Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018 sinni. Óvenjulegur maður og dýrmætur fyrir alla þá sem fengu að kynnast honum. Askas- leikir er þagnaður og lurkurinn góði ekki lengur um hönd hafð- ur. Upp frá miðjum sjöunda ára- tugnum var það árlegur við- burður og tilhlökkunarefni ná- lægt upphafi aðventu, að Ketill hringdi í mig til að spjalla fram og til baka í smáu og stóru um komandi jólasveinavertíð og lífið og tilveruna almennt, fá góð ráð og setja sig og okkur báða í jóla- skap. Þetta gerði hann í áratugi eftir að ég var hættur að annast jólastúss Gáttaþefs og Ketkróks og þekkti því ekki lengur ein- stök atriði komandi jólaskemmt- ana í efnahagslegu og dagskrár- legu tilliti. Það voru ekki jól hjá mér þessi ár nema að Ketill hefði hringt. Hann hafði einstaka innlifun- ar- og frásagnarhæfileika. Seint gleymist þegar hann varð sam- ferða mér og undirleikara mín- um í bíl frá Reykjavík til Suð- urnesja og fór að segja okkur frá ljónsunga, sem móðir hans hefði tekið að sér til leynilegrar varðveislu að Engi. Svo mikil innlifun fylgdi kynngimagnaðri frásögn hans, að við trúðum henni algerlega alla leið til Njarðvíkur. Þá fóru loks að renna á okkur tvær grímur þeg- ar ljónsunginn var orðinn að fullvöxnu ljóni í frásögninni og ljónin meira að segja orðin þrjú og farin að dreifast um víðan völl. Þá var ljóst að þessi lífs- kúnstner var að uppfylla þörf sína og samferðamanna sinna fyrir dásamleg ævintýri sem krydduðu tilveruna og auðguðu hana. Ketill var einhver yndisleg- asta og blíðasta persóna, sem ég hef kynnst. Hann ræktaði barn- ið í sér til æviloka betur en ég veit dæmi um hjá nokkrum öðr- um manni, og það er ekki hver sem er, sem getur þannig upp- fyllt skilyrði meistarans frá Nasaret fyrir inngöngu í himna- ríki. Blessuð sé minning míns góða og trygga vinar. Innilegar samúðarkveðjur til hans nán- ustu. Ómar Ragnarsson. Ketill, vinur minn í áratugi, er látinn. Óskasteinninn ósýni- legi, sem leysti öll hans vanda- mál og færði honum ótal góðar hugmyndir er endanlega á braut. Mannlífsflóran er fá- brotnari þegar einum lífskúnst- ner, jólasveini og trúð, er færra hér á landi. Í sex sumur unnum við Ketill saman í Víðidal á hin- um geysivinsælu reið- og leikj- anámskeiðum ÍTR. Okkur varð strax vel til vina og sú vinátta hélst allt til loka. Ketill undi sér vel við störf í hópi barna. Hann samdi sögur og leikrit tveggja heima fyrir börn með gott ímyndunarafl. Boðskapurinn var friður, sátt og samlyndi allra manna og dýra. Hann lagði sig sérstaklega fram við að ná til þeirra barna sem stóðu höllum fæti félagslega eða leið af ein- hverjum ástæðum ekki vel. Hann hvatti þau áfram með sinni bjartsýni og lífsgleði. Ketill Larsen vakti eftirtekt hvar sem hann fór eða kom. Hann var sannur fjöllistamaður með ríka sköpunarþrá. Til að skapa þurfti efnivið sem Ketill sótti sér út í náttúruna eða í hluti sem ekki reyndist lengur not fyrir. „Ævintýrahöll“ reisti hann við heimili sitt, ætlaða börnum í leik. Dýrin og náttúr- an voru honum hugleikin, nokk- uð sem hann drakk í sig með móðurmjólkinni, enda Helga móðir hans landsþekkt dýra- verndarkona. Í matargerð var Ketill á undan sinni samtíð. Grös, arfi, hvönn og hundasúrur voru oftar en ekki uppistaðan í hádegismatnum og virtist hon- um undantekningarlaust verða gott af. Eftir að samstarfi okkar Ket- ils lauk við reiðskólann í Víðidal hélst vináttan áfram og fundum okkar bar saman í kringum til- efni eða tilviljanir. Í seinni tíð einbeitti Ketill sér meira og meira að listmálun. Málverk sín, oftar en ekki úr öðrum heimi, heimi blóma og fegurðar, til- einkaði hann bjartsýni og ást til lífsins. Í langan tíma fékk Ketill aðstöðu á veitingastofu BSÍ með liti sína og pappír. Þar undi hann hag sínum vel og málaði viðstöðulaust, allt að 2.000 mál- verk á ári. Síðasta fund okkar Ketils bar upp á 80 ára afmæl- ishátíð sem hann hélt vinum sín- um í Gullhömrum, næsta húsi við heimili sitt, Engi. Þar lék af- mælisbarnið á als oddi í góðra vina hópi, skemmti gestum með gríni, söng og spili eins og hon- um einum var lagið. Heilsu Ketils hrakaði síðustu árin, fæturnir gáfu sig og þrekið þvarr. Ógleymanlegur vinur er á braut og söknuður ríkir hjá öll- um þeim sem kynntust Katli á hans litríku lífsleið. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð og lýk þessum minningarorðum með tilvitnun í Biblíuna, sem Ketill mat mest allra bóka: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði“. Helgi Árnason. Ketill Larsen, stórvinur minn og listamaður, er fallinn frá. Ketill var einstaklingur gæddur miklum hæfileikum og eftir hann liggur langur og fjölskrúð- ugur listamannsferill. Mig lang- ar að minnast hans í örfáum ljóðlínum sem ég orti þegar eig- inmaður minn, Ævar R. Kvaran, féll frá en Ketill lærði leiklist hjá honum: Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Sorgmædd sit við mynd af þér og sárt þig ákaft trega. Herrann helgur gefur mér huggun náðarvega. Tekinn var litríkur fífill frá mér og ferðast einn um sinn. Í kærleiksljósi leita að þér og leyndardóminn finn. Kyrrum klökkum tregarómi kveð nú vininn hljóða. Af sálarþunga úr sorgartómi signi drenginn góða. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar bjartir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. Vonarkraftur vermir trú og viðjar sárar brýtur. Ótrúleg er elska sú sem eilífðinni lýtur. Í Gjafarans milda gæskuhjúpi gróa öll mín sár. Með sólargeisla úr sorgardjúpi sendi þér kveðjutár. (Jóna Rúna Kvaran) Ég votta aðstandendum Ket- ils mína innilegustu samúð. Jóna Rúna Kvaran Ketill Larsen hóf störf hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur (sem seinna varð Íþrótta- og tóm- stundaráð) 1963 sem leiðbein- andi og húsvörður á Fríkirkju- vegi 11. Þar var í áratugi helsta félagsmiðstöð ungs fólks í borg- inni og bækistöð fjölda frjálsra félaga. Hin gamla villa Thors Jensen iðaði af lífi. Margir sem seinna urðu framámenn í sam- félaginu stigu þar sín fyrstu spor í félagsstarfi eða skapandi greinum. Fjöldi fólks fann sér þar farveg fyrir hugðarefni sín, oft unglingar sem ekki fundu sig í öðru skipulegu félagsstarfi eða bjuggu við erfiðar aðstæður. Í Katli eignuðust krakkarnir bandamann og vin. Ketill hafði einstakt lag á að safna að sér krökkum og mynda með þeim einhvers konar hóp. Verkefni hópanna gátu verið af ýmsum toga en þess var gætt að allir hefðu hlutverk og væru jafn- ingjar. Margir sem sóttu fé- lagsstarf eða tómstundaklúbba á Fríkirkjuvegi 11 minnast þessa sem mjög skemmtilegs tíma í sínu lífi. Ketill mætti til vinnu seinnipartinn á virkum dögum þegar skrifstofutíma lauk og var yfirleitt í húsinu um helgar. Ket- ill bar mikla umhyggju fyrir húsinu og hélt mjög í heiðri minningu Thors Jensen og fjöl- skyldu. Deginum lauk með því að athuga glugga og dyr. Ketill hafði til umráða eitt af herbergj- um hússins. Þangað flutti hann margskonar leikmuni, búninga og græjur sem hann notaði og þar gat hann málað myndirnar sínar. Herbergi Ketils var fljótt að fyllast og lenti hann oft á hrakhólum um húsið með dót sem þar komst ekki fyrir. Fjór- um sinnum þurfti hann að skipta um herbergi. Það voru erfiðir tímar, bæði fyrir Ketil og ekki síður okkur hin á skrifstofunni. Á sumrin vann Ketill við reið- skóla Æskulýðsráðs í Saltvík á Kjalarnesi og síðar í Víðidal. Í Saltvíkurrútunni sagði Ketill sögur sem hann samdi jafnóðum og tók jafnframt upp á segul- band. Í Saltvík þróuðust mál svo að Ketill tók gjarna að sér krakka sem áttu erfitt uppdrátt- ar og sinnti þeim. Hann hafði sínar sérviskur og hafa margar bráðskemmtilegar sögur af því spunnist. Sem Tóti trúður eða Askasleikir, foringi jólasvein- anna, fór hann víða um land að skemmta börnum og fullorðnum. Enginn hefur jafn oft troðið upp á 17. júní eða þegar kveikt var á jólatrénu á Austurvelli. Fræg er sagan af því þegar sendiherra Sovétríkjanna tók „Tóta trúð“ upp í bíl sinn austur í sveitum og bauð honum til kvöldverðar með sér í sumarbústað. Hafði sendiherrann ekki fyrirhitt svo bráðskemmtilegan og athyglis- verðan karakter. Ketill brá oft fyrir sig ýmsum hlutverkum. Hann átti til að heilsa nýjum starfsmönnum á skrifstofunni með því að draga annað augað í pung, setja stút á munninn og með miklu handapati ávarpa við- komandi á golfrönsku. Fólk tók þessu misvel. Þeir sem þekktu Ketil geta án efa séð fyrir sér þegar starfsmannastjóri ÍTR tók við hann svokallað starfsþró- unarsamtal. Umfram allt var Ketill drengur góður sem setti lit á sinn samtíma, eftirminnileg- ur öllum sem honum kynntust. Katli eru að leiðarlokum þökkuð störf hans í þágu barnanna í borginni. Fjölskyldu hans send- um við samúðarkveðjur. Fyrir hönd skrifstofu ÍTR, Gísli Árni Eggertsson, Ómar Einarsson. Ketill Larsen fjöllistamaður er látinn. Hann gekk fyrir um tveim áratugum í Vináttufélag Íslands og Kanada, VÍK, þar sem ég er formaður, og var síðan lengst af í stjórn þess félags. Var það ekki að hann hefði komið til Kanada, heldur taldi hann að það væri, sem bókmenntalega sinnað menningarfélag, gott haldreipi fyrir sig í menningar- lífinu. Hann mætti síðan gjarnan á árlega upplestrarfundi ljóð- skálda, Hellas-hópinn, er tengist VÍK, og las þar úr ljóðum sín- um. Taldist hann vera vel fram- bærilegt ljóðskáld þar þótt hann kysi frekar að birta ljóð sín á netinu en á bók. Mér þótti síðan vænt um er hann orti langt og fallegt afmæliskvæði um mig er birtist síðan í Fréttablaði VÍK. Einnig keypti hann af mér nokkrar ljóðabækur mínar. Hann hélt líka fyrirlestur um lífshlaup sitt hjá okkur í VÍK og sýndi okkur þá líka nokkur mál- verk sín. Einnig kynntist ég honum sem aðkeyptum skemmtikrafti á barnasamkomum í Ásatrúar- félaginu. Þennan hjartahlýja félags- málamann vil ég nú kveðja með broti úr ljóði mínu: Um marm- arans yfirlæti en þar fjalla ég um sögu marmarans í evrópskri myndlist og segi þar m.a. svo: En kannski er þá marmarinn sjálft guðið? Þessi glæsilegi fulltrúi hins steinda al- heims; sem guð eða ekki guð stendur að baki? Þá er glettilega við hæfi að við höfum marmarahellur á gólfum sem við hnjótum ekki um í eiginlegri né óeiginlegri merkingu; heldur njótum fegurðar kristalkvoð- unnar; sem er nú hvorki góð né vond … þótt sumir skriki á hennar svellinu … Tryggvi V. Líndal. Mér er tregt tungu að hræra er ég minnist vinar mín Ketils. Kynni okkar hófust er við sett- umst á skólabekk í leiklistar- skóla Ævars Kvaran fyrir 55 ár- um. Minntist Ketill oft á það síðar á lífsleiðinni hversu ágæt- ur skólinn var og hversu góður kennari Ævar var. Þó að nokkur aldursmunur væri á okkur náð- um við strax mjög vel saman. Sóttum við báðir nokkru seinna um inngöngu í leiklistarskóla Þjóðleikhússins sem var þriggja ára skóli með nemendaleikhúsi fjórða árið. Vorum við, þessi hópur sem komst inn í skólann, saman nánast hvern dag og bundumst við öll sterkum bönd- um. Ketill er annar í hópnum sem kveður og skólasystkini hans minnast hans með þakk- læti og eiga um hann góðar minningar frá skólaárunum. Í Þjóðleikhúsinu lék Ketill meðal annars nafna sinn Ketil Skræk í Skugga-Sveini en stóra tækifær- ið fékk hann í verki Brynju Benediktsdóttir Inuk sem byrj- aði sem lítil sýning á litla sviði Þjóðleikhússins en endaði sem ein víðförlasta leiksýning Ís- landssögunnar, leikin í 19 lönd- um árum saman. Þar var Ketill í essinu sínu enda eins og sniðinn í hlutverkið. Katli og Brynju varð vel til vina og mat hann Brynju mikils og taldi hana ein- hverja mestu leikhúsmanneskju sem Ísland hefur alið. Eitt er það hlutverk sem margir tengja við Ketil en það er jólasveinn- inn. Hann hafði mikið yndi af því að leika Askasleiki og gerði það í mörg ár á Austurvelli við tendrun norska jólatrésins. Hann lék líka Tóta trúð árum saman og þar fyrir utan gerði hann mikið af því að koma fram á samkomum ýmiskonar og árshátíðum með skemmtiatriði. Var þar vinsælust Gudda nokk- ur símamær á skiptiborðinu sem vissi óþarflega mikið um einkalíf starfsmanna fyrirtækjanna. Auk þess var Ketill afkastamikill list- málari og hélt ótal sýningar á verkum sínum. Ketill hóf störf hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur þar sem hann vann meðal ann- ars við opið hús á kvöldin og á sumrin við leikjanámskeið lengst af í Saltvík á Kjalarnesi þar sem ég vann með honum í mörg sumur. Það var fastur lið- ur að Ketill sagði sögur og æv- intýri sem hófust strax í rútunni við Fríkirkjuveg 11 og enduðu uppi í Saltvík og börnin vildu þá heyra enn meira. Í nokkur ár var Ketill eins konar húsvörður á Fríkirkjuvegi 11, því fagra og merka húsi sem Thor Jensen lét byggja, þar sem aðsetur Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur var þá. Þá gerðist það að misvitrir menn vildu rífa húsið og reisa þar nýja seðlabankabyggingu. Ketill safn- aði liði og fékk með sér góða menn og hófu þeir undirskrifta- söfnun til bjargar húsinu sem Ketill unni svo mjög. Tókst að afstýra þessu umhverfisslysi á síðustu stundu þökk sé Katli. Ketill hóf sambúð með Ólöfu Benediktsdóttur og reistu þau sér hús á erfðafestulandi móður hans og nefndu það Tjarnarengi. Þau eignuðust fjögur börn en misstu einn dreng í vöggu og var hann Katli mikill harmdauði. Ketill kynnti mig og Eygló sem síðar varð eiginkona mín og sagði hann alltaf að mörg fyr- irtæki hefði hann stofnað en þetta væri það best heppnaða. Fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Við töluðum saman ýmist í síma eða hittumst dag- lega í marga áratugi, brölluðum margt saman og vorum við- staddir allar gleði- og sorgar- stundir í lífi hvor annars. Ketill stappaði í mig stálinu og studdi mig endalaust. Ég er honum ævarandi þakkátur og sakna hans mjög. Jón Símon Gunnarsson og fjölskylda. Ketill var einstakur maður. Hann var hlýr og umhyggju- samur, lét sér annt um náung- ann, sérstaklega þá sem minna máttu sín. Hann hafði fjörugt ímyndunarafl og mikla kímni- gáfu og sagði skemmtilega frá. Honum var margt til lista lagt, m.a. góður leikari, myndlistar- maður, skáld og söngvari. Hann kom víða við og þekkti marga og öllum sýndi hann glaðlegt við- mót og vingjarnlega framkomu. Ketill var trúaður maður og sótti reglulega fundi í Kristni- boðsfélagi karla í Reykjavík. Hann fékk tækifæri til að heim- sækja Keníu um aldamótin og kynnast kristniboðsstarfinu í Pókot-héraði með eigin augum. Hann mat mikils þá vináttu og samfélag sem hann átti við kristniboðana og var það gagn- kvæmt. Nokkur málverka hans urðu eftir nærri miðbaug að lok- inni heimsókn. Samfélagið í Kristniboðsfélag- inu og samkomur Kristniboðs- sambandsins á miðvikudags- kvöldum auðgaði hann með sinni góðu nærveru. Við vinir hans í Kristniboðsfélaginu þökkum samfylgdina og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og vera með ættingjum hans og ástvinum. Bjarni Árnason, Halldór Konráðsson. Ég var sjö eða átta ára í rútu á leiðinni í Víðidal á reiðnám- skeið. Þar sat Ketill fremst, þessi sérstaki maður sem sagði okkur sögur og miðlaði sinni skemmtilegu sýn á heiminn og lífið. Hann náði að gera hvers- dagslega atburði að ævintýri og sýndi okkur börnunum einstaka virðingu og skilning. Mörgum árum síðar lágu leið- ir okkar aftur saman á Mokka. Þar var koma hans fastur liður í deginum. Dyrnar opnuðust, Ket- ill gekk inn þungum og hægum skrefum klyfjaður töskum og pokum, létt yfir honum, alltaf glaður að sjá okkur sem þar sát- um, brosið breitt og hugurinn úti um allt. Best fannst honum að sitja í gluggasætinu þar sem hann skemmti gestum með söng og ýmiss konar bulli á ímynd- uðum tungumálum. Hann kunni ótal sögur af fólki, bæði raun- verulegar sögur af raunverulegu fólki sem og uppspunnar sögur af ímynduðu fólki. Hann sagði mér sögur af forfeðrum mínum og fólkinu sem gekk framhjá glugganum. Hann söng á kín- versku og spilaði á ósýnilega fiðlu. Hann gerði fuglahljóð og penninn hans varð að flautu. Ketill náði að skapa einstaka tengingu við hvern þann sem hann hitti. Það var alltaf kær- leikur í röddinni hans, öll hans tilvist fannst mér vera einn stór kærleikur, ein stór lofgjörð til lífsins. Að hitta hann fyllti dag- inn af lífi og fjöri, heimurinn stækkaði, allt varð mögulegt, hugmyndum hans voru engin takmörk sett. Og honum fannst hver manneskja dýrmæt. Hann sá það einstaka við hvern og einn. Ég man eftir að hafa hlust- að á hann gefa sig á tal við þá sem sátu einir á Mokka, hann sýndi þeim raunverulegan áhuga og spurði spurninga sem fengu þá til að sjá sjálfa sig í nýju ljósi. Mér fannst stundum eins og hann vissi meira en við hin um lífið, um það sem við getum ekki útskýrt og það sem við sjáum ekki. Stundum rakst ég á hann og hann vissi einhvern veginn nákvæmlega hvað ég var að ganga í gegnum og sagði einmitt það sem ég þurfti að heyra, ég hafði oft á orði við hann að hann væri skyggn. Stundum í miðju bulli kom hann nefnilega með tæran sannleik. Þegar meiri hraði og alvara færðist yfir lífið urðu ferðir mín- ar á Mokka færri og hættu svo eiginlega alveg. En ég gladdist í hjarta mínu í hvert sinn sem ég gekk Skólavörðustíginn og sá Ketil í gegnum gluggann, það var tímaleysi sem róaði hugann. Og þegar ég rakst á hann á göt- um bæjarins skipti ekki máli hve langt hafði liðið frá því síð- ast, það var alltaf eins og við hefðum hist í gær, það urðu allt- af fagnaðarfundir og mér fannst hann alltaf þekkja mig öðruvísi en aðrir. Síðasta skipti sem ég hitti Ketil var við Tjarnargötu í mikilli sól, hann var hress og ímyndunaraflið og sagnagleðin upp á sitt besta. Við áttum langt samtal og svo settist hann upp í bíl og kvaddi með sínum sér- staka hætti: veifaði lengi sínu drottningarveifi með blik í aug- um og hlýlegt bros á vör. Þann- ig sé ég hann fyrir mér yfirgefa þennan heim. Takk, elsku Ketill, fyrir vin- áttuna, gleðina og sannleikann. Takk fyrir kærleikann sem þú sýndir mér og öllum þeim sem fengu að kynnast þér. Kristín Anna Hermannsdóttir. Ketill breytti andartakinu í ævintýri, hann gat talað frönsku án þess að hafa lært hana og skrifað endalausar skemmtisög- ur sem komu aldrei út. Einu sinni mætti hann heim til mín í barnaafmæli og flautaði með eyrunum, þá hlógu krakkarnir dátt. Nú falla gullmolarnir ekki lengur af gnægtaborði Ketils og íbyggnar athugasemdir hans heyrast ekki oftar. Ég mun sakna hans á götum Reykjavík- ur og á alls kyns mannamótum þar sem leiðir okkar hafa legið saman. Ég minnist hans af þjóð- vegi lífsins, hann stendur við vegarbrún með stóru axla- töskuna sína, fulla af draumum, og spyr kankvís: Má ég kannski fá far, gæskurinn? Hvíldu í friði, Ketill minn. Bjarki Bjarnason. Hann setti svip á bæinn, er oft sagt um litríka karaktera sem fara sínar eigin leiðir og falla ekki í kramið. Ketill Lar- sen var kennileiti í miðborg Reykjavíkur. Gangandi kenni- leiti í miðbænum sem allir Reykvíkingar könnuðust við og ótrúlega margir þekktu per- sónulega. Hokni listamaðurinn sérkennilegi með allar töskurnar og pinklana, sem gerði í því að tolla ekki í tískunni. Viðkomu- staðirnir voru Landsbankinn, pósthúsið, Ráðhúsið, Mokka, Tíu dropar, Eymundsson og svo framvegis. Smátt og smátt hægði á göngulaginu með ár- SJÁ SÍÐU 26 HINSTA KVEÐJA Farinn er góður maður. Afar víðsýnn, hugmynda- ríkur og góðhjartaður. Það er sárt að hugsa til þess að hitta þig ekki aftur í þessu lífi, Ketill minn. En við sjáumst. Benedikt Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.