Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 21

Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Miðflokkurinn legg- ur áherslu á betri rekstur, aðhald og skynsamlega nýtingu fjármuna Kópavogs- bæjar í stefnu sinni í komandi sveit- arstjórnarkosningum en þó með skýra sýn á forgangsröðun ákveðinna málefna, sérstaklega þegar kemur að fjölskyldum með ung börn. Það vekur athygli að laun kjörinna bæjarfulltrúa og bæj- arstjóra hafi á yfirstandandi kjör- tímabili hækkað um 75% skv. árs- reikningum bæjarins, en það er mesta hækkun launa á því kjör- tímabili meðal sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Álykta má af þessari hækkun að bæj- arfulltrúar í Kópavogi sinni verkefnum sín- um því í fullu starfi. Á skrifstofum Kópa- vogsbæjar starfa um 150 manns sem fram- fylgja stefnu bæj- arstjórnar undir stjórn bæjarstjóra. Svo öflug starfsemi kallar varla á að bæj- arfulltrúar sem sinna stefnumótun auki starfsgildi sitt. Skref í átt að betri og hag- kvæmari rekstri væri að endur- skoða 75% hækkunina til 11 manna en laun þeirra með launa- tengdum gjöldum fóru úr 76 millj- ónum króna árið 2014 í 133 millj- ónir króna árið 2017. Ef gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld bæjarstjóra hafi verið á fjórða tug milljóna króna á starfs- árinu 2017, má sjá að aðrir bæj- arfulltrúar hafi fengið að meðaltali tæplega 10 milljónir króna í árs- laun 2017 og þá eru líklega ekki talin með laun fyrir setu í sumum nefndum. Þessi hækkun um 57 milljónir króna á ári frá 2014 til 2017 til 11 manna telst vænt- anlega óhófleg á öllum almennum mælikvörðum og telja verður að hún endurspegli ranga forgangs- röðun bæjarfulltrúa. Þeir hafi ein- faldlega brugðist þeirri skyldu að ganga fram með góðu fordæmi og fara vel með fjármuni almennings. Með því að draga til baka a.m.k. fjórðung þessarar hækkunar á launum bæjarfulltrúa og bæj- arstjóra má spara a.m.k. 150 millj- ónir króna á næstu fjórum árum komandi kjörtímabils. Fái Mið- flokkurinn brautargengi í komandi kosningum mun hann leggja fram tillögu í bæjarstjórn um að launin verði lækkuð auk þess að öll laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna verði birt opinberlega jafnhliða ársreikningi ár hvert. Til að ná ár- angri í fjármálum Kópavogsbæjar þurfa bæjarfulltrúar að ganga á undan með góðu fordæmi og þókn- anir þurfa að vera gagnsæjar. Skilgreina þarf vel starfshlutfall bæjarfulltrúa og miða við t.d. ákveðin flokk reiknaðs endur- gjalds skv. ákvörðun ríkisskatt- sjóra eða meðallaun starfsmanna Kópavogsbæjar frá fyrra ári. Gott væri að bæjarstjórn birti skýringu á þessum upphæðum fyrir kom- andi kosningar til að auka gagnsæi og koma í veg fyrir mis- skilning, sé hann til staðar, en erf- itt er að greina þessar tölur án þess. Þetta eru einfaldlega það há- ar upphæðir að bæjarbúar eiga rétt á skýringum. Eftir Geir Þorsteinsson » Þessi hækkun um 57 milljónir króna á ári frá 2014 til 2017 til 11 manna telst væntanlega óhófleg á öllum almenn- um mælikvörðum og telja verður að hún endurspegli ranga forgangsröðun bæjar- fulltrúa.Geir Þorsteinsson Höfundur skipar 1. sæti á framboðs- lista Miðflokksins í Kópavogi. Óhóf í launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Kópavogi? Undarlegt mál er nú til umfjöllunar á Al- þingi, umskurður drengja sem er bein- tengdur trúar- brögðum í kristnitöku okkar Íslendinga, sem var enginn dans á rós- um, heldur blóðroðin og sálsýkisköstum stráð. Þeir sem trúar- leiðtogar töldu and- snúna trúnni, voru úthrópaðir sem galdramenn og á valdi þess illa. Slíkt fólk var tekið, bundið á höndum og fótum og brennt á hrískastarbáli. Konum var haldið í ísköldu vatni Drekkingarhyls á Þingvöllum, þar til lífið fjaraði út. Við þessar athafnir átti fjölmenni að vera svo fólk gæti séð hvernig fyrir því færi, hlýðnaðist það ekki sínum æðri boðurum, um kristilegt líferni. Allt var þetta gert til að þóknast trúnni, sem átti að vera okkar and- lega leiðarljós í mannlegum sam- skipum og kristilegu hugarfari. Þar sem íslenska þjóðin átti ættir sínar að rekja, að stærstum hluta, til af- kastamikilla fjöldamorðingja og stórþjófa, sætti hún sig ekki við þessa kúgun og reis upp gegn kristi- legu ofbeldi, tók þá er erfiðastir voru og sneið af höfuðin, svona til öryggis. Í framhaldi af þessari hreinsun voru aflagðar trúarlegar aftökur og þróuð þjóðfélagslega hagkvæmari trúar- stefna sem byggðist aðallega á mild- ari hugleiðslu og hjálpsemi við van- máttuga, börn og fullorðna. Það að afleggja aftökur, virtist ekki hafa andlegar afleiðingar til hins verra, né refsingar af hálfu guðanna, eins og mönnum var hótað, heldur styrkja trúarsamfélagið. Ofbeldisvaldið hafði samt ekki lagt árar í bát. Umskera skyldi stúlkur og drengi. Hinn mannlegi þáttur nýrrar trúarstefnu náði ekki til mállausra barna og hinir há- menntuðu stjórnsýslufulltrúar á lög- gjafasamkomu þjóðfélaga, skrikuðu á manndómnum til að verja rétt þessara málvana þegna þjóðfélaga og stöðva misþyrmingu trúar- leiðtoga á kynfærum ungbarna. Síðan vaknar samkennd með þjáningum barna gagnvart um- skurði og varð sú andstaða svo öflug í fjölmennum þjóðfélögum að aflagð- ur var umskurður stúlkna. Án þess að heilagur andi hafi refsað þeim er að bann- inu stóðu. Enn er samt haldið í hálmstráið og umskurður drengja staðreynd. Lögð hefur verið fram tillaga á al- þingi okkar um að banna umskurð drengja og hafa fjölmargir heið- arlega hugsandi stutt þá tillögu. Aftur á móti telja kerfiskóngar slíkt hættulegt viðskipta- hagsmunum landsins og sumir látið að því liggja að hætta gæti stafað af hryðjuverkamönnum ef bannið yrði samþykkt. Í framhaldi af þessu var haldin al- þjóðleg ráðstefna í Norræna húsinu þar sem mættir voru fulltrúar þeirra trúfélaga sem mestan áhuga á því hafa að halda umskurði sem réttlæt- isatriði í sínum trúarbrögðum. Án þess að hugleiða þann sársauka sem þolandinn þarf á sig að taka. Það er umhugsunarvert að menn ferðist yf- ir hálfan hnöttinn í þeim tilgangi að halda hér ráðstefnu um getnaðarlim ungbarna og reyni að stöðva laga- setningu á Alþingi okkar Íslendinga. Þarna hafa harðlínumenn fengið vís- bendingu um að hægt sé að hafa áhrif á hvaða lög séu sett á Alþingi. Þeim alþingismönnum sem standa gegn banni á umskurði á þjóðin að vísa af Alþingi. Umskurður er ekk- ert annað en barnaníð. Trúartáknið Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Það er umhugs- unarvert að menn ferðist yfir hálfan hnött- inn í þeim tilgangi að halda hér ráðstefnu um getnaðarlim ungbarna og reyni að stöðva laga- setningu á Alþingi okk- ar Íslendinga. Höfundur er eldri borgari. Það fer vel á því að fyrsta framboð Frels- isflokksins fari nú fram til borg- arstjórnar Reykjavík- ur hinn 26 maí nk. En flokkurinn var stofn- aður í júní á sl. ári og hefur uppbygging hans staðið yfir frá þeim tíma. Þetta eru því merk tímamót fyr- ir flokkinn. Auk þess að vera eina trúverðuga stjórnmálaaflið sem býður sig fram á þjóðlegum grunni á Íslandi í dag. Skýr stefna í borgarmálum og þjóðmálum Frelsisflokkurinn hefur skýra stefnu til borgarmála og þjóðmála. En þrír efstu frambjóðendur flokks- ins til borgarstjórnar skrifuðu sam- eiginlega grein í Morg- unblaðið 26. apríl sl. um stefnu flokksins eftir að flokkurinn kynnti fram- boð sitt opinberlega við Ráðhús Reykjavíkur 23. apríl sem vakið hef- ur mikla athygli. Ekki síst fjölmiðla, enda er sérstaða Frelsisflokks- ins mikil í íslenskum stjórnmálum eins og áður sagði. Sníðum stakk eftir vexti Helsta vandamál íslenskra stjórn- mála og þar með þjóðarinnar eru sjálfir stjórnmála- og embætt- ismennirnir sem neita ætíð að horf- ast í augu við fámenni íslensku þjóð- arinnar. Sníða aldrei stakk eftir hennar vexti. Líta á hana sem marg- milljóna manna þjóð með tilheyr- andi ofurbákni hjá ríki, borg og sveitarfélögum. Við þetta bætist svo allt reglugerðafarganið frá Brussel sem oftar en ekki er í engu sam- ræmi við íslenska hagsmuni. Auk löngunar til að bjarga öllum um- heiminum. En eftir situr svo al- menningur borgandi brúsann með tilheyrandi kjaraskerðingum og versnandi opinberri þjónustu. Gegn öllu þessu berst Frelsisflokkurinn og býður sig nú fram í höfuðborg- inni gegn ofurbákninu þar. En þar er af nógu að taka sbr. borgarstefnu flokksins sem vill að þar, eins og á landsvísu, verði stakkurinn sniðinn eftir vexti, almennum borgarbúum til heilla. Röddin verður að heyrast Já, rödd Frelsisflokksins verður svo sannarlega að heyrast í borg- armálum, ekki síður en á landsvísu. Öðruvísi rödd! Rödd skynsemi og fyrirhyggju. Á þjóðlegum nótum þar sem m.a. virðing fyrir 17. júní verði endurvakin í Reykjavík eftir til- raunir vinstrimanna til að gera sem minnst úr honum og að spornað sé gegn andþjóðlegum öflum, s.s. íslam og moskubyggingum, á grundvelli þjóðaröryggis. Rödd fyrir þá sem minna mega sín! Já, rödd fyrir alla Íslendinga í eigin landi, í borg og byggð! Eða eins og leiðtogi flokks- ins, Gunnlaugur Ingvarsson, orðar það í ávarpi sínu. „Frelsisflokkurinn er þjóðlegt, borgaralegt stjórn- málaafl. Alls staðar í Evrópu hafa slíkir flokkar verið í bullandi sókn og aðeins tímaspursmál hvenær sú frelsisbylgja nær Íslands strönd- um.“ Já, höfum kjark og þor til að kjósa Frelsisflokkinn! Rödd hans verður að heyrast! Rödd Frelsisflokksins verður að heyrast Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson Guðm. Jónas Kristjánsson » Frelsisflokkurinn er þjóðlegt, borgara- legt stjórnmálaafl. Alls staðar í Evrópu eru slík- ir flokkar í bullandi sókn. Höfundur er bókhaldari og situr í flokksstjórn Frelsisflokksins. gjk@simnet.is Fíknsjúkdómurinn er algengasti og hættulegasti sjúk- dómur ungs fólks á Íslandi í dag. Hann herjar á einstaklinga, börn þeirra, foreldra, ástvini og samfélagið allt. Hann er skæður, jafnvel banvænn og mikill fjöldi fólks er í brýnni þörf fyrir sér- hæfða heilbrigðis- þjónustu til að eiga von um bata. Fjöldi barna á Íslandi er í þeirri stöðu að eiga foreldri eða uppal- endur í neyslu. Talið er að eitt af hverjum fjórum til fimm börnum búi þannig við óheppilegar fé- lagslegar aðstæður og stundum al- veg óbærilegar. Tölfræði unnin úr gagnagrunni SÁÁ staðfestir að fjölskyldulægni sjúkdómsins er svo mikil að erfðaþátturinn einn og sér getur ekki útskýrt stærðar- gráðu vandans sem bítur kynslóð fram af kynslóð. Hægt væri að grípa þessi börn og hafa þannig áhrif til góðs með því að bæta fyrstu stig skólakerfisins. Börnin okkar koma inn í þetta skólakerfi úr mismunandi góðu um- hverfi og skólinn þyrfti að hafa vit og afl til jafna möguleika þeirra og lífsgæði. Við þurfum að hlúa betur að þessum skólum þannig að þeir geti sinnt því hlutverki eins vel og skyldi. SÁÁ hefur staðið þessa vakt núna í 40 ár. Þjónusta SÁÁ fyrir börn og ungmenni skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar er meðferð fyrir ungmenni með áfengis- og vímuefnavanda og hins vegar sálfræðiþjónusta fyrir 8-18 ára börn áfengis- og vímu- efnasjúklinga sem eru í áhættu- hópi en hafa ekki þróað með sér vímuefnavanda. Sálfræðiþjónustan veitir börnum opnun og viður- kenningu á stöðu sinni og að- stæðum í fjölskyldu þar sem áfengis- eða vímuefnavandi er til staðar. Hún hjálpar þeim að skilja betur eigin aðstæður og aðstæður foreldranna og aðstoðar þau við að greina á milli fíknsjúkdómsins og manneskjunnar sem þjáist af hon- um. Sálfræðiþjónustan er því bæði hugsuð til að rjúfa einangrun barna sem búa við þessar að- stæður og sem forvörn. Um 1.300 börn hafa þegar fengið þjón- ustuna. Til mikils er að vinna. Þegar rætt er um leiðir til úr- bóta fyrir fólk með fíknsjúkdóm gleymist stundum hið augljósa: Það getur ekkert komið í stað meðferðar. Fíkn er heilbrigðis- vandi og einstaklingur með alvar- legan fíknsjúkdóm þarf að komast í skjól og undir læknishendur. Meðferð er allt í senn, forvörn, skaðaminnkun og upphaf bata- göngu til betra lífs. Álfasala SÁÁ er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Í 28 ár hefur álfasölufólk fyllt stræti og torg og fengið frábærar við- tökur hjá þjóðinni. Íslendingar hafa sameinast um að kaupa álf- inn, smellt honum á mælaborðið og þannig hefur okkur í samein- ingu tekist að byggja upp sam- fellda og heildstæða heilbrigðis- þjónustu um forvarnir, afeitrun, eftirmeðferð, göngudeildir, bú- setuúrræði og félagsstarf sem tug- þúsundir hafa nýtt sér til góðs. Það eru ekki ofurhetjur sem breyta heiminum heldur venjulegt fólk sem ákveður að leggja sitt af mörkum. Án meðferðar verður enginn bati. Og án álfasölunnar verður lítil meðferð. Íslenska þjóð- in hefur gjörbreytt heimi fólks með fíknsjúkdóm. Batinn hefst á Vogi. Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum. Þú getur breytt heiminum – til dæmis með því að kaupa álf! Eftir Arnþór Jónsson Arnþór Jónsson » Þegar rætt er um leiðir til úrbóta fyrir fólk með fíknsjúkdóm gleymist stundum hið augljósa: Það getur ekk- ert komið í stað með- ferðar. Höfundur er formaður SÁÁ. Langar þig að breyta heiminum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.