Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Minnisvarði um vesturfarann og þjóðskáldið Stephan G. Stephansson er á Arnarstapa í Skagafirði, skammt frá bænum Víðimýrarseli þar sem hann ólst upp. Hvað hét Stephan fullu nafni og hver var alnafni hans, sömuleiðis úr Skagafirði, sem gat sér frægðarorð víða um lönd sem listamaður? MYNDAGÁTA? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hverjir voru nafnarnir? Svar: Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson (1853- 1927). Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar lengst. Nafni hans var Sauðkrækingurinn Stefán Íslandi, Stefán Guðmundsson (1907-1994), sem lengi starfaði í Danmörku og var þar meðal annars konunglegur hirðsöngvari. ÞRAUTIR OG GÁTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.