Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 14

Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 14
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Malbiksholur eru víðar til ama en í Reykjavík. Í vikunni sagði Félag breskra bifreiðaeigenda (AA) mal- biksholur á breskum vegum vera þjóðarskömm. Talið er að þar í landi sé minnst rúmlega tvær milljónir hola að finna. Samkvæmt rannsóknum AA valda holurnar tjóni á bifreiðum sem kostar að minnsta kosti millj- ón punda á mánuði, 140 milljónir króna, að gera við. Tryggingadeild AA segir að bótakröfur vegna malbiksholanna hafi nærri því þrefaldast á fyrsta fjórðungi ársins frá því sem var sama tímabil í fyrra. Og við lok nýliðins aprílmánaðar voru kröfur orðnar hærri en fyrir allt árið 2017. Fjöldi krafna var orðinn rúmlega 4.200 og var meðalupp- hæð viðgerðarreikninganna um þúsund pund, 140 þúsund krónur. Álitið er að tjón verði á miklu fleiri bílum en eigendur þeirra hirði ekki að sækja um bætur fyr- ir ónýtt dekk eða beyglaða felgu þar sem þeir myndu tapa af- sláttum á iðgjöldum. Það sé og í raun miklu meira tjón sem óskað er bóta fyrir. Bætur fyrir líkamstjón eru miklu hærri en fyrir viðgerðir á bílum. Í sýslunni Kent voru manni greidd 581.633 pund, jafnvirði um 70 milljóna króna, fyrir meiðsl sem rakin voru til malbiksholu í bænum Staplehurst 2014. Næst- hæsta bótagreiðslan nam 250.000 pundum, um 35 milljónum króna, vegna líkamstjóns í holuslysi í bænum Maidstone. Heildargreiðslur sýslunnar vegna líkams- og bílatjóna af völd- um hola2013-2017 námu 1.992.070 pundum eða tæplega 280 millj- ónum króna. Alls var 854 ein- staklingum bætt tjón af þessu tagi í Kent. Malbiksholur þjóðarskömm Hættulegar Þótt þær láti lítið yfir sér geta holur í malbiki valdið tjóni á bílum og slysum á fólki. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. VIÐTAL Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Stóra spurningin í sambandi við snjallvæðinguna er hvort við Íslend- ingar viljum vera í fararbroddi í notkun og þróun hennar eða hvort við ætlum bara að bíða og sjá hvað aðrir eru að gera og elta það.“ Þetta segir Trausti Eiríksson, sölustjóri netlausna hjá Opnum kerfum, spurður hvernig fyrirtæki geti nýtt sér tækifæri í snjallvæðingu borg- arinnar. Trausti er sérfróður um þróunina í snjallvæðingu og hann segir ým- islegt spennandi að gerast í þeim efnum í nokkrum geirum. Í mörgum tilfellum segir hann ímyndunaraflið helst stoppa fólk. Hann spáir því að á komandi ári aukist umtal og aukn- ing verði á notkun gervigreindar, gagnasöfnunar og öryggispælingum í tæknimálum bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. „Sjálfvirknivæð- ing verður allsráðandi og munu staðir sem hafa möguleikann á því að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu draga fólk þangað.“ „Möguleikarnir eru óendanlegir og lausnirnar líka hvað snjallvæð- inguna varðar. Það á sérstaklega við í geirum eins og verslun, sam- göngum og jafnvel um öryggisgæslu í þjónustuíbúðum. Það er margt hægt að gera, til dæmis eru versl- anir erlendis byrjaðar að færast út í sjálfsafgreiðslu alla leið, allt frá því fólk labbar inn og þar til labbað er aftur út. Það nýjasta er að fólk þarf ekki að leita aðstoðar í búðunum heldur getur afgreitt sig sjálft með allt. Með hjálp tækninnar vísaði snjalltæknin fólki um búðina eftir því hvað það setti á innkaupalistann sinn. Nokkur dæmi eru hérlendis um tilraunaverkefni af þessu tagi og svona fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði í IKEA,“ segir Trausti. Hann segir örlitla skynjara gera þetta kleift og bætir við að þeir verði undirstaða snjallvæðingar framtíðarinnar. „Í framtíðinni eiga þeir eftir að koma í allar vörur og allt sem tilheyrir daglegu lífi fólks. Þeir geta verið í ólíklegustu form- um; geta verið límmiðar, litlir kass- ar, gætu litið út eins og hátalarar, geta verið neðanjarðar, í loftinu, í gólfinu. Þeir eru mikið notaðir til að tala við önnur tæki, um það snýst snjallvæðingin líka. Til dæmis þvottavélar, kaffivélar, ljósastaurar, bílar og bensíndælur. Þessi tæki gætu talað saman og auðveldað okk- ur lífið, gert okkur lífið þægilegra í amstri hversdagsins.“ Trausti segir snjallvæðinguna snúast m.a. um að sjálfvirknivæða alla ferla, svo sem í vöruhúsum þar sem vélar séu til dæmis byrjaðar að taka saman pantanir í stað manns- handarinnar. Ljósastaurar mæla mengun og stýra birtu Trausti Eiríksson segir helling af snjallvæðingarverkefnum vera í gangi sem ekki væri hægt að tjá sig um á þessu stigi. Gagnaver sem opnað verður á næstunni í Reykja- vík mun hjálpa þróuninni mjög því öll þau gögn sem safnast saman í öllum tækjum verður að geyma ein- hvers staðar þar sem hægt verður að vinna úr þeim. Dæmi um spennandi verkefni segir Trausti felast í ljósastaurum á Klambratúni í Reykjavík. „Þar er verið að horfa til þess að nota ljósa- staura til að mæla loftgæði og streyma gögnum um þau. Sömuleið- is verður þeim falið að stýra birtu og spara orku. Ef enginn er til dæmis á Klambratúni um miðja nótt þá er algjör óþarfi að vera með fulla lýsingu.“ Hann nefnir og verkefni sem snýr að sorptunnum Reykjavíkurborgar. Verið er að skoða að setja skynjara í tunnurnar sem sýni hvað mikið er í hverri þeirra. Á grundvelli þess fá þeir sem koma og tæma tunnurnar vitneskju um hvort tæma þurfi allar tunnur eða hluta þeirra. „Annað verkefni sem er í gangi lýtur að öryggislausnum þjónustuí- búða þar sem skynjurum er komið fyrir út um allt í hverri íbúð. Hafi sá sem býr í íbúðinni ekki opnað ís- skápinn í x-langan tíma eða hefur ekki farið á baðherbergið allan dag- inn þá fá nánustu ættingjar eða starfsfólk þjónustuíbúðanna sjálf- virk skilaboð frá kerfinu um að at- huga alla vega um viðkomandi. Þarna er um íslenska öryggislausn að ræða sem nýsköpunarfyrirtæki stendur á bak við. Að vera fremstir eða elta aðra Ljósmynd/Wikipedia C.C. Snjallvæðing Með snjalltækni er hægt að auka alla sjálfvirkni, t.d. að menn afgreiði sig að öllu leyti sjálfir í verslunum.  Trausti Eiríksson telur að margar nýjungar á sviði snjalltækni muni sjá dagsins ljós á allra næstu árum og breyta um margt daglegu lífi fólks  Möguleikarnir séu endalausir STUTT ● Forsvarsmenn breskra bílgreinafyrir- tækja gagnrýna áform bresku stjórnar- innar um útgöngu úr Evrópusamband- inu (ESB). Segja þeir það valda „meiriháttar röskun“ í greininni verði ekki áfram um tollabandalag að ræða. Starfsmenn í breskum bílaiðnaði og afleiddum greinum eru um 800.000 og veltir greinin um 80 milljörðum punda á ári. Hafna forystumennirnir tveimur val- kostum vegna útgöngunnar og segja þá ógerlega. Við núverandi aðstæður hafa bíl- smiðir og framleiðendur íhluta í bíla getað flutt íhluti og fullkláraða bíla yfir landamæri ESB án eftirlits og tolla. Nýtt tollasamstarf annars vegar og flýti- afgreiðslukerfi hins vegar eru til umfjöll- unar í ríkisstjórn Theresu May. Telja fulltrúar bílgreinanna hvort tveggja ónóg. Ágreiningur er í stjórninni um hvaða leið verður valin. May og viðskiptaráð- herrann Greg Clark eru hlynntari tolla- samstarfi en t.d. Boris Johnson utanrík- isráðherra hinni leiðinni. Tollasamstarf gengi út á að Bretar tækju við tollum á vörum fluttum út til ESB og skiluðu greiðslunum til Brussel. Í hinu tilfellinu yrðu reist tollalandamæri milli Bret- lands og ESB og nýtækni notuð til að flýta allri afgreiðslu og gera hana eins liðlega og unnt væri. agas@mbl.is Vilja áfram vera í tollabandalagi 14. maí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 102.23 102.71 102.47 Sterlingspund 138.74 139.42 139.08 Kanadadalur 80.2 80.66 80.43 Dönsk króna 16.383 16.479 16.431 Norsk króna 12.8 12.876 12.838 Sænsk króna 11.895 11.965 11.93 Svissn. franki 102.27 102.85 102.56 Japanskt jen 0.9351 0.9405 0.9378 SDR 146.16 147.04 146.6 Evra 122.06 122.74 122.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.1226 Hrávöruverð Gull 1324.8 ($/únsa) Ál 2325.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.55 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.