Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
✝ Sif Sigurðar-dóttir fæddist í
Danmörku 23. nóv-
ember 1943. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 10. maí
2018.
Foreldrar Sifjar
voru Lúvísa Möller,
f. 19.8. 1914, d.
14.3. 1966, og Sig-
urður Samúelsson
læknir, f. 30.10. 1911, d. 26.1.
2009. Þau eignuðust þrjú börn.
Sif var elst, þá kom Sjöfn, f.
14.12. 1945, d. 24.12. 1948, og
Sigurður Samúel yngstur, f. 30.9.
1951. Hann er læknir í Banda-
ríkjunum.
Hinn 13. október 1968 giftist
Sif Þorsteini Blöndal lækni, f.
5.8. 1946, þau skildu. Börn Sifjar
og Þorsteins eru: 1) Sjöfn fjár-
málastjóri, f. 2.7, 1966, kjördóttir
Þorsteins. Kynfaðir hennar Dag-
ur Sigurðarson skáld, f. 6.8.
1937, d. 19.2. 1994. Maki Sjafnar
Jokum Sommer ljósmyndari, f.
13.8. 1966, þau skildu. Dóttir
þeirra er Sól Blöndal, f. 29.7.
2002. 2) Auðunn Árni verkfræð-
ingur, f. 10.8. 1969, maki Stef-
anía Björg Eggertsdóttir við-
skiptafræðingur, f. 9.3. 1975.
ugi, f. 17.3. 1992, Þorkell, f. 25.6.
2003, Ólafía Kristín, f. 5.9. 2006,
og Ásta Sóllilja, f. 19.9. 2009.
Sif ólst upp í Reykjavík og
gekk í grunnskóla þar að und-
anskildu einu ári sem fjölskyldan
bjó í Bandaríkjunum. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1963 og
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1966. Hún lagði stund á
bókmenntafræði, fyrst við Há-
skólann í Uppsölum í Svíþjóð en
síðar við Háskóla Íslands frá
hausti 1982 og lauk þaðan prófi
vorið 1984.
Sif hóf kennslu árið 1966 og
kenndi við Barnaskóla Kópa-
vogs, Ásgarðsskóla í Kjós og
Hvassaleitisskóla í Reykjavík.
Hún flutti til Uppsala í Svíþjóð
1975 og bjó þar til 1982 að frá-
töldum einum vetri er hún
kenndi við grunnskólann á
Hólmavík. Á Svíþjóðarárunum
kenndi Sif íslenskum börnum ís-
lensku. Hún kenndi við Landa-
kotsskóla 1982-1983 og við Vest-
urbæjarskólann í Reykjavík frá
1984 með hléum þegar hún
kenndi við Hjallaskóla í Kópa-
vogi og nýbúum íslensku hjá
Námsflokkum Reykjavíkur. Hún
lét af störfum við Vesturbæj-
arskólann 2010.
Sif verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
29. maí 2018, og hefst athöfnin
kl. 15.
Dætur þeirra eru
Þórhildur Sif, f.
11.3. 2004, og Krist-
ín Rut, f. 6.2. 2007.
3) Edda Lúvísa,
sjúkraþjálfari og
salsadanskennari, f.
15.9. 1976, maki Páll
Hólm Sigurðsson
húsasmíðameistari,
f. 26.5. 1967. Börn
þeirra eru Klara Líf
Blöndal, f. 9.4. 2009,
og Nikulás Tómas Blöndal, f.
22.8. 2012. Dóttir Páls Hólm frá
fyrra hjónabandi er Jóna Guðný,
f. 3.2. 2000.
Sif giftist hinn 14. janúar 2005
Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi,
f. 21.9. 1938. Synir Atla Heimis
frá fyrra hjónabandi eru: 1) Teit-
ur, BA í guðfræði og fulltrúi, f.
23.3. 1969, sambýliskona hans er
Bryndís Bjarnadóttir ferðamála-
fræðingur, f. 26.8. 1972, dóttir
Teits og Elínar Þórhallsdóttir
hótelstjóra, f. 6.5. 1967, er Auð-
ur, f. 2.6. 1998, synir hans og Ing-
unnar Jónsdóttur læknis, f. 8.5.
1976, eru Bessi, f. 14.3. 2006, og
Leo, f. 10.7. 2007. 2) Auðunn,
stjórnmálafræðingur og sendi-
herra, f. 4.2. 1971, maki Sigríður
Ragna Jónsdóttir verkefnastjóri,
f. 20.1. 1970, börn þeirra eru Ill-
Við Sif frænka mín og vinkona
vorum jafngamlar og aldar upp
saman að miklu leyti. Mæður okk-
ar voru systur og feður okkar
frændur. Var ég mjög mikið á
heimili Lúvísu og Sigurðar.
Við Sif fylgdumst að alla okkar
ævi. Hún var stoð mín og stytta í
gegnum lífið.
Ógleymanlegir eru þeir tímar
þegar við ungar stúlkur fengum
að fara í skóla til Sviss, margt
skemmtilegt og óvænt gerðist
þar.
Þegar Sif var við nám í Svíþjóð
og Edda Lúvísa var átta mánaða
var ég hjá þeim og leit eftir Eddu
Lúvísu. Við Auðunn Árni fórum
stundum í bíó og sáum t.d. Emil í
Kattholti, það var gaman.
Ég þakka frænku minni og vin-
konu allt og allt.
Atla Heimi, Sjöfn, Auðuni
Árna, Eddu Lúvísu, Sigurði Sam-
úel, mökum þeirra og börnum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Megi góður guð geyma hana Sif
mína.
Ólöf Kristín Magnúsdóttir.
Frá því að við systur munum
eftir okkur hafa Sif og móðir okk-
ar verið bestu vinkonur. Þær urðu
það reyndar miklu fyrr því þær
kynntust sextán ára í menntó og
þar með hófst ævilangur vinskap-
ur.
Sönn vinátta er dýrmætari en
gull, það vita þeir sem hana upp-
lifa. Sif og mamma voru sannar-
lega heppnar hvor með aðra, og
maður lifandi hvað þær gátu talað.
Hversu oft höfum við ekki hringt í
mömmu og fengið svarið: ég
hringi í þig á eftir, ég er að tala við
Sif í hinum símanum. Svo leið oft-
ast klukkutími. Þannig var það
alltaf, enda hafa þær gengið sam-
an ævina og deilt gleði og sorgum.
Og ef þær gátu ekki hist voru mál-
in rædd og lífsgátan leyst í gegn-
um símann.
Við munum fyrst vel eftir Sif
þegar við vorum orðnar nokkuð
stálpaðar, en heimsálfur skildu
vinkonurnar að lengi vel. Eftir að
Sif og fjölskylda flutti heim frá
Svíþjóð og við frá Bandaríkjunum
varð mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna og mörg voru
skemmtilegu matarboðin. Á þeim
árum var einhver ævintýralegur
sænskur hippablær yfir fjölskyldu
Sifjar og okkur fannst Sif svo
spennandi. Svo var hún líka gull-
falleg, skemmtileg og sjarmerandi
og sóttumst við systur eftir því að
spjalla við hana.
Tíminn leið og börnin urðu full-
orðin og barnabörn litu dagsins
ljós hjá þessum vinkonum. Þá hóf-
ust árlegu Flateyjarferðirnar en
ættmæðurnar tvær pökkuðu nið-
ur matarbirgðum fyrir hundrað
manns og héldu saman út í Flatey
með börn sín og barnabörn.
Þar höfum við dvalið nokkra
daga á hverju sumri síðustu tíu ár-
in, við á Vogi og Sif og fjölskylda
beint á móti, í Ásgarði. Þvílíkir
dýrðardagar. Það hefur varla
brugðist að í hvert sinn sem við
dvöldum í eyjunni hefur verið sól
og blíða. Börnin léku og busluðu í
víkinni og Sif og mamma sátu
gjarnan inni í stofu að spjalla yfir
kaffibolla, Sif alltaf með prjónana
og það voru sannarlega listaverk
sem hún framleiddi. Þetta voru
notalegar stundir.
Það var alltaf gott að vera ná-
lægt Sif, hún gaf frá sér ljúfa og
góða strauma. Það voru aldrei læti
í kringum hana og öll börn hænd-
ust að henni. Börnin sem hún
kenndi hafa sannarlega verið
heppin.
Sif hafði alltaf einlægan áhuga
á því sem aðrir voru að gera,
kunni að samgleðjast fólki og var
óspör á hrósyrði. Hún tók alltaf á
móti okkur með bros á vör og
spurði frétta af okkur og börnum
okkar. Við erum þakklátar fyrir
að hafa kynnst henni og þakklátar
fyrir að hafa náð að faðma hana
stuttu áður en hún kvaddi þennan
heim.
Í dag er sorg í hjörtum margra.
Það eru margir sem hafa misst
mikið. Atli Heimir eiginkonu sína,
börn hennar yndislega mömmu,
barnabörnin bestu ömmu í heimi
og mamma okkar sína góðu vin-
konu. Mitt í sorginni er gott að
muna, gott að rifja upp allar góðu
minningarnar. Við munum alltaf
minnast Sifjar með hlýju og vænt-
umþykju og gott er að ímynda sér
hana glaða og brosandi með
mömmu í sófanum í húsinu í Flat-
ey, umkringd öllu fólkinu sem hún
elskaði.
Elsku Sjöfn, Auðunn Árni og
Edda. Þið áttuð einstaka móður
sem fór allt of snemma. Minning
hennar lifir í hjörtum okkar allra.
Hildur, Ásdís og Margrét
Ásgeirsdætur.
Kveðja frá saumaklúbbnum:
Í dag kveðjum við Sif Sigurð-
ardóttur eftir harða baráttu við
erfið veikindi. Orrustuna háði hún
af einstöku æðruleysi og bjartsýni
eins og hennar var von og vísa.
Hún lét aldrei bilbug á sér finna.
Við í þessum litla hópi höfum
fylgst að í gegnum súrt og sætt.
Sumar okkar kynntust strax í
barnæsku en aðrar á skólaárun-
um.
Við höfum brallað margt í
gegnum áratugina sem verður
ekki tíundað hér, við erum, jú,
orðnar rosknar konur og eigum að
vera til fyrirmyndar.
Sif var glaðlynd, góðhjörtuð og
svo glæsileg að eftir var tekið.
Hún var opin fyrir nýjum hug-
myndum, jákvæð og úrræðagóð.
Hún var víðlesin og tónelsk. Hún
var sannur vinur vina sinna og
vildi leysa hvers manns vanda.
Hún gaf endalaust af sér.
Vert er að minnast á handa-
vinnu Sifjar. Þar skapaði hún
mörg listaverk. Fegurðarskyn
hennar og vandvirkni voru einstök
en ekki flaggaði hún þessu frekar
en öðrum kostum sínum. Í hönd-
um hennar urðu til fegurstu flíkur
og oft var engu líkara en hún væri
göldrótt því þær voru svo einstak-
ar. Listfengi Sifjar fékk einnig að
njóta sín í matargerð og alltaf var
tilhlökkunarefni að mæta til henn-
ar í saumaklúbb og þiggja góð-
gerðir þar á bæ.
Sif helgaði starfsævi sína
kennslu. Hún var einstaklega
áhugasamur kennari og lét sér
mjög annt um nemendur sína.
Hún lagði mikla vinnu í kennsluna
og var vakin og sofin yfir velferð
nemendanna.
Við saumaklúbbssystur höfum
gengið saman langan veg, stund-
um sléttan, stundum grýttan en
við höfum verið lánsamar að eiga
hver aðra að og á langri ævi skilur
maður hversu mikilvægt það er.
Það hefur verið skammt stórra
högga á milli þetta vorið. Við erum
vart búnar að kveðja Sigríði Ein-
arsdóttur, eina okkar, þegar Sif er
hrifin á braut.
Í Hávamálum er tilgreint hvað
einkennir sanna vináttu og henni
er lýst sem æðsta formi mann-
legra samskipta. Þar segir meðal
annars:
Veistu, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Það er engu líkara en sauma-
klúbbur eins og okkar þar sem
vinkonur „finnast oft“ og reglu-
lega, áratugum saman, sé sniðinn
eftir þessu heilræði. Ekki er að
undra að vinátta okkar sem bygg-
ist á væntumþykju og gagn-
kvæmri virðingu hafi orðið æ dýr-
mætari með aldrinum.
Við kveðjum góða vinkonu með
söknuði og vottum öllum ástvinum
hennar okkar dýpstu samúð.
Anna, Hildigunnur,
Ingunn, Kristín Halla,
Kristín Mjöll, Margrét, Ragn-
hildur og Sólveig.
Lífið, það er líf
á langferð undir stjörnunum.
Að deyja, það er aðeins
hin alhvíta hreyfing.
(Hannes Pétursson)
Sif, vinkona mín til margra ára,
er látin. Andlát hennar kom ekki á
óvart, hún var búin að vera veik
um nokkurt skeið og ljóst að ekki
yrði um lækningu að ræða. Þó svo
að það hafi verið ljóst var alltaf
von sem blundaði í brjóstinu, von
um að hún fengi að vera hjá okkur
lengur, von um að við fengjum
saman enn eitt sumar í Flatey.
Von um að fá meiri tíma með
henni.
Sif hlaut í vöggugjöf góðar gáf-
ur, glæsilegt útlit, létta lund og
gott hjartalag. Hún var með af-
brigðum greiðvikin og gjafmild,
höfðingi heim að sækja, gerði fátt
skemmtilegra en að safna saman
fólki og elda veislumat sem hún
töfraði fram svo áreynslulaust að
fyrr en varði stóð hrokað borð í
borðstofunni. Hún var skemmti-
leg og það blundaði í henni bóhem
sem skaut upp kollinum af og til
og lýsti sér m.a. í því að hún fór
ekki alltaf troðnar slóðir í lífinu.
Sif var bæði listfeng og hand-
lagin, var alltaf að hekla og prjóna
fallega og eigulega gripi sem hún
gaf fjölskyldu og vinum. Hún var
einn mesti bókaormur sem ég hef
kynnst, nánast sama hvaða bók
var nefnd, hún hafði lesið hana.
Tónlist var henni einnig hugleikin
enda hefur hún leikið mikilvægt
hlutverk í lífi hennar lengi og ekki
þurfti hún að leita langt til að fá
uppáhaldstónverk sín leikin af
snillingi.
Ævistarf Sifjar var kennsla
grunnskólabarna. Hygg ég að þar
hafi hún notið sín einna best. Ég
tel að aðrir geti gert kennarastarfi
hennar og hæfileikum á því sviði
betri skil en ég en hún hafði að
mínu viti alla þá eiginleika til að
bera sem prýða mega góðan kenn-
ara. Ég varð líka oft vör við hve
vænt henni þótti um nemendur
sína, bæði þá sem hún var að
kenna svo og gamla nemendur
sem ég hitti stundum með henni á
förnum vegi. Þá gaf hún sér góðan
tíma til að spjalla við þá og var for-
vitin um þeirra hagi. Börn sem
hafa notið væntumþykju Sifjar
eru heppin börn.
Eftir að Sif fór á eftirlaun tók
hún að sér verkefni sem ég veit að
íslenska þjóðin á eftir að þakka
henni fyrir síðar meir. Hún hratt
af stað vinnu með góðu fólki við að
flokka og skrá verk tónskáldsins
síns, til að gera þau aðgengileg
tónlistarfólki, en þar er um þjóð-
argersemar að ræða eins og allir
vita.
Sif var vinmörg og setti svip á
lífið og tilveruna, hún kunni að
gleðja og örva en einnig að hugga
og styrkja. Hún var því gæfusöm,
örlát á vináttuna sem ég naut í rík-
um mæli. Þessir eiginleikar henn-
ar fylla okkur, sem eftir stöndum,
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera henni samferða á lífsleiðinni.
Ég votta Atla Heimi og börnum
Sifjar, þeim Sjöfn, Auðuni Árna
og Eddu Lúvísu, bróður hennar
Sigurði Samúel og ástvinum henn-
ar öllum mína innilegustu samúð.
Blessuð sé minning kærrar vin-
konu.
Ragnhildur Benediktsdóttir.
Langri samveru er lokið á þess-
ari kveðjustund. Þegar við kynnt-
umst bjó Sif á heimili föður síns í
Háuhlíð í Reykjavík, ég leigði hjá
góðu fólki í hlíðinni fyrir neðan,
Hörgshlíðinni. Sif gekk með Sjöfn
og var mikil og ljós yfirlitum í víð-
um Marimekko-kjól, ég var að
ljúka fyrsta ári í háskólanum, það
var sumar og allt var fagurt og
skemmtilegt. Síðan hafa höf og
lönd skilið okkur að, í stað brekk-
unnar, um lengri eða skemmri
tíma og gengið hefur á ýmsu hjá
okkur báðum, eins og er í lífinu, en
vináttutengslin hafa aldrei rofnað.
Fallegt matarborð, hlaðið ótrú-
legustu kræsingum, margir gestir
í kringum borðið, sem þekkjast
ekki endilega vel, en andrúmsloft-
ið ýtir undir fjörugar samræður
um allt á milli himins og jarðar.
Þetta er minning sem ég geri ráð
fyrir að margir vinir Sifjar og
kunningjar tengi við. Með engum
fyrirvara og að því er virtist
áreynslulaust gat hún slegið upp
veislu af minnsta tilefni, auk þess
að finna sér oft tilefni til þess
vegna einstakrar gestrisni sinnar
og þarfar til að hlúa að mönnum
og málefnum.
Við erum ófá, vinir og vanda-
menn, sem bægjum frá okkur
kulda og hrolli með sjölum, trefl-
um og í peysum sem Sif hefur
prjónað. Hún var listamaður á því
sviði. Ég reyndi í upphafi að leika
þetta eftir, en á meðan ég komst
upp að höndum á barnapeysu lauk
hún mörgum flíkum. Peysan mín
lá síðan óhreyfð í 40 ár, en fyrir
stuttu hjálpaði hún mér af stað
aftur og það tókst að ljúka verk-
inu. Hún hafði líka yndi af því að
lesa góðar bókmenntir og að tala
um það sem hún las, njóta tónlist-
ar og annarrar menningar. Mér er
sérstaklega minnisstæð óperuferð
á Svíþjóðarárum hennar; þar sem
við brunuðum frá Uppsölum á
flengreið í óperuna í Stokkhólmi
og rétt náðum inn áður en tjaldið
var dregið frá.
Börnin og barnabörnin voru líf
og gleði Sifjar, en önnur börn
fengu einnig að njóta hennar óeig-
ingjarna faðms. Það kom því
kannski af sjálfu sér að ævistarfið
tengdist börnum. Henni var mjög
hugleikið hvernig staðið var að og
hvernig ætti að standa að kennslu
ungmenna, var ekki alltaf ánægð
með hvernig þeim málum var fyr-
irkomið og reyndi að beita þar
áhrifum sínum. Réttlætiskennd
hennar og samhygð með þeim
sem minna máttu sín var sterk og
ég hef engan þekkt sem sýndi
veikum ættmennum jafn mikla al-
úð og tryggð og hún.
Já, það er margs að minnast
þegar gamall vinur er kvaddur og
erfitt að gera þeim hughrifum skil
í fáum orðum. Megi hún hvíla í
friði og börn og barnabörn finna
huggun í góðum minningum.
Hjördís Hákonardóttir.
Minningabrot um ástkæra vin-
konu:
Þegar ég sá hana fyrst var hún í bláköfl-
óttum kjól,
hún kom frá útlöndum,
frá Ameríku, svo falleg og ég horfði
lengi.
Svo urðum við vinkonur, fjórtán ára
gamlar.
Allt gerðist, allt umhverfðist, tíminn óð
áfram, um stund nam jörðin staðar,
hélt svo áfram eins og ekkert hefði
ískorist.
Alltaf héldum við áfram að vera vinkon-
ur.
Söknuðurinn eftir Sif er sár,
mjög sár.
Sólveig Hauksdóttir.
Æskuvinkona mín er látin eftir
erfið veikindi. Okkur varð fljótt
vel til vina þegar við, 6 ára hnátur,
bjuggum í Eskihlíð 16A og 16B.
Við bjuggum hvor í sínum stiga-
ganginum á sömu hæð og á milli
íbúða skildi aðeins einn veggur
sem við vildum gjarnan láta setja
á hurð. Pabbi minn mundi vel eftir
fyrstu heimsókn Sifjar til mín því
kætin var svo mikil. Við fórum
meðal annars í koddaslag og fiðrið
flaug um herbergið okkur til mik-
illar gleði.
Við vorum heimagangar hvor
hjá annarri öll bernsku- og ung-
lingsárin. Það voru margir at-
burðir sem við upplifðum á sama
tíma. Við eignuðumst reiðhjól og
hjóluðum allan þann dag. Fjöl-
skyldur okkar eignuðust líka bíla
sama daginn. Þau fengu ameríska
„drossíu“; tvílita gula og græna en
við fengum austantjaldsbíl; gráan
Pobeda. Ekki mátti á milli sjá
hvor okkar vinkvennanna væri
ánægðari með þessa nýju farar-
skjóta heimilisins. Við fluttum líka
báðar úr Eskihlíðinni um svipað
leyti í nýbyggð hús en ekki minnk-
aði samgangurinn.
Mér eru þessi ár okkar Sifjar í
Eskihlíðinni sérstaklega kær. Í
minningunni var alltaf sól á sumr-
in. Leikið var úti og inni. Gaman
var að fara í feluleik innan um
risastór steypt rör og stóra steina
í Öskjuhliðinni. Í hæfilegri fjar-
lægð eltum við Imbu, sem rak
kýrnar hans Geira í Hlíð, eftir
Hafnarfjarðarveginum og yfir í
Fossvoginn á túnin þar sem nú er
Landspítali. Við fórum í sunnu-
dagaskóla í bílskúr í Mjóuhlíð og
fengum biblíumyndir. Á sunnu-
dögum var oft farið í Austurbæj-
arbíó klukkan þrjú að sjá Roy Ro-
gers. Þar höfðu strákar
skiptimarkað með „hasarblöð“ en
við söfnuðum hins vegar myndum
af amerískum leikurum og líka
servíettum. Sif eignaðist bróður í
september 1951. Við vorum stund-
um að passa hann og ég man að
hann var mikill gleðigjafi og fjör-
kálfur. Þessar minningar frá
fyrstu árum okkar saman eru að-
eins brotabrot af okkar skemmti-
legu samverustundum. Eftir árs-
dvöl í Bandaríkjunum kom Sif í
bekkinn minn í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Í menntaskóla héld-
um við alltaf vinskapinn og vina-
hópurinn stækkaði. Enn erum við
vinkonurnar með svokallaðan
„saumaklúbb“. Við vorum upphaf-
lega ellefu en nú eru þrjár látnar.
Sumarið 1960 eftir fyrsta vet-
urinn okkar í menntaskóla fórum
við tvær fljúgandi til Kaupmanna-
hafnar og bjuggum um tíma hjá
dönskum vinahjónum foreldra
Sifjar. Þetta var algjört ævintýri
og frjálsræði. Svo sigldum við for-
framaðar heim með Gullfossi
ásamt mörgum skólafélögum, rétt
áður en skólinn hófst í október.
Lúvísa móðir Sifjar var mér
sérstaklega góð, talaði mikið við
okkur vinkonurnar og lagði okkur
lífsreglurnar. Hún sagði okkur
sögur frá veru fjölskyldunnar í
Danmörku, en þar dvöldu þau á
stríðsárunum og þar fæddist Sif.
Dönsk matarmenning var á heim-
ilinu og Lúvísa var góður kokkur.
Það varð mikið reiðarslag þeg-
ar Lúvísa fékk heilablóðfall. Hún
lá í fimm ár á Landspítalanum og
dó í mars 1966 aðeins 51 árs göm-
ul. Þá gekk Sif með Sjöfn, elsta
barnið sitt, sem fæddist í byrjun
júlí. Nærri má geta hvað söknuður
Sifjar eftir móður sinni hefur ver-
ið sár við þessar aðstæður. Litlu
telpunni sinni gaf hún sama nafn
og yngri systir hennar hafði borið,
en hún lést eftir erfið veikindi rétt
þriggja ára gömul.
Sif var með afbrigðum glæsi-
leg, félagslynd, vinsæl, einstak-
lega gjafmild og hjálpsöm. Hún sá
spaugilegar hliðar á mönnum og
málefnum og hafði góða frásagn-
arhæfileika.
Bjartsýn og óttalaus tókst hún
á við sjúkdóminn og af æðruleysi
en varð að lokum að láta í minni
pokann. Ég votta öllum ástvinum
hennar innilega samúð. Hennar er
sárt saknað.
Anna Eymundsdóttir.
Þegar komið er að leiðarlokum
og mín kæra vinkona Sif hefur
kvatt er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að vera vinur
hennar en um leið djúpur sökn-
uður yfir samverustundum sem
ekki koma aftur. Við Sif kynnt-
umst gegnum sameiginlega vini
þegar við báðar bjuggum í Sví-
þjóð, þar sem ég bjó í 5 ár en hún
lengur en við fluttum um svipað
leyti aftur til Íslands og urðum
nánir vinir. Kvöldstundir saman
yfir góðum mat og fjörugum sam-
ræðum var eitthvað sem við sótt-
um stíft í. Oft var liðið fram á eft-
irmiðdag þegar ákveðið var að slá
upp veislu sama kvöld. Einfald-
lega til að vera saman. Og þar var
Sif sannkallaður meistari, matar-
gerð hennar var óviðjafnanleg og
yfir öllu þetta hrífandi, bóhemíska
yfirbragð, sem var hennar sterka
einkenni ásamt hlýju og húmor.
En við hittumst ekki bara yfir
máltíðum heldur ferðuðumst sam-
an í árlegum rútuferðum undir
heitinu Sæluferðir Selmu, þar sem
hálendi Íslands og flestar aðrar
afskekktar byggðir landsins voru
skoðuð í þaula í frábærum vina-
hópi og helst voru börnin með. Við
Sif Sigurðardóttir