Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 undir og hafði gaman af glím- unni. Veturinn eftir fluttum við til Hvanneyrar og hópurinn hélt vel saman. Við unnum saman, bjuggum saman, djömmuðum saman, rökrædd- um og styrktum enn frekar vinaböndin sem hafa fylgt okk- ur æ síðan. Vorið sem strákarnir útskrif- uðust úr framhaldsdeildinni vantaði aðstoð við sauðburð í Bjarnarhöfn. Við stelpurnar, ég og Hanna fórum vestur og við tók einn skemmtilegast tími okkar saman. Þetta var erfitt vor kuldi og votviðri og því unnið mestallan sólarhringinn við sauðburðinn. Seint á kvöld- in var svo mjólkað og oft vor- um við svo þreyttar að við lág- um afvelta í heyinu í hlöðunni og hlógum að öllu sem við sögðum. Um miðjar nætur var svo farið að vitja um gráslepp- unetin og gera að aflanum. Þessi tími verður alltaf í minn- ingunni lærdómsríkur, líkam- lega erfiður en andlega hress- andi því Hanna og heimilisfólkið í Bjarnarhöfn var bæði hlýlegt og skemmtilegt. Hanna var verklaginn dugn- aðarforkur, sem hafði auga fyr- ir bestu leiðum í vinnu til að auðvelda störfin og gera þau ánægjulegri einnig átti hún gott með að vinna með fólki og gamansemi hennar gerði starfsandann léttan á vinnu- stöðum hennar. Hún var vel gerð, dansaði bæði og söng, vinsæl, vinamörg og greiðvikin með afbrigðum. Að missa vin er eins og að höggvið sé tré í vinaskógi. Skógi sem hefur verið rækt- aður lengi og margar minn- ingar eru tengdar við. Við kveðjum Hönnu með söknuði en munum minnast hennar með sögum og minningum af kátleg- um atburðum sem gera hana svo lifandi í huga okkar allra. Um leið og við kveðjum þessa hressu og skemmtilegu vinkonu færum við Kalla og allri fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Inga Þórunn og Þor- steinn H. Gunnarsson. Þegar myndast eins stórt gat í lífi manns og mamma skil- ur eftir sig er nær ómögulegt að taka það saman í orð og þarf betri penna en mig til að af- reka slíkt. En í gærkvöldi vor- um við pabbi aðeins að snur- fusa fyrir væntanlega gestakomu og spjölluðum á meðan um mömmu og síðustu mánuðina eins og við má búast, og þá kom ljóð upp í hugann. Það er á ensku og heitir „Dust if you must“ eftir Rose Milli- gan. Mamma kann örugglega íslenskt ljóð af svipuðum meiði en ég get víst ekki flett upp í henni lengur, eftir að hafa get- að reitt mig á það í 40 ár, og ég vona að hún fyrirgefi mér fá- fræðina. Í stuttri samantekt fjallar ljóðið um mikilvægi þess að lifa lífinu, upplifa heiminn og vera með sínum nánustu. Að þurrka af ryk getur beðið, og að lokum verðum við líka öll „ryk“. Þetta fannst mér einhvern veginn passa svo vel við lífsspeki mömmu. Hún hafði alltaf tíma til að hlusta, rétta fram hjálp- arhönd og ráðleggingar, hafði yndi af ferðalögum og mann- fögnuðum, söng og dansi og að eiga stund með góðri bók. Ef það þýddi að það yrði útundan að þurrka ryk af dyrakörmum, þá var enginn að stressa sig yf- ir því. Svo þó að það verði erf- itt að geta ekki tekið upp sím- ann aftur og talað um allt og ekkert, þá verður mamma með mér þegar ég sé falleg blóm, rölti götur ókunnugra borga, syng rammfalskt og hástöfum á þorrablóti, dansa, kúri með bók á sófanum, og svo ótal margt fleira sem hún gaf mér. Reynhildur. Við vorum fimm stelpur sem settumst í fyrsta bekk í Sam- vinnuskólanum á Bifröst haustið 1959, allar á aldrinum 16 og 17 ára. Strákarnir í bekknum voru 27 svo líklega var þetta með kvenfæstu bekkjum skólans. E.t.v. varð vinátta okkar stelpn- anna enn nánari vegna þess hvað við vorum fáar. Allar vor- um við ólíkar en náðum vel sam- an. Vinátta okkar hefur haldist í meira en hálfa öld og þótt stundum hafi liðið talsverður tími milli funda er næsta skipti eins og við höfum hist í gær. Hanna var gleðigjafinn í hópnum, hláturmild, kvik og snör í snúningum. Hún hafði góða söngrödd og kunni ógrynni af ljóðum og söngtextum og hún orti oft hnyttnar vísur, einkum á skólaárunum. Í árlegum ferðum bekkjarins í gegnum tíðina hef- ur Hanna verið meðal þeirra sem best halda uppi fjöri og fjöldasöng og bros hennar og glaðværð hafa sett svip á hóp- inn. Hún var líka kjörkuð og áræðin og myndin af henni að leiða stelpnahópinn, miskjarkað- an, á viðsjárverðum ísi Norður- ár í útivist gleymist ekki. Strax að loknum skólanum fóru Hanna og Jóna saman til Svíþjóðar og unnu þar í hálft annað ár. Jóna á góðar minn- ingar frá þeim tíma og einnig frá ferðum þeirra um landið og þátttöku í þjóðdansafélaginu á árunum þar á eftir. Hanna var félagshyggjumað- ur með ríka réttlætiskennd og henni var ofar í huga að stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu en að skara eld að eigin köku. Síðastliðið vor skipulögðu Hanna og Kalli frábæra ferð bekkjarins á hennar heimaslóðir í Reykhólasveitinni og tóku höfðinglega á móti hópnum á Kambi. Nú hafa skipast veður í lofti. Við kveðjum ástkæra bekkj- arsystur og vinkonu með sökn- uði og hlýju og sendum Kalla og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Hönnu Karls. Elsa, Hulda, Jóna og Lilja, bekkjarsystur frá Bifröst. Elsku Hanna Það var alltaf svo gaman þeg- ar þú komst í sveitina og þið Kalli sátuð við eldhúsborðið í Gautsdal og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir fallega sýn á heim- inn og gerðir hann að betri stað fyrir okkur hin. Fyrir mér varstu einstök. Takk fyrir allt Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Þín Eygló Baldvina Það er skarð fyrir skildi við fráfall Jóhönnu Karlsdóttur sem lést 75 ára að aldri eftir harða baráttu við veikindi. Jóhanna var ein af þeim sem ætíð höfðu í mörgu að snúast og lifði fyrir fjölskyldu sína, vini og vanda- menn. Vinnan skipti hana miklu og hún var bundin Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra sterk- um böndum. Hún hóf störf sem skólaritari við FNV haustið 1984 og brautskráðist með stúdents- próf frá skólanum vorið 1987. Hún átti farsælan starfsferil við skólann sem lauk vorið 2013 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þeir voru margir nemendurn- ir sem höfðu regluleg samskipti við Jóhönnu á skrifstofu skól- ans. Það sama á við starfsfólkið sem átti við hana hin marg- víslegustu erindi í önnum dags- ins. Jóhanna brást ævinlega skjótt við þegar mikið lá við og greiddi götu þeirra sem til hennar leituðu. Jóhanna leitaðist ætíð við að leiðbeina og aðstoða þá sem þurftu á því að halda. Hún var afar atorkusöm, samviskusöm og raungóð öllum þeim sem á henni þurftu að halda. Jóhanna var lífsglöð og söngelsk og hafði smitandi áhrif á þá sem í kring- um hana voru. Þá átti hún auð- velt með að koma auga á létt- leika tilverunnar og setti líflegan svip á samverustundir á kaffistofunni og samkomum okkar utan skólans. Þegar við lítum yfir farinn veg birtast margs konar myndir af þessari kraftmiklu konu sem skilur eftir sig ljúfar minningar og merkilegt ævistarf í þágu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Okkur verður hugsað til fjölskyldu hennar og vottum henni okkar dýpstu samúð. Við þökkum Jóhönnu fyrir sam- fylgdina öll þau ár sem hún helgaði skólanum starfskrafta sína. Megi minning hennar lifa. F.h. Starfsfólks Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra, Ingileif Oddsdóttir og Þorkell V. Þorsteinsson. Jóhanna Karlsdóttir kom til starfa á skrifstofu Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra haust- ið 1984 og starfaði þar í 29 ár, fyrst með Katrínu Finnboga- dóttur og síðar Helgu Sigurðar- dóttur við að sinna þeim ógrynnum af erindum frá nem- endum og öðrum starfsmönnum skólans sem hvern dag bárust á borð þeirra. Þar var í mörg horn að líta, innritun og brautskrán- ing, bóksala og upplýsingagjöf, asi og æskufjör, stúss og túss fyrir kennarana, höfuðmál og húfur fyrir nemendur. Jóhanna var þróttmikil og ósérhlífin, greiðvikin og at- kvæðamikil í störfum sínum, hafði ríka réttlætiskennd, var gamansöm og glettin og setti svip sinn á samkomur starfs- fólksins. Hún var „prinsipp- manneskja“. Nemendur gátu treyst henni og hún kunni þá list að taka á móti fólki eftir málefnum. Hjarta hennar sló í pólitískum takti samtímans og hún var söngelsk, söng með kirkjukórnum og hafði dálæti á dansi, einkum þeim gömlu. Hvar er annars staðar betur hægt að læra samhljóm og samstillingu en í kórstarfi, dansi og pólitík? Ég sakna þess að fá ekki að heyra dóm hennar um Trump forseta og afrek hans frá því í gær. Það er eins og allir hlutir hafi gerst í gær. Nýlega fékk ég kveðju frá henni frá Sjúkrahús- inu þegar ljóst var að heilsu hennar hnignaði. Æðruleysi hennar var til fyrirmyndar. Nú sé ég hana, farna að hjálpa Lykla-Pétri við innritunina í skóla himnaríkis samkvæmt reglum um punkt og prik. Ég votta fjölskyldu hennar samúð mína og þakka Jóhönnu fyrir samstarfið öll árin sem ég var skólameistari Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra sam- tíða henni. Blessuð sé minning hennar. Jón F. Hjartarson, fyrrverandi skólameistari FNV. Ég sakna þín Hanna frænka, og á alltaf eftir að sakna þín. Það er ekki hægt að skrifa minningargrein sem nær utan um hver þú varst en mig langar samt að skrifa smá. Það var þannig að ég var rúmlega tví- tugur og alveg óskaplega átta- villtur í lífi mínu þegar foreldrar mínir komu að máli við mig og spurðu mig hvort það væri ekki bara fín hugmynd að ég færi norður á Krók í skóla. Ég, sem átti í útistöðum við heiminn all- an og Krókurinn engin undan- tekning þar á, absúrd, hélt nú ekki. Ég var ekki með þroska til að eiga í sambandi við mína eig- in foreldra, hvað þá að ég færi á Krókinn til Hönnu og Kalla, ég gat ekki lagt það á neinn að þurfa að þola mig. Ég var ekki á góðum stað í lífinu þarna. Mér fannst þessi hugmynd eiginlega óhugsandi, en eftir nokkra um- hugsun sló ég til. Ég hafði oft hitt Hönnu og Kalla og alltaf lið- ið vel í þeirra návist og þegar ég mætti þangað frekar dulur pjakkur var mér tekið opnum örmum, eins og þeirra Hönnu og Kalla er von og vísa. Hjá þeim fékk ég næði til að vera, ég fékk bara að vera til, ég fékk að vera jafningi, ég fann að ég var vel- kominn … foreldrar mínir höfðu hitt naglann á höfuðið með að senda mig til ykkar því ég þroskaðist mikið á þessum árum sem ég var hjá ykkur. Ég mun aldrei geta tjáð það almennilega í orðum né skrifum né á nokk- urn annan hátt hvað hún Hanna mín og Kalli hafa gefið mér mik- ið og gott veganesti til að hafa með mér í lífsins leik og dans. Mikið var oft gaman hjá okkur, bara að spjalla saman, spjalla saman um heimsmálin, stjórn- málin, sveitarstjórnarmálin, ná- grannana, hina, þessa og okkur sjálf … mér fannst best þegar við spjölluðum um okkur sjálf og tilveruna og sögðum alveg hvað okkur fannst. Við hlógum mikið þó að stundum væri stutt í tárin og þið dæmduð ekki fyrir það því allar tilfinningar eru leyfilegar. Ég var aldrei dæmdur, ég mátti vera ég, ég þurfti ekkert að gera. Það var hjá ykkur sem ég lærði að tala við fullorðið fólk, það var þar sem ég skildi að fullorðið fólk er manneskjur sem hafa margt að bjóða, og þið buðuð mér alltaf allt ykkar. Ég fann svo innilega mikið fyrir því hvað okkur leið stundum óskap- lega vel saman, jafnvel þó svo við hefðum þagað lengi þá viss- um við að allir voru sáttir. Ég er fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Takk fyr- ir allt og allt. Kristinn Björgvinsson. Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR GEIRDAL INGÓLFSSON bifvélavirki, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. apríl. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. maí kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Jenný Hjördís Sigurðardóttir Ingólfur H. Geirdal Kolbrún Svala Ragnarsdóttir Sigurður Geirdal Ragnarss. Ólöf Erla Einarsdóttir Anetta Sigdís Kristinsdóttir Jóhannes Magni Magneuson Ragnar Ingvi Kristinsson Katrín Jenný Ingólfsdóttir Sigurdís Eva og Kristinn Þór Geirdal Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI ÞÓR STEFÁNSSON læknir, lést miðvikudaginn 2. maí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13. Svala Karlsdóttir Davíð Þór Bragason Connie Lee Ásta Bragadóttir Eva Björk Bragadóttir Kristján Karl Bragason Hafdís Vigfúsdóttir Stefán Bragason og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, ALBERT WATHNE, Sautjándajúnitorgi 1, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ þriðjudaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 13. Maja Veiga Halldórsdóttir Jóhann Ottó Wathne Heiðar Davíð Wathne Elísabet Wathne Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Árbakka, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eiri 8. maí. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 28. maí klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Eirar, eir.is. Þór Kröyer Martína Sigursteinsdóttir Benedikt Kröyer Kristín Sölvadóttir Þorsteinn Kröyer Ólafía Halldórsdóttir Iðunn Kröyer Eymundur Hannesson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA STEINUNN VALTÝSDÓTTIR, er látin. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. maí klukkan 13. Kristín Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Michael Dal Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásgeir Haraldsson og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI JÓN MAGNÚSSON húsasmíðameistari frá Vesturhúsum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 10. maí. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. maí klukkan. 13. Unnur Tómasdóttir Ólöf Helgadóttir Kristján L. Möller Tómas Helgason Jenný van der Horst Kristinn Helgason Þórhildur R. Guðmundsd. og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.