sundlaugar sem gestir tjaldsvæðis-
ins geta líka keypt sér aðgang að.
Það er upplifun fyrir Íslendinga að vera í tjaldi í veðurblíðu að næturlagi.
22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fylgja tilfinningunni
Hvað hefurðu sjálf í huga þegar þú
velur húsnæði fyrir þig og þína?
„Mér er sama hvort það er sjón-
varp eða ekki í íbúðinni en ég vil
hafa góða verönd og útisvæði og
ekki er verra ef það er stutt í fallega
náttúru, við fjölskyldan sækjumst
aðallega eftir svoleiðis og yfirleitt
gerir það útslagið.
Þegar ég er að ganga frá við-
skiptum eru það samskiptin við
fólkið sem láta mig taka loka-
ákvörðun. Ef ég fæ góða tilfinningu
fyrir fólkinu þá kýli ég á þetta því
svona skipti snúast fyrst og fremst
um traust og ef það er ekki góð til-
finning sem fólk hefur og sameig-
inlegur skilningur þá á maður að
sleppa þessu því það er engin trygg-
ing í þessu og fjölskyldurnar eru að
treysta hvor annarri fyrir heimilum
sínum.
Ég hef sjálf aldrei lent í vondri
upplifun, frekar kynnst frábæru fólk
og fengið góðar leiðbeiningar, gestir
hafa gengið vel um hjá mér og svo-
leiðis en ég hef bakkað út úr við-
skiptum þar sem ég hef fengið ein-
hverja tilfinningu þegar ég ræði við
fólkið. Það er hægt að hætta við
meðan fólk er á þessu frumstigi, svo
að það skiptir miklu máli að flýta sér
ekki um of.“
Það er ekki orðum aukið að Snæ-
fríður er með ferðalög á heilanum
eins og hún segir sjálf en í maí
kemur út önnur önnur handbók
eftir hana, um Tenerife, en fjöl-
skyldan er mjög hrifin af Kanarí-
eyjunum og síðustu jól voru þau
sex vikur á Tenerife en þangað
hafa þau oft farið og oft skipt við
sama fólkið.
„Þar sem við höfum skipt svo oft
við heimamenn höfum við fengið svo
góð ráð frá þeim, ábendingar um
hluti til að sjá og gera sem kannski
hinn almenni túristi veit ekki.
Hvað er það sem Tenerife hefur?
„Fáir staðir í Evrópu eru jafn-
öruggir með vetrarsól, veðursældin
er mikil og svo er eyjan, þrátt fyrir
að vera lítil, með svo fjölbreytta
náttúru. Á einum og sama deginum
geturðu snert snjó, gengið í gegnum
regnskóg, skoðað pýramída og farið
á ströndina.“
Útsýnið úr íbúð
í Amsterdam.
Snæfríður myndar gjarn-
an útsýnið úr íbúðunum
með kaffibolla í forgrunni.
Á hæsta fjalli Spánar, nálægð við náttúru skiptir fjölskylduna máli.
Íslendingar hafa einkum notað vefsíðurnar
intervac.com og homeexchange.com og segist
Snæfríður geta mælt heilshugar með þeim.
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
• Þú velur síðu sem þú vilt
auglýsa á.
• Þú býrð til auglýsingu.
• Þú sendir fyrirspurnir til ann-
arra meðlima og tekur á móti
tilboðum.
• Þú finnur einhvern sem þú
vilt skipta við og þið gangið
frá samkomulaginu.
• Þú bókar flugmiðana.
• Þú ert í sambandi við við-
komandi alveg fram að skipt-
um til að skapa traust ykkar á
milli.
• Þú undirbýrð heimili þitt.
• Þú lætur heyra í þér á meðan
þú ert á heimili skiptiaðilans.
• Þú skilur vel við heimilið
sem þú færð lánað.
• Þú þakkar fyrir þig og skrifar
umsögn um skiptin.
ÚR BÓKINNI
Íbúðaskipti
í hnotskurn