Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 37
ingu Das Cabinet des dr. Caligari kom út önnur hryllingsmynd í Þýskalandi sem þykir ekki síðri. Nosferatu, eine Symphonie des Grauens er mynd um vampíru sem Max Schreck þótti leika með ein- stökum tilþrifum. Einn af gull- molum þöglu myndanna.  The Night of the Hunter frá 1955 í leikstjórn Charles Laughton fjallar um óhugnanlega morðingja sem ógnar einkum börnum en hann giftist ekkju sem á barnahóp. Myndin fjallar um baráttu góðs og ills en aðalpersónan er með tattú á fingrum sem mynda orðin „ást“ og „hatur“. Líklega með fyrstu skipt- um sem slík tattú, sem algeng eru í dag, sjást. Með aðalhlutverk fara Robert Mitchum, Shelley Winters og Lillian Gish.  Ein af betri hrollvekjum síðari tíma er frá 2008, Låt den rätte komma in, sem byggð er á sam- nefndri bók sænska rithöfundarins John Ajvide Lindqvist. Myndin minnir um margt á vampírumynd þótt hún sé alls ekki hefðbundin sem slík. Hún segir frá 12 ára strák, Oskar, í Stokkhólmi sem býr við lélegt atlæti heima við og er strítt í skóla. Hann kynnist stúlku, Eli, sem verður vinkona hans, hvetur áfram og styrkir. Eli þolir illa sólskin og hefur litla mat- arlyst og þarf að drekka blóð ann- arra til að lifa af. Að þessu kemst Oskar og þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Með betri hryllingsmyndum síðari tíma fjallar um sænska 12 ára vampíru. Mia Farrow var engri lík í Rosemary’s Baby. Í byrjun júní er hálf öld frá því myndin var frumsýnd. Úr hinni óhugnanlegu mynd The Night of the Hunter frá 1955. 20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Stelpunum í Spice Girls var aldrei boðið að troða upp með söng í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle. Þetta sagði Mel C í viðtali við ástralska útvarpsþáttinn Fitzy & Wippa í vikunni. Þetta kemur þvert á það sem nafna hennar, Mel B, sagði frá fyrr á árinu, að öllum Spice Girls stelpunum væri boðið, sem grúppu og gaf í skyn að þær myndu syngja. Heimildir vefsíðunnar Contact music herma hins veg- ar að aðeins þremur kryddstúlkum sé boðið í brúð- kaupið, Victoriu Beckham, Emmu Bungon og Geri Hor- ner. Mel C sagði í viðtalinu í útvarpsþættinum að hún væri heldur fúl yfir þessu, að hljómsveitin hefði ekki verið fengin til að skemmta, hún þekkti Karl Bretaprins ágætlega og hann væri alltaf hinn ljúfasti við hana. Stóð aldrei til að syngja Spice Girls koma ekki fram í konunglega brúðkaupinu. Morgunblaðið/Golli SJÓNVARP Einir vinsælustu þættir Netflix; 13 Reasons Why hafa nokkuð verið gagn- rýndir vegna umfjöllunarefnisins en þættirnir segja sögu 17 ára gamallar stúlku sem skráir atburði lífs síns á hljóðupptökur áður en hún sviptir sig lífi. Skólayfirvöld víða hafa sent foreldrum bréf samkvæmt frétt Telegraph og látið í ljós áhyggjur af því að þættirnir séu hættulegir ungu fólki og hvetji jafnvel til sjálfsvíga. Pistlahöfundur Telegraph birti langan pist- il um þættina á föstudag sem ber yfirskriftina: Það eru fleiri en 13 ástæður fyrir því að sjálfs- morðsdrama Netflix er hættulegt unglingum. Stórhættulegt unglingum Pistlahöfundur Telegraph fer hörðum orðum um 13 Reasons why. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.