Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 AKTÍVISMI Jane Fonda brennur fyrir frið- armálum og femínisma. Á árum stríðsins í Víetnam var hún öflug í mótmælum gegn stríðinu og hún tók einnig þátt í mótmæl- um og talaði opinberlega gegn stríðinu í Írak. Hún hefur oftsinnis komið fram og talað um kynbundið ofbeldi en sjálf hefur hún sagt frá því kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir, sem barn og á fullorðins- árum. Árið 2005 stofnuðu hún, Robin Morgan og Gloria Steinem Women’s Media Center, sem vinnur meðal annars að því að virkja rödd kvenna í fjölmiðlum og styðja við þátttöku þeirra í opinberri um- ræðu. Fonda tók sér langt hlé frá leik í kringum 1990, eftir að hafa leikið í kvik- myndum í þrjá áratugi en sneri aftur árið 2005 í kvikmyndinni Monster-in-Law sem naut mikilla vinsælda. Hún lék svo á Broad- way árið 2009, i fyrsta sinn frá 2009 og hef- ur leikið í fjölmörgum vinsælum sjónvarps- þáttum síðustu árin, svo sem Newsroom. Fonda ávarpar mannfjölda í Miami 1972 til að mótmæla stríðinu í Víetnam. Femínisti og friðarsinni JANE FONDA fæddist 21. desember 1937. Hún er því nýlega búin að fagna áttræðis- afmæli sínu og margir segja hana á hátindi leikferils síns, með aðalhlutverki sínu í einum vinsælustu þáttum Netflix, gamanþáttunum Grace and Frankie. Í vikunni sýndi HBO- sjónvarpsstöðin nýja heimildamynd um Fonda þar sem hún þykir sýna á sér nýjar hliðar, en sjálf ber hún marga titla; hún er leikkona, rithöfundur, atkívisti, fyrirsæta og líkams- ræktarfrömuður. Fonda er dóttir Frances Ford Seymour sem var af kanadískum yfir- stéttarættum og leikarans Henry Fonda og á einn bróður, Peter Fonda, sem einnig er leikari, og hálfsysturina Pilar Corrias sem á listagallerí í London. Þegar Jane Fonda var 12 ára svipti móðir hennar sig lífi, þremur mánuðum eftir að Henry Fonda sótti um skilnað. Þegar Jane Fonda fór síðar yfir eigur móður sinnar, á full- orðinsárum, kom í ljós að hún hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi átta ára gömul. Jane Fonda sagðist hafa betri skilning á erfiðleikum móður sinnar þegar hún komst að þessu. Faðir hennar giftist þá annarri konu sem var aðeins níu árum eldri en Jane Fonda. Þrátt fyrir erfiðleika sýndi Jane Fonda ung að hún ætlaði sér stóra hluti og var farin að kenna dans aðeins 15 ára gömul. Hún fór einnig snemma að sinna fyrirsætustörfum en leiklistin kom fljótt til sögunnar en eftir að hafa flosnað upp úr menntaskóla í New York, þar sem hún ólst upp, fór hún til Parísar í listaskóla. 21 árs fór hún aftur til Bandaríkjanna og hitti þar leik- stjórann og leikarann Lee Strasberg sem breytti lífi hennar en hann sá hæfileika hennar og hvatti áfram. Fonda hefur sagt að Strasberg hafi verið sá fyrsti í hennar lífi, fyrir utan föður hennar, sem benti henni á að hún væri góð í einhverju yfirhöfuð og hefði hæfileika. Eftir þennan fund vaknaði hún og vissi að hún ætlaði að verða leikkona. Tveimur árum síðar kom hún fram í fyrsta skipti á Broad- way og var tilnefnd til tvennra Tony-verðlauna og birtist í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu það sama ár í Tall Story. Hún lék í fjölda frægra bíómynda árin á eftir og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í fyrsta sinn í They Shoot Horses, Don’t They? árið 1969 og hún hefur tvisvar unnið Óskarsverðlaun fyrir leik, tvisvar BAFTA-verðlaunin og fjórum sinnum hafa Golden Globe-verðlaunin fallið henni í skaut. julia@mbl.is LÍKAMSRÆKT Auk leiksins tengja margir nafn Jane Fonda við víðfræg líkamsræktarmynd- bönd hennar. Sjálf hélt Fonda sér í formi með ballettæfingum en eftir að hún slasaðist á fæti við tökur á The China Syndrome varð hún að hætta dansinum og sneri sér að æfingum sem hent- uðu betur, eróbikk og styrktaræf- ingum, undir leiðsögn Leni Caz- den. Hún útfærði hans æfingar í sínar eigin og litu þær dagsins ljós á vídeóspólum. Þar með byrjaði ferill sem stóð í mörg ár en fyrsta myndbandið kom út 1982 og urðu þau mörg. Áður hafði hún gefið út bók um lík- amsrækt. Í eróbikk eft- ir slys á fæti Líkamsræktarmyndbönd Jane Fonda, 23 talsins, hafa selst í 17 milljónum eintaka. Þau höfðu mikil áhrif á líkamsræktarheiminn. ÁSTIN Jane Fonda giftist fyrsta eiginmanni sín- um, franska handritshöfundinum Roger Vadim, árið 1965 og eignuðust þau eina dóttur. Þau skildu eftir átta ára hjónaband og þremur dög- um síðar gekk Fonda að eiga stjórnmálamann- inn og friðarsinnann Tom Hayden. Þau eign- uðust einn son og ættleiddu stúlku sem var orðin táningur þegar þau tóku hana að sér. Þau skildu, 1991, eftir 17 ára hjónaband og þá giftist hún Ted Turner, stofnanda CNN. Þeirra hjónaband stóð í 10 ár en þau skildu 2001. Fonda hefur ekki gifst aftur en var í löngu sambandi við upptökustjórann Richard Perry. Þau skildu að skipt- um á síðasta ári eftir að hafa ver- ið par í 8 ár. Á lausu frá því í fyrra Áttræð drottn- ing Hollywood Foreldrar leikkonunnar; Frances Ford Seymour og Henry Fonda. ’ Þrátt fyrir erfiðleika sýndiJane Fonda ung að hún ætlaðisér stóra hluti og var farin aðkenna dans aðeins 15 ára gömul Jane Fonda í hlutverki sínu í fyrstu kvik- myndinni sem hún lék í, Tall Story. Jane Fonda á Óskars- verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum. BRÚÐARGJAFA­ LISTINN Á WWW.FAKO.IS Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is SPENNANDI BRÚÐAR­ GJAFIR Jane Fonda ásamt syni, Troy Garity og sonardóttur sinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.