Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 19
miklu meira til að vera kennari eða læknir. Mér
fannst ég hafa betra tækifæri til að leiða aðra,
ef ég yrði t.d. læknir, og ég er enn þeirrar skoð-
unar, að trúaður læknir gæti unnið ennþá betra
starf í þágu einstaklinganna en góður prestur.
Það er alltaf hægt að segja um prestinn, að
hann prédiki kristni, af því það sé hans lifi-
brauð, en það er ekki hægt að segja um kenn-
arann eða lækninn.“
Matthías nefnir að á meðan samtali þeirra
Friðriks stóð „voru drengirnir alltaf að koma
og heilsa upp á gamla manninn. Þeir voru á öll-
um aldri, en það var sama, hvort þeir voru
fimmtugir eða fimm ára, hann átti í þeim hvert
bein og fagnaði þeim með föðurlegri hlýju. Þeg-
ar þeir komu að tala við hann um afmælið, sagði
hann: – Það er aðeins eitt, sem ég tek fram. Það
verður ekkert úr afmælinu, ef ég verð dáinn
fyrir hvítasunnuna. Þegar vöflur komu á þá
vegna þessara ummæla, bætti hann við: – Jú,
við verðum að gera ráð fyrir því að svo geti far-
ið. Annars hlakka ég mest til 2. í hvítasunnu.
Hvað er þá, spurðu þeir. Nú, þá er afmælið bú-
ið, svaraði hann, og við hlógum allir.“
Séra Friðrik á heimili hans í KFUM
nokkrum dögum fyrir níræðis-
afmælið 1958. Hann situr í „stóln-
um sínum“ sagði í texta undir mynd
Ólafs K. Magnússonar með samtali
þeirra Matthíasar Johannessen sem
birtist í blaðinu hvítasunnuhelgina.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Séra Friðrik á hestbaki ásamt Charles Ch. Fermaud, framkvæmdastjóra Heimssambands KFUM, til
vinstri, 1902 þegar Fermaud kom til Íslands til að hjálpa við skipulag KFUM. Konan hægra megin er
Kristín Friðriksdóttir systir Friðriks, amma Kristínar Ingólfsdóttur síðar hálskólarektors.
’Hann brást reiður viðog barði mig. Þetta erkannski fyrsta tilraunin íþá átt að leiða aðra til
einhvers betra. Það hefur
verið mitt ævistarf síðan
Séra Friðrik. Mynd tekin í Reykjavík árið 1906
þegar Friðrik var tæplega fertugur að aldri.
Séra Friðrik ásamt félögum í Lúðrasveit KFUM sem stofnuð var árið 1912 og starfaði í nokkur ár.
20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Í tilefni þess að 150 ár eru frá fæðingu
séra Friðriks standa Karlakórinn Fóst-
bræður, Knattspyrnufélagið Valur,
KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagið
Haukar og skátarnir fyrir ýmsum at-
höfnum.
Fimmtudaginn 24. maí kl. 20.00 verð-
ur 25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu á
íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda.
Föstudaginn 25. maí, á fæðingardegi
séra Friðriks, verður lagður blóm-
sveigur við styttuna af honum í Lækj-
argötu kl. 12.30. Sama dag kl. 17.00
verður formleg opnun Fjóssins á Hlíð-
arenda eftir endurbyggingu og kl. 17.30
hefst 5 km hlaup kennt við séra Friðrik í
Laugardal; upphaf og endamark hjá
KFUM og KFUK, Holtavegi 28.
Að kvöldi föstudagsins 25. maí kl. 20
hefst hátíðarsamkoma í Lindakirkju.
Þar kom fram kórar ýmissa félaga-
samtaka sem séra Friðrik tengdist auk
þess sem kvikmynd um hann verður
frumsýnd.
Sunnudaginn 27. maí kl. 11.00 hefst
helgistund við Kaldársel og kl. 14.00
sama dag verður vígsluhátíð í Vatna-
skógi, þar sem Birkiskáli II verður vígð-
ur og verklokum fagnað.
Fjölbreytt dagskrá