Morgunblaðið - 14.05.2018, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
Reykjavík sem höf-
uðborg á að vera leið-
andi í rekstri grunn-
og leikskóla og setja
ríkar kröfur um gæði
þeirra skóla sem
sveitarfélagið á og
rekur og sérstaklega
kennara. Miðflokk-
urinn fagnar end-
urskipulagningu
menntastefnu
Reykjavíkurborgar
varðandi grunnskóla með tilliti til
reynslu undanfarinna ára.
Fjárfesting í menntun
Um 50% allra útgjalda Reykja-
víkurborgar fara í gegnum Skóla-
og frístundasvið borgarinnar enda
yfir 5,000 kennarar og aðrir starfs-
menn í öllum grunn- og leikskólum
borgarinnar auk fjölda sérskóla,
einkum tónlistarskóla, sem njóta
stuðnings borgarinnar. Samkvæmt
samkomulagi milli ríkis og sveitar-
félaga frá 1996 þá tóku sveit-
arfélögin að sér rekstur grunnskóla
með því að fá leyfi til aukins útsvars
borgaranna. Tímabært er að endur-
skoða þetta samkomulag þannig að
ríkið taki verulegan þátt í rekstri
skóla.
Gjaldfrjáls grunnskóli
Fagna ber að börn borgarinnar
fá gjaldfrjáls námsgögn nú til
haustsins en heildarútgjöld þeirra
eru aðeins um kr. 70 milljónir Mið-
flokkurinn vill ganga lengra í þessa
átt þannig að öll börn grunnskóla
fái gjaldfrjálsan, hollan og góðan
mat! Áætlaður kostnaður matsins
er um kr. 1.200 milljónir á ári sem
greiðist af sparnaði í rekstri á öðr-
um sviðum. Foreldrar allt of
margra barna hafa ekki ráð á að
borga fyrir mat barna sinna, sem
bitnar á námsárangri þeirra.
Nemandinn í fyrsta sætið
Stefna Miðflokksins í skólamálum
í Reykjavík er að setja nemandann í
fyrsta sætið og veita þeim sem þess
þurfa einstaklingsmiðað nám til að
efla færni þeirra sem eiga erfitt
með bóklegt nám og auka náms-
framboð þeirra sem eiga auðvelt
með námsefnið. Þá þarf að efla úr-
ræði fyrir nemendur með sérþarfir.
Skipuleggja þarf kennslu nemenda
með langvarandi veikindi, t.d. með
heimsóknum kennara og fjar-
rkennslu bæði í heimahúsum og
spítölum svo og markvissa notkun
kennsluforrita.
Fjölmenning í skólum
Núna eru börn í grunnskólum
Reykjavíkur af 80 þjóðernum og
tala 50 mismunandi tungumál. Fjöl-
menning er staðreynd og fagna ber
áherslum Skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkur á að takast á við þessa
áskorun. Í einum skóla í Reykjavík
eru núna 80% barna af erlendum
uppruna en í sama skóla voru þau
aðeins 30% fyrir 10 árum. Leggja
ber mikla áherslu á að foreldrar
þessara barna nýti Frístundakort
þau sem þau hafa rétt á til að börn
þeirra taki þátt í íþróttum og öðrum
frístundastarfi sem boðið er uppá.
Þá þarf að stórefla bókasöfn þess-
ara skóla með barna- og unglinga-
bókum á sem flestum tungumálum.
Þjóðarsátt um aukna
verk- og tæknimenntun
Miðflokkurinn leggur til sam-
félagssáttmála um aukna verk- og
tæknimenntun í skólum landsins til
að mæta kröfum nýrra starfa í
framtíðinni. Miðflokkurinn ætlar að
auka kennslu í skap-
andi greinum og verk-
menntun á sem flestum
sviðum og auka áherslu
á tölvutengt nám (t.d.
grafíska hönnun, for-
ritun og fleira) með til-
heyrandi aðgengi að at-
vinnulífinu, bættum
tækjabúnaði í skólum
og hæfum leiðbein-
endum. Móta skal
framtíðarstefnu um
framboð á náms- og
kennsluefni á þessu
sviði. Skapa skal sérstaka hvata
fyrir nemendur til að sækja slíkt
nám og auka verulega framlög rík-
issjóðs til þessa náms. Mikilvægt er
að ráða tæknimenntað fólk inn í
skólana með markvissum hætti og
bættum kjörum kennara.
Auka skal sveigjanleika til náms
með það að markmiði að ná til
flestra þeirra er hafa hug á því að
snúa aftur í skóla óháð efnahag,
aldri og búsetu. Horft skal sér-
staklega til náms án staðsetningar.
Kostnaður verði sá sami og við dag-
skóla í hefðbundnu námi. Styrkja
skal háskólastofnanir utan höfuð-
borgarsvæðisins sérstaklega til að
verða miðstöðvar náms án staðsetn-
ingar um allt land eins og Keilir á
Ásbrú.
Um 15 prósent íslenskra nem-
enda fara í starfsnám að loknum
grunnskóla á sama tíma og hlut-
fallið er 50 prósent í ríkjum Evr-
ópusambandsins. Á Íslandi er hlut-
fall þeirra sem ljúka námi úr iðn-
og starfsgreinum í kringum 12 pró-
sent en í Noregi um 40 prósent. Það
hefur lengi verið lítil aðsókn í iðn-
greinar hér á landi. Það er ein af af
ástæðum þess að það er stöðugur
skortur á iðnlærðu starfsfólki. Sam-
hliða lítilli aðsókn í iðngreinar er
mikið brotthvarf úr íslenskum
framhaldsskólum. Hlutfall þeirra
sem hverfa frá námi er 19 prósent
hér á landi en 7-10 prósent annars
staðar á Norðurlöndum og með-
altalið í Evrópu er 11 prósent.
Tengsl eru á milli lítillar eftir-
spurnar eftir iðnnámi og brott-
hvarfs úr framhaldsskólum.
Bætum heilbrigði nemenda
Hreyfingarleysi barna og of-
þyngd er stærsta heilsufarsvanda-
mál á Íslandi og flestra vestrænna
þjóða. Miðflokkurinn vill í þessu
sambandi tvöfalda Frístundakort
svo öll börn og unglingar geti
stundað gjaldfrjálst eina íþrótta-
grein eða tekið þátt í fleirri grein-
um.
Áhugaverðir vinnu-
og verkmenntaskólar
Miðflokkurinn ætlar að efla veru-
lega Vinnuskóla Reykjavíkur með
fjölbreyttu og auknu starfsvali ung-
linga á aldrinum 13-18 ára í sam-
starfi við fyrirtæki svo nemendur
eigi þess kost að kynnast sem flest-
um starfsgreinum. Ekki bara að
reyta arfa! Miðflokkurinn styður
við öfluga verkmenntaskóla í höfuð-
borginni sem og á landsbyggðinni.
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon
Jón Hjaltalín
Magnússon
»Miðflokkurinn legg-
ur til samfélagssátt-
mála um aukna verk- og
tæknimenntun í skólum
landsins til að mæta
kröfum nýrra starfa í
framtíðinni.
Höfundur er verkfræðingur og
frambjóðandi Miðflokksins í Reykja-
vík. jhm@simnet.is
Þjóðarsátt um
aukna verk- og
tæknimenntun í
skólum
Það er ekki algengt
að fólk eldra en 65 ára
sitji á framboðslistum
til sveitarstjórna í
sætum væntanlegra
sveitarstjórnarfulltrúa.
Of fá dæmi eru um
slíkt því mikilvægt er
að sveitarstjórnir end-
urspegli samsetningu
íbúa sveitarfélaga og
tryggi þannig að sem
flest sjónarmið komi fram þegar
ákvarðanir eru teknar. Góð blanda
af reynslu, þekkingu og nýjum hug-
myndum íbúanna er líkleg til að
tryggja farsæla niðurstöðu í þeim
fjölbreyttu verkefnum sem fram-
undan eru.
Sveitarfélögin og ríkisvaldið
Hér á landi hefur ekki tekist að
tryggja eðlilega verkaskiptingu
milli ríkis og sveitarfélaga. Hlutur
ríkisins er of mikill og mörg verk-
efni sem flokkast undir nærþjón-
ustu sveitarfélaga verið í höndum
ríkisins. Við flutning verkefna frá
ríki til sveitarfélaga hefur í mörg-
um tilfellum hallað á sveitarfélögin
hvað fjármögnun varðar og und-
irbúningur oft verið ófullnægjandi.
Mjög brýnt er að talsmenn sveitar-
félaga hafi burði, traust og framtíð-
arsýn til að leiða þá vinnu sem
framundan er varðandi verk-
efnaflutninga og fjárhagsleg sam-
skipti við ríkisvaldið.
Talsmenn landsbyggðanna þurfa
að tileinka sér markvissan mál-
flutning til að viðhalda lífsgæðum
íbúanna. Mörg dæmi er hægt að
nefna þar sem þjónusta við íbúa
landsbyggðanna hefur verið skert
og færð til. Margir benda á þau
mistök sem urðu þegar svæð-
isstöðvar RUV voru
aflagðar og fáir sem
engir héldu uppi vörn-
um fyrir þá þjónustu.
Enn hallar á og stöð-
ugt aukið hlutfall út-
varpsefnis fjallar fyrst
og fremst um menn og
málefni á höfuðborg-
arsvæðinu.
Mikilvægi
sveitarfélaga
Sveitarfélög eru það
stjórnsýslustig sem
næst stendur íbúunum. Nærþjón-
usta er verkefni sem sveitarfélögin
eiga að sinna og almennt er slíkri
þjónustu betur sinnt ef ákvarðanir
eru teknar sem næst þeim sem
þjónustuna nota. Með allri virðingu
fyrir því fólki sem situr á skrif-
stofum á höfuðborgarsvæðinu er
ekki hægt að ætlast til þess að það
hafi fullkomna yfirsýn yfir þarfir
þeirra sem búa vítt og breitt um
landið.
Eitt þeirra stóru mála sem bíða
næsta kjörtímabils er endurskoðun
launastefnu sveitarfélaga. Það er
ekki ásættanlegt að starfsmenn
sveitarfélaga sé sá hópur sem
lægst laun hefur, eins og kemur
fram í gögnum Hagstofu Íslands.
Hvar varð sú stefna til að t.d.
umönnunarstörf skuli vera lág-
launastörf? Það á ekki að vera
launastefna sveitarfélaga að þar
starfi lægst launaða starfsfólkið.
Verkefnið framundan er að um-
bylta þessari stefnu þannig að það
verði eftirsóknarvert að starfa hjá
sveitarfélögunum.
Á Austurlandi hefur á stundum
farið of mikil orka í deilur milli ein-
stakra sveitarstjórnarmanna t.d.
um samgöngumál, slíkar deilur
vekja gjarnan athygli fjölmiðla og
fóðra þá sem í deilunum standa.
Afleiðingin er oft sú að athyglin
verður allsráðandi og hagsmunir
fjöldans fyrir borð bornir. Fulltrúar
stærsta sveitarfélags fjórðungsins,
þ.e. Fjarðabyggðar, þurfa að leita
leiða til að tryggja sem besta sam-
stöðu, því þannig og aðeins þannig
tryggjum við farsæla niðurstöðu í
stærri málum.
Fjarðabyggð og Fjarðalistinn
Í tuttugu ár hefur Fjarðabyggð
og Fjarðalistinn átt farsæla sam-
leið. Strax eftir að sameining þeirra
þriggja sveitarfélaga, sem upp-
haflega mynduðu Fjarðabyggð, var
samþykkt hófst vinna við að sam-
eina félagshyggjuöflin í hinu nýja
sveitarfélagi. Sú sameining tókst
með ágætum og hafa þessi öfl æ
síðan haldið hópinn. Sameinuð fé-
lagshyggjuöfl í nýrri Fjarðabyggð
halda áfram á sömu leið og bjóða
nú fram Fjarðalistann í sjötta sinn.
Nauðsynlegt er að snúa af braut
minnkandi kosningaþátttöku. Við-
halda þarf þeim aukna áhuga á
þátttöku í sveitarstjórnarmálum
sem kom vel fram í undirbúningi
Fjarðalistans fyrir komandi kosn-
ingar. Virkja þarf sem flesta bæði
unga sem aldna svo Fjarðabyggð
verði betri fyrir alla íbúa Fjarða-
byggðar. Vonandi verða kosning-
arnar þann 26. maí upphaf auk-
innar kosningaþátttöku og virkni.
Við skiptum öll máli
Eftir Einar Má
Sigurðarson » Sameinuð félags-
hyggjuöfl í nýrri
Fjarðabyggð halda
áfram á sömu leið og
bjóða nú fram Fjarða-
listann í sjötta sinn.
Einar Már Sigurðarson
Höfundur skipar 4. sæti á framboðs-
lista Fjarðalistans í Fjarðabyggð.
Fyrir mörgum ár-
um færðist sjálfræð-
isaldurinn úr 16 árum
í 18 ár. Þetta er flest-
um ljóst en þó er
engu líkara en að
samfélagið þurfi að
minna sig á þessa
staðreynd við og við.
Ungmenni á þessum
aldri eiga skýlausan
rétt á ýmsum stuðn-
ingi frá hinu op-
inbera. Ég tel að við getum gert
mun betur til að tryggja þann
stuðning en ekki síður tel ég mik-
ilvægt að allar breytingar sem
varða þennan aldurshóp séu mjög
vel ígrundaðar og helst af öllu
ákveðnar í samráði við hópinn
sjálfan.
Glíma við kvíða og
heilbrigður lífsstíll
Við vitum að ungmenni glíma
við kvíða og þunglyndi í meiri
mæli en áður, bæði í grunnskóla,
framhaldsskóla og háskóla. Fleiri
hverfa brott frá námi en eðlilegt
þykir og sá hópur fær lítinn stuðn-
ing frá hinu opinbera og hefur fáa
möguleika til félagslegrar virkni.
En ekki má gleyma þeim jákvæðu
staðreyndum að ungir Íslendingar
velja sífellt fleiri heilbrigðan lífs-
stíl án vímuefna, eru virkir í tóm-
stundum og íþróttum og eru mik-
ilvægar fyrirmyndir í sínu
nærumhverfi.
Það fara ekki allir sömu leið
Ég hef áhyggjur af hópnum sem
hverfur brott frá námi og þær
áhyggjur hafa ekki minnkað við
styttingu náms til stúdentsprófs.
Þeim spurningum hef-
ur ekki verið svarað
hvaða áhrif styttingin
gæti haft á ungmenni
með tilliti til fé-
lagslegra þátta og vel-
ferðarsjónarmiða. Það
gefur augaleið að
styttingin eykur álag í
námi, á kostnað þess
að njóta og fá nauð-
synlegt svigrúm til að
þroskast. Það var
gagnrýnivert að stytta
námstíma á fram-
haldsskólastigi á sama
tíma og dregið var úr möguleikum
fólks til að setjast aftur á skóla-
bekk. Er hugsanlegt að þetta valdi
kvíða hjá ungmennum? Enginn
vafi er á því að þessar breytingar
hafa valdið auknum kvíða hjá ung-
mennum. Að mínu mati vorum við
á góðu róli enda kláruðu getumikl-
ir námsmenn framhaldsskólann á
þremur árum, stór hópur á fjórum
árum og enn aðrir síðar og jafnvel
með hléum.
Á meðan staðreyndin er sú að
við höfum hærra hlutfall nemenda
sem hverfur brott frá námi vegna
einhverra orsaka þá er mikilvægt
að stórauka stuðning eigi róttæk
breyting á borð við styttingu náms
til stúdentsprófs að vera farsæl.
Við eigum ekki að gera ráð fyrir
því að allir fari sömu leið, við verð-
um að bjóða ungu fólki raunveru-
lega möguleika á fjölbreyttri
menntun.
Stefna Reykjavíkurborgar
Í frístundastefnu Reykjavík-
urborgar sem samþykkt var síð-
astliðið haust er meðal annars tal-
að um að styðja skuli við 16 til 18
ára sem eru í áhættuhópi, svo sem
vegna brotthvarfs úr námi, neyslu
eða félagslegrar stöðu. Lögð verð-
ur áhersla á að auka framboð á
skipulögðu frístundastarfi sem
muni gegna mikilvægu hlutverki í
forvörnum og að efla félagslega
stöðu ungmenna í samstarfi við
framhaldsskólana og félagasamtök.
Menntun er velferðarmál
Þeir sem fátækastir eru í okkar
samfélagi eiga það oft sameig-
inlegt að vera með litla formlega
skólagöngu að baki. Ef við styðj-
um við ungmennin okkar á
menntaveginum hefur það veruleg
jákvæð áhrif á velferð og lífsgæði
fólks til frambúðar. Við þurfum að
skapa samfélag fólks með ólíka
menntun, reynslu og þekkingu.
Möguleikar til menntunar eiga að
vera fjölbreyttir, aðgengilegir og
án aðgreiningar. Þeir þurfa að
vera formlegir, óformlegir og í
formi sí- og endurmenntunar.
Taka verður tillit til áhugasviðs og
aðstæðna og gera ungu fólki raun-
verulega kleift að fara á þeim
hraða í gegnum nám sitt sem
hentar. Sérstaklega þarf að hlúa
vel að 16-18 ára gömlum ungmenn-
um, sem við berum sameiginlega
ríka ábyrgð á. Gleymum því ekki.
Aukum stuðning við
16-18 ára ungmenni
Eftir Sigríði Arn-
dísi Jóhannsdóttur » Taka verður tillit til
áhugasviðs og að-
stæðna og gera ungu
fólki raunverulega kleift
að fara á þeim hraða í
gegnum nám sitt sem
hentar.
Sigríður Arndís
Jóhannsdóttir
Höfundur er verkefnisstjóri og skipar
13. sæti á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
Sigridur.Arndis.Johannsdott-
ir@reykjavik.is