Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur sem gefa gust á vinnustaði. Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Gott úrval af gæðaviftum frá Honeywell. Margar stærðir og gerðir. Nánari upplýsingar hjá Donna ehf. vefverslun www.donna.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hættan á eldgosi á Reykjanesi er til staðar. Þar eru 4-5 þekkt eldgosa- kerfi, þeirra helst eru Reykjanes- kerfið, Krýsuvíkurkerfið, Bláfjalla- kerfið og Hengilskerfið. Eldgos á þessu svæði gætu mögulega ógnað innviðum á borð við vegi, raflínur, lagnakerfi, ljósleiðara og einnig vatnsbólum að ekki sé talað um byggingar. Þóra Björg Andrésdóttir er að leggja lokahönd á meistaraprófs- verkefni við Háskóla Íslands. Þar metur hún hvar líklegast er að eld- gos geti orðið í Reykjaneskerfinu, sem er yst á Reykjanesskaganum. Hættumatið er unnið á grundvelli jarðfræðilegra, landfræðilegra og skipulagsfræðilegra gagna. Þóra Björg teiknar upp líklegustu svæðin, eins og sést á meðfylgjandi korti, og eins hvar mikilvægt mannvirki eru á svæðinu. Hún ver verkefnið sitt í júní. Leiðbeinendur hennar eru Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild, og Ármann Hösk- uldsson, vísindamaður við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Sefur vært á Völlunum Þóra Björg býr á Völlunum í Hafnarfirði og kveðst sofa alveg ró- leg, þrátt fyrir að hafa sökkt sér nið- ur í sögu eldvirkni á Reykjanesi vegna vinnunnar við hættumatið. Hún kveðst treysta því að nútíma- tækni og þekking tryggi það að nægur fyrirvari gefist til að vara fólk við ef líkur á eldgosi aukast. Því séu litlar líkur á manntjóni vegna mögulegs eldgoss. Tekið skal fram að ekkert bendir til þess að eldgos á þessu svæði sé í aðsigi. Þessi vinna er hins vegar mikil- væg til að auka viðbúnað áður en og ef til eldgoss kemur. Þá er dýrmætt að vera vel undirbúinn og geta grip- ið til viðbragðs- og almannavarna- áætlana sem byggðar hafa verið á vísindalega unnu hættumati. Ingibjörg bendir á að komi upp eldgos á Reykjanesi geti eitt helsta viðfangsefnið orðið að stýra umferð þeirra sem skoða vilja gosið og um leið beina þeim frá hættum, t.d. af mögulegri gasmengun. Nýjustu aðferðum beitt Ármann sagði að vinnan við hættumatið á Reykjanesi væri af- leiðing af evrópskum samstarfs- verkefnum í eldfjallafræði á borð við verkefnin Futurevolc, Vetools og nú Eurovolc. Evrópusambandið hefur styrkt öll þessi verkefni. „Við beitum nýjustu aðferðum til að meta eldfjallavá á svæðum. Við þurfum að geta stutt niðurstöður okkar með tölulegum gildum. Vand- inn við jarðfræði er að tímaskalinn er svo afskaplega langur miðað við mannsævina. Þegar tölfræði er beitt reynum við að hafa gagnasafnið eins stórt og hægt er. Í því sambandi hafa verið þróaðar nýjar aðferðir á Ítalíu, Spáni, í Frakklandi og nú hér á Íslandi sem snúa að eldfjöllum. Hér hafa orðið um 260 eldgos á sögulegum tíma. Þau eru ekki stórt úrtak og til að reyna að skilja ís- lenska eldfjallafræði þurfum við að fara minnst tíu þúsund ár til baka þegar fjöldi eldgosa er að nálgast þrjú þúsund til að gagnasafnið verði nógu traust,“ sagði Ármann. Mikið af hraunum sem komu upp í eld- gosum fyrir löngu síðan eru komin langt undir hraun sem síðar runnu. Eldfjallafræðin hefur þróast hratt á undanförnum aldarfjórðungi. Ár- mann segir að með því að skoða gömul öskulög sé hægt að leggja mat á hve lengi sprengigos sem eng- inn sá stóð lengi yfir. Einnig hve hátt gosmökkurinn fór. Þannig er hægt að fá mynd af því hvað gerðist í löngu liðnum eldgosum. Þessari þekkingu er síðan hægt að beita til að segja fyrir um hvernig eldgos í framtíðinni kunna að haga sér. Gögnin verða aðgengileg Ármann segir að fyrsta skrefið í heildaráhættumati sé að greina svæði þar sem líklegt þykir að elds- umbrot geti orðið. Það er mikilvægt t.d. vegna skipulagsmála. Hvar þyk- ir óhætt að reisa mannvirki í sæmi- legu skjóli frá mögulegum eld- gosum. Gögnin úr hættumatinu verða aðgengileg fyrir t.d. sveitar- félög sem fara með skipulagsmál og almannavarnir. Næsta skref er að meta hvað mögulega gerist verði eldgos. Hvort það verði sprengigos og þá hvernig askan frá því dreifist. Verði það hraungos, hvert hraunið muni þá líklega renna og hvert gas gæti bor- ist. Hraunstraumur er flókið fyrir- bæri og getur verið erfitt að segja til um hvert hann fer. Hann nefnilega breytir landslaginu jafnóðum og hann rennur. Þegar þessar grein- ingar liggja fyrir er hægt að leggja línur um skammtímalíkön fyrir öskudreifingu eða hraunrennsli. Helga þarf hættusvæðin Ármann segir að nú sé hægt að sjá eldgos fyrir með betri fyrirvara og meira öryggi en áður. Dæmi um það er gosið í Eyjafjallajökli sem sást að var í aðsigi um þremur vik- um fyrir gosið 2010. Einnig þurfi að vera hægt að sjá fyrir hvað gerist næst og búa sig undir það. Hann segir að helga þurfi þau svæði þar sem eldgosavá er meiri en annars staðar svo þar séu ekki skipulögð mannvirki. Undantekn- ingin eru jarðhitaver sem eðli máls- ins samkvæmt þurfa að vera ofan á svona svæðum. Eldstöðvakerfin á Reykjanesi teygja sig út í sjó. Verði gos úti í sjó gæti það líkst Surtseyjargosinu með gosmekki upp í 10-12 km hæð. Verði gosið kröftugt mun askan dreifast víða með veðri og vindum. Eldgos á landi verður líklega hraungos. Reykjanesskaginn er eldvirkt svæði og eldvirknin hefur komið í hrinum. Líklegt er að í framtíðinni eigi eftir að gjósa í sprungu- sveimnum sem tekur land við Reykjanestána og teygir sig austur eftir og inn á nesið. Sprungusveim- urinn teygir sig austur að Grindavík. Í framtíðinni gæti komið upp hraun- gos sem stefndi í átt til Grindavíkur. Ármann minnti á að menn hefðu öðl- ast dýrmæta reynslu af hraunkæl- ingu í Heimaeyjargosinu 1973. Það sé því hægt að stjórna því hvert hraun rennur. Einnig mun líklega gjósa í Krýsu- víkurkerfinu sem gengur þar á land og teygir sig norður undir Hafnar- fjörð. Sama má segja um Bláfjalla- kerfið og Hengilskerfið ofan höfuð- borgarsvæðisins. Ómögulegt er að segja hvenær það gerist. Síðasta gos í Henglinum var fyrir tæplega 2.000 árum, í Bláfjallakerfinu um landnám og á svipuðum tíma í Krýsuvíkur- kerfinu. Ekki hefur gos komið upp á landi síðan á 13. öld að gaus í Reykjaneskerfinu. Neðansjávareldgos algeng Neðansjávareldgos hafa verið al- geng við Reykjanes og á Reykjanes- hrygg. Talið er að a.m.k. tvö eldgos hafi orðið hryggnum á síðustu öld, 1926 og líklega einnig 1973. Þau náðu ekki upp úr hafinu. Það gerði hins vegar eldgos á 19. öld sem m.a. stráði ösku yfir Keflavík. Sam- kvæmt sögulegum heimildum hafa orðið 1-2 eldgos á öld á Reykjanes- hrygg, að sögn Ármanns. Ingibjörg minnti á að ekki væri langt síðan ástand var sett á gult vegna skjálfta- hrina út af Reykjanesi. Ákveðið hefur verið að kortleggja allt landgrunnið með fjölgeislamæl- ingum. Vísindamennirnir sögðust bíða spenntir eftir niðurstöðum slíkra mælinga suður af Reykjanesi. Búið er að kortleggja botninn út af hælnum á Reykjanesi. Atlantshafs- hryggurinn sem liggur á land- grunninu er lítið þekktur í þessu til- liti og sama er að segja um hafs- botninn suður af Reykjanesi. Mikilvægt er að vita hvað eldvirknin hefur náð langt út í sjó. Verði þar eldgos á sjávarbotni þá verður það sprengigos. Áframhaldandi gerð hættumats Vinnan við hættumat á Reykja- neskerfinu er fyrsta skrefið í gerð slíks hættumats fyrir öll eldstöðva- kerfi á landinu, að sögn þremenn- inganna. Sömu aðferðum verður beitt þar og á Reykjanesi. Þau sögðu rökrétt að gera næst sam- bærilegt hættumat fyrir hin eld- stöðvakerfin á Reykjanesinu. Gerir hættumat vegna eldgosa  Eldvirknihætta á Reykjanesi metin og kortlögð eftir nýjustu aðferðum  Eldgos gæti ógnað nauð- synlegum innviðum samfélagsins  Upphafið að hættumati fyrir öll eldfjallasvæði landsins Morgunblaðið/RAX Hættumat undirbúið Þóra Björg Andrésdóttir (í miðið) er að ljúka meistaraprófsverkefni við Háskóla Íslands um hættumat vegna eldgosa á Reykjanesi. Leiðbeinendur hennar eru Ingibjörg Jónsdóttir og Ármann Höskuldsson. Kort/Þóra Björg Andrésdóttir og Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur HÍ Reykjanes Tjónnæmi er mælikvarði á möguleg áhrif eða tjón vegna eld- goss. Rauðu flekkirnir sýna hvar hætta er talin á slíkum áhrifum eða tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.