Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  124. tölublað  106. árgangur  500 SÆTI Á 5.000 KR. Fyrstur kemur, fyrstur fær Fljúgðu innanlands Sólarhringstilboð 29. maí, frá kl. 10 Ferðatímabil: 1.-30. júní Í MINNINGU ARABÍSKRA KVENNA ALDARMINNING ÓLAFAR ÓLAFUR INGI SNÝR AFTUR Í ÁRBÆINN BÓKIN AFTANSKIN 30 FYLKIR HEILLAR ÍÞRÓTTIREYÐIMERKURGANGA 12  Grunnskólakennarar fá 4,1% launahækkun 1. júní og um 150 þús- und króna eingreiðslu í júlí, sam- kvæmt nýjum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga sem lagður verður fyrir félags- menn í almennri atkvæðagreiðslu á næstunni. Samningurinn er aftur- virkur frá 1. desember sl. og hann gildir fram á næsta ár. Í samn- ingnum er umdeilt vinnumat fellt niður og tími kennara til undir- búnings aukinn. Tímann vill forysta kennara nota til að vinna með stjórnvöldum að raunverulegri sátt um kjör kennara. »15 Kennarar fá 150 þúsund í eingreiðslu Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Grunnskólakennarar hafa staðið í harðri baráttu fyrir bættum kjörum.  Ný tækni sem tekin hefur verið í notkun hjá ÍSAL í Straums- vík gerir fyrir- tækinu kleift að auka sölu á áli til bílaframleiðenda í Evrópu og í Bandaríkjunum. Um 10% fram- leiðslunnar fara nú til bíla- framleiðenda, en álið er notað m.a. í kæli/hitakerfi bílanna. »16 ÍSAL eykur sölu til bílaframleiðslu Nýtt Álstangirnar eru af nokkrum gerðum.  Lítið samband virðist vera á milli meðaltímakaups í atvinnugreinum og þess hversu hátt hlutfall starfs- fólks hefur lokið háskólaprófi. Kemur það fram í skýrslu sem Hag- fræðistofnun er að leggja lokahönd á og kynnt var á ársfundi Vinnu- málastofnunar. Þannig var meðal- tímakaupið lægst í fræðslu- starfsemi þar sem hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólaprófi er hærra en í öðrum greinum. »18 Ekki samband milli launa og menntunar Niðurstaða bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði er óbreytt eftir endurtalningu sem fram fór í gærkvöldi. Samfylking og Vinstri græn fóru fram á endurtalninguna, en tíu atkvæðum mun- aði að þriðji maður Samfylkingar næði inn og fimm til að oddviti VG næði inn. Formlegar við- ræður hófust í gær milli Sjálfstæðisflokks, VG og óháðra og Samfylkingar og annars félags- hyggjufólks í Norðurþingi. »2, 4 & 11 Morgunblaðið/Valli Staðan óbreytt eftir endurtalningu Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um 70 konur hafa farið í fyrir- byggjandi brjóstnám hér á landi á síðustu árum, flestar á síðustu þrem- ur árum. Á Landspítalanum hafa brjóst 58 kvenna verið fjarlægð frá árinu 2010 og 12 á Klíníkinni frá 2016. Auk þess eru nokkrar konur að búa sig undir aðgerðir. Umræddar konur höfðu ekki fengið krabba- meinsgreiningu en eru með BRCA1- og BRCA2-stökkbreytingar í genum sem auka líkur á krabbameini. Um miðjan maí opnaði Íslensk erfðagreining vefsíðuna arfgerd.is þar sem Íslendingar geta nálgast upplýsingar um hvort þeir hafi BRCA2-stökkbreytingu. Fyrirspurnum til Landspítalans vegna fyrirbyggjandi brjóstnáms hefur fjölgað mjög að undanförnu, vegna aukinnar vakningar og um- ræðu í þjóðfélaginu um BRCA. Kristján Skúli Ásgeirsson, brjóstaskurðlæknir á Brjóstamið- stöð Klíníkurinnar, segir að á þessu ári hafi aukist mjög eftirspurn eftir viðtölum um ráðgjöf og upplýsingar um fyrirbyggjandi brjóstnámsað- gerðir hjá konum með stökkbreyt- ingar í BRCA-genum eða annað sem veldur mikilli æviáhættu á að fá brjóstakrabbamein. Eftir að umræða jókst um BRCA- genin hefur þeim fjölgað mjög sem leita til Brakkasamtakanna og inn á lokaða Facebook-síðu samtakanna sem eingöngu er ætluð BRCA1- og BRCA2-arfberum á Íslandi. Búist er við því að í kjölfar aukins aðgengis að upplýsingum, ekki síst á arfgerd.is, muni fyrirbyggjandi brjóstnámsað- gerðum fjölga. »6 Fleiri láta taka af sér brjóst  Búist við frekari aukningu á næstunni vegna aukins aðgengis að upplýsingum Algengt mein » Brjóstakrabbamein er al- gengasta krabbamein hjá ís- lenskum konum. Lífshorfur hafa batnað mjög síðustu ár. » 100 til 140 konur hafa á hverju ári farið í brjóstnám á Landspítalanum vegna krabba- meins og 80 til 130 í minni brjóstaaðgerðir vegna þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.