Morgunblaðið - 14.05.2018, Síða 40
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2018
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimild-
armynda, verður haldin á Patreksfirði
um hvítasunnuhelgina 18.-21. maí, líkt
og hefð er fyrir. 18 nýjar íslenskar
heimildarmyndir verða sýndar og
einnig verða kynnt níu verk í vinnslu.
Heiðursgestur hátíðarinnar í ár
verður danski klipparinn Niels Pagh
Andersen sem hefur klippt yfir 250
kvikmyndir og að meirihluta heimild-
armyndir. Má af þeim nefna verðlauna-
myndirnar The Act of Killing og The lo-
ok of Silence eftir Joshua Openheimer
og Three Rooms of Melancholia eftir
Pirjo Honkasalo. Andersen mun leiða
meistaranámskeið á hátíðinni á laug-
ardeginum.
Tvenn verðlaun verða að vanda veitt
á hátíðinni, annars vegar Einarinn,
áhorfendaverðlaun Skjaldborgar og
hins vegar Ljóskastarinn, dómnefnd-
arverðlaun hátíðarinnar. Í dómnefnd
að þessu sinni verða leikstjórarnir
Ragnar Bragason og Yrsa Roca Fann-
berg og Elísabet Indra Ragnarsdóttir
tónlistarkona.
Andersen heiðurs-
gestur Skjaldborgar
Andri Björn Róbertsson bassabarí-
tón syngur í Lessons in Love and Vio-
lence, nýrri óperu eftir tónskáldið
George Benjamin og textahöfundinn
Martin Crimp, sem frumsýnd
var í konunglega breska
óperuhúsinu í Covent
Garden í London í
fyrradag. Textinn er
byggður á leikriti
Cristopher Mar-
lowe um Játvarð
II. Englands-
konung.
Andri í nýrri óperu
um Játvarð II.
Eyjamenn tóku um helgina forystuna í
úrslitarimmunni um Íslandsmeist-
aratitil karla í handknattleik. ÍBV vann
FH í fyrsta leik liðanna fyrir fullu húsi
í Vestmannaeyjum. Vinna þarf þrjá
leiki til að verða Íslandsmeistari en
liðin mætast aftur á
morgun og þá á
heimavelli Hafnfirð-
inga í Kapla-
krika. »6
Ósvikin stemning í
Vestmannaeyjum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kátiljákalandið hentar mun betur
til hjólreiða en fólk ef til vill ætlar.
Ótrúlega víða samsíða hraðbrautum
og þjóðvegum hafa verið lagðir stígar
fyrir hjólreiðafólk og nú er slík braut
komin meðfram nánast allri austur-
ströndinni, frá Flórída og norður á
bóginn. Aðstaðan er frábær og veg-
farendur tillitssamir. Svo er líka frá-
bært að fara þetta að vori til, þegar
veðráttan er mild og mátulega hlýtt,“
segja hjónin Þóra Hrönn Njálsdóttir
og Sigurjón Pétursson í Hafnarfirði.
Frá syðsta odda
Nýlega komu Þóra Hrönn og
Sigurjón úr mikilli hjólreiðaferð um
Bandaríkin, það er frá Key West sem
er syðsti oddi Flórída hvaðan þau
hjóluðu alls 2.870 kílómetra norður
til New York, alla leiðina inn á Times
Square. Alls tók ferðalagið – að hvíld-
ardögum meðtöldum – 37 daga. Far-
ið var í gegnum alls níu ríki, það er
Flórída, Georgíu, Suður-Karólínu,
Norður-Karólínu, Virginíu, Mary-
land, Delaware, New Jersey og New
York. Allt gekk eins og í sögu í þess-
um leiðangri sem hafði verið vel
undirbúinn.
Lagt var upp í ferðina og flogið
vestur um haf 15. mars, fyrst til Or-
lando í Flórída og þaðan svo áfram
næsta dag til Key West sem er um
270 km sunnan við Miami og er syðsti
staður á meginlandi Bandaríkjanna.
„Við tókum hjólin okkar með sem
farangur og það var fyrirhafnarlítið
enda eru þau létt og hægt að brjóta
þau saman. Að vera á reiðhjólum sem
við erum vön gerði ferðina þægilegri
en ella hefði orðið,“ segir Sigurjón.
Gríðarlega langar brýr
Fyrsti leggur ferðarinnar var frá
Key West til Miami, en þar á milli
eru um 270 kílómetrar eða þrjár dag-
leiðir. „Hjólað er eftir rifum sem ná
frá Miami 270 km suður í Karíba-
hafið. Á milli þessara rifa eru gríð-
arlega langar brýr. Sú lengsta er
kölluð Sjö mílna brúin og er 7 mílur
eða rúmir 11 km eins og nafnið gefur
til kynna. Þetta tók nokkuð á því að-
eins er rúmlega metra breið rein ut-
an vegreinarinnar sem hjólað er eftir
og brúarhandriðið er ekki nema
metri á hæð,“ segir Sigurjón og held-
ur áfram:
Tíu þúsund kílómetrar
„Mestan hluta alls ferðalagsins var
hjólað á strönd Atlantshafsins eða
eins nálægt henni og mögulegt var.
Við sáum því Atlantshafið flesta daga
ferðarinnar. Frá Miami er hjólað í
gegnum borgir eins og Ft. Lauder-
dale og West Palm Beach en á þess-
ari leið getur að líta einhver flottustu
einbýlishús sem finnast í Norður-
Ameríku og þótt víða væri leitað. Og
allt var þetta á rennisléttu landi, það
var varla brekka á allri þessari leið.“
Til New York náðu þau Sigurjón
og Þóra Hrönn 22. apríl og fóru þá
greiða leið alla leið inn í miðborgina.
„Bandaríkjamenn eru með allt á
hreinu. Í milljónaborginni hefur ver-
ið útbúin frábær aðstaða fyrir hjól-
reiðafólk, einfaldlega til að svara
kröfum íbúanna um góða aðstöðu til
útivistar og hreyfingar. Hjólreiðar og
umhverfisvænn samgöngumáti er
alls staðar í sókn,“ segir Sigurjón
sem með konu sinni hefur stundað
þetta sport árum saman. Hjólað
þrisvar hringinn um Ísland, farið í
mótorhjólaleiðangur um Víetnam –
og svo gert víðreist í Ameríku. Fóru
þau þvert yfir Bandaríkin frá St.
Augustine í Flórída til San Diego í
Kaliforníu, alls 4.200 kílómetra leið
árið 2011. Árið 2016 fóru þau svo suð-
ur Kyrrahafsströndina, það er frá
Vancouver í Kanada til San Diego í
Kaliforníu, 2.710 km. Þegar nýafstað-
inni austurstrandarferð er svo bætt
við eru kílómetrarnir í Ameríku
orðnir rétt tæplega 10 þúsund – og
geri aðrir betur!
Á reiðhjóli í gegnum níu ríki
Hjóluðu við
Atlantshafið á
austurströnd USA
Ljósm/Úr einkasafni
Hjólafólk Þóra Hrönn og Sigurjón komin til Maryland frá Flórída. Lokaspretturinn inn í New York var þá eftir.
USA Hjólið og skýjakljúfurinn.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Hverjir gáfu Íslandi stig?
2. Afinn ber ábyrgð á ódæðinu
3. Allt getur gerst
4. Foreldrar árásarmannsins í haldi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á þriðjudag Vestan 8-15 m/s um landið vestanvert með lítils-
háttar skúrum eða slydduéljum. Norðlægari austantil.
Á miðvikudag Suðvestan 5-13 með rigningu og súld, en bjartviðri
norðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-10 m/s og rigning, en snýst í vest-
an 8-13 seinnipartinn með lítilsháttar skúrum. Hiti 8 til 14 stig.
VEÐUR
„Hafi Íslandsmeistarar Vals
haldið að þeir gætu leyft
sér að vera kærulausir gegn
liði á borð við nýliða Fylkis
þá var sú ranghugmynd lík-
lega rækilega slegin úr koll-
inum á þeim á Hlíðarenda í
gærkvöld,“ skrifar Sindri
Sverrisson meðal annars í
umfjöllun um leik liðanna.
Fjallað er um alla leikina í
efstu deildum karla og
kvenna í íþróttablaðinu í
dag. »2
Kæruleysi er öll-
um hættulegt
Íslandsmeistararnir í Þór/KA hirtu öll
stigin á heimavelli bikarmeistara ÍBV
í gær þegar liðin áttust við í 3. um-
ferð Pepsi-deildar kvenna í knatt-
spyrnu. Leiknum lauk með 2:1-sigri
gestanna en mörkin komu með mín-
útu millibili undir lok fyrri hálfleiks.
Þór/KA hefur unnið fyrstu þrjá leiki
sína í deildinni og titilvörn fer því vel
af stað. »2
Meistarar Þórs/KA með
fullt hús stiga
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á