Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Nýr Renault CAPTUR
Einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki
RENAULT CAPTUR ZEN
Verð: 2.750.000 kr. OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
0
8
5
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Innkauparáð Reykjavíkurborgar
samþykkti á fundi sínum 4. maí síð-
astliðinn að ganga að tilboði Þing-
vangs ehf. um smíði nýrrar hverfa-
stöðvar á Fiskislóð 37C á Granda.
Tilboð Þingvangs hljóðaði upp á
778,2 milljónir króna. Það var 10%
yfir kostnaðaráætlun, sem var 707,6
milljónir króna. Alls bárust fimm til-
boð í verkið. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist um næstu
mánaðamót eða í byrjun júní.
Hin nýja hverfastöð verður reist á
lóð skammt frá olíutönkunum í Ör-
firisey. Hlutverk hennar verður að
sinna verkefnum sem nú fara fram á
hverfastöðinni á Njarðargötu og
verkbækistöð garðyrkjunnar á
Klambratúni. Þessar stöðvar verða
sameinaðar í eina. Hverfastöð vest-
ur er ný bækistöð Reykjavíkur-
borgar sem mun hýsa vesturdeild
skrifstofu reksturs og umhirðu
ásamt meðal annars Vinnuskóla
Reykjavíkur sem haft hefur aðstöðu
í Skerjafirði. Loks er gert ráð fyrir
að Heilbrigðiseftirlitið geti verið
með aðstöðu til geymslu á óskila-
dýrum á svæðinu.
Starfsemin verður í tveimur sam-
tengdum húsum, skemmu og skrif-
stofuhúsi. Á lóðinni verða óupphit-
aðar yfirbyggðar geymslur (þrær)
fyrir salt, sand og fleira auk geymslu
fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur-
borgar. Í skrifstofuhúsi verða skrif-
stofur, mötuneyti og búningsaðstaða
starfsmanna. Stærð bygginga verð-
ur alls 1.405 fermetrar og útisvæði
verður 12.500 fermetrar.
Reykjavíkurborg keypti lóðirnar
Fiskislóð 37C og Hólmaslóð 1 af
Faxaflóahöfnum í júní 2016. Lóð-
irnar voru sameinaðar í eina með
deiliskipulagsbreytingu sama ár.
Ný þjónustumiðstöð á Granda
Stöðvar á Njarðargötu og Klambratúni sameinaðar í eina
Örfirisey Hin nýja hverfastöð mun rísa á Fiskislóð, skammt frá olíutönkunum. Framkvæmdir hefjast fljótlega.
Viðlagatrygging Íslands fær nýtt
heiti, Náttúruhamfaratrygging Ís-
lands, samkvæmt lögum sem sam-
þykkt voru á Alþingi s.l. miðvikudag.
Öll heiti eldri laga taka breytingum í
þessa veru. Í stað orðsins „viðlagaið-
gjald“ kemur „náttúruhamfara-
tryggingariðgjald,“ svo dæmi sé tek-
ið.
Meginmarkmið laganna er að
styrkja umgjörð Viðlagatryggingar
Íslands og gera hana skýrari, segir
m.a. í greinargerð. Líta megi á vá-
tryggingu gegn náttúruhamförum
sem sambland hefðbundinnar skaða-
tryggingar og almannatryggingar.
Sú skylda er lögð á eigendur hús-
eigna á öllu landinu að kaupa vá-
tryggingarvernd gegn náttúruham-
förum og verðið fyrir verndina er
fastákveðið, þ.e. það er ótengt
áhættunni á hverjum stað. Markmið
þessarar verndar, þ.e. vátryggingar-
innar, er að standa vörð um grunn-
stoðir samfélagsins komi til náttúru-
hamfara, þannig að unnt sé að
byggja aftur upp íbúðarhúsnæði og
atvinnustarfsemi. Auk þess er sú
skylda lögð á eigendur tiltekinna op-
inberra mannvirkja, sem eru mikil-
vægir innviðir samfélagsins, að
tryggja þau svo þau fáist bætt ef
náttúruhamfarir verða.
Fram kemur í greinargerðinni að
hið nýja heiti, Náttúruhamfara-
trygging Íslands (NTÍ), þyki lýsa
betur en núverandi heiti tilgangi
stofnunarinnar og markmiðum lag-
anna. Borið hafi á því að heitið Við-
lagatrygging Íslands hafi valdið mis-
skilningi bæði á opinberum vett-
vangi og í samskiptum stofnunarinn-
ar við almenning, viðskiptavini og
fjölmiðla. Viðlagatryggingu Íslands
hafi oft verið ruglað saman við Við-
lagasjóð sem lagður var niður 1975.
Fyrstu lögin um Viðlagatryggingu
Íslands eru frá árinu 1975. Þau voru
sett í kjölfar eldgossins í Vest-
mannaeyjum árið 1973 og snjóflóð-
anna í Neskaupstað árið 1974. Til-
gangur með setningu þeirra laga var
að fjármagna fyrirfram eignatjón af
völdum náttúruhamfara og að
tryggja jafnræði meðal tjónþola
hvar sem þeir voru á landinu.
sisi@mbl.is
Skipt um nafn
með lögum
Náttúruhamfaratrygging Íslands
tekur við af Viðlagatryggingu
Hamfarir Mikið tjón varð í Suður-
landsskjálftanum árið 2008.
Morgunblaðið/Kristinn