Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 17
upp úr öllu valdi og þú svitnar og svitnar. Og ég með minn taugasjúkdóm ofan á.“ Vantar að skammta fíklum morfín Kristín segir að stundum hafi komið „þurrkur“; það var ekki til neitt morfín á markaðinum. „Það var hræðilegt. Og nú vilja þeir stoppa það að fíklar komist í morfín. Þá kemur bara heróín- ið,“ segir Kristín sem hefur sterkar skoðanir á hvernig eigi að takast á við vandann. Hún telur ekki að eigi að loka á að skrifa upp á morfín, heldur eigi að láta fíkla hafa sinn skammt undir eftirliti. „Þetta er bara bull, við eigum að fá okkar dags- skammt og þannig komum við í veg fyrir að taka of stóra skammta. Efnið er að koma að utan líka og hvað hefur verið að gerast? Heróínið er að koma og það er miklu verra heldur en morfín. Það sem hefur verið að gerast í sumum löndum er að fíkillinn fær sinn skammt og getur fengið hjálp við að setja í sig. Og þetta fólk er að skila sér frek- ar í meðferð því þarna fær fólk bara ákveðinn skammt á dag. Þá er verið að taka þetta af göt- unum og dauðsföllum af völdum ofneyslu hefur fækkað niður í næstum því núll. Þetta er það sem vantar hérna, eftirlit og eftirfylgni. Fíkillinn þarf alltaf sinn skammt. Ef morfínfíkill fær ekki mor- fínið sitt fer hann bara í heróín,“ segir hún. Kristín er nú á suboxone, viðhaldslyfi sem gefið er fólki sem hefur lengi verið háð morfíni. Sumir þurfa að taka það lyf út ævina. „Ein ástæða fyrir því að fólk er að taka of stóra skammta er fentanylið sem er stórhættu- legt efni. Þú ert með einn plástur og klippir hann eitthvað til og þú veist ekkert hvað það er mikið magn sem þú ert að fá,“ segir hún. „Ég missti kærastann minn úr eiturlyfjum; hann var búinn að vera í þriggja mánaða með- ferð og fór í bæinn í þriggja daga leyfi. Hann datt í það í bænum og eftir tvo daga ákvað hann að fá sér morfín til þess að ná sér niður. Þetta var of mikið og hann lést.“ Eðlilegt líf er gott líf Í dag býr Kristín með kærasta sínum sem hefur verið edrú í nokkra mánuði. „Hann er ekki að koma úr neyslu eins og minni. Ég er að upplifa í fyrsta sinn heilbrigð samskipti. Hann hefur alltaf verið í vinnu og er ótrúlega heilsteyptur. Ég er náttúrlega búin að vera í svo mikilli geðveiki. Það er nýtt fyrir mér, að vera með einhverjum sem kastar ekki sprengju eða beitir mig andlegu of- beldi. Ég þarf að læra að eðlilegt líf er gott líf, af því að ég er vön að sækja í spennu. Ég er búin að horfa upp á hryllilega hluti, þetta er ógeðslega ljótur heimur, fólk svífst einskis. Það er engin hjálpsemi. Þú þarft að vera á tánum ef þú um- gengst sprautufíkla, þeir eru svo „desperat“, sér- stakleg rítalín-fíklar sem fá ekki morfínið sitt. Þeir verða svo veikir og á niðurtúrnum fara þeir að ræna þig og svíkja. Eina sem kemst að er að fá sér,“ útskýrir Kristín. Finnurðu fyrir fíkn? „Já, já, en dags daglega finn ég ekki neitt og ég er bara að hlúa að mér á öllum sviðum. Ég þarf að takast á við sorgina og missinn, ég er með áfalla- streituröskun. Í dag hitti ég börnin mín og er á fundum og er í eftirmeðferð í Von. Svo hreyfi ég mig sem er svo nauðsynlegt,“ segir hún. Nú ertu búin að fara átján sinnum á Vog og lenda í ýmsu og ert búin að vera edrú í sex mán- uði. Heldurðu að þér takist þetta núna? „Einn dag í einu. Það sem ég gerði núna var að ég tók ákvörðun þegar ég gekk inn á Vog 8. ágúst síðastliðinn. Ég fékk mér í síðasta skipti. Og tók ákvörðun að ég væri hætt. Ég get ekki þetta fólk lengur, get ekki neysluna, ég var að deyja. Þetta er ekkert spurning í dag hvort ég ætli að vera í neyslu eða ekki. Þetta er spurning um hvort ég ætli að lifa eða ekki. Þetta eru val- möguleikarnir og ég ætla að lifa. Ég þarf að minna mig á það á hverjum degi.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina? Ertu bjartsýn? „Já, ég er bjartsýn. Mig langar að starfa með öðrum fíklum og berjast fyrir þessum hópi.“ „Síðasta sumar var ég búin að ákveða að ég ætlaði að deyja úr þessum sjúkdómi. Ég ætlaði bara að klára þetta. En dóttir mín, þá ellefu ára gömul, samdi lag til mín. Í lag- inu er hún að grátbiðja mömmu sína að fara ekki frá sér,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Ásdís 22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Árið 2017 voru skráð 30 lyfjatengd andlát í dánarmeinaskrá en þau voru 25 árið 2016, samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Sum þessara dauðsfalla má rekja til ofnotkunar ópíóíða en skráðum sjúklingum á sjúkrahúsinu Vogi í neyslu sterkra ópíóíða hefur fjölgað um 68% frá árinu 2015. Á sama tímabili hefur ótímabærum dauðsföllum úr sjúklingahópi SÁÁ fjölgað meðal einstaklinga yngri en 40 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum upplýsingum úr gagnagrunni sjúkrahúss- ins sem voru birtar á fræðslufundi SÁÁ í vik- unni. „Það sést örlítil aukning meðal þeirra sjúk- linga sem sækja í vægari efnin. Aftur á móti sést greinilega aukning á þessum sterku ópíó- íðum sem hægt er að sprauta í æð. Veruleg aukning hefur verið síðustu tvö árin,“ segir Þórarinn Tyrfingsson læknir í samtali við mbl.is. Árið 2015 voru skráðir 111 sjúklingar á sjúkrahúsið Vog vegna neyslu á sterkum ópíóíðum, en voru orðnir 187 árið 2017. Ópíóíðar eru oft kölluð morfínskyld lyf en meðal þeirra er að finna margar tegundir lyfja sem geta verið á mismunandi styrkleikastigi. Þórarinn telur að skoða þurfi betur dreifingu, lyfjaförgun og hvernig lyfseðlar eru end- urnýjaðir. Einnig bendir hann á að skoða þurfi hvaða lyf eru sett á markaðinn og rökstyðja það vel. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu, segir unnið að því með öllum ráðum að sporna við því að læknar skrifi út sterk verkjalyf sem síðan eru misnotuð. „Já, við erum að því á ýmsan hátt og búnir að vera að því í langan tíma. Þetta er langvarandi og þungur róður. Svo er stundum kvartað við okkur, þeir sem eru að sinna fíklum, að við gerum þeim erfiðara fyrir og að við völdum skaða með þessu eftirliti. Og að það verði til þess að lyfin á svarta mark- aðinum hækki og þá eigi fíklarnir ekki fyrir þeim. Við gefum ekki mikið fyrir þetta sjónarmið.“ Hann segir að fíklar sem leiti sér hjálpar fái sérstakt lyf til þess að venja sig af morfíni. „Vogur sér alveg um þá meðferð, en það er sérstakt lyf (suboxone) sem er notað. Það verkar eins og morfín og það eru nú um 100 manns í þeirri meðferð,“ segir Magnús. Hann telur það ekki vera lausn að skammta morfíni til virkra fíkla. „Mér finnst það vera uppgjöf. Ef það á að útvega þeim lyfin endar með því að þeir deyja fyrir aldur fram.“ Ótímabær dauðsföll Þórarinn Tyrfingsson Magnús Jóhannsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.