Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur í dag, laugardag, kl. 14 leikritið Lík af aumingja eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Verkið er skrifað fyrir útskriftar- árgang leikarabrautar sviðlistadeild- ar Listaháskóla Íslands en útskriftar- árgangurinn allur leikur í verkinu. Hópinn skipa þau Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir. Í verkinu „er fylgst með tilvist líks frá dauða til grafar og súrrealískum áhrifum dauðsfallsins á þá sem að jarðsetningunni koma – með viðkomu í bakaríi, Góða hirðinum, Sundlaug Kópavogs og víðar“, segir í tilkynn- ingu frá LHÍ. Verkefnið markar upphaf sam- starfs Útvarpsleikhússins og LHÍ frá síðasta ári. Á þriggja ára samnings- tímabili munu útskriftarhópar leik- arabrautar spreyta sig í nýjum leik- verkum sem samin verða sérstaklega fyrir hópinn og frumflutt á vegum Út- varpsleikhússins. „Markmið sam- starfsins er að mennta sviðslistanema og auka skilning þeirra á möguleikum hljóðvarps sem skapandi miðils og veita þeim tækifæri til að spreyta sig á miðlinum með skapandi hætti í námi sínu með tilraunum og þátttöku í listrænu ferli undir handleiðslu fag- fólks.“ Þess má geta að útskriftar- árgangur leikarabrautar hjá LHÍ frumsýndi í Kassanum í Þjóðleikhús- inu í gærkvöldi útskriftarverk sitt Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson í leikstjórn Unu Þorleifs- dóttur. Alls eru áætlaðar níu sýningar og er aðgangur ókeypis, en bóka þarf miða á leikhusid.is. Morgunblaðið/Kristinn Gott teymi Tyrfingur Tyrfingsson og Vignir Rafn Valþórsson. Frumflytja Lík af aumingja eftir Tyrfing Ellefu nýjar sýningar verða í dag, laugardag, klukkan 14, opnaðar í Safnasafninu í Eyjafirði og munu standa í allt sumar. Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við myndlistarmenn, Listasafn Reykja- víkur, Grenivíkurskóla, Leikskól- ann Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðseyri. Þá er ein sýning sett upp í tengslum við Evrópska menningararfsárið og fjórar sýn- ingar kynntar í tengslum við há- tíðina List án landamæra. Meðal sýninganna í Safnasafn- inu eru Bróderað landslag, þar sem getur að líta sérkennileg myndverk frá árunum 1916-1959, þar sem himinn og vatn er málað en landslag saumað út með list- saumi. Verkin kallast á við þá landslagsdýrkun sem kom fram hjá íslenskum listmálurum á sama tíma og tengist sjálfstæðisbaráttu og styrkingu á sjálfsmynd þjóðar sem rís á þessum árum til full- veldis og síðar til fulls sjálfstæðis. Verkin eru gott dæmi um alþýð- legt listfengi kvenna. Þá var ákveðið að fagna evr- ópsku menningararfsári með sýn- ingu á 360 fuglum úr safneigninni, sem geymir um 600 fugla alls. Ellefu sýningar opnaðar í Safnasafninu Listsaumur Eitt verkanna á sýningunni Bróderað landslag í Safnasafninu. Eva María Jóns- dóttir miðalda- fræðingur og Nanna Hlíf Ingvadóttir harmonikuleik- ari flytja dagskrá í Salnum í dag kl. 13 þar sem sjón- um er beint að því hvernig börn hafa hugsanlega skemmt sér allt frá landnámi, m.a. með þjóðkvæðum og sagnadansi. Í kjölfarið hefst Hjóladagur fjöl- skyldunnar á útivistarsvæði Menn- ingarhúsanna þar sem hægt er að fara í hjólaþrautir og fá fagmenn til að yfirfara hjól fjölskyldunnar. Kl. 14.30 hefst hjólatúr um Kársnesið. Þjóðkvæði og sagnadansar Eva María Jónsdóttir Una Haralds- dóttir heldur framhalds- prófstónleika í Akureyrarkirkju í dag kl. 16. „Orgelið er flókið hljóðfæri þar sem leikið er með höndum, fótum, tám og hæl,“ segir í til- kynningu. Þar kemur fram að Una, sem er aðeins 18 ára, hafi numið við Tónlistarskólann á Akureyri sl. 11 ár. Hún er fyrst til að ljúka tveimur framhaldsprófum frá skólanum, en hún lauk framhaldsprófi í píanóleik fyrir ári. Á efnisskránni eru verk eftir Buxtehude, Franck, Bach, Corrette og Messiaen. Aðgangur er ókeypis. Leikið á hæl og tá Una Haraldsdóttir Bandaríski rapparinn og tónlistar- framleiðandinn Dr. Dre tapaði í vikunni máli sem hann höfðaði á hendur kvensjúkdómalækninum dr. Drai. Dr. Drai er vinsæll fyrir- lesari og rithöfundur í Bandaríkj- unum, heitir réttu nafni Draion Burch og hefur m.a. skrifað bókina 20 Things You Need To Know Abo- ut The Penis, eða 20 atriði sem þú þarft að vita um getnaðarliminn. Læknirinn kallar sig doktor Drai og þótti rapparanum fræga, Dr. Dre, það of líkt hans listamanns- nafni og taldi brotið á sér þar sem nafnið Dr. Dre væri hans vöru- merki. Því fór hann í mál við lækn- inn en tapaði þar sem ekki þótti lík- legt að fólk ruglaði mönnunum tveimur saman. Dr. Dre tapaði máli gegn dr. Drai Dr. Dre Er ósáttur við dr. Drai. Undir trénu Bíó Paradís 22.00 Doktor Proktor og prumpuduftið Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 14.00 Doktor Proktor og tímabaðkarið Opnunarmynd alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík. Myndin er talsett á íslensku. Bíó Paradís 14.00, 16.00 The Workshop Bíó Paradís 18.00 You Were Never Really Here Morgunblaðið bbnnn Bíó Paradís 16.00 Mýrin Bíó Paradís 18.00 I, Tonya Bíó Paradís 22.15 Good Time Bíó Paradís 20.15 I Feel Pretty 12 Metacritic 48/100 IMDb 4,3/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 14.40, 17.00, 19.20, 21.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Overboard Metacritic 45/100 IMDb 4,9/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 14.00, 16.50, 17.00, 19.50, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 21.30 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Háskólabíó 15.30, 18.00, 20.50 Super Troopers 2 12 Metacritic 40/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 20.50 A Quiet Place 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Strangers: Prey at Night 16 Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 22.10 Ready Player One 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 19.30, 22.20 Rampage 12 Metacritic 47/100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 15.00 Blockers 12 Metacritic 73/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 20.00 The Death of Stalin 16 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.00, 20.40 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 13.00 Hostiles 16 Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 20.30 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 8,2/10 Háskólabíó 17.50 Bíó Paradís 20.00 Önd önd gæs Laugarásbíó 13.40, 15.40 Smárabíó 13.00, 15.20, 18.00 Háskólabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 15.30, 17.30 Pétur Kanína Laugarásbíó 13.50, 15.50 Sambíóin Keflavík 15.50 Smárabíó 12.50, 15.10, 17.30 Háskólabíó 15.40 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 13.10, 15.40 Bíó Paradís 16.00 Víti í Vestmanna- eyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.20 Sambíóin Egilshöll 14.30, 16.40, 17.40 Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.00 Sambíóin Akureyri 15.20 Sambíóin Keflavík 17.50 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 9,4/10 Laugarásbíó 13.40, 16.45, 19.50, 22.50 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.20, 15.20, 16.00, 17.30, 18.30, 19.00, 20.40, 21.40, 22.00 Sambíóin Egilshöll 14.30, 17.00, 19.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 12.50, 16.00, 19.10, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.00, 19.10, 22.20 Sambíóin Keflavík 16.00, 19.10, 22.20 Avengers: Infinity War 12 Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga báðir við fjárhagsvanda að stríða af ólíkum ástæðum. Saman grípa þeir til þess ráðs að smygla dópi til landsins. Erik skipuleggur verkefnið í þaula og allt virðist ætla að ganga upp. Morgunblaðið bbbmn IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 18.00, 22.10 Smárabíó 17.40, 19.30, 20.00, 22.00, 22.10 Háskólabíó 15.50, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30 7 Days in Entebbe 12 Myndin er innblásin af sann- sögulegum atburðum, þegar flugvél Air France var rænt árið 1976 á leið sinni frá Tel Aviv til Parísar. Metacritic 49/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.20 Sambíóin Egilshöll 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.10, 20.30, 22.50 Sambíóin Akureyri 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.