Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
kr. 7.700
kr. 6.900
kr. 8.900kr. 33.400
Bekkur 100x40 cm
kr. 5.900
Smile 3ja sæta sófi kr. 190.700
Bakkar 8.800 / 6.900
kr. 14.900
kr. 93.800
kr. 4.300
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Hindberjajógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Eftir sigur Fabiano Caru-ana í áskorendamótinu íBerlín á dögunum ognokkru síðar á öflugu
móti í Þýskalandi áttu fáir von á
öðru en honum tækist að bæta
þriðja sigrinum við á bandaríska
meistaramótinu sem eins og mörg
undanfarin ár fór fram í St. Louis í
Missouri-ríki og breytti engu um þá
spádóma þó að bæði Nakamura og
Wesley So væru meðal 12 þátttak-
enda. Caruana tapaði snemma fyrir
lítt þekktum skákmanni upp-
runnum frá Georgíu, Zviad Izoria,
en náði samt vopnum sínum. Þess
vegna kom mörgum það þægilega á
óvart þegar hinn 26 ára gamli Sam
Shankland frá Berkley í Kaliforníu
skyldi skjótast fram úr honum á
lokasprettinum. Lokaniðurstaðan
hvað varðar toppsætin:
1. Shankland 8½ v. (af 11) 2. Ca-
ruana 8 v. 3. So 6½ v. 4.-6. Nakam-
ura, Lenderman og Robson 5½ v.
Stíll hins nýja Bandaríkjameist-
ara minnir svolítið á Bobby Fischer
eins og glöggt kom fram í skák
hans í lokaumferðinni:
Sam Shankland – Awonder Li-
ang
Caro- Kann vörn
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4.
Bd3
Rifjar upp fræga skák Fischers
gegn Petrosjan frá 1970.
4. … Rc6 5. c3 Rf6 6. Bf4 Bg4 7.
Db3 e5!?
Nýr snúningur. Hugmyndin er
að svara 8. dxe5 með 8. … Dc7.
Petrosjan lék 7. … Ra5.
8. h3 exf4 9. hxg4 De7 10. Kf1 0-
0-0 11. Rd2 g6 12. He1 Dc7 13. g5
Rh5?
Eftir þennan slaka leik fær
svartur vart rönd við reist. Hann
varð að leika 13. …. Rg4 og svara
14. Be2 með 14. … f5.
14. Be2 Rg7 15. Rgf3 Re6 16.
Bb5 Bg7 17. Da4 Hd6 18. Rb3 b6?!
Valdar c5-reitinn en betra var
18. … a6.
19. Rc1!
Riddarinn tekur á sig ferðalag.
19. … Rb8 20. Rd3 Kb7 21. Rb4
Dd8 22. Re5 Dc7 23. Db3! Hhd8
24. Hxh7 a6 25. Bd3 Ka7 26.
Da4 a5 27. Bb5 Kb7 28. Rbd3 Hg8
29. Rf3 Hh8 30. Hxh8 Bxh8 31. a3
Rc6
32. Bxc6+!
Hárrétt uppskipti. Nú ryðst
drottningin inn fyrir víggirðingu
svarts.
32. … Hxc6 33. Rde5 Bxe5 34.
Rxe5 Hd6 35. De8 Hd8 36. Dxf7
Rxg5 37. Dxc7 Kxc7 38. Rxg6 f3
39. Rf4 Kc6 40. gxf3 Rxf3 41.
He6 Kb5 42. Ke2 Rg1 43. Kd3
Kóngurinn er kominn í skjól og
ein hótunin er 44. Rxd5 Hxd5 45.
c4+. Svartur á enga vörn og
gafst upp.
Sigurbjörn efstur
á Öðlingamótinu
Sigurbjörn Björnsson sigraði á
skákmóti öðlinga sem lauk í
húsakynnum TR í síðust viku. Í
lokaumferðinni vann Sigurbjörn
mætti Þorvarður Lenka Ptacni-
kovu og tapaði en Sigurbjörn
vann Kristinn Sigurþórsson en
helsti keppinautur hans Þorvarð-
ur Ólafsson tapaði fyrir Lenku
Ptacnikovu. Alls hófu 38 skák-
menn keppni en efstu menn
urðu: 1. Sigurbjörn Björnsson
6½ v. (af 7) 2. Þorvarður Ólafs-
son 5½ v. 3. Lenka Ptacnikova 5
v. 4.-7. Haraldur Baldursson, Jó-
hann Ragnarsson, Ögmundur
Kristinsson og Halldór Pálsson
4½ v.
Nigel Short tilkynnir
framboð til forseta FIDE
Enski stórmeistarinn Nigel
Short hefur tilkynnt að hann gefi
kost á sér í embætti forseta
FIDE en gengið verður til kosn-
inga á þingi FIDE sem fer fram
samhliða Ólympíuskákmótinu
sem hefst í Batumi í Georgíu í
september nk. Mjög hefur verið
þrýst á núverandi forseta Kirsan
Iljumzhinov að draga sig í hlé en
hann hefur gegnt embætti frá
árinu 1995. Short hefur látið sig
varða málefni FIDE undanfarin
ár og var í kosningateymi Anatolí
Karpovs á þingi FIDE í Khanty
Manyisk í Síberíu árið 2010.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Chessbase
Glæsilegur sigur Sam Shankland við taflið í St. Louis.
Óvænt úrslit
á bandaríska
meistaramótinu
Allt um sjávarútveg
Helga Vala Helga-
dóttir skrifar „pistil“ í
Morgunblaðið 11. maí
sl. með forskriftinni
„Borgarlína til hvers“
Það er í sjálfu sér góð
spurning en ekki ætla
ég að gera það að um-
ræðuefni hér. Er ég
Helgu Völu sammála
um það sem fram kem-
ur í hennar pistli að um-
hverfisvernd sé ekki lengur val og er
gott að almenningur sé almennt að
átta sig á því. Hins vegar hefur það
ekki verið neitt val um langan tíma og
er margt þar sem við hefðum getað
gert betur og getum gert betur. Það
er hins vegar ekki umhverfisvernd til
framdráttar að fara fram með rangt
mál og sleggjudóma. Helga Vala seg-
ir „Það er óhrekjanlega staðreynd að
einkabíllinn sé stærsti sökudólgurinn
hvað varðar losun kolefnis.“ Það væri
mjög gott í umræðunni að fá að sjá
þessar óhrekjanlegu
staðreyndir. Þær eru í
það minnsta alveg á
skjön við það sem áður
hefur komið fram í um-
ræðu um losun kolefna
útí andrúmsloftið. Þar
má benda á skriflegt
svar þáverandi um-
hverfisráðherra frá því í
október 2015 við fyrir-
spurn Sigríðar Á. And-
ersen. Þar kemur fram
að losun fólksbíla af
gróðurhúsaloftteg-
undum sé 4% af heildinni. Hvernig er
þá hægt að fá það út eins og Helga
Vala heldur fram að einkabíllinn sé
stærsti sökudólgurinn? Það eru fáar
greinar ef þá nokkrar sem hafa sýnt
jafn miklar framfarir í því að tak-
marka losun gróðurhúsalofttegunda
og bílgreinin enda er rík krafa um
það frá viðskiptavinum. Við því hefur
verið brugðist og er stöðugt verið að
gera betur þar sem það er eitt af aðal-
keppikeflum bílaframleiðenda að tak-
marka og útrýma losun og auka ör-
yggi. Það má m.a. sjá i gögnum er
Orkusetur heldur úti. Meðaleyðsla
bíla hefur dregist saman um liðlega
36% frá árinu 2011 og losun koltvísýr-
ings hefur dregist saman um liðlega
38%. Þessi þróun er á mikilli siglingu
og eru framleiðendur að boða komu
nýrra véla sem draga enn meira úr
eyðslu og losun. Líka er stöðugt að
bætast í flóru raf- og tvinnbíla sem
hafa fengið mjög góðar viðtökur og er
mikil aukning í nýskráningum þeirra
milli ára.
http://sigridur.is/wp-content/
losunCO2aIslandi2012.png
Helga Vala kemur líka inn á svif-
ryksmengun sem hún segir að hafi
aukist töluvert og skrifar ástæðu þess
alfarið á notkun einkabílsins. Þar fer
hún aftur með rangt mál en eins og
kom fram í viðtali við Þorstein Jó-
hannsson, sérfræðing í loftmengun,
hjá Umhverfisstofnun þá er mengun í
borginni ekki að aukast, heldur að
minnka! Loftmengun er almennt
minni hér en í sambærilegum borg-
um. Hann bendir þó á að vissulega
megi gera betur til að vinna gegn
henni. Eitt af því sem gera má til að
draga úr svifryki sé að hreinsa götur
oftar sem og að rykbinda en því hafa
borgaryfirvöld lítið gert af á undar-
förnum árum. Helga Vala talar líka
um í sínum pistli að ekki eigi að
byggja mislæg gatnamót, göngubrýr
eða græn umferðarljós svo bílaflotinn
komist hraðar á milli, heldur verði að
fækka einkabílum. Þetta er athyglis-
vert í tvennum skilningi. Fyrst hefur
verið sýnt fram á það að umferð sem
er stopp eða gengur mjög hægt
mengar margfalt meira en greiðfær
umferð. Hitt, að fækka verði einkabíl-
um á götum borgarinnar, er að sjálf-
sögðu grímulaus staðfesting á því að
þvinga á fólk til að gera það sem hent-
ar því ekki, eða taka valið af borgur-
unum.
Er betra að veifa röngu
tré en öngu?
Eftir Özur
Lárusson »Meðaleyðsla bíla hef-
ur dregist saman um
liðlega 36% frá árinu
2011 og losun koltvísýr-
ings um liðlega 38%.
Özur Lárusson
Höfundur er framkvæmdastjóri Bíl-
greinasambandsins.