Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 21
Íslensk hönnun verður í hávegumhöfð í Kaupmannahöfn í næstuviku en þá verða opnaðar tvær sýningar þar sem íslenskri hönnun verða gerð skil. Tilefnið er aldar- afmæli fullveldisins og það eru Hönnunarmiðstöð Íslands og sendi- ráð Íslands í Kaupmannahöfn sem standa að viðburðunum. Annars vegar er það sýning í samstarfi við Illums Bolighus við Amagertorv og er sú sýning part- ur af hönnunarviðburðinum 3daysofdesign sem stendur frá 24.-26. maí. Á þeirri sýn- ingu eiga verk 13 íslenskir hönnuðir úr ýmsum áttum verk en sýnendur eru AGUSTAV, Fólk Reykjavík, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Marý, Bjarni Sigurðsson, Skata, Dögg Design, Berlinord, Anna Thorunn, Fuzzy, Færið, Bryndís Bolladóttir, Þórunn Árnadóttir og Kjartan Óskarsson. Sýningaropnun hefst klukkan 15 og stendur til 18 en hér til hliðar má sjá nokk- ur af þeim verkum sem til sýnis verða í Illums Bolighus. Hins vegar er það sýning í Sendiráði Íslands í Kaupmanna- höfn sem ber yfirskriftina Fáni fyrir nýja þjóð. Á sýningunni get- ur að líta úrval hugmynda að þjóðfána Íslendinga sem bárust fánanefnd árið 1914 þegar aug- lýst var eftir tillögum frá almenn- ingi að íslenskum þjóðfána. Nefndinni bárust 28 hugmyndir, flestar í rituðu máli en ein tillagn- anna er núverandi þjóðfáni Ís- lands. Grafíski hönnuðurinn Hörður Lárusson umbreytti þessum tillögum í mynd- rænt form og voru þær gefnar út á bók af Crymogea árið 2014 en á sýningunni má meðal annars sjá óhefðbundinn fána teiknaðan af Jóhannesi Kjarval. Á sýningunni verð- ur einnig frumsýndur fáni sem var teiknaður og saumað- ur eftir lýsingu Kristjáns tíunda Danakonungs en þær hugmyndir hans fundust nýlega í dagbókarfærslum hans. Sýningin verður opnuð 23. maí í Sendiráði Íslands Í Kaupmannahöfn kl. 16.30 og stendur til 5. september. Íslensk hönnun í Kaupmannahöfn Tvær sýningar tengdar íslenskri hönnun verða opnaðar í Kaup- mannahöfn í tilefni af aldarafmæli fullveldisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Dögg Guðmunds- dóttir (1970), iðn- og vöruhönnuður, lærði iðnaðarhönnun í Isti- tuto Europeo di De- sign í Mílanó og tók mastersgráðu í hönnun frá Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmanna- höfn. Dögg býr og starfar í Kaup- mannahöfn en verk hennar, sem eiga það gjarnan sameiginlegt að geta gegnt mörgum hlutverkum, eru undir sterkum áhrifum ís- lenskrar náttúru og handverks, með náttúrulegum efnum og formum. Dögg hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, má nefna að hægindastóll hennar Fifty hlaut Wallpaper- verðlaunin 2013. Dögg hefur rekið eigin hönnunarstúdíó, Dögg De- sign, frá 2002 en einnig unnið vörur sínar í samstarfi við alþjóða- framleiðendur svo sem Norr11, Ligne Roset og BSweden. Í vöru- línu hennar, Roots, er m.a. að finna afar fjölbreyttar vörur, m.a. litríka og skemmtilega kerta- stjaka, borð, snaga og bakka. Kertastjakar úr hinni litríku ROOTS vörulínu Daggar. Fjölnota litadýrð 20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Ragna Ragnars- dóttir (1988) iðn- hönnuður útskrifaðist úr Ensci Les Atelier í París árið 2016 en útskriftarverkefni hennar var valið af dómnefnd til að taka þátt í Design Paride þar sem hún hlaut við- urkenningu fyrir fram- úrskarandi hönnun. Sjálf hefur Ragna sagst vinna einhvers staðar milli hönnunar, handverks og myndlistar og bera verk hennar þess merki, eins og kertastjakar hennar sem vísa í pláneturnar og vasar sem minna um leið á skúlptúra. Ragna hannar meðal annars vasa, bekki, kertastjaka og borð og litir eru allsráð- andi en þar sem hún er frekar nýútskrifuð er ekki langt síðan almenningur fór að sjá verk hennar á markaðnum. Stjarna á uppleið Kertastjakar Rögnu hafa vakið mikla athygli. Þórunn Hann- esdóttir (1982) vöru- og iðnhönn- uður lærði í í Cent- ral St. Martins Coll- ege of Art and Design í London og útskrifaðist þaðan 2008. Hún er stofnandi og fram- kvæmdastjóri hönnunarfyrirtæk- isins Færið sem stofnað var 2009 og hefur hannað vörur sem hafa hlotið fjölda viður- kenninga, þar á meðal stál- borðin Berg sem fengu silfur- verðlaun London Design Awards. Borðin hafa vakið mikla at- hygli og birst í þekktustu tíma- ritum heims. Húsgögn og gjafa- vöru frá Færinu má finna víða á íslenskum heimilum, margir kannast við glasabakkana í formi Íslands og textílvöru Þór- unnar. Borðin Berg eru sterkbyggð úr stáli og eru notuð bæði innan- og utandyra. Borðin slógu í gegn Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Tilboðin gilda frá 17.–19. maí 2018 eða á meðan birgðir endast. ODON La-z-boy hægindastóll. Brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 84 × 95 x 107 cm. 54.995 kr. 109.990 kr. AFSLÁTTUR 50% KIRUNA Horntungusófi. Hægri eða vinstri. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 236 x 200 x 78 cm 125.993 kr. 179.990 kr. AFSLÁTTUR 30%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.