Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 22
Á horni Hverfisgötu og Bar-ónsstígs liggur ilmur af ný-bökuðu bakkelsi í loftinu.
Þar er nefnilega komið nýtt fransk-
íslenskt kaffihús þar sem allt er
bakað frá grunni daglega. Valið
gæti verið erfitt. Þarna má finna
beyglur og enskar skonsur, múffur
og smákökur, kanilsnúða, súpur og
safa. Og auðvitað eðalkaffi og sér-
innflutt te. Kaffihúsið er notalegt
og heimilislegt og nokkrir fasta-
kúnnar sötra kaffið sitt þegar
blaðamann ber að garði. Vaktina
standa frönsku hjónin Emilie
Zmaher og Stephane Raguin og hin
íslenska Guðlaug Dröfn Gunnars-
dóttir. Þau kynntust þegar Guðlaug
var við listnám í Suður-Frakklandi,
en þar eiga þau hjón nokkur kaffi-
hús. Vegna kynna sinna af Guð-
laugu höfðu þau oft heimsótt Ísland
áður og einhvers staðar á leiðinni
kviknaði sú hugmynd að flytja til
Íslands og bæta kaffihúsi í frönsku
keðjuna; í þetta sinn í miðbæ
Reykjavíkur. Það má því segja að
þau hafi farið í útrás og njóta nú
Íslendingar góðs af.
„Við eigum nokkur kaffihús í
Suður-Frakklandi, en við hófum
rekstur fyrir ellefu árum. Við
kynntumst Gullu þar, en hún var
að spila í bandi með manninum
mínum, Stephane,“ segir Emilie og
segist ánægð með þessa stóru
ákvörðun.
„Það er allt öðruvísi hér en í
Frakklandi og það er áskorun fyrir
okkur að koma hingað, vegna veð-
ursins og myrkursins. En það er
líka gott fyrir okkur og dóttur okk-
ar að vera hér því fólkið hér er ró-
legra; ekki eins hávaðasamt og í
Frakklandi. Í Suður-Frakklandi er
fólk sífellt að hrópa og kalla. Svo er
hér öruggt að vera og mjög fal-
legt,“ segir hún.
Blaðamaður hefur á orði að hún
líti út eins og Íslendingur; ljóshærð
með gráblá augu. Emilie hlær og
samsinnir því. „Þess vegna er ég að
læra íslensku, fólk heldur alltaf að
ég sé íslensk.“
Elskar að baka
Þær stöllur segja staðinn ganga
mjög vel, en hann var opnaður í
desember á síðasta ári.
„Þetta gengur alltaf betur og
betur og hingað koma margir
fastakúnnar. Það koma margir
ferðamenn en líka margir Íslend-
ingar hér úr hverfinu,“ segir Guð-
laug.
Ekkert þeirra þriggja hefur lært
til bakara eða matreiðslumanns.
Guðlaug er myndlistarkona, Emilie
lærði félagsfræði og Stephane graf-
íska hönnun. Bakstur hefur þó allt-
af verið í uppáhaldi hjá Emilie, en
hún mætir sex á morgnana og
byrjar að baka.
„Þetta eru allt okkar uppskriftir
sem við höfum þróað,“ segir Emilie
og bætir við: „Ég hef alltaf elskað
að baka.“
Vinsælastar hjá Íslendingunum
eru ósætar enskar skonsur, sem
kom Emilie á óvart.
„Í Frakklandi eru þær alveg vin-
sælar en smákökurnar enn vinsælli
þar.“
„Kanilsnúðarnir eru líka vinsælir
og þeir eru líka vegan. Við bjugg-
um þá upphaflega til með smjöri en
þeir voru bara betri vegan,“ segir
Guðlaug. „Fæst hér er vegan en
við höfum daglega eitthvað vegan
að velja úr.“
Umhverfismál eru þeim hug-
leikin og allt rusl er flokkað.
„Kaffihúsið er umhverfisvænt; við
notum eingöngu plastlausar um-
búðir frá Vegware fyrir veiting-
arnar sem hægt er að taka með
sér. Einnig fá þeir sem koma með
eigið götumál undir heita drykkinn
10% afslátt,“ segir Guðlaug.
Morgunblaðið/Ásdís
Ilmur af
Frakklandi
Guðlaug, Emilie og Steph-
ane vinna öll á kaffihúsinu
Emilie and the cool kids.
Frönsk hjón ákváðu að snúa lífi sínu á hvolf og
fluttu til Íslands nýlega ásamt níu ára dóttur. Hér
opnuðu þau ásamt íslenskri vinkonu nýtt kaffihús
í miðbæ Reykjavíkur, Emilie and the cool kids.
Allt er bakað á staðnum og samlokur lagaðar eftir
pöntun; allt ferskt og bragðgott.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Á kaffihúsinu má finna ýmislegt góðgæti. Vegan kanelsnúðarnir eru sérlega vin-
sælir. Múffur eru til í ýmsum bragðtegundum og erfitt að velja á milli.
MATUR Ef baka á súkkulaðibitakökur um helgina er gott að gera deigið degifyrr og geyma það í ísskáp. Þetta segja bakarar að geri kökurnar enn
betri. Ekki er samt víst að allir séu til í að bíða eftir því!
Smákökubakstur
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018