Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2018
AL
LT
SEM
ÞÚ
ÞA
RFT
TIL
AÐ
SM
ÍÐA
SU
MA
RH
ÚS
IÐ
EÐ
A P
AL
LIN
N!
Hjólsög HKS210L
19.799,-
Hleðsluborvél AKS45IND
24.541,-
39.420,-
Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is
VOR
Steypuhrærivél
Bútsög KAP305JL
52.500,-
SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á
HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS
Þjóðkvæði og sagnadansar fyrir alla fjölskyl
Fagmenn Halla Elísabet Viktorsdóttir og Sigríður Sigurpálsdóttir Schev-
ing stóðu sig með prýði. Hér syngja þær um Litlu Jörp með lipran fót.
» Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur ogNanna Hlíf Ingvadóttir harmonikuleikari buðu
um helgina í Salnum upp á dagskrá þar sem sjón-
um var beint að því hvernig börn hafa hugsanlega
skemmt sér allt frá landnámi, m.a. með þjóð-
kvæðum og sagnadönsum.
Viðburðurinn var styrktur af nefnd um fullveldis-
afmæli Íslands. Viðburðurinn var liður í Fjöl-
skyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi
sem haldnar eru á hverjum laugardegi.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í Brussel býr Rósa Ómarsdóttir,
einn af efnilegri danshöfundum Ís-
lands. Þar er hún eins og blómi í
eggi, og þvertekur fyrir það þegar
blaðamaður spyr hvort belgíska
höfuðborgin sé ekki frekar leiðinleg
og ólistræn enda sneisafull af
jakkafataklæddu fólki á leið inn og
út úr stofnunum Evrópusambands-
ins: „Það er mikill misskilningur,
það er að segja ef farið er út fyrir
Evrópuhverfið, og er Brussel mikil
listaborg. Hér eru mörg stór dans-
leikhús, dansinum gert jafnhátt
undir höfði og leikhúsi – ef ekki
hærra – og margir stærstu dans-
flokkar Evrópu eru með aðsetur í
borginni.“
Rósa (www.rosaomarsdottir.com)
flutti til Brussel árið 2010, þegar
hún var 22 ára gömul, til að stunda
nám við hinn virta P.A.R.T.S. nú-
tímadansskóla og lauk þar ígildi
mastersgráðu á fjórum árum.
„P.A.R.T.S. er einkaskóli sem
þekktur er fyrir að fylgja sínum
eigin reglum, og fá að komast upp
með það að notast hvorki við
bachelor- né mastersgráðu heldur
gefa nemendum einfaldlega sína
P.A.R.T.S-gráðu,“ útskýrir Rósa
glettin.
Dansferillinn hófst í ballettskóla
Guðbjargar Björgvinsdóttur úti á
Seltjarnarnesi þar sem Rósa æfði
frá sjö ára aldri. Á unglingsárunum
fór hún að þreifa fyrir sér á öðrum
sviðum í dansi og minnist þess
hvernig það markaði tímamót þeg-
ar hún sótti sumarnámskeið Borg-
arleikhússins og Íslenska dans-
flokksins. „Mér fannst nútíma-
dansinn svo svakalega skemmti-
legur að ég beið ekki boðanna og
skráði mig strax í nútímadansbraut
Listdansskóla Íslands og var í hon-
um meðfram menntaskólanámi í
MH. Síðan tóku við tvö ár af BA-
námi á dansbraut Listaháskólans
áður en ég hélt til Brussel.“
Mörkin verða óljós
Nýjasta verk Rósu, Traces, hef-
ur vakið töluverða athygli þar sem
það hefur verið sýnt í Evrópu, og
vonast hún til að verkið verði flutt
á Íslandi áður en langt um líður.
Traces hefur verið lýst sem verki
sem snertir öll skynfærin, og
mætti líta á það sem tilraun til að
skapa heim fyrir áhorfandann að
stíga inn í, eða ferðalag þar sem
mörkin milli líkama og náttúru
verða óljós. Nú þegar hefur Trac-
es komið til Svíþjóðar, Belgíu og
Hollands en verkið verður flutt í
Noregi í September.
„Traces spratt upp úr einhvers
konar um hverfismeðvitund og
langaði mig að skoða hvernig
mætti gera dansverk þar sem allt
það sem er á sviðinu hefur jafn-
mikið vægi: dansinn, hljóðið,
sviðsmyndin, jafnvel lyktin,“ út-
skýrir Rósa en hún hlaut á sínum
tíma Grímuverðlaunin, ásamt Ingu
Huld Hákonardóttur, fyrir dans-
verkið The Valley.
Verkið er flókið og óhefðbundið,
og ekki auðvelt að lýsa með orðum
en Rósa segir Traces hafa orðið til
í nánu samstarfi við dansarana
(Katie Vickers, Inga Huld Há-
konardóttir, Tiran Willemse og
Kinga Jaczewska), sviðsmyndar-
hönnuðinn (Ragna Ragnarsdóttir)
og höfund tónlistarinnar (Svein-
björn Thorarensen): „Ef eitthvað
er vann ég meira með sviðsmynd-
arhönnuðinum og tónlistarhöfund-
inum en með dönsurunum, og öll
unnum við mikið í sama rými –
líklega í tólf vikur samtals,“ segir
hún. „Við þreifuðum okkur áfram
með spuna, og smám saman að fór
komst skýrari mynd á ákveðnar
senur og svo á verkið allt. Það
mætti lýsa Traces sem ljóði sem
hálfpartinn skrifaði sig sjálft, eða
kannski minnti ferlið á vinnubrögð
myndhöggvarans sem finnst hann
kalla styttuna fram úr steininum.“
Við sköpun Traces var leitað
fanga víða og segir Rósa að hjátrú
og helgisiðir úr mismunandi
heiðnum siðum hafi m.a. verið
nýttir sem efniviður og innblástur,
og mannslíkaminn líka notaður til
að búa til mismunandi landslag – í
orðsins fyllstu merkingu. Dans-
ararnir fjórir vinna með sviðs-
myndina, sem er frekar stór, og
mjög frábrugðin hefðbundnum
sviðsmyndum dansverka. „Verkið
hefst með ritúali, þar sem dans-
ararnir kyrja, og vinna með vatn,
plöntur og þurrís. Þeir búa líka til
hljóðmynd með líkamanum og
röddinni, og hverfa síðan undir
efni sem verður að landslagi,“ seg-
ir Rósa.
Jaðarinn er ekki sveitó
Annað verkefni sem Rósa hefur
unnið að, Secondhand Knowledge,
er ekki síður merkilegt. Um n.k.
rannsóknarverkefni er að ræða,
sem Rósa vinnur með Ásrúnu
Magnúsdóttur og Alexander Rob-
erts, en Secondhand Knowledge
hóf göngu sína á Reykjavík
Dancefestival árið 2014. Segja má
að Rósa sé, á vissan hátt, að líta
um öxl og varpa ljósi á hvar dans-
inn í litlum og tiltölulega af-
skekktum samfélögum eins og Ís-
landi stendur í samanburði við
dans-höfuðborgir Evrópu.
Hún lýsir því þannig að oft sé
litið á þessi litlu samfélög eins og
þau séu á eftir meginstraumnum,
og að danssamfélagið þar fái ekki
það nýjasta og ferskasta beint í
æð eins og í stórborgum menning-
arheimsins. – Að þessar jaðar-
senur listaheimsins séu sakaðar
um að vera svolítið sveitó. „En
markmið verkefnisins er einmitt
að sýna fram á að svo er ekki,“
segir Rósa.
„Það hefur t.d. verið bent á að
pönkið kom frekar seint til Ís-
lands, en það þarf ekki endilega
að vera neikvætt. Því ef við rýnum
í söguna þá sjáum við að íslenska
pönkið var líka eitthvað allt annað
en pönkið úti í heimi, og sem slíkt
hvorki verra né betra. Straumar
og stefnur geta borist mishratt á
milli staða, en um leið eru þær
líka að breytast og mótast, og
skemmtilegir hlutir að gerast frá
sjónarhorni listarinnar,“ segir
Rósa. „Secondhand Knowledge er
því að vissu leyti sjálfseflingar-
verkefni fyrir dansinn á minni
stöðum, þar sem allri minnimátt-
arkennd er útrýmt.“
Secondhand Knowledge hefur
fengið norræna og flæmska styrki
og hefur m.a. heimsótt Trondheim
í Noregi, Árósa í Danmörku, Riga
í Lettlandi, Sagreb í Króatíu, og
meira að segja litla eyju í Grikk-
landi.
Framkvæmdin er þannig að
Rósa og félagar hafa haldið
tveggja vikna vinnustofu með
dönsurum og danshöfundum sem
búa á hverjum viðkomustað verk-
efnisins. „Við lesum greinar um
„notaða þekkingu“, og skoðum
Dansinn skoðaður frá nýjum hliðum
Dansverkið Traces hefur vakið töluverða athygli enda mjög óhefðbundið Í verkefninu Second-
hand Knowledge kortleggja Rósa Ómarsdóttir og félagar hvar danssenur á jaðrinum standa
Ljósmynd/Hákon Pálsson
Hlutverk Í rannsóknarverkefninu Secondhand Knowledge freistar Rósa
þess að sýna fram á mikilvægt framlag danssenunnar í minni samfélögum.