Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - 14.05.2018, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 Titillinn er úr lagi sem Jóhann Helgason flutti á 50 ára afmæl- istónleikum Selkórsins en hann var þar heið- ursgestur. Ég hugsaði með mér eftir tón- leikana þar sem þetta var lokalagið að vissu- lega væri himneskt að búa á Seltjarnarnesi. Ég fluttist á Seltjarn- arnesið rúmlega tvítug þegar ég kynntist eiginmanninum og hef ver- ið þar síðan. Ég hef alið þar upp þrjú börn sem hafa verið hjá dag- mæðrum, farið í gegnum leikskóla, komið við í tónlistarskólanum og nú er yngsta barnið við það að útskrif- ast úr grunnskólanum og þar með skólagöngu þeirra lokið á nesinu. Þau hafa stundað íþróttir hér og stunda enn, sinnt sínum tóm- stundum og notið góðs af þeirri samfellu milli skóla, íþróttafélags og frístundar sem við leggjum svo mikinn metnað í að sé til staðar. Ég fór að hafa áhuga á bæjarmál- unum árið 1998 þegar ég var með yngsta barnið tveggja ára og var að bíða eftir að komast inn á leikskóla sem varð nú reyndar ekki fyrr en hann var að verða þriggja ára. Nú er staðan sú að börn komast inn 14 mánaða gömul í leikskólann. Ég hef brennandi áhuga á skólamálum á Seltjarnarnesinu þar sem ég veit að það skiptir svo ótrúlega miklu máli að skólarnir séu góðir. Það að hafa góða skóla sem við svo sannarlega höfum á nesinu, þar sem börnunum líður vel og þau fá góða undirstöðu fyrir framhaldið í lífinu, skiptir öllu máli. Það að geta treyst því að það sé vel haldið utan um þau ekki bara í skólanum heldur einnig í frí- stundinni, í íþrótta- félaginu, í tónlistinni og hverju því sem þau taka sér fyrir hendur skiptir öllu máli. Sam- starf foreldra í gegn- um foreldrastarf tengt þessu er ekki síður mikilvægur hluti. Það skiptir máli fyr- ir samfélagið okkar að börnin séu vel stemmd og komi vel undirbúin, bæði námslega og ekki síður fé- lagslega út í samfélagið og hafi heil- brigð viðhorf til lífsins og trú á sjálfum sér. Samfélagið allt nýtur góðs af. Styrkurinn sem þau fá úr samfélaginu hér heldur vel út menntaskóla og áfram út í lífið og ég hef verið vitni að því hvernig fé- lagsskapurinn af Seltjarnarnesinu styrkir þau og styður í heilbrigðum viðhorfum á fyrstu árum á nýjum vettvangi og hvernig þau styðja hvort annað. Það er engin tilviljun að sagt sé að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn, við verðum vitni að því hér á Seltjarnarnesi á degi hverjum hvernig samfélagið hjálp- ast að við að ala upp unga fólkið okkar. Þó svo að ég sé að útskrifa síðasta barnið úr grunnskóla núna brenn ég enn fyrir því að gera góð- an bæ betri og vil leggja mitt af mörkum til samfélagsins. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að koma barni inn í leikskóla á réttum tíma, hvað það skiptir miklu máli að þeim líði vel í skólanum og þroskist, dafni og læri. Mig langar að sjá mín börn búa á Seltjarnarnesinu áfram og vonandi njóta þeirrar góðu þjón- ustu sem er til staðar í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístund og íþróttastarfi ef þau eignast ein- hvern tímann börn sjálf. Ég mun glöð leggja mína tíund af mörkum, sem er nú með þeirri lægstu á höfuðborgarsvæðinu, til að styðja við þetta góða starf sem hér hefur verið byggt upp og ég vona að ég muni njóta allrar þeirrar þjón- ustu sem hér er veitt langt fram á elliár. Og jafnvel mun ég njóta hjúkrunarheimilis hér þegar fram í sækir. Ég veit hvað sú þjónusta skiptir miklu máli þar sem for- eldrar mínir báðir hafa þurft á henni að halda. Gott samfélag skiptir okkur öll máli. Við sjálfstæð- ismenn höfum staðið vörð um góða þjónustu hér á Seltjarnarnesi og leggjum metnað okkar í að hún sé sem best og munum gera það áfram. Við höfum að sama skapi lagt áherslu á að halda álögum í lág- marki og sýna ráðdeild í rekstri, en við vitum hvað þjónustan skiptir íbúana miklu máli. Þetta er líklega alveg rétt hjá Jóhanni Helgasyni: það er himneskt að búa á Seltjarn- arnesi. Himneska Seltjarnarnes Eftir Sigrúnu Eddu Jónsdóttur » Við sjálfstæðismenn höfum staðið vörð um góða þjónustu hér á Seltjarnarnesi og leggj- um metnað okkar í að hún sé sem best og munum gera það áfram. Sigrún Edda Jónsdóttir Höfundur skipar 3. sæti á lista sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi. Niðurstöður ýmissa rannsókna benda til þess að langvarandi streita leiði til lík- amlegra einkenna og kulnunar þegar fram í sækir. Streita er í grunninn eðlilegt fyr- irbæri og er viðbragð tauga- og horm- ónakerfa líkamans við yfirvofandi hættu eða álagi. Hún er yfirleitt tímabundið viðbragð en þegar hún verður viðvarandi þá er hún neikvæð og getur haft varanleg áhrif ef ekkert er að gert. Streita hefur mikið verið í umræðunni þessa dagana, börn mælast með aukinn kvíða, starfsmenn víða í sam- félaginu upplifa mikið álag og reyna sitt besta til að klára vinnudaginn og gera sig klára fyrir þann næsta. Streita hefur fengið athygli mögu- lega vegna þess að af henni hlýst kostnaður. Veikindi aukast meðal starfsfólks, vinnuframlag minnkar sem hefur síðan áhrif á rekstur fyr- irtækja. En hvað er til ráða? Mitt starf síðustu ár hefur falist í því að samræma og straumlínulaga skráningu heilbrigðisfagfólks innan rafrænna sjúkraskrárkerfa. Þar skiptir hver mínúta máli þar sem áhersla er lögð á að skjólstæðingur fái viðeigandi þjónustu á sem stystum tíma. Mikilvægt er að gögn rati á rétta staði innan heilbrigðisstofnunar- innar og milli heil- brigðisstofnana, skrán- ing sé góð og kerfið styðji við ferlið. Ég er fylgjandi því að ræða hlutina opinskátt og af hreinskilni. Það gefur mér betri sýn á hlut- ina, aukinn skilning og að auki svör. Svör sem oft á tíðum róa hugann, leysa ýmis vandamál og/eða koma verkefnum mínum áfram. Það er kominn tími til að við end- urhugsum hlutina í víðara sam- hengi. Brjótum niður veggi stofnana t.a.m. skóla, félagsþjónustunnar, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana, nýtum þau úrræði sem eru til staðar í samfélaginu og aukum samvinnu. Straumlínulaga þarf vinnulag milli stofnana og auðvelda þarf gagna- vinnslu og ferli gagna. Markmiðið er að hámarka gæði þjónustunnar. Hverju vandamáli/verkefni fylgir áskorun og í raun tækifæri. Við eig- um ótrúlega hæft fólk í okkar sam- félagi. Samvinna færir okkur aukinn skilning á vandamálum/verkefnum og starfi stofnana. Samvinna bætir samskipti, eykur flæði og hámarkar afköst hvers starfsmanns. Þegar einstaklingur hvort sem hann er starfsmaður eða notandi þjónust- unnar upplifir stuðning og að á hann sé hlustað, dregur það úr álagi. Upplýsingagjöf er einnig mikilvæg en með auknu gegnsæi í þjónustu þá ættu bæði skjólstæðingur og starfs- maður að hafa allar upplýsingar hjá sér. Það eykur öryggistilfinningu en hún er ein af grunnþörfum manns- ins. Öryggistilfinningin gefur okkur andrými til þess að ræða okkar á milli og komast að niðurstöðu. Sam- ræmingin og samvinnan ætti að spara okkur dýrmæta fjármuni og ekki síst það sem ég tel enn mik- ilvægara – minnka álag og streitu. Velferðarráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu nýleg um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi. Þar var því lýst yfir að íslenskt þjóðfélag yrði að sameinast í þessu verkefni. Á ráðstefnunni var kynnt svokallað Austurlandslíkan sem er fyrirmynd nýborgaramódels þar sem sex sveitarfélög á Austurlandi standa að. Þetta módel gengur út á aukið samstarf fagaðila, skóla heilsugæslu og félagsþjónustunnar. Við í Sjálfstæðisflokknum á Ak- ureyri skorumst ekki undan og telj- um samfélagsábyrgðina mikla, hér er tækifæri til betrunar. Í okkar stefnuskrá er áhersla á forvarnir og heilsueflandi aðgerðir í lýðheilsu- málum. Við munum auka samvinnu milli ríkis og sveitarfélags og beita okkur fyrir því að efla þjónustuna og vinna markvisst að því að draga úr streitu og auka vellíðan bæj- arbúa. Samvinna dregur úr streitu Eftir Erlu Björnsdóttur » Aukin streita hefur verið í umræðunni. Hvað gerir samvinna, hvernig getum við há- markað gæði þjónust- unnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri og skipar 20. sæti Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri. erlab@sak.is Nauðsyn er að minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að viðkomandi ein- staklingur geti sótt um að flytja heimili sitt inn á hjúkrunar- og dval- arheimili. Það þarf að bæta verulega alla heimahjúkrun og fé- lagsþjónustu fyrir aldraða til þess að þeir geti verið lengur heima ef þeir kjósa það frekar. Stytta bið- tímann eftir aðstoð og minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá þessa þjónustu heim. Allir eiga rétt á heimsendum mat, óháð heilsufari, frá 67 ára aldri. Landspítalinn Fossvogi yrði nýtt- ur fyrir öldrunarsjúkrahús. Nægj- anlegt rými fylgir lóðinni í kringum spítalann, þannig að þar mætti byggja bæði öldrunarheimili sem og íbúðir ætlaðar fyrir aldraða. Þar er útsýni og kyrrð mikil, sem nauðsyn- leg er öldruðu fólki svo því líði sem allra best. Öll aðstaða er fyrir hendi til þess að hafa þarna mjög fjöl- breytta og virka iðju- og sjúkraþjálf- un. Góð aðstaða er fyrir sýnilega verslun í eigu heimilismanna með sölu á handverki heimilisfólks. Á öllum hjúkrunar- og dval- arheimilum er nauðsynlegt að hafa aðstöðu fyrir ýmiss konar hand- verksvinnu eins og listmálun á blind- ramma, tré, leir, útskurð og kerta- gerð, þar sem jafnvel aðstandendur geta tekið þátt í handverki þeirra, og aðstaða fyrir ræktun plantna/ grænmetis o.fl. Vel sýnileg sérverslun með sölu á öllu handverki heimilisfólksins þarf að vera í húsinu og opið eldhús sem heimilisfólk og aðstandendur geta haft afnot af. Að öll hjúkrunar- og dvalarheimili stefni á að bjóða heitan kvöldmat tvisvar sinnum í viku. Hækka laun starfsmanna í umönnun til þess að hægt sé að fá fólk í þessi störf. Gerð krafa um að erlendir starfsmenn heimilanna fari á íslenskunámskeið og fræðslunámskeið um bakgrunn og menn- ingu Íslendinga. Umsækjendur sem hafa aldrei unnið við umönnun og aðstoð á hjúkrunar- og dval- arheimilum sæki grunnnámskeið í umönnun og aðstoð aldraðra. Að við umönnun aldraðra séu aldrei færri en tveir starfsmenn sem sjá um umönnun og aðstoða 6-8 heim- ilismenn. Í umönnun og aðstoð er mannlegi og félagslegi þátturinn bráðnauðsynlegur fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Nauðsynlegt er að hafa á hverju hjúkrunar- og dval- arheimili 12 manna nefnd þar sem meirihlutann skipar heimilisfólkið sjálft ásamt 2-3 nánum aðstand- endum og tveimur starfsmönnum sem valdir eru af heimilisfólki. Þann- ig er hægt að fá fram óskir og þarfir heimilisfólksins og hverju þarf að breyta eða gera betur. Kostnaður einstaklings á að vera sá sami, er varðar þá grunnþjónustu er viðkom- andi hjúkrunarheimili bjóða upp á og í það háum gæðum, að sjúklingi finnist sér ekki misboðið. Hjúkr- unarheimili og dvalarheimili eiga ekki að vera rekin með gróða- starfsemi í huga. Fjölgum hjúk- runar- og dvalarrýmum Eftir Hjördísi D. Bech Ásgeirsdóttur » Gerð er krafa um að erlendir starfsmenn heimilanna fari á ís- lenskunámskeið og fræðslunámskeið um bakgrunn og menningu Íslendinga. Hjördís D. Bech Ásgeirsdóttir Höfundur skipar 2. á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Garður og Sandgerði eru einu byggðarlögin sem eru land- fræðilega Suðurnes, og þó svo fleiri kenni sig við Suðurnes, en búi ekki á Suðurnesi er það allt í lagi. En þeir eiga ekki nafnið, það eru Sand- gerði og Garður sem saman eiga nafnið Suðurnes samkvæmt Is- landskort.is, Landsbókasafni Ís- lands og Háskólabókasafni. Þar kemur fram að Suðurnes eru NA- Útskálar og SA-Stafnes, mæliár var 1908, endurskoðunarár var 1932 og útgáfuár var 1944. Einnig sam- kvæmt fleiri heimildum um að kennileiti Suðurnesja séu einungis Garður og Sandgerði. Hvernig getur nafnið Suðurnes ekki rúmast innan reglna nefnd- arinnar? Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir, eldri borgari í Garði, fædd þar og uppalin, símstöðvarstjóri í Garði í 40 ár. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Opið bréf til formanns Örnefnanefndar Morgunblaðið/ÞÖK Garður á Reykjanesi. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.