Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afslátt
ur*
* 2MG og 4MG 204 stk
pakkningum. Gildir af öllum
bragðtegundum.
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur-
borgar hefur fallist á erindi fjár-
málastjóra Orkuveitu Reykjavíkur
um að endurskoðunarfyrirtækið
KPMG veiti dótturfyrirtækinu Orku
Náttúrunnar þjónustu sem felst í að
verkefnastýra umbótum á ferli
Hlaða og götuljósa. Erindi þessa
efnis var tekið fyrir á síðasta fundi
nefndarinnar.
„Jafnframt lögð fram staðfesting
KPMG dagsett sama dag á því að sú
vinna sem óskað er eftir í erindi fjár-
málastjóra OR ógni ekki óhæði þar
sem hún leiðir ekki af sér sjálfsmats-
ógnun né ógnun vegna eigin hags-
muna né málsvarna og að þjónustan
felur ekki í sér stjórnunarstörf,“ seg-
ir í bókun endurskoðunarnefndar.
„Málið snýst um að sérfræðingur
sem starfar við ráðgjöf hjá KPMG
var fenginn í þetta verkefni hjá Orku
náttúrinnar,“ segir Eiríkur Hjálm-
arsson, upplýsingafulltrúi Orkuveit-
unnar, þegar leitað var skýringa á
þessari bókun.
„KPMG hefur verið ytri endur-
skoðandi OR-samstæðunnar og þess
vegna er leitað til endurskoðunar-
nefndar (sem er sameiginleg fyrir
Reykjavíkurborg og OR) um heimild
til að fá þennan sérfræðing til verks-
ins. Hlutverk nefndarinnar er þá að
meta hvort hætta sé á viðskiptin hafi
áhrif á stöðu KPMG sem óháðs end-
urskoðanda fyrirtækisins, hvort í
vinnu endurskoðenda KPMG felist
eitthvert mat á störfum ráðgjafa
KPMG. Það var ekki talin hætta á
því og heimildin var því veitt,“ segir
Eiríkur.
KPMG er raunar að hætta sem
ytri endurskoðandi OR-samstæð-
unnar en Grant Thornton að taka við
í kjölfar útboðs, samkvæmt upplýs-
ingum Eiríks. sisi@mbl.is
Telja ósk OR
ekki ógna óhæði
Orkuveitan fær nýjan endurskoðanda
Morgunblaðið/Ómar
Orkuveitan Nýr endurskoðandi
samstæðunnar er að taka við.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Verði nýr kjarasamningur Félags
grunnskólakennara (FG) og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sam-
þykktur í atkvæðagreiðslu meðal
kennara, sem hefst á fimmtudaginn,
mun hann gilda til 30. júní á næsta
ári. Samningurinn er afturvirkur frá
1. desember sl. en hann gildir nokkru
lengra fram á næsta ár en samning-
urinn sem framhaldsskólakennarar
gerðu við ríkið í vor og aðrir þeir
samningar sem ríkið hefur samið um
að undanförnu við félög BHM. Þeir
renna allir út í lok mars á næsta ári.
Nýr menntunarkafli
Í samningi grunnskólakennara og
sveitarfélaganna er kveðið á um
4,1% launahækkun 1. júní og 150
þúsund kr. eingreiðslu 1. júlí nk.
Fram kemur í kynningu Félags
grunnskólakennara á samningnum
sem undirritaður var sl. föstudag, að
launaflokkur bætist við eftir 20 ár í
kennslu, eða við 50 ára aldur hjá
þeim sem taka laun eftir lífaldri, frá
og með 1. ágúst nk., vinnumatið fell-
ur út og tími kennara til undirbún-
ings er aukinn. Þá er í samningnum
nýr menntunarkafli, sem er óbreytt-
ur frá þeim samningi sem FG samdi
um í mars sl. en félagsmenn felldu
þann samning í atkvæðagreiðslu.
Í samningi grunnskólakennara
kemur fram að nýjar launatöflur
taka gildi 1. júní og 1. ágúst og samið
var um persónuálag vegna viðbótar-
menntunar leiðbeinenda. Einnig fá
kennarar annaruppbót eða persónu-
uppbót í lok hverrar annar, 85 þús.
kr. 1. júní, 85 þús. kr. 1. desember og
89 þús. kr. 1. júní á næsta ári svo
dæmi séu tekin úr samningnum.
Kjarasamningur sá sem fram-
haldsskólakennarar samþykktu á
dögunum felur til samanburðar í sér
prósentuhækkanir í tveimur áföng-
um, 2,21% hækkun afturvirkt frá 1.
nóvember sl. og 2% hækkun 1. júní
nk. Þá sömdu framhaldsskólakenn-
arar um 30 þúsund kr. eingreiðslu
sem kemur til útborgunar 1. júní og
sérstaka 70 þúsund kr. eingreiðslu 1.
febrúar á næsta ári.
Í upplýsingum sem forysta FG,
hefur sent til félagsmanna fyrir hönd
samninganefndarinnar um nýgerðan
samning segir m.a. að eldri kennarar
hafi borið skarðan hlut í samningum
síðustu ára. Í þessum samningi sé
gerð tilraun til að bæta fyrir það að
einhverju leyti með því að launa-
flokkur kemur inn eftir 20 ár í
kennslu eða við 50 ára aldur hjá þeim
sem taka laun eftir lífaldri. Fram
kemur að ýmis mál séu óuppgerð t.d.
varðandi launasetningu mismunandi
hópa og segir í bókun við samninginn
að farið verði í samtal um endurskoð-
un þess á samningstímanum.
Aðgerðir í haust eða stuttur
samningur og viðræður um sátt
,,Samninganefnd félagsins stóð
frammi fyrir tveimur möguleikum.
Annar var að fara í aðgerðir í haust
til að fylgja eftir kröfum um bætt
kjör. Slíkar aðgerðir hefði verið
hægt að fara í síðastliðinn vetur eða
snemma í vor en þeir kostir voru
ekki nýttir. Hinn kosturinn var að
gera samning til eins vetrar og
freista þess að vinna með stjórnvöld-
um að raunverulegri sátt um bætt
kjör kennara,“ segir í pósti til fé-
lagsmanna í FG.
4,1% hækkun og 150.000 kr. eingreiðsla
Morgunblaðið/Eggert
Í skólastofu Atkvæðagreiðslu um nýjan samning kennara lýkur 5. júní.
Stuttur samningstími og ætla að freista þess að vinna með stjórnvöldum að sátt um bætt kjör kenn-
ara Launaflokki bætt við eftir 20 ár í kennslu, vinnumatið fellur út, tími aukinn til undirbúnings