Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Gullmolar Perlan og Hallgrímskirkja eru helstu kennileiti Reykjavíkur og hér vappa ferðamenn í skjóli kirkjunnar sem kennd er við Hallgrím, en Perlan bíður átekta steinsnar frá. Gestir borgarinnar heimsækja oft báða staði. Eggert Á sjónum er fyrir- komulag launa þannig að áhöfnin fær hluta af andvirði þess sem er veitt og selt. Það fer svo eftir því hvaða stöðu menn gegna um borð hversu mikið þeir fá. Eðli máls samkvæmt fær skipstjóri mest, en hann fær tvo hluti, yf- irvélstjóri fær einn og hálfan hlut og hver háseti fær einn hlut. Taka má raunverulegt dæmi af togara sem var á karfaveiðum í 26 daga. Aflaverðmætið nam tæp- um 124 milljónum króna. Skipstjór- inn fékk í sinn hlut tæplega 2,5 milljónir króna og hásetinn um 1,25 milljónir króna. Næst launahæsti maður um borð í togaranum var yfirvélstjóri. Hlutur hans eftir túr- inn nam um 1,86 milljónum króna. En merkilegt má það heita að kostnaður útgerðarinnar vegna hans var snöggtum minni en þess sem var á milli hans og skipstjórans. Það var erindreki Fiskistofu. Kostnaður útgerðarinnar vegna hans nam rúmlega 2,1 milljón króna. Gjald fyrir eftirlitsmann um borð í fiskiskipi hefur hækkað um 181% frá árinu 2015. Fyrir þann tíma var gjaldið 29 þúsund krónur á dag, en með breytingu á lögum árið 2016 hækkaði það í rúmar 68 þúsund krónur og bundið launa- vísitölu. Erindreki Fiskistofu kostar því um þessar mundir 81.600 krón- ur á dag. Sá er munurinn á háset- anum og erindrekanum að hásetinn leggur fram vinnu í þágu fyrirtæk- isins, erindrekinn ekki. Samt kostar opinberi starfsmaðurinn jafngildi launa hátt í tveggja háseta. Því hefur stundum verið haldið fram að svo kallaður eftirlitsiðnaður sé orðinn æði veigamikill kostnaður í rekstri fyrirtækja. Ekki skal gert lítið úr opinberu eftirliti, það er að sjálfsögðu nauðsynlegt. En að einn eftirlitsmaður kosti útgerðarfyr- irtæki hátt í tvenn hásetalaun er einfaldlega fáránleg staðreynd, sama hvernig á málið er litið. Höf- um annað í huga. Í upphaflegu frumvarpi til laga um veiðigjald sagði að gjaldinu væri meðal ann- ars ætlað að mæta kostnaði vegna eftirlitsmanna um borð. Miðað við þær háu greiðslur sem sjávar- útvegsfyrirtækjum er nú ætlað að greiða fyrir eftirlitsmenn, virðist sem þessi vilji löggjafans hafi hreint ekki gengið eftir. Því má svo bæta við að veiðigjald af fyrr- greindri veiðiferð var 13 milljónir króna. Fyrir þá fjárhæð hefði verið hægt að hafa rúmlega sex opinbera erindreka um borð. Sé veiðigjaldinu raunverulega ætlað að standa undir kostnaði við eftirlitsmann, hefur fyrirtækið í raun greitt sjö sinnum fyrir einn og sama eftirlitsmanninn. Það verður að teljast nokkuð vel í lagt. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Að einn eftirlits- maður kosti útgerð- arfyrirtæki hátt í tvenn hásetalaun er einfald- lega fáránleg staðreynd, sama hvernig á málið er litið. Heiðrún Lind Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Bústinn eftirlits- maður Fiskistofu Laun um borð í frystitogara á karfaveiðum Aflaverðmæti 130 m.kr. – 26 manns um borð 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 Skipstjóri Eftirlits- maður um borð Yfirvélstjóri Fyrsti stýrimaður Kokkur Vélstjóri Annar stýrimaður Háseti 2,48 2,12 1,86 1,86 1,55 1,55 1,55 1,24 Milljónir króna „Laxeldi er komið til að vera og er mikil- vægur atvinnuvegur fyrir Vest- og Austfirð- inga,“ sagði Guð- mundur Ingi Guð- brandsson umhverfis- ráðherra nýlega í blaðaviðtali. Þessi orð ráðherrans eru í sam- ræmi við yfirlýsingar fjölmargra stjórnmála- manna af ólíku pólitísku litrófi að undanförnu og endurspeglar það sem fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, líkt og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur oftsinnis áréttað. Það er að vonum. Þrátt fyrir að fiskeldið sé enn að stíga fyrstu skref- in í framleiðslu, hefur fjárfesting í greininni þegar numið tugum millj- arða króna, skapað störf og útflutn- ingstekjur sem um munar og í raun- inni snúið við byggðaþróun á svæðum, sem hafa verið í krappri vörn síðustu áratugina. Fiskeldið í þriðja sæti Í nýrri ársskýrslu Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi kemur fram að útflutningsverðmæti eldisfisks hér á nam á síðasta ári um 14 milljörðum króna. Samsvarar þessi upphæð rúmum 7 prósentum af útflutnings- tekjum í sjávarútvegi. Þetta er at- hyglisvert í ljósi þess að fiskeldið er enn á fyrstu stigum framleiðslunnar og ljóst að á næstu árum mun það aukast með hliðsjón af þegar útgefn- um rekstrar og starfsleyfum. Ef við berum þetta saman við aðr- ar fisktegundir árið 2017, sjáum við að þorskurinn var eins og áður verð- mætasta tegundin og nam útflutn- ingsverðmætið um 83 milljörðum króna. Þar á eftir kemur loðnan, 18 milljarðar króna. Útflutnings- verðmæti fiskeldis kemur síðan þar á eftir með 14 milljarða króna, en þess ber að geta að á bak við það eru lax, bleikja, regnbogasilungur, senegalfl- úra, hrognkelsaseiði og fleiri teg- undir. Til viðbótar við útflutnings- verðmætið, er umtalsverð sala innan- lands, keypt ráðgjöf og þjónusta sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi meta á um tvo til fjóra milljarða. Getum enn aukið vinnsluvirðið Því má bæta við að útflutningur héðan á sjávarafurðum til Noregs nam í fyrra um 18,6 milljörðum króna. Langmestur hluti þess er fiskimjöl og lýsi, sem fer í fram- leiðslu á fóðri til fiskeldis og sem er meðal annars selt hingað til lands. Þarna getum við enn aukið vinnslu- virðið, því með vaxandi fiskeldi mun innlend fóðurfram- leiðsla aukast og ís- lensk verðmætasköpun að sama skapi. Ætla má að innan tíðar fari öll fóðurframleiðsla til ís- lensks fiskeldis fram hér á landi og gæti jafn- framt orðið uppspretta útflutnings. Þurfum að stórauka útflutn- ingsverðmætið Samtök atvinnulífs- ins hafa bent á að eigi íslenska efna- hagslífið að vaxa áfram á sama hraða og að meðaltali síðustu áratugi, og útflutningsgreinar að halda sínu vægi í verðmætasköpuninni, þurfi út- flutningsverðmæti að vaxa um 1.000 milljarða á næstu 20 árum. Það gerir um 50 milljarða á ári eða 1 milljarð á viku. Af þessu leiðir að við þurfum mjög á því að halda að auka útflutn- ingsverðmæti okkar og fjölga stoð- um útflutningsins til þess að bæta lífskjörin. Fiskeldið getur orðið mikilvægur þáttur í þeirri vegferð og hefur allar forsendur til þess. Á þessu ári er áætlað að laxeldisframleiðslan ein og sér hér á landi geti numið um 15 milljörðum og á næsta ári nálægt 23 milljörðum króna. Er þá ótalin fram- leiðsla á öðrum tegundum, svo sem bleikju, regnbogasilungi, senegal- flúru og hrognkelsaseiðum. Þetta skiptir ekki síst miklu máli núna í ljósi þess að útflutnings- verðmæti sjávarútvegs minnkaði á síðasta ári og horfur virðast á að vöxtur ferðaþjónustunnar fari minnkandi. „Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein“ Það eru því orð að sönnu að fisk- eldi sé komið til að vera líkt og árétt- að er með þessum orðum í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnu- uppbyggingar, en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líf- fræðilegri fjölbreytni verði ekki ógn- að.“ Eftir Einar K. Guðfinnsson » Þorskurinn er verð- mætasta tegundin í útflutningi, þar næst loðnan og fiskeldið þar á eftir, með 7% útflutn- ingstekna sjávarútvegs- ins. Einar K.Guðfinnsson Höfundur er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisfyrirtækja. ekg@ekg.is Komið til að vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.