Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 18
L átið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði! Svo mælti séra Friðrik Friðriksson, hinn nafntogaði æskulýðsleiðtogi og einn merk- asti maður Íslands á sinni tíð, í er- indi við vígslu fótboltasvæðis KFUM á Mel- unum í Reykjavík 6. ágúst 1911. Hafa þessi fleygu orð hans iðulega verið rifjuð upp á síð- ustu áratugum og jafnan þótt eiga mjög vel við, enda sígild. Fótboltafélag KFUM var stofnað 11. maí 1911 en breytt síðar sama ár í Val. Er gjarnan talað um séra Friðrik sem föður Vals. Hann stofnaði KFUM 1899, kom einnig að stofnun skátafélagsins Væringja 1913 og stofnun Hauka í Hafnarfirði 1931. Friðrik Friðriksson fæddist á Hálsi í Svarf- aðardal 25. maí 1868 og um næstu helgi verða því liðin 150 ár frá fæðingu hans. Fjölmargir af elstu kynslóð núlifandi Íslendinga minnast Friðriks en hann er í raun nær yngri kyn- slóðum en margur hyggur, bæði sakir fé- lagssamtakanna sem hann átti þátt í að stofna og ekki síður vegna styttunnar á horni Amt- mannsstígs og Lækjargötu! Þar situr gamli maðurinn og fylgist með mannlífinu; ekki er algengt að styttur séu reistar af mönnum meðan þeir lifa, en listaverk Sigurjóns Ólafs- sonar var afhjúpað 1955, á 87 ára afmæli æskulýðsleiðtogans, sem lést fimm árum síð- ar. „Öll mín sál sem í uppnámi“ Þórarinn Björnsson guðfræðingur rifjar upp í Lesbók Morgunblaðsins 1993, er 125 ár voru frá fæðingu Friðriks, að hann hélt 25 ára til Danmerkur og innritaðist í læknisfræði við Háskólann á Kaupmannahöfn, haustið 1893. „Í janúarmánuði 1895 varð honum það á að álpast ofan í kjallaraholu í miðbæ Kaup- mannahafnar þar sem haldinn var fundur fyr- ir nærri 300 unglingsdrengi í félagsskap sem nefndi sig KFUM, Kristilegt félag ungra manna.“ Þórarinn vitnar svo í skrif séra Friðriks, í æviminningum hans: „Við komum þar inn, og var kliður eins og í rjettum. Þar var fullt af drengjum, voru sumir að tefla, sumir að skoða myndablöð, sumir að ganga saman og tala. Jeg varð alveg forviða yfir þessari sýn … Aldrei hafði mjer dottið í hug að hægt væri að safna saman á kristi- legum grundvelli svo mörgum Kaup- mannahafnar-drengjum af svo ólíkum stjett- um … Þegar jeg kom heim um kvöldið, var öll mín sál sem í uppnámi; jeg sá fyrir mjer þennan drengjaskara, og söngur þeirra hljómaði mjer enn fyrir eyrum. Fyrir sálarsýn minni reis upp herskari af slíkum sveitum í þjónustu hins mikla konungs, og jeg hugsaði mjer hvílíkur kraftur það væri ef þessi aldur gæti unnist fyrir málefni Krists. Jeg fann hjá mjer brennandi löngun til að vera með í slíku starfi og bað guð um leiðbein- ing, ef hann gæti notað mig í þjónustu sína í einhverju horninu á sínum mikla akri.“ Þórarinn tekur svo til orða að frá þessari stundu hafi verið útséð um nám Friðriks í Kaupnannahöfn. Hann „gaf sig heilshugar að starfinu meðal drengjanna í KFUM og fyrr en hann hugði virtist Guð hafa útvalið honum vænan skika „á sínum mikla akri“. Eftir harða innri baráttu ákvað Friðrik að halda heim til Íslands og freista þess að koma þar á fót starfi í nafni KFUM. Kvöldið áður en hann sigldi kvaddi Friðrik vini sína í aðaldeild KFUM í Kaupmannahöfn. Þar voru tekin samskot sem dugðu fyrir farinu heim og vel það.“ Eftir fjögurra ára dvöl ytra kom Friðrik heim til Reykjavíkur en fór sér í engu óðslega við að hefja skipulagt félagsstarf í anda KFUM. Innritaði hann sig í Prestaskólann en var fljótlega farinn að vinna fyrir sér með kennslu. Vildi hann ávinna sér traust ungra sem aldinna, eins og Þórarinn orðar það í Les- bókinni. „Tilburðir hans í þá átt voru þó stund- um teknir með fyrirvara. Árni Árnason læknir lýsir þeirri reynslu sinni á skemmtilegan hátt: Mér er það í minni, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Það var sumarið 1898 og var ég þá „mjólkurpóstur“ frá Skildinganesi. Ég var staddur í Austurstræti með mjólkurílátin, þeg- ar ungur maður, svarthærður og með svart al- skegg, víkur sér að mér og ávarpar mig mjög vingjarnlega, spyr mig að heiti, hvaðan ég sé og því um líkt. Síðan hvarf hann burt, en ég stóð eftir og vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið … Annað eins og þetta var alveg óvenjulegt í þá daga.“ Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur og- formaður KFUM í hálfa öld, varð fyrir svipaðri reynslu sem unglingspiltur. „Það hefur víst ver- ið þessi hálfvitlausi stúdent, sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn,“ var skýringin sem Bjarni fékk þegar hann greindi skólafélaga sínum úr Latínuskólanum frá atvikinu. Matthías Johannessen, blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar ritstjóri þess til ára- tuga, birti samtal við séra Friðrik í blaðinu um hvítasunnuna 1958, í tilefni af níræðisafmæli æskulýðsleiðtogans. Vildi verða kennari eða læknir Hér er gripið niður í samtalinu, þar sem gamli maðurinn púaði vindlareyk út í stofuna. „ – Vindlar! Jú auðvitað, ég reyki mikið ennþá, ég er breyskur og hef alltaf verið. Ég er svo sem enginn dýrlingur, máttu vita. Annars er alltaf verið að gefa mér vindla og meðan ég reyki úr kassanum frá einhverjum vina minna, þá hugsa ég alltaf hlýlega til hans og stundum jafnvel með fyrirbænum. En það máttu ekki hafa eftir mér, því að ég á nóg af vindlum. Svo brosir hann og ég virði hann fyrir mér, þakk- látur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera í návist hans stundarkorn, hlusta á þessa djúpu, persónulegu rödd og horfa í þetta andlit, þetta postullega andlit. Við fórum að tala um ævisögu hans, sem hann hefur bæði samið á dönsku og íslenzku og hann spurði, hvort ég vildi ekki lesa fyrir sig nokkra kafla úr Undirbúningsárunum. Mér þætti gaman að rifja þá upp, sagði hann. Ég er búinn að gleyma, hvað ég skrifaði. Svo las ég nokkrar glefsur og hann hlustaði með and- agt. Það var skemmtileg stund: – Ef ég hefði vitað, að þetta yrði bók, hefði ég skrifað miklu ýtarlegar um ýmsa þætti í lífi mínu. En ég vissi ekki annað, þegar Þorsteinn Gíslason bað mig um að hripa þetta niður, en það ætti einungis að birtast í Óðni og hvergi annars staðar. En þetta er samt ekki svo afleitt, finnst þér það?“ Síðar skrifar Matthías: „Þú átt marga drengi, séra Friðrik, sagði ég. Já, þeir eru orðnir mörg þúsund, bæði hér á landi, í Danmörku og í Ameríku. En ég hef aldrei eignazt son sjálfur. Ég hef aldrei reynt neitt til þess. Var alltaf hræddur um, að það yrði stelpa! Mig langar til að tala við þig um drengina þína, sagði ég. Drengina mína, já. Ég var mjög ungur, þegar ég fann stoð og styrk í handleiðslu guðs og snemma vaknaði hjá mér sú löngun að leiðbeina öðrum og þá fyrst og fremst ungum drengjum á hans fund. Þegar ég var 10 ára, fluttist ég að Svínavatni á Ásum. Faðir minn hafði tekið að sér að reisa nýja kirkju þar og langaði til að hafa fjölskyldu sína hjá sér og fékk því húsmennsku þar. Þau þrjú ár, sem við bjuggum á Svínavatni, var ég oft á Tindum hjá ömmubróður mínum Jónasi Erlendssyni. Þar var smaladrengur, 15 - 16 ára gamall sem var ákaflega orðljótur og blótaði mikið. Ég fór eitt sinn með hann suður fyrir vallargarð og benti honum á, að svona munnsöfnuður leiddi til glöt- unar og líklega hef ég sagt honum, hvar hann mundi hafna, ef hann héldi þessu áfram. En hann brást reiður við og barði mig. Þetta er kannski fyrsta tilraunin í þá átt að leiða aðra til einhvers betra. Það hefur verið mitt ævistarf síðan. – Þó ég hafi orðið prestur, þá langaði mig Í þjónustu hins mikla konungs Friðrik Friðriksson fæddist á Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868 og um næstu helgi verða því liðin 150 ár frá fæðingu hans. Fjöl- margir af elstu kynslóð núlifandi Íslendinga muna séra Friðrik og minnast hins mikla æskulýðsleiðtoga með mikilli hlýju. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Séra Friðrik með bikar, eftir fyrsta sigur Vals - þegar 2. flokkur sigraði í haustmóti Reykjavíkur 1919. Magnús Guðbrandsson, formaður Vals og þjálfari liðsins, er lengst til vinstri. Séra Friðrik segir í endurminningum sín- um, Starfsárin III, að hann hafi kviðið fyr- ir 50. afmælisdeginum, 25. maí árið 1918, og hefði helst langað að fara eitthvað úr bænum, en vinur hans hafi hreint og bannað honum það. „Ég vissi að þeir ætluðu að gera eitt- hvað mér til sæmdar. Það komu til mín tveir menn og sögðu mér að það væru sumir bæjarmenn að hugsa um að halda mér samsæti niður á Hótel Ísland. Ég sagði þeim að fyrir mér mættu þeir halda sér veislu og éta og drekka, en þeir mættu ekki ætlast til að ég kæmi þangað. Svo féll það úr sögunni.“ Séra Friðrik segir á sama stað: „Ég var spurður að því í trúnaði, hvern- ig mér litist á að verða heiðursborgari. Það leist mér illa á, því að ég þóttist sjá í anda, hve óviðeigandi það væri að sjá „heiðursborgara“ höfuðstaðarins vera snöggklæddan að hamast með strákum suður á fótboltavelli eins og unglings- strákur. Mér fannst að með því að fá slíka sæmd væri ég dæmdur til að haga mér „settlega“ og framganga virðulega og vel búinn á strætum úti. En ég sagði: „Það besta, sem bæjarstjórnin gæti gert fyrir mig, væri það að gefa mér til eignar eða þá til fullrar erfðafestu Valsvöllinn á mel- unum. Því bæjarstjórnin hafði veitt okkur völlinn til fullra umráða og afnota svo lengi sem bærinn þyrfti ekki að halda á honum til sinna þarfa“. Vildi ekki verða heiðursborgari MINNING 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.