Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Sparneytnir sportjeppar Renault Captur, verð frá: 2.750.000 kr. Renault Kadjar, verð frá: 3.550.000 kr. Renault Koleos, verð frá: 5.490.000 kr. KADJAR, KOLEOS & CAPTUR E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 0 8 4 Vætutíðin í maí hefur ekki haft mikil áhrif á undirbúning móts- svæðisins fyrir Landsmót hesta- manna í Víðidalnum í Reykjavík sem fer fram í byrjun júlí en aftur á móti hefur hestamannamótum ver- ið frestað og aflýst. Gæðingamót Fáks og úrtökur fyrir Landsmót fór fram um helgina en keppni á laugardeginum var frestað og fór hluti af henni fram á sunnudagskvöldinu og það sem ekki náðist að klára þá fer fram annað kvöld. Þá hefur einu móti í Spretti í Kópavogi verið af- lýst vegna veðurs í maí og öðru í Sörla í Hafnarfirði frestað. Þórir Örn Grétarsson, fram- kvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks, segir undirbúning svæðisins fyrir landsmót vera á ágætis áætl- un. „Svæðið er tilbúið í aðalatriðum og ekkert stórt eftir í jarðvinnu eða vallargerð. Það voru gerðar nýjar áhorfendabrekkur í fyrrasumar þannig að svæðið sjálft er í mjög góðum málum en það sem eftir er verður lagað í júní,“ segir Þórir. Hann heyrir það á hestamönnum í Víðidalnum að þeir eru orðnir þreyttir á rigningunni. Veðráttan í maí hefur haft áhrif á undirbúning hjá keppnisknöpum en erfiðara er að þjálfa í svona veðri fyrir kyn- bótasýningarnar, að sögn Þóris. Miðasala fyrir Landsmót hesta- manna hefur farið ágætlega af stað en Þórir býst við að það komi aftur kippur í hana eftir úrtökurnar, þegar það er orðið ljóst hvaða hestakostur mætir á svæðið. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Hestar Frá Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík árið 2012. Mótum frestað vegna veðurs í maí  Mótssvæði Fáks tilbúið í aðalatriðum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Margir menntaskólar útskrifuðu nemendur sína síðastliðinn laug- ardag. Námsárangur dúxa virðist verða betri með árunum en met í meðaleinkunnum voru slegin bæði í Verzlunarskóla Íslands og Flens- borgarskólanum. Sextán nemendur í Mennta- skólanum við Hamrahlíð fengu ágæt- iseinkunn, þ.e.a.s. vegna með- aleinkunn yfir 9. Enar Kornelius Leferink var þó með hæstu með- aleinkunn útskriftarárgangsins en hann útskrifaðist með 9,88 í með- aleinkunn. Gott skipulag nauðsynlegt Enar útskrifaðist eftir þriggja ára nám og hefur haft í nógu að snúast alla menntaskólagönguna. Hann er ekki einungis framúrskarandi náms- maður heldur lauk hann einnig fram- haldsprófi í píanóleik með fram námi, ásamt því að vera forseti nemenda- félagsins. Til þess að afreka þetta allt saman þurfti Enar að skipuleggja sig vel en hann leggur áherslu á gildi skipulags. „Ég held að góð skipulagning sé langsamlega mikilvægust, ekki bara í náminu sjálfu heldur í lífinu öllu.“ Hann bætir því við að það að reyna sitt besta og að fagna litlu sigrunum í lífinu sé einnig einn af grunnþátt- unum í því að skara fram úr. Þétt dagskrá virðist ekki hafa dregið úr námsárangri Enars. Hann segir píanóleikinn og félagsstörfin hafa hjálpað honum að ná svo góðum árangri í náminu. „Mér fannst alltaf mjög gott að taka mér pásur frá bók- lega náminu með því að spila á pí- anóið og félagslífið er ekkert minna mikilvægt en lærdómurinn.“ Leiðin liggur beint í háskóla Nýstúdentar eru alvanir að fá spurningar um framtíðarplön og En- ar segist hafa velt því mikið fyrir sér hvað taki við eftir útskrift. ,,Ég stefni á iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands næsta haust. Ég ætla bara að sjá til hvort ég hitti naglann á höfuðið og ef ekki þá skipti ég bara.“ Hann segist ekki spenntur fyrir því að taka sér námshlé enda hafi hann unun af því að læra. Enar útskrifaðist ekki bara á laugardaginn heldur átti hann einnig nítján ára afmæli. Hann segir dag- inn hafa staðið undir væntingum. „Þetta var bara ótrúlega góður dagur. Það var margt í gangi og þessu var vel fagnað.“ Forseti nemendafé- lagsins varð dúx MH  Útskrifaðist eftir þriggja ára nám með 9,88 í meðaleinkunn Ljósmynd/Steinn Jóhannsson Nýstúdentar Þau Snædís Björnsdóttir og Enar Kornelius Leferink fluttu ávarp fyrir hönd nýstúdenta við útskrift Menntaskólans við Hamrahlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.