Morgunblaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Sendiráð Bandaríkjanna í Jerúsal-
em verður opnað í dag. Ivanka
Trump, dóttir Donalds Bandaríkja-
forseta, kom til borgarinnar í gær
ásamt eiginmanni sínum, Jared
Kushner, en þau verða viðstödd at-
höfnina. Forsetinn verður þó ekki á
staðnum.
Það var í desember sem Donald
Trump undirritaði tilskipun þess
efnis að sendiráð Bandaríkjanna í
Ísrael skyldi fært frá höfuðborginni
Tel Aviv til Jerúsalem og viður-
kenndi hann um leið borgina helgu
sem höfuðborg Ísraelsríkis. Færsla
sendiráðsins hafði þó staðið til frá
árinu 1995, þegar lög þess efnis voru
samþykkt á bandaríska þinginu, en
síðan þá hafa allir forsetar slegið
flutningnum á frest með tímabundn-
um tilskipunum.
Upphaflega stóð til að sendiráðið
yrði opnað í upphafi næsta árs, en
ákveðið var að flýta opnuninni svo
hún færi fram nú er Ísraelar fagna
sjötíu ára afmæli ríkisins.
Ákvörðun Trumps forseta var um-
deild enda líta bæði Ísraelar og Pal-
estínumenn á borgina sem höfuð-
borg sína. Þjóðarleiðtogar víða um
heim sem og leiðtogar Evrópusam-
bandsins mótmæltu ákvörðun for-
setans harðlega og er búist við að
flestir sendiherrar sniðgangi opn-
unarhátíðina.
alexander@mbl.is
Opna sendiráðið í Jerúsalem
AFP
Sendiráð Þessi bygging á einskismannslandinu milli Austur- og
Vestur-Jerúsalem mun hýsa bandaríska sendiráðið fyrst um sinn.
Sendiráð BNA
í Ísrael flutt í dag
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Að minnsta kosti 13 eru látnir og tugir
særðir eftir hryðjuverk í Surabaya,
annarri stærstu borg Indónesíu, í
gær. Að sögn lögreglu stóð sex manna
fjölskylda að árásunum sem beint var
að þremur kirkjum í borginni og voru
börn notuð í einni þeirra.
Árásirnar þrjár voru allar gerðar
utan við kirkjur á áttunda tímanum í
gærmorgun að staðartíma og voru
tímasettar til að hæfa þá sem voru á
leið í morgunmessu.
Fjölskyldufaðirinn keyrði bíl full-
um af sprengiefni utan í hvítasunnu-
kirkju í borginni. Á sama tíma hafði
móðirin bundið sprengjur um sig og
tvær dætur þeirra, níu og tólf ára, og
sprengdu þær sig í loft upp við Di-
ponegoro-kirkjuna í borginni. Um
fimm mínútum áður höfðu synirnir
tveir, sextán og átján ára, sprengt upp
aðra kirkju, hina kaþólsku Maríu-
kirkju, en þeir keyrðu á mótorhjólum
inn í kirkjuna og sprengdu þar
sprengjur.
Undir áhrifum frá Ríki íslams
Að sögn lögreglu tilheyrðu foreldr-
arnir hópi sem innblásinn er af Ríki
íslams og er talið hugsanlegt að fjöl-
skyldan hafi dvalið um tíma í Sýrlandi
með liðsmönnum samtakanna.
Sprengingarnar eru að öllum líkind-
um tengdar atviki fyrr í mánuðinu er
fimm liðsmenn öryggislögreglu voru
drepnir í baráttu við herskáa fanga í
öryggisfangelsi í útjaðri höfuðborgar-
innar Jakarta.
Indónesía er fjórða fjölmennasta
land veraldar en þar búa um 260 millj-
ónir. Rúm 87 prósent landsmanna eru
múslimar en um tíundi partur kristinn
og eru fjölmargar kirkjur í landinu.
Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað í
Indónesíu undanfarna mánuði, en
árásin í gær er sú mannskæðasta frá
árinu 2005, þegar tuttugu dóu í sjálfs-
morðssprengingum á eyjunni Balí.
Joko Widodo, forseti landsins, hef-
ur lýst árásunum sem villimannsleg-
um og falið lögreglu að rannsaka og
uppræta glæpagengi sem herja á
landsmenn.
Mannskæðasta hryðjuverkaárás í
landinu var árið 2002 þegar 202 létust
í sprengjuárás á Balí, flestir ferða-
menn. Síðan þá hafa indónesísk
stjórnvöld lagt mikla áherslu á bar-
áttu gegn hryðjuverkum, með hand-
tökum, drápum og meðferðarúrræð-
um fyrir hryðjuverkamenn þar sem
þeim gefst kostur á að snúa við
blaðinu. Sú barátta hefur hingað til
þótt vel heppnuð en uppgangur Ríkis
íslams í Mið-Austurlöndum hefur orð-
ið til þess að blása lífi í lauslega tengda
hryðjuverkahópa landsins.
13 látnir eftir hryðjuverk í Indónesíu
Sjálfsmorðsárásir við þrjár kirkjur í Indónesíu Sex manna fjölskylda að baki árásunum
Börn notuð í einni þeirra Foreldrarnir taldir undir áhrifum frá Ríki íslams
AFP
Hryðjuverk Lögreglumenn rannsaka svæðið utan hvítasunnukirkjunnar í Surabaya, þar sem ein af árásunum þremur var framin.
Einn lét lífið og fjórir særðust í
hnífaárás í Óperuhverfinu í París á
laugardag. Að sögn franskra fjöl-
miðla var árásarmaðurinn frá rúss-
neska lýðveldinu Tsjetsjeníu, fædd-
ur árið 1997. Hann hóf að stinga
gangandi vegfarendur um klukkan
níu um kvöld að staðartíma. Þá
reyndi hann að komast inn á nokkra
veitingastaði en var stöðvaður af
gestum. Ekki liðu nema fimm mín-
útur þar til lögregla var komin á
vettvang og var hann skotinn til
bana.
Hryðjuverkasamtökin sem kenna
sig við ríki íslams hafa lýst árásinni á
hendur sér og segja manninn hafa
verið einn „hermanna“ sinna.
Franska hryðjuverkalögreglan
hefur þegar hafið rannsókn málsins
og hafa foreldrar árásarmannsins
meðal annars verið yfirheyrðir.
Gerard Collomb innanríkisráð-
herra hrósaði lögreglunni fyrir skjót
og yfirveguð viðbrögð og sagði hug
sinn vera hjá fórnarlömbum árásar-
innar. Í sama streng tók Macron for-
seti, en hann sagði Frakkland enn
einu sinni hafa verið blóðgað, en ekki
kæmi til greina að gefa tommu eftir
til óvina frelsisins.
230 manns hafa dáið í árásum Rík-
is íslams og fylgismanna þess í
Frakklandi síðustu þrjú ár, en sú
mannskæðasta þeirra var í nóvem-
ber 2015 þegar 130 létust. Macron
forseti hefur lýst því yfir að barátta
við íslamska hryðjuverkamenn sé
sitt helsta forgangsmál í utanríkis-
málum. alexander@mbl.is
Einn lést í
hnífaárás í París
Árásarmaðurinn frá Tsjetsjeníu