Morgunblaðið - 29.05.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 29.05.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Bolað burt eftir kvartanir í … 2. Ráðist á Hafþór á … 3. Huliðshjálmur á klámvefjum 4. Keyptu fasteignir á Spáni fyrir … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikar á vegum KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, verða haldnir í Iðnó í kvöld kl. 20.30 og bera þeir yfirskrift- ina Konur eru konum bestar – ís- lenskar konur í ljóðlist og tónlist. Á þeim munu Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari flytja efnisskrá með lögum íslenskra kventónskálda við ljóð íslenskra kvenljóðskálda. Tónlistin sem verður flutt á tón- leikunum kemur víða við og á efnis- skránni má finna allt frá náttúrulýs- ingum Jórunnar Viðar yfir í glænýja tónlist eftir ungtónskáldið Sunnu Rán Wonder. Þá munu Hallveig og Hrönn einnig flytja „Hvolf“ eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk sem hún samdi fyrir þær árið 2010, og einnig verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Þuríði Jónsdóttur og Elínu Gunnlaugs- dóttur. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlist- arsjóði og Menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkurborgar og eru samstarfsverkefni KÍTÓN og Iðnó. Konur eru konum bestar í Iðnó  Þjóðlistahátíðin Vaka hefst á morg- un á Akureyri og stendur yfir þar og í nágrenni bæjarins til 2. júní. Á hátíð- inni verður m.a. boðið upp á nám- skeið, tónleika og samspilsstundir og fram koma tónlistarmenn og söngv- arar frá Íslandi, Finnlandi, Noregi, Englandi og Hjaltlandseyjum og dans- hópar frá Íslandi og Noregi. Chris Foster er listrænn stjórn- andi Vöku og dag- skrá hátíðarinnar og frekari upplýs- ingar má finna á vefsíðu hennar, vaka- folk.is. Þjóðlistahátíðin Vaka haldin á Akureyri Á miðvikudag Suðlæg átt, 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaust- antil á landinu og hiti 15 til 22 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s suðvestan- og vest- anlands, rigning eða súld við ströndina. Hiti 8 til 14 stig. Suðaustan 5-10 á Norður- og Austurlandi, léttskýjað og hiti að 20 stigum. VEÐUR Sex stig frá toppi og niður í fallsæti Verða án Söru í mikil- vægum HM-leik LeBron James er á leið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik í áttunda skiptið á jafnmörgum árum eftir að hann bar lið Cleveland Caval- iers á herðum sér einu sinni sem oft- ar í oddaleik Austurdeildarinnar í fyrrinótt. Cleveland lagði þar Boston Celtics á útivelli, 87:79, og leikur til úrslita um NBA-titilinn fjórða árið í röð. »4 Á leið í lokaúrslitin áttunda árið í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Komið hefur verið upp heitum pott- um og búningsaðstöðu í fjöru á Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð og þar útbúin góð aðstaða fyrir sjó- sundsfólk. Aðstæður á þessum slóð- um fyrir sjósund eru allar hinar bestu, fjaran er sendin og grunn og hægt að vaða um 25 metra út þegar lágsjávað er. Þá snýr fjaran mót sól- ríku suðri, en slíkar aðstæður eru sjaldgæfar á Norðurlandi. Það er Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri Ektafisks, sem að þessu stendur með fjölskyldu sinni, en þau reka fyrir veitingastað í þorpinu og hafa raunar gert sitthvað fleira í því skyni að styrkja Hauganes sem ferða- mannastað. Norðlenskt Benidorm „Aðstaðan er góð en vonandi er þetta bara fyrsti áfanginn. Ég tel að hér séu mikil tækifæri fyrir hendi og ef aðsókn verður góð má alltaf bæta við og byggja upp,“ sagði Elvar Reykjalín þegar hann sýndi Morg- unblaðinu aðstæður í sundfjörunni góðu. Heitu pottarnir tveir, sem í rennur vatn úr borholu skammt frá, voru settir upp síðasta haust en bún- ingsklefar og sturtur, sem eru í létt- byggðu timburhúsi, komu fyrir hálf- um mánuði. Þá hefur verið lagður göngustígur efst í fjörukambinum að aðstöðunni og þessa dagana er verið að fínpússa ýmislegt í umhverfinu á þessum stað. „Já, fólk hefur talsvert sótt hingað á Hauganes í sjósund, sem er þó vel að merkja sport sem Íslendingar hafa ekki stundað mikið fyrr en á síðustu árum. En væntanlega gildir hér að góðar aðstæður efli áhugann. Þetta er eiginlega norðlenskt Beni- dorm,“ segir Elvar. Hann fjár- magnar þessa framkvæmd alfarið sjálfur en væntir þess þó að gestir skilji eitthvað eftir í baukum sem komið hefur verið upp á baðstaðn- um. Hauganes hefur komið sterkt inn á síðustu árum sem ferðaþjónustu- staður. Þar er fyrirtækið Whale Watching með aðstöðu og gerir út tvo báta sem fara í hvalaskoðunar- ferðir út á Eyjafjörðinn. Þá koma margir við hjá Elvari í Ektafiski og kynna sér fiskverkun hans og veit- ingastaðinn Baccalá Bar, þar sem saltfiskur unninn á staðnum er áber- andi á matseðlinum. 15 þúsund manns á Hauganesi „Mér þykir óskaplega vænt um þorpið mitt, hér hef ég alltaf búið og vil efla staðinn. Að gera sjávarútveg- inn fólki sýnilegri er mér ákveðin hugsjón og allt spilar þetta vel saman; fiskverkun, hvalaskoðun, veitingastaður, gott tjaldsvæði og nú sjóböðin. Hingað í þorpið koma um 15.000 manns á ári og mun bara fjölga í framtíðinni,“ segir Elvar Reykjalín að síðustu. Sjósund mót sólríku suðri  Glæsileg bað- strönd á Hauga- nesi við Eyjafjörð Sælureitur Elvar Reykjalín við fjöruna á Hauganesi við Eyjafjörð og í baksýn eru heitu pottarnir og búnings- aðstaðan sem komið hefur verið upp. Hægt er að vaða á sendnum botni minnst 25 metra út í sjóinn á þessum slóðum. Ljósmynd/Úr einkasafni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Busl Aðgangur er ókeypis en þess vænst að gestir skjóti klinki í kassann. Ísland verður án Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur í leiknum mikilvæga gegn Slóveníu í undankeppni heimsmeist- aramóts kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvellinum 11. júní en komið er í ljós að hún er með trosnaða hásin og verður frá keppni í fimm til sex vikur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir koma allar inn í hópinn sem býr sig vel undir leikinn næstu tvær vikur. »2 Breiðablik, Grindavík og FH eru jöfn og efst á toppi Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu eftir að FH og Fylkir skildu jöfn, 1:1, í síðasta leiknum í sjöttu umferð deildarinnar í Kaplakrika í gærkvöld. Leikurinn var skemmtilegur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, en jafn- tefli varð niðurstaðan. Toppliðin þrjú eru aðeins sex stigum fyrir ofan fall- sæti í hnífjafnri deild. »3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.