Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 111. tölublað 106. árgangur
Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS
Það eru 1000 milljónir!
Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57
Nýtt happdrættisár hefst í maí
Meira en milljarður í vinningum ár hvert
Hannes Hannesson er skynsamur og spila
r í Ha
ppd
ræt
ti D
AS
• Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða
eða 15 milljónir króna á einfaldan miða
• Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu
POPPVÆN
SJÓORRUSTA
Í KVÖLD PER KIRKEBY ALLUR
DÖNSK MYNDLIST 46SPÁÐ OG SPEKÚLERAÐ 46
Upp er runninn tími reiðhjólafólks og víst er einkar þægilegt
að fara um borg og byggð á léttstígu hjóli og fylla loftið af
súrefni og fá beint í æð að sumarið í allri sinni dýrð sé komið.
Víða á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lagðir beinir, breiðir
og greiðfærir reiðhjólastígar sem gera þennan samgöngu-
máta góðan. Það er líka nauðsynlegt að vera á vel þrifnu og
glansandi fínu hjóli og skola af því aursletturnar, eins og þessi
hjólagarpur gerði þegar hann greip í vatnsslönguna við
Reykjavíkurhöfn í gær.
Skolað af reiðhjólinu við Reykjavíkurhöfn
Morgunblaðið/Eggert
Guillain-Barré
Syndrome er
sjúkdómur sem
fjölskylda
Hrafnars Þórs
Auðunssonar
hafði aldrei
heyrt af fyrr en í
janúar þegar
drengurinn
veiktist heiftar-
lega og missti
m.a. mátt í fótunum. „Þetta var al-
gjört kjaftshögg,“ segir Katrín
Brynja Hermannsdóttir, móðir
Hrafnars Þórs, í viðtali við Sunnu-
dagsblaðið. Hún vill auka vitund
um þennan sjálfsofnæmissjúkdóm
en skjót viðbrögð og greining
skipta sköpum í að hefta framgang
einkenna. Talið er að sonur hennar
nái sér að fullu með tímanum.
Missti mátt í fótum
og foreldrarnir ótt-
uðust hið versta
Katrín Brynja og
Hrafnar Þór, 8 ára.
Anna Lilja Þórisdóttir
Guðmundur Sv. Hermannsson
Þétting byggðar, borgarlína, upp-
bygging í samgöngu- og umhverfis-
málum og aukið álag á þjónustu og
innviði. Verkefni sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu á næsta kjör-
tímabili munu að stórum hluta taka
mið af þeirri gríðarlega miklu fólks-
fjölgun sem fyrirsjáanleg er í
sveitarfélögunum sex á svæðinu.
Spár gera ráð fyrir að íbúum á
svæðinu fjölgi um 70.000 frá 2015-
2040 en hingað til hefur fjölgunin
verið meiri en spáin sagði til um. 80%
þessara nýju höfuðborgarbúa eru út-
lendingar og að sögn Páls Guðjóns-
sonar, framkvæmdastjóra Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
er í rauninni ekki vitað hvort þeir eru
komnir hingað til að vinna í skamm-
an tíma eða hvort hluti þeirra hefur
hug á að setjast hér að. „Við viljum
auðvitað búa sem best að því fólki
sem hingað flyst, en þá þurfum við
að fá að vita hver staða þess er,“ seg-
ir Páll.
Í síðustu viku var lokið við að
skipuleggja legu borgarlínunnar inni
í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð-
isins. „Samgöngumálin verða klár-
lega eitt af stóru verkefnunum á
komandi kjörtímabili,“ segir Páll
sem segir að vissulega séu verkefnin
ærin, en þeim fylgi líka fjölmörg
tækifæri.
Ærin verkefni og
fjölmörg tækifæri
Fólksfjölgun og samgöngur „stóru málin“ á höfuðborgarsvæðinu
MFólksfjölgun ... »21-23
Hættan á eldgosi á Reykjanesi er
til staðar. Þar eru 4-5 þekkt eld-
gosakerfi, þeirra helst eru
Reykjaneskerfið, Krýsuvíkur-
kerfið, Bláfjallakerfið og Hengils-
kerfið. Eldgos á þessu svæði gætu
mögulega ógnað innviðum á borð
við vegi, raflínur, lagnakerfi, ljós-
leiðara, vatnsból og byggingar.
Þóra Björg Andrésdóttir er að
leggja lokahönd á meistaraprófs-
verkefni við Háskóla Íslands. Þar
metur hún hvar líklegast sé að
eldgos geti orðið í Reykjaneskerf-
inu, sem er yst á Reykjanesskag-
anum. Hættumatið er unnið á
grundvelli jarðfræðilegra, land-
fræðilegra og skipulagsfræðilegra
gagna. Tekið skal fram að engin
teikn eru um að von sé á eldgosi
nú. » 18
Goshætta
til staðar