Morgunblaðið - 29.05.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þér finnist gaman að gefa öðrum
ráð verðurðu að minnast þess að þú átt ekki
að stjórna lífi annarra. Skyndilega opnast
möguleikar sem þú áttir ekki von á.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er rétti tíminn til að hrinda í fram-
kvæmd þeim áætlunum sem þú hefur svo
lengi unnið að af kostgæfni. Árangurinn mun
ekki láta á sér standa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Rétta lausnin er ekki endilega sú
sem liggur í augum uppi. Þú hefur aldrei ver-
ið þekkt/ur fyrir að fara hefðbundnar leiðir í
lífinu, haltu þínu striki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert svo upptekin/n af ákveðinni
hugmynd að þú getur ekki með nokkru móti
sleppt henni. Námskeið gæti hjálpað þér við
að tileinka þér nýja færni sem sparar þér
tíma.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Við gleymum því oft í sókn okkar eftir
auði og öryggi hvernig við getum lifað í gleði
frá degi til dags. Þótt einhver lofi þér gulli og
grænum skógum gleypirðu ekki við því.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Munið að aðgát skal höfð í nærveru
sálar og það á ekki síst við um þá tíma sem
nú ganga í hönd. Það hriktir í stoðum sam-
bands en ástin sigrar allt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Í dag ættirðu að líta yfir allt sem þú hef-
ur afrekað. Að gera hluti í hálfkæringi eða
með hálfum huga gerir bara lítið úr þér. Þú
sefur ekki nóg.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú verður að skipuleggja hlutina
betur, hvort sem um er að ræða einkalíf þitt
eða atvinnu. Það er aldrei rétti tíminn til að
eignast barn eða íbúð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur meðbyr og átt að not-
færa þér hann til þess að koma áhugamálum
þínum í höfn. Boltinn er í þínum höndum
hvað varðar að taka ákvörðun í deilumáli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þú hljótir ekki verðlaunin sem
þú þráðir mun það gefa þér margt í aðra
hönd að hafa átt hlut að máli. Gamall draum-
ur verður að veruleika.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér býðst óvænt tækifæri til þess
að vinna þér inn peninga í dag. Fólk tekur eft-
ir hversu vel þér líður og þú geislar af ham-
ingju.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst þú ekki í stakk búin/n til að
taka á þig aukna ábyrgð en í raun og veru
ertu það. Notaðu viljastyrk þinn ekki bara fyr-
ir sjálfa/n þig heldur líka í annarra þágu.
Hinir og ég (í aðdraganda kosn-inga),“ skrifar Helgi R. Ein-
arsson:
Er sumir hér djúsa og djamma,
deila, hneykslast og gjamma
í ró og næði
ég ræði og snæði
rófur og sviðakjamma.
Og svo er það „gleymskan“:
Gvendur gamli á Bakka
gleymdi mér alveg að þakka
fyrir það
þegar að
með Þrúði hans eignaðist krakka.
Páll Imsland heilsaði leirliði hvort
heldur það væri í fýlu eða sigurvímu
að lokinni talninganótt og sagði:
„Ég nenni samt ekki að yrkja um
pólitíkina, það er svo mikið af óviti
þar á ferð. Held mig í staðinn við vit-
lausa limrugerð af landanum, smá-
sögur úr ónafngreindu mannlífi“:
Hann röri til fiskjar á fleytu,
sem fúnaði hægt undan bleytu,
er lá hún í nausti
á löngum að hausti
full upp af færum og beitu.
Sigurlín Hermannsdóttir minnir á
hina nýju borgarlínu og segir frá
því að á féssíðunni sinni birtist aug-
lýsing frá Miðflokknum um „já-
kvæða hvata í almennings-
samgöngum“. – „Í bakgrunni var
frýsandi hrossið og allt í einu sá ég
ljósið“:
Í almenningssamgöngum tökum oss tak
því talsvert er mikið í húfi.
Á Skjóna eða Grána oss skellum á bak
eða skeiðum um bæinn á Stúfi.
Útblástursmengunin minnka þá skal
og malbik af götunum hverfur.
Um línu um borgina brátt höfum val
en bílanna enginn er skerfur.
Síðan bætir Sigurlín við: „Verstur
fjandinn að ég hef aldrei kunnað að
sitja hest og er þar að auki búin að
ráðstafa atkvæði mínu!“
Jón Arnljótsson brást skjótt við:
Hafnar bæði línu og lest,
en löngun þessa tónar
Sigurlín að sitja hest
sem að stöðugt prjónar.
Ólafur Stefánsson skrifar á Leir
að í útvarpi allra landsmanna
glumdi fyrir nokkrum dögum svo-
hljóðandi auglýsing um fyrirlestur:
„Gigt og kynlíf, – á það samleið?“:
Náttúran í kroppnum rær og rokkar,
menn reyna eftir megni að gera sitt,
jafnvel þó að gamlir gigtarskrokkar
þeir geti ekki lengur skellt í splitt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gigt, kynlíf og
borgarlínan
„ÞETTA ER NIÐURLÆGJANDI. ÉG ÞARF
EKKI HEYRNARTÆKI.“
„EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG FÁI ÞENNAN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að geta alltaf sæst
eftir rifrildi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HÆ, LÍSA. ÞETTA ER JÓN...
VÆRIRÐU TIL Í AÐ KOMA Í BÍÓ
MEÐ MÉR Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ?
ER ÞAÐ? ...BARA SI
SVONA?
ÞAÐ ÞARF AÐ
VENJAST
ÞESSU SMÁM
SAMAN
ÉG VILDI AÐ ÞETTA VÆRI BARA
MARTRÖÐ! EKKI ÉG! ÉG ÞOLI EKKI
MARTRAÐIR!
FYRIRGEFÐU!
Frá London er símað, að um há-degi á mánudaginn hafi Þjóð-
verjar gert áköf áhlaup og stór-
skotahríð frá Rheims til Soissons,
Locre og Vormezeele.
Frá Berlín er tilkynt að á mánu-
dagskvöldið hafi verið aukin stór-
skotahríð í Flandern, hjá Lys,
Somme, Avre og sunnan við Laon.
Her þýzka ríkiserfingjans hefir
tekið alla hæðina hjá Chemindes-
Dames.
Orusta stendur hjá Aisne.
Frá Wien er tilkynt að Austur-
ríkismenn hafi látið lítið eitt undan
síga hjá Tonale (í Ítalíu).“
Víkverji veit fátt skemmtilegra
en að fletta gömlum dagblöðum og
tíðindin hér að ofan voru síðustu
símfregnir frá Kaupmannahöfn
sem birtust í Morgunblaðinu á
þessum degi fyrir réttri öld, mið-
vikudaginn 29. maí 1918.
x x x
Fleira var í fréttum þennan dag,svo sem þetta:
„Samgöngumálanefnd Ed. flytur
þingsályktunartill. um að skora á
landsstjórnina að stuðla að því, að
Eimskipafélag Íslands taki að sér
rekstur á bátaferðum um Faxaflóa,
eða hlutist til um, að ferðir þessar
komist á annan hátt sem fyrst í
hentugt og trygt horf. Er stjórn-
inni og gefin heimild til þess að
hækka að nokkru styrkinn til
Faxaflóaferða, ef brýn nauðsyn
krefur.“
x x x
Þá voru lesendur hvattir til aðmissa ekki af Tökubarninu og
rógborna prestinum, fallegum og
áhrifamiklum sjónleik í fjórum
þáttum, sem sýndur var í Gamla
bíói um þær mundir.
„Ef þér viljið sjá verulega góða
kvikmynd, sem sýnir yður mjög
viðburðaríkan, undarlegan og
spennandi æfiferil, þá sjáið þetta
sem þér hljótið að horfa hugfangnir
á frá upphafi til enda,“ sagði í aug-
lýsingu á forsíðu blaðsins.
Loks kom fram að Hafnarfjarð-
arbifreiðin nr. 6 færi daglega milli
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
„Uppl. í símanr. 33 í Hafnarfirði og
í Reykjavík hjá S. Kampmann, sími
586.“ vikverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum þínum.
(Sálm: 73.28)