Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 14
EINHVERFA 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018 Það voru framsýnir foreldrar einhverfrabarna sem upphaflega komu að stofnunSpecialisterne. Þessir foreldrar höfðu áhyggjur af því hvað yrði um börn þeirra þegar kerfið hætti að hugsa um þau. Þau leituðu lausna og fundu Specialisterne í Danmörku og ákváðu að stofna slíka sjálfseignarstofnun hér- lendis að fyrirmynd Dana. Hjá Specialisterne er einstaklingsmiðuð áætlun gerð þar sem þjálfuð er tölvufærni, farið í líkamsrækt og mikil áhersla lögð á stundvísi og mætingu. Eitt helsta markmiðið er að koma fólki á einhverfurófi í atvinnu og vilja Specialist- erne gjarnan fá fleiri fyrirtæki í lið með sér til að taka slíkan starfskraft í vinnu til sín. „Rúmlega hundrað einstaklingar hafa náð að bæta líf sitt hjá okkur, yfir fimmtíu hafa þegar komist út á atvinnumarkaðinn og aðrir úr hópn- um eru í startholunum,“ segir Eygló Ingólfs- dóttir, einhverfuráðgjafi hjá Specialisterne. Í fullum störfum eru þau Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri og Bjarndís Arnardóttir þjónustustjóri. Ýmis störf henta vel „Specialisterne voru stofnuð árið 2010 og hófu starfsemi ári síðar. Allir sem hafa farið héðan til vinnu fá launin í sinn vasa en okkar uppskera og gleði felst í því að hafa komið einhverjum út á vinnumarkaðinn,“ segir Bjarni og bætir við að flestir skjólstæðingarnir séu á aldrinum 25-35, en stofnunin er opin öllum átján ára og eldri. Um tuttugu manns mæta þar daglega í dagskrá hjá Specialisterne. „Við setjum þetta þannig upp að við vonum að atvinnurekendur séu til í að prófa að fá ein- stakling á einhverfurófi í vinnu. Ef það gengur ekki upp í einhverjum tilvikum tökum við fólkið aftur til okkar,“ segir Eygló og bendir á að þau sendi ekki fólk í vinnu nema þau séu viss um að viðkomandi einstaklingur geti spjarað sig. Þau segja ýmis fjölbreytt störf henta mörg- um einhverfum, eins og lagerstörf, tölvuvinnsla, skönnunarverkefni og vinna í verslunum svo eitthvað sé nefnt. Andlegt og líkamlegt aðhald Bjarni og Eygló segja að fullorðnir einstaklingar á einhverfurófi hafi í raun orðið út undan í þjóð- félaginu því að vel sé hugsað um einhverf börn en fá úrræði séu í boði þegar skólaskyldu ljúki. „Ef þau koma í beinu framhaldi af skólanum er rútínan til staðar en við höfum verið með stóran hóp sem hefur ekki gert það og þá tekur smá tíma að trekkja þau í gang aftur,“ segir Bjarni. „Ég hef starfað við kennslu á starfsbraut fyr- ir einhverfa nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi síðastliðin 20 ár og hef séð hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp að eiga möguleika á starfi eða námi við hæfi að loknum framhaldsskóla. Þannig viðhalda þau færni og þekkingu. Í þessu samhengi er Specialisterne svo sannarlega þarft úrræði,“ segir Eygló. „Það er nefnilega ágætlega búið að ein- hverfum á leikskólaaldri, grunnskólaaldri og framhaldsskólaaldri, þó að auðvitað þurfum við alltaf að minna á og fræða fólk um einhverfu og auka skilning í samfélaginu. Þess vegna er Blár apríl alveg frábært framtak. Einhverfu- samtökin hafa gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samhengi og starfað í þágu einhverfra og fjölskyldna þeirra síðastliðin 40 ár. En hvað ger- ist þegar fólkið verður tvítugt og er búið með framhaldsskólann? Það er mikilvægt að vinna að því að auka möguleika og fjölga tækifærum á almennum vinnumarkaði fyrir einstaklinga með greiningu á einhverfurófi. Við fögnum því þegar fyrirtæki og stofnanir eru tilbúin að gefa okkar fólki tækifæri,“ segir hún. „Við tökum fólkið reglulega í viðtal og finnum út hvað það vill gera, hvert það vill stefna. Hér förum við líka í líkamsrækt tvisvar í viku þannig að það er verið að byggja fólk upp andlega og líkamlega svo það sé tilbúið að stíga næsta skref,“ segir Eygló. „Við ætlum að fara með hóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni og erum að æfa okkur fyrir það. Það er rosalega gaman. Við finnum okkur ýmislegt uppbyggilegt að gera.“ Yrti varla á nokkurn mann Eygló segir mjög mismunandi hversu lengi fólk sæki stuðning til Specialisterne, en markmiðið er eins og fyrr segir fyrst og fremst að finna starf við hæfi á almennum vinnumarkaði. „Fólk þarf að sýna að það geti mætt til okkar fjóra tíma á dag að lágmarki, verið stundvíst og að það geti virkað í hópi. Við höfum aldrei bank- að upp á hjá neinu fyrirtæki og beðið um vinnu fyrir einhvern sem ekki getur mætt hingað eins og hann sagðist ætla að gera. Við erum líka að selja ímynd okkar,“ segir Bjarni. Sjáið þið framfarir hjá fólkinu sem kemur hingað? „Já, algjörlega. Eitt gott dæmi er að fyrir nokkrum árum kom hingað ungur maður sem var mjög hlédrægur og var mikið einn. Í fyrstu talaði hann lítið sem ekkert við okkur, svo var hann farinn að bjóða góðan daginn og jafnvel koma inn til mín að gera grín að liðinu mínu í enska boltanum. Nú er þetta strákur sem hefur unnið á tölvuverkstæði í sex ár og mætir þar og stendur sína vakt 100%. Það er gaman að fylgj- ast með fólkinu okkar vaxa og dafna á þenna hátt,“ segir Bjarni. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Leitið þið til fyrirtækja eða koma þau til ykkar? „Við leitum mjög mikið til fyrirtækja. Við boð- uðum eitt sinn til fundar og forstjórar og fram- kvæmdastjórar komu. Öllum leist frábærlega á hugmyndina. Við sendum póst á þá og þeir tóku vel í þetta. En svo eftir því sem það kemur nær þeim sem eiga að vinna með þessum einhverfa verður þröskuldurinn hærri og við komumst ekki yfir hann. Menn setja alltaf einhver spurning- armerki við þetta,“ segir Bjarni og bætir við að ekki megi gleyma þeim fyrirtækjum sem tilbúin séu að láta á það reyna að ráða einstakling á ein- hverfurófi. Fjöldi fyrirtækja hefur tekið skjól- stæðinga Specialisterne í vinnu, t.d. Tölvulistinn, Reykjavíkurborg, Distica, Dýraspítalinn í Garða- bæ, Endurvinnslan, Grænir skátar, LSH, Þjóð- skrá, Græn framtíð, Parlogis og Leturprent. Auk þessa hafa Reitir fasteignafélag lagt Special- isterne til frítt húsnæði allt frá fyrsta degi. „Síðastliðið sumar ákvað Landsvirkjun að bjóða ungmennum okkar sumarstörf við garð- yrkju og sýnir með því samfélagslega ábyrgð í verki og er það mjög jákvætt. Þetta er að mjak- ast í rétta átt. Einstaklingar frá okkur hafa til dæmis verið að vinna hjá Þjóðskrá í skönn- unarverkefni við hlið háskólamenntaðs fólks og það gekk mjög vel. Þau voru kannski ekki að af- kasta jafn miklu en sjáðu bara fegurðina í því að gefa þeim tækifæri,“ segir hann og nefnir að vel gangi hjá skjólstæðingum þeirra hjá öllum fyr- irtækjum, t.d. hjá Leturprenti. „Þar er okkar maður Daði búinn að vinna í mörg ár og hefur farið með þeim í margar ferðir til útlanda. Hann er tekinn þar inn sem full- gildur starfsmaður,“ segir Eygló. Hún bendir á að þegar einstaklingur á ein- hverfurófi fái starf sé það ekki bara hann sem njóti góðs af því heldur sé það oft mikill léttir fyrir fjölskylduna. „Áhyggjur minnka og lífið léttist. Einn einstaklingur fær vinnu og fjöl- margir verða glaðir.“ Þarft úrræði fyrir fólk á einhverfurófi Specialisterne vinna markvisst að því að skapa einstaklingum á einhverfurófi atvinnu. Mikil ánægja hefur verið á meðal þeirra sem fá vinnu og í öllum tilfellum hefur það breytt lífi fólks til hins betra. Bjarndís Arnardóttir þjónustu- stjóri, Eygló Ingólfsdóttir einhverfuráðgjafi og Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri vinna hjá Specialisterne. Morgunblaðið/Ásdís ’Einstaklingar frá okkur hafatil dæmis verið að vinna hjáÞjóðskrá í skönnunarverkefni viðhlið háskólamenntaðs fólks og það gekk mjög vel. Þau voru kannski ekki að afkasta jafn miklu en sjáðu bara fegurðina í því að gefa þeim tækifæri. Fegurðin í tækifærum Talið er að um 1% mannkyns sé á einhverfurófi og samkvæmt töl- um frá 2014 hafa tæplega fjögur þúsund manns hérlendis fengið þá greiningu. Specialisterne sérhæfa sig í þjónustu við atvinnu- stuðning við þennan hóp, en oft virðast fá úrræði þegar skóla- skyldu lýkur og eru of margir fullorðnir einstaklingar á einhverf- urófi atvinnulausir. Markmið Specialisterne er að skapa atvinnutækifæri fyrir einhverfa einstaklinga og fer ríflega helm- ingur skjólstæðinga þeirra í vinnu. Aðrir fara í áframhaldandi nám eða leitað er annarra úrræða. Erfitt getur reynst að finna fyrirtæki sem tilbúin eru að ráða einhverfan einstakling en almenn ánægja er hjá þeim sem það hafa reynt. Rætt er við tvo stjórnendur Specia- listerne, þau Bjarna Torfa Álfþórsson og Eygló Ingólfsdóttur, atvinnurekandann Burkna Aðalsteinsson og Daða Gunnlaugsson sem unir hag sínum vel hjá prentsmiðjunni Leturprenti. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.