Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 16
„Framan af var þetta spurning um að hafa í sig
og á. Ég gerði búninga og vann í leikhópum áð-
ur en ég fór í leiklistarskólann og svo eftir út-
skrift buðust mér engin hlutverk og þá fór ég að
gera leikmyndir. Gerði leikmyndir fyrir stór-
sýningarnar Fame og Grease og það var heil-
mikil áskorun. Ég bý að allri þessari ólíku
reynslu í dag. Ég fór líka að skrifa og reyna að
viða að mér þekkingu í dramatúrgíu, sem okkur
vantar eiginlega gott íslenskt orð yfir, en snýr
meðal annars að uppbyggingu leiktexta, en
þetta hjálpaði mér mikið í vinnunni sem leikari.
Sumt gerði ég á sínum tíma af nauðsyn og ann-
að af forvitni en svo fór þetta að næra hvað ann-
að. Að hafa verið aðeins í öllu. Svo bauð Gísli
mér að vera með í Rómeó og Júlíu Vesturports
og það ævintýri allt saman hófst og leikara-
starfið tók dálítið yfir. Ég hélt samt alltaf áfram
að skrifa, tók þátt í því að gera fyrstu seríuna af
Ófærð, skrifaði fjölmargar leikgerðir, ein sex
kvikmyndahandrit og núna í seinni tíð hef ég
fengið þónokkur tækifæri til að leikstýra. Og þá
kemur þetta allt heim og saman. Ég hef mikla
ánægju af því.“
Hvað er það við leikstjórnina sem heillar, er
það að fá að stjórna öðrum?
„Já, nei, það er sko örugglega ekki að stjórna
öðrum. Ég er meira og minna búinn að gefast
upp á því að reyna að stjórna öðru fólki. Svo er
það eiginlega ekki rétt að leikstjóri stjórni. Verk-
stjórnin sjálf er svo lítill hluti af þessu öllu. Hlut-
verk leikstjórans eins og ég sé það er fyrst og
fremst að örva sitt samstarfsfólk; fá alla aðstand-
endur til þess að líða vel, finna öryggi í því sem
þeir eru að gera svo það besta í þeim geti
blómstrað. Leikarastarfið gengur svo mikið út á
það að byggja upp sjálfstraust. Finna leið til að
túlka persónu sína á sannfærandi hátt, innanfrá
og út á við. Leið sem maður getur skilið með
haus og hjarta og staðið með, fyrir utan allt þetta
praktíska, muna textann og standa berskjald-
aður uppi á sviði. Ég veit af eigin raun að maður
getur verið dálítið umkomulaus sem leikari, það
er stöðugur efi í öllu sem maður gerir, nauðsyn-
legur. En ef maður hefur á tilfinningunni að leik-
stjórinn treysti manni ekki fyrir því að finna
réttu leiðina, er eiginlega útilokað að maður finni
hana. Þannig að ég lít miklu frekar á mitt starf
sem leikstjóri sem einhvers konar leikörvari.
Eða leikhvíslari. Ég reyni að vera ekki að ýta
fólki heldur vil að hver og einn finni sinn eigin
farveg í samhengi við verkið og uppsetninguna,
þá geta töfrarnir gerst og allt lifnað við.“
Ólafur er fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu en er
í góðfúslega veittu tveggja ára leyfi til þess að
sinna öðrum verkefnum.
„Hjarta mitt slær með leikhópi Þjóðleikhúss-
ins þar sem ég hef unnið sem leikari síðasta ára-
tuginn og rúmlega það, en það slær líka hér í
Borgarleikhúsinu þar sem ég hef komið að fjöl-
mörgum sýningum og það slær líka með Vest-
urportshópnum og reyndar líka fyrir norðan
þar sem ég tókst á við mitt fyrsta stóra hlutverk
og var að leikstýra síðasta vor. En ég er kannski
ekkert alveg hættur að leika, en ég fæ alveg jafn
mikið út úr því að sjá aðra leika og örva þá,“
segir Ólafur.
Leikarastarfið er hugsjónastarf
Hlutverk leikarans er margþætt að sögn Ólafs.
„Leikarar eru yfirleitt næmt fólk sem hefur
áhuga á mannlegu eðli og mannlegum sam-
skiptum. Þeir vilja líka, svona almennt séð, búa
til betri heim; þeir vilja að fólki, okkur, líði betur,
að við fáum innsýn inn í eðli okkar og náungans,
sjáum lífið í nýju ljósi. Þetta er hugsjónastarf.
Við erum að vekja bræður okkar og systur til
umhugsunar og láta þau spyrja: Er það svona
sem við viljum hafa hlutina? Hvar ert þú stadd-
ur, kæri vinur, í þinni vegferð? Er þetta kannski
eitthvað sem gæti reynst þér lærdómsríkt, þessi
kvöldstund hér? Eða ertu kannski þreyttur og
hefur þörf fyrir að láta skemmta þér? Eða má
kannski minna þig á að vera þakklátur í lífinu?
Þetta er hugsjónastarf, já. Meðal annars.“
Er fjallað um hugsjónir í myndinni Kona fer í
stríð?
„Já, eins og ég sagði, Benni vildi gera mynd
sem bjargaði heiminum smá. Það blasa við okk-
ur risastór verkefni, mannskepnunni. Hvernig
við getum haldið áfram að vera til í sátt við jörð-
ina sem við búum á. Hvernig getum við varð-
veitt hana? Og framtíð afkomenda okkar. Sumir
segja að tími aðgerða sé jafnvel liðinn. En jafn-
vel þótt svo væri, þá verðum við samt að gera
eitthvað. Og þetta er kannski mynd sem fjallar
um það að finna kraftinn inni í sér. Gefast ekki
upp, gera það sem maður getur, hvert einasta
handtak í rétta átt hjálpar. Það eru ýmis öfl sem
hafa hagsmuna að gæta og vilja að ekkert verði
gert. Það þarf að setja stór og mikil spurning-
armerki við ýmsa hluti, og svo þarf maður líka
að vera til og njóta þess á sama tíma,“ segir
Ólafur.
„Kona fer í stríð er einlæg mynd sem ég held
að geti snert við okkur öllum.“
Kom næstum nakinn fram
Það er auðvitað ekki langt að sækja hæfileik-
anna og áhugann en foreldrarnir Egill og Tinna,
eru bæði landsþekkt fyrir leik og söng, auk þess
sem amma hans Herdís Þorvaldsdóttir var ein
ástsælasta leikkona landsins. Leiklist hefur því
fylgt Ólafi frá blautu barnsbeini.
„Mig langaði ekkert alltaf að verða leikari,
það var svona fram og tilbaka. Ég tók þátt í
mörgum leiksýningum sem barn og fór oft með
foreldrum mínum í vinnuna og sá ýmsar sýn-
ingar, stundum margoft. Mamma og pabbi léku
bæði í Vesalingunum og bæði í Gæjar og Píur,
og þá var stundum erfitt að fá pössun, þó þau
hafi vissulega átt góða að. Ég fékk að kynnast
ömmum mínum og öfum vel, sem er mér ómet-
anlegur fjársjóður, og föðursystir mín Ragn-
heiður og maðurinn hennar Pjetur Maack hlupu
líka undir bagga og eru eiginlega skáforeldrar
okkar systkinanna, gott fólk og hjartahlýtt.“
Ólafur segist leita mikið til foreldra sinna og
leiklistin sé alltaf mikið rædd á heimilinu. Bróð-
ir hans Gunnlaugur er ballettdansari í Svíþjóð
þannig að flestir í fjölskyldunni hafa staðið á
sviði.
„Þetta er fjölskyldufag. Við sjáum mikið leik-
hús og tölum mikið um það. Ég vissi nokkurn
veginn hvað ég væri að fara út í þegar ég sótti
um leiklistarskólann. Ég sá þetta ekkert í nein-
um hillingum. Ég vissi að þetta væri mikil vinna
fyrir lítinn pening. Vinnutíminn er ekki sérlega
fjölskylduvænn og það er mikil binding í þessari
vinnu. Bæði dag frá degi, en sýningardaga er
maður yfirleitt alveg undirlagður, og líka til
lengri tíma. Leikarar eiga yfirleitt frí um páska
og þegar leikhúsin loka á sumrin, en yfir vet-
urinn er maður yfirleitt bundinn í báða skó. Ef
þú ferð til leikhússtjóra og biður um frí, jafnvel
með marga mánaða fyrirvara, svarar viðkom-
andi yfirleitt fullur hluttekningar: „við verðum
bara að sjá til.““
Ólafur Egill lék í fyrsta sinn á móti föður sínum Agli Ólafssyni í Túskildingsóperunni sem sýnd var í
Þjóðleikhúsinu árið 2005. Það lá eftirvænting í loftinu í sminki hjá Árdísi Jónu Bjarnþórsdóttur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Morgunblaðið/Sverrir
Rómeó og Júlía sló í gegn í
Borgarleikhúsinu og var leik-
urum vel fagnað eftir frum-
sýningu. Lengst til hægri á
myndinni má sjá hjónin Nínu
Dögg Filippusdóttur og Gísla
Örn Garðarsson, sem fara
með hlutverk elskendanna.
Við hlið þeirra eru m.a.
Ólafur Egill Egilsson, Vík-
ingur Kristjánsson, Árni Pét-
ur Guðjónsson, Ingvar E.
Sigurðsson og Margrét Vil-
hjálmsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart
Ólafur Egill fékk Grímuna, íslensku leiklistar-
verðlaunin, árið 2005. Var hann valinn leikari
ársins fyrir Óliver hjá Leikfélagi Akureyrar og
fyrir Svarta mjólk í Þjóðleikhúsinu.
Ólafur Egill kom Esther Taliu heldur bet-
ur á óvart og var búinn að skipuleggja
óvænt brúðkaup. Þau giftu sig á Café
París í sameiginlegu fertugsfmæli þeirra.
Ólafur Egill var
á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes
fyrir stuttu þar
sem myndin
Kona fer í stríð
var frumsýnd.
Hér er hann
með Irynu
Danylejko söng-
konu sem leikur
veigamikið hlut-
verk í myndinni.
Ljósmynd/Brynjar Snær Þrastarson
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018