Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 10
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims, það var fyrst sett ámarkað árið 1848 í Bandaríkjunum og var það gert úr greni-trjákvoðu. Frá þessu er sagt á Vísindavef Háskólans, þar kemur
einnig fram að fljótlega var farið að bæta paraffínolíu út í það til að
mýkja og nokkru seinna var farið að bæta bragðefnum við. Helsta
vandamál við gerð tyggigúmmís var að finna bragðefni sem entist, en
piparminta hefur reynst best. Eftir seinni heimsstyrjöldina lærðu efna-
fræðingar að búa til gervigúmmí eins og vínýlasetat og pólýísóbútýlen.
Teygt og togað
Í mínu ungdæmi var í móð að teygja
tyggjóið í allar áttir og vefja upp á fing-
urna milli þess sem það var tuggið.
Einnig var algengt að teygja það milli
þumal- og vísifingra beggja handa og
sjúga inn svo myndaðist kúla … Sem
betur fer er þetta ekki lengur í tísku.
Frískandi bragð
Sumir fá sér tyggjó áður en haldið er í boð, rétt til að fá ferskt bragð í
munninn. Það getur verið gott svona á síðustu stundu en kannski er
enn betra að fá sér litlar góðar og bragðmiklar töflur áður en haldið
er af stað í boð því fyrir kemur að það gleymist að henda tyggjóinu.
Smjattað á tyggjóinu
Ef fólk ykkur náið tyggur tyggjó
með opinn munninn ættuð þið að
benda því á hversu óæskilegt það er
og langt frá því að vera smart. Í
raun gildir sama einfalda reglan um
tyggjó og matinn: Ekki tyggja með
opinn munninn!
Andfýla
Fólk finnur ekki alltaf eigin andremmu og því ættu góðir vinir, mak-
ar eða aðrir nákomnir að segja fólki af vandamálinu – en í einrúmi
og á góðlegan hátt. Held við viljum öll vita af þessu til að geta
brugðist við. Hvorki tyggjó né bragðtöflur koma í stað góðrar tann-
hirðu; tannburstun og tannþráð kvölds og morgna. Áður en haldið
er á mannamót er gott fyrir sjálfstraustið að bregða tannþræð-
inum vandlega á milli tannanna, bursta vel og skola síðast með
munnskoli.
En með tyggjó í veislunni?
Ef gleymist að henda tyggjóinu áður en í
veisluna er komið er hvorki smart að
setja það á diskbarminn, undir stólinn
né undir borðið. Ef við gleymum okkur
alveg og erum ekki með lítið pappírssnifsi
til að vefja tyggjóinu í og geyma í vasanum/veskinu þangað til við
komum heim er skást í þessum aðstæðum að spyrja húsráðendur
hvort/hvar megi henda tyggjóinu.
Pirrandi skrjáf
Sumt tyggjó er í umbúðum með hörðu
plasti eða álpappír, það er ónæði þegar
skrjáfið í plastinu/álinu glymur t.d. á tón-
leikum, í kirkju eða í leikhúsi. Taka má
tyggjóið úr skrjáfumbúðum og setja í bréf-
snifsi áður en haldið er af stað. Þá þarf nú varla að
taka fram að það er ekki til fyrirmyndar að henda tyggjói
eða öðru á götuna, frekar en sígarettustubbum eða öðru rusli.
Ánægjuauki sem
stundum angrar
Hvað skal gera?
Albert Eiríksson
albert.eiriksson@gmail.com
TYGGJÓ
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
VETTVANGUR
Í vikunni fékk ég tækifæri til aðræða um orkumál á Íslandi viðnemendur í Kennedy School of
Government við Harvard-háskóla.
Tilefnið var að þeir hafa fengið það
verkefni í námskeiði um opinbera
stefnumótun að leggja grunn að
orkustefnu fyrir Ísland. Frumkvæði
að því átti Halla Hrund Logadóttir,
sem er einn af stofnendum „Arctic
Initiative“ innan vébanda skólans þar
sem fjallað er um auðlinda-, orku- og
umhverfismál norðurslóða.
Harvard
Spurningar nemenda og kennara
námskeiðsins vörpuðu margar hverj-
ar ljósi á sérstöðu orkumála á Íslandi.
Þeirri spurningu var til að mynda
varpað fram hvort almenn samstaða
væri um það meðal almennings á Ís-
landi að styðja viðleitni alþjóða-
samfélagsins í loftslagsmálum með
því að knýja orkufrekan iðnað með
endurnýjanlegri orku hér á landi.
Hvert er svarið við þeirri spurn-
ingu? Staðreyndin er auðvitað að hér
á landi sjá margir stóriðju sem
vandamál gagnvart loftslagsmálum
fremur en hluta af lausninni. Er þá
horft þröngt á losun hverrar verk-
smiðju en ekki hreinleika orkunnar
sem knýr þær og hve skaðlegt það
væri umhverfinu að þurfa að fram-
leiða samsvarandi orku annars staðar
með kolum eða gasi. Það var dálítið
merkilegt að heyra hve þessum fyr-
irspyrjanda í Harvard þótti sjálfsagt
að horfa á stóra samhengið.
Rammaáætlun var nemendum
einnig nokkuð hugleikin; hvort hún
hefði reynst vel og hvort sátt væri um
hana. Rammaáætlun felur í sér metn-
aðarfulla nálgun sem stangast á við
klisjuna um skammtímahugsun Ís-
lendinga. Enda á sú klisja fremur illa
við þegar kemur að skipulagi og með-
ferð auðlinda. Um það vitnar barátta
okkar í landhelgismálum, innleiðing
fiskveiðistjórnunarkerfis á heims-
mælikvarða og farsæl ráðstöfun
orkuauðlinda, bæði jarðhita og fall-
vatna. Ný orkustefna fyrir Ísland,
sem vinna er að hefjast við í þver-
pólitísku samstarfi, mun skerpa enn
frekar á því að við sýnum áfram skyn-
semi í skipulagi og ráðstöfun þessara
auðlinda.
Brussel
Norðmenn samþykktu á dögunum
þriðja orkupakka Evrópusambands-
ins, sem sameiginlega EES-nefndin
ákvað fyrir nokkru að taka upp í
EES-samninginn. Norðmenn eru
ekki þekktir fyrir skussahátt í með-
ferð á náttúruauðlindum, en því hefur
þó verið haldið fram í opinberri um-
ræðu hér á landi að þriðji orkupakk-
inn feli í sér að einni af helstu auðlind-
um Íslands verði afsalað til Brussel
og ESB fái yfirráð yfir orku fallvatn-
anna. Það eru stór orð.
EES-samningurinn fól það í sér frá
fyrsta degi við gildistöku samnings-
ins í ársbyrjun 1994 að Landsvirkjun
og öðrum opinberum orkufyrir-
tækjum varð óheimilt að selja stór-
iðju raforku undir markaðskjörum,
enda brýtur það í bága við reglur
EES um ríkisaðstoð. Eftirlitsstofnun
EFTA hefur því undanfarinn ald-
arfjórðung farið yfir alla slíka orku-
samninga og lagt mat á réttmæti
þeirra. Þýðir þetta að Íslendingar
hafi undanfarin tæp 25 ár ekki haft
full yfirráð yfir orku fallvatnanna? –
Mögulega mætti halda því fram.
Ísland innleiddi síðan fyrsta orku-
pakka ESB fyrir fimmtán árum
(2003) og annan nokkru síðar. Þetta
fól í sér ýmsar breytingar á raforku-
málum, m.a. þær að samkeppni var
innleidd í framleiðslu og sölu á raf-
magni. Afleiðingin varð sú, skv. grein-
ingu sem gerð var fyrir iðnaðarráðu-
neytið á sínum tíma, að samkeppnis-
hluti raforkuverðs snarlækkaði.
EES-samningurinn lýtur ekki að
eignarhaldi auðlinda og ekkert í
samningnum bannar okkur að kveða
á um opinbert eignarhald á orkuauð-
lindum. Það gerðum við með laga-
breytingum árið 2008.
Einn helsti sérfræðingur landsins í
málaflokknum komst að þeirri nið-
urstöðu í minnisblaði til atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins, sem ný-
lega var birt á vef ráðuneytisins, að
þriðji orkupakkinn hefði í för með sér
„óverulegar breytingar“ hvað varðaði
stjórnsýslu og leyfisveitingar orku-
mála á Íslandi.
Sumir andstæðingar málsins hafa
helst áhyggjur af áhrifum þess að sæ-
strengur verði lagður hingað fyrir
einskæran þrýsting frá ESB. Enginn
sérfræðingur í Evrópurétti hefur léð
máls á því, a.m.k. ekki enn sem komið
er, að það sé fræðilegur möguleiki að
strengur yrði lagður hingað gegn
okkar vilja.
Í stjórnarsáttmálanum segir að
framkvæmd EES-samningins sé eitt
mikilvægasta hagsmunamál Íslands
og Alþingi þurfi að vera virkara á því
sviði. Í aldarfjórðung hefur samning-
urinn kallað á marvígslegar og viða-
miklar lagabreytingar hér á landi;
evrópskt regluverk um persónuvernd
og fjármálamarkaði eru tvö nýleg
dæmi. Það hefur aldrei gerst að
EFTA-ríki hafni ákvörðun sameig-
inlegu EES-nefndarinnar um innleið-
ingu gerða. Mögulega kemur ein-
hvern tímann að því en öll rök hníga
að því að það sé slagur sem þurfi að
velja vel.
Alþjóðlegt sjónarhorn á orkumál
’EES-samningurinnlýtur ekki að eign-arhaldi auðlinda og ekk-ert í samningnum bannar
okkur að kveða á um op-
inbert eignarhald á orku-
auðlindum.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is