Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 18

Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Oft er sér-kennilegthvernig umræður geta þróast í aðdrag- anda kosninga. Í umferðarvanda sínum fór Sam- fylkingin að tala ákaft um svokallaða borgarlínu og taldi sig þar með komna með sleggju sem dygði til að berja niður óþægilegar um- ræður um framkvæmdaleysi í samgöngumálum og auknar tafir í umferðinni fyrir borg- arbúa. Þetta tókst að nokkru leyti, en þó ekki alveg. Borg- arbúar virðast hafa áttað sig á því þegar leið að lokum kosningabaráttunnar að eitt- hvað væri undarlegt við þennan málflutning Sam- fylkingarinnar. Líklega á það sinn þátt í að svo fór sem fór. Í gær héldu svo umræður um þessa kosningalínu áfram, en að þessu sinni á Alþingi. Þar spurðu tveir þingmenn tvo ráðherra út í málefni borgarlínunnar og er óhætt að segja að svörin hafi gert áherslu Samfylking- arinnar á borgarlínuna enn furðulegri en fyrr. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Mið- flokksins, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráð- herra og formann Sjálfstæð- isflokksins, að því hvort hann „meti það sem svo að þetta sé ekki mál sem verði til lykta leitt á næstu miss- erum. Enda, eins og ég gat um áðan, er hvergi gert ráð fyrir þessari risafram- kvæmd, ef af yrði, í fjármála- áætlunum þessarar ríkis- stjórnar eða borgarinnar. Má ekki gera ráð fyrir að þetta sé hugsanlega seinni tíma mál en ekki mál sem er aðkallandi í Reykjavík núna? Eða má gera ráð fyrir að ein- hverjar stórar ákvarðanir verði teknar um það í fyrir- sjáanlegri framtíð?“ Í svari fjármálaráðherra kom fram að málið væri „af- skaplega skammt á veg kom- ið í samskiptum ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í sam- skiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréf- lega af hálfu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið.“ Og fjármálaráð- herra benti á að þó að rík- isstjórnin hefði tekið vel í að ræða málið og að fyrirhugaðs sam- tals sé getið í nýrri fjármála- áætlun til fimm ára, þá sé ekki gert ráð fyrir fjármagni til borgarlínu í fjármálaáætl- uninni. Fjármálaráðherra sagði ennfremur að umræðan um borgarlínuna hefði „farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 millj- arða króna. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endur- reisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir. Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einnig um borgarlínu, en beindi spurningunni til Katrínar Jakobsdóttur, for- manns Vinstri grænna og forsætisráðherra. Í svari sínu tók Katrín undir það sem fjármálaráðherra og samgönguráðherra hefðu sagt um málið og ítekaði að það væri mjög stutt á veg komið. Ekkert sveitarfélag hefði gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun sinni, ekki frekar en ríkið. Samgöngumál á höfuð- borgarsvæðinu eru brýnt mál sem takast þarf á við með hraði eigi umferðartaf- irnar ekki að halda áfram að lengjast og verða að óleys- anlegum hnútum. Draum- órakenndar og stórkarlaleg- ar hugmyndir sem eiga að leysa allra vanda en enginn ætlar að greiða fyrir geta ekki verið lausnin sem leitað er að. Þegar mesti kosninga- skjálftinn er genginn yfir geta nýkjörnir sveitarstjórn- armenn vonandi sest niður og sameinast um lausnir sem hægt er að framkvæma áður en allt er komið í óefni og sem eru viðráðanlegar án þess að leggja þurfi á nýja skatta, eins og borgarlínu- hugmyndin gengur út á. Borgarlínan er fjar- læg og fjarstæðu- kennd hugmynd sem má ekki hindra raunhæfar lausnir} Hvorki í áætlun hjá ríki né sveit H inn 18. maí síðastliðinn kynnti ég ákvörðun mína um stofn- un Þróunarmiðstöðvar heilsu- gæslunnar á landsvísu. Þró- unarmiðstöðin mun leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu og markmiðið með stofnun hennar er meðal annars að jafna aðgengi lands- manna að þessari mikilvægu grunnþjónustu hvar sem fólk býr, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum. Þróunarmiðstöðin mun starfa innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyr- irrennari Þróunarmiðstöðvarinnar nýju er Þróunarstofa Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins, sem starfrækt hefur verið inn- an stofnunarinnar frá árinu 2009. Þróun- armiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu mun byggjast á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, en fær aukið sjálfstæði, víðtæk- ara hlutverk og mun leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í landinu, hvort sem hún er veitt af hinu opinbera eða einkarekin. Á Þróunarmiðstöð- inni verða um þrettán stöðugildi, með áherslu á breiða fagþekkingu. Auk þess að stuðla að nýjungum og þróun þjón- ustuúrræða í samræmi við helstu áskoranir á sviði lýðheilsu mun Þróunarmiðstöðin annast innleiðingu gæðavísa, leiða samstarf á sviði rannsókna og stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar um allt land nýtist sem best. Samræming og sam- hæfing þjónustu á landsvísu er eitt af meginmarkmiðunum með stofnun mið- stöðvarinnar, þannig að betur megi tryggja jafnræði landsmanna og aðgang þeirra að sambærilegri heilsugæsluþjón- ustu, hvar sem fólk býr. Þróunarmiðstöðin gegnir því mikilvægu hlutverki þegar kem- ur að því að stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Von mín er sú að með Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar skapist stóraukin tæki- færi fyrir fagfólk heilsugæslunnar um allt land til virkrar þátttöku í gæða- og þróun- arverkefnum sem torvelt hefur verið að sinna á minni stöðum. Tilvist Þróunarmiðstöðvarinnar muni þannig styrkja faglegt starf innan heilsugæslu á landsbyggð- inni og skapa aukin tækifæri til að miðla þekkingu og reynslu milli stofnana og rekstrareininga. Þannig er Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar enn eitt skrefið í átt að bættri heilbrigðisþjónustu í landinu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Sterkari heilsugæsla um allt land Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samspil menntunar og starfaá vinnumarkaðinum ermjög margbreytilegt eftiratvinnugreinum samkvæmt rannsókn sem Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands hefur unnið að og væntanleg er í skýrslu innan skamms. Meirihluti þeirra sem störfuðu við fjármálaþjónustu, op- inbera stjórnsýslu, fræðslu- starfsemi og heilbrigðisþjónustu á seinasta ári hefur lokið háskólaprófi en aðeins rúmur fjórðungur starf- andi sem tengjast flugi og tæp 5% sem starfa við fiskveiðar og fiskeldi hafa lokið grunnnámi á háskólastigi. Lítið samband virðist vera á milli meðaltímakaups í hverri atvinnu- grein í fyrra og þess hversu hátt hlutfall hefur lokið háskólaprófi í viðkomandi grein. Hagfræðistofnun er að leggja lokahönd á skýrslu um samspil starfa, menntunar og atvinnugreina en Sigurður Björnsson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun, kynnti nokkrar niðurstöður um starfs- stéttir fólks á aldrinum 25-64 ára úr greiningunni á ársfundi Vinnu- málastofnunar í seinustu viku. Í skýrslunni er m.a. nokkrum stærstu atvinnugreinum þjóð- arinnar skipt niður í sjö flokka og umfang unninna starfa reiknað sem hlutfall af heildinni til að sýna stærð greinanna. Þar má m.a. sjá að 16,2% starfa tilheyra fræðslu- starfsemi. Hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólaprófi er hvergi hærra en þar eða tæp 70% en meðaltíma- kaupið á síðasta ári er hins vegar lægst í þeirri atvinnugrein eða 3.120 kr. Það er hins vegar hæst í fiskveiðum og fiskeldi eða 6.877 kr. að meðaltali. Aflað var m.a. gagna frá Hagstofunni og að sögn Sig- urðar er við mat á tímkaupi byggt á upplýsingum um heildarmán- aðartekjur, starfshlutfall og heild- arfjölda vinnustunda í hverjum mánuði miðað við fullt starf. Er tímakaupið reiknað þannig að starfshlutfallið er margfaldað með vinnustundum til að fá vinnustundir hvers og eins á mánuði, og síðan mánaðartekjum deilt með þeirri tölu. Ef eingöngu er litið á sérfræð- inga og mismunandi sérfræðistörf má sjá eins og við er að búast að yf- irgnæfandi meirihluti sérfræðinga eða 76% til 87% hafa lokið námi í háskóla. Tímakaupið er hins vegar mjög mismunandi eftir sérfræði- störfum. Áberandi er að tímakaup meðal sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði er skör lægra en meðaltímakaup annarra starfsstétta eða 3.306 að jafnaði en hæst er það meðal þeirra sem flokkaðir eru við sérfræðistörf í eðlis-, verk- og stærðfræði eða 4.626 kr. að jafnaði. Hlutfall þeirra af unnum störfum er þó lágt eða aðeins 4,4% af heildinni. Þá er það áberandi á vinnu- markaði skv. rannsókninni að starfsstéttir sem skoðaðar voru eru flestar að eldast. Hefur meðalald- urinn hækkað um tvö til þrjú ár í sumum starfsstéttum á seinustu tíu árum. Öðru máli gegnir þó um ferðaþjónustuna og um þá sem starfa að náttúruvísindum, líffræði, og heilbrigðisvísindum. Þar hefur þróunin orðið önnur því meðalald- urinn hefur lækkað lítið eitt frá 2008, sem talið er eiga sér þá skýr- ingu að nýliðun hefur verið ein- staklega góð meðal lífvísinda- og náttúruvísindafólks þar sem nýút- skrifuðum hefur gengið vel að ganga inn í sérfræðistörf á þeirra sviði, m.a. með auknum umsvifum líftæknifyrirtækja. Ólík menntun og laun starfsstéttanna Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Háskóladagur í HÍ Hlutfall fólks með háskólapróf hefur hækkað, nálgast hlut- fallið annars staðar á Norðurlöndum og er komið yfir 40% meðal 25-64 ára. Samspil menntunar og starfa á vinnumarkaði Atvinnugrein Tímakaup (kr.) Með BS-próf eða meira Hlutfall af unnum störfum Fiskveiðar og fiskeldi 6.877 4,8% 2,2% Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum 3.741 15,4% 3,5% Flutningar með flugi 6.651 26,7% 3,6% Fjármálaþjónusta, þó ekki starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða 5.222 53,7% 4,2% Opinber stjórnsýsla, varnarmál og almannatryggingar 4.030 51,2% 14,0% Fræðslustarfsemi 3.120 69,7% 16,2% Heilbrigðisþjónusta 3.467 56,5% 15,5% Sérfræðingar Sérfræðistörf í eðlis-, verk- og stærðfræði 4.626 76,3% 4,4% Sérfræðistörf í náttúruvísindum, líffræði og heilbrigðisvísindum 4.079 85,4% 9,5% Sérfræðistörf við kennslu og uppeldisfræði 3.306 86,9% 10,4% Önnur sérfræðistörf 4.334 83,9% 7,9% Heimild: Hagfræðistofnun HÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.