Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 27
Þegar Marilyn Monroe söng á af- mæli J.F. Kennedy, 1962, var hún í kjól alsettum kristöllum frá Swar- ovski. Þessi kjóll var seldur nýlega á uppboði fyrir tæplega 5 milljónir dollara. Á áttunda áratugnum fór Swar- ovski-fyrirtækið að framleiða eigin skartgripi úr eigin hráefni. Einnig fóru þeir að framleiða kristalsdýr sem eru mjög þekkt, en eru ekki stór þáttur í framleiðslu þeirra lengur. Swarovski er meira og minna orðið samnefnari fyrir kristalla til að sauma á föt og til að búa til skartgripi úr. Þeir hafa sínar eigin skartgripa- línur, eins og áður sagt, og Ragnar sér um hönnun skartgripanna. 12 hönnuðir vinna undir hans stjórn. Í dag er Swarovski með 3,3 millj- arða evra í veltu, starfrækir meira en 2.000 verslanir í 170 löndum og 30 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu. Það er athyglisvert að Swarovski hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 5 kynslóðir. Einn af eigendunum núna er Nadja Swarovski sem er afkom- andi Daniels Swarovski. Hún er einnig í stjórn fyrirtækisins. Heimsókn í töfraskóg Fyrirtækið er rétt við Vendôme- torgið í París, en við það standa stærstu „ekta“ skartgripafyrirtæki heimsins. Eitt af þemum í hönnuninni hjá Swarovski á þessu ári er töfraskóg- ur. Þetta er það sem verður sett í verslanir í haust fyrir næsta vetur (haust-vetur 2018-19). Við komum inn í anddyrið og lit- umst um. Þarna er gangur sem ligg- ur inn í sýningarsalinn. Gangurinn er veggfóðraður með glitrandi skóg- armyndum. Við förum í gegnum ganginn og inn í salinn. Öðrum megin í honum er Swar- ovski Atelier og hinum megin eru eigin skartgripalínur Swarovski. Swarovski Atelier er samstarf milli fyrirtækisins Swarovski og ann- arra hönnuða. Þetta er oft mjög þekktir hönnuðir eins og Karl Lag- erfeld og Christofer Kane. Í línunni sem er núna í búðum fyrir sumarið er hönnun Jason Wu, sem var að hætta nýlega sem hönnuður hjá Boss. Hinum megin er Swarovski- hönnunin sem Ragnar hefur yfirum- sjón með. Inni í salnum hanga risastórar kúlulaga kristalsljósakrónur úr loft- inu. Einnig er loftið fullt af papp- írslaufum í litum frá hvítu yfir í fjólu- blátt, sem eru eins og trjáskrúð yfir höfði manns. Vetrarlínan er kölluð Crystal Tales eða Kristalsævintýri, hún á að vera eins og töfraskógur og það er einmitt andrúmsloftið sem ríkir inni í þessu rými. Skartgripirnir eru í dökkum litum eins og vínrauðum og brúnum. Sumarlínan 2018 er farin út úr sýningarsalnum, en hún er kölluð „Crystal Rainbow“ eða Kristals- regnbogi. Þar eru litirnir mjög glað- legir og bjartir eins og nafnið segir til um. Föt á gínum í Swarovski-sýningar- herberginu. Fötin eru eingöngu hönnuð til að sýna skartgripina með. Með því móti er hægt að sýna skartgripina á tískusýningu á lifandi módelum. Refaarmband þakið kristöllum og hringur í stíl, sem nær yfir tvo fingur. Fyrir næsta vetur. Rautt úr með með kristöllum sem eru notaðir eins og demantar. Nærmynd af einum af kjólum Swarovski. Þetta er hálsfesti sem er hluti af kjólnum og fest við hann. Hún er í þessu skógarþema sem er fyrir næsta vetur. Lyklakippa og símahulstur með Mikka mús. Í ár eru 30 ár síðan Disneyland var opnað í París. Þeir halda meðal annars upp á það með samvinnu við Swarovski. Hér kemur það sem er kallað „mood-board“ sem er notað til að sýna andrúmsloft línunnar. Þetta er fyrir sumarið 2018 og það sést að litirnir eru skærir. ’ Þegar Marilyn Monroesöng á afmæli J.F. Ken-nedy, 1962 var hún í kjól al-settum kristöllum frá Swa- rovski. 22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Maí 3.990 kr. Hydro Cool augngel frá Skyn Iceland. Átta stykki í pakka. Baum und Pferdgarten 35.900 kr. Léttur þunnur sumarkjóll frá danska tískuhúsinu Baum und Pferdgarten. GS Skór 19.995 kr. Strigaskór frá Superga með frönskum rennilás. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Þá er sumarið loksins formlega komið. Af því tilefni setti ég saman hið fullkomna og hvers- dagslega sumardress sem flestir ættu að fíla. Optical 45.700 kr. Svöl sólgleraugu frá Gucci. Vero Moda 5.590 kr. Þröngar gallabuxur með smart smáatriðum. Yeoman 9.900 kr. Gullhúðaðir eyrna- lokkar frá Eyland. H&M væntanlegt Fallegur jakki úr Conscious línu H&M.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.