Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 31
klukkan hvað Jón varðar og sögur af honum er nú
orðin ágeng. Það er skaði. Margir kunna þó enn sög-
urnar af því þegar Jón árið 1960 sendi John F. Kenn-
edy heillaskeyti við embættistöku og undirritaði það
með fullu heimilisfangi og götunúmeri við Grettis-
götu, en bætti við til öryggis að gengið væri inn
Frakkastígsmegin. Jón vildi tryggja að forsetinn villt-
ist ekki kæmi hann við til að þakka skeytið.
Og eins þegar Jón leigði bíl og bílstjóra frá Þrótti til
að fara eldsnemma heim á Fjölnisveg 15 daginn sem
Birgir Ísleifur borgarstjóri varð fertugur, lét vekja
hann til að standa úti á tröppum þegar pallinum var
lyft 40 sinnum honum til heiðurs.
Jónas stýrimaður
Bréfritari fór ungur á miðvikudagsmorgnum í kaffi
með vini sínum Jónasi stýrimanni, rithöfundi og list-
málara. Jónas hefur þá verið nærri fimmtugu. Eitt
sinn sátu þeir yfir kaffinu í Kökuhúsinu við Austurvöll
þegar Eysteinn Jónsson leit þar inn. Eysteinn varð
bráðungur framámaður í íslensku þjóðlífi. Skattstjóri
24 ára og svo fjármálaráðherra 28 ára. Ekki er líklegt
að slík met verði slegin. Hann hefði fengið -5000 stig
ef svokallaðar „fagnefndir“ hefðu ráðið ferðinni. Ey-
steinn gegndi ráðherrastörfum í rúm 19 ár og þing-
mennsku í 40 ár.
Eysteinn Jónsson gekk að borði þeirra Jónasar og
spurði hvort hinn væri ekki Davíð Oddsson. Sá kann-
aðist við það. „Við munum vera frændur,“ sagði Ey-
steinn. Áður en frændinn næði að staðfesta stoltur að
þetta hefði hann vitað greip Jónas inn í og sagði: „Ég
tek hundraðkall af hvorum ykkar fyrir að segja ekki
nokkrum manni frá þessu.“
Eysteinn virtist ekki hafa smekk fyrir þessu, sner-
ist á hæli og fór út. Bréfritari hafði reyndar all-
mörgum árum áður tekið viðtöl við Eystein bæði sem
þáttagerðarmaður hjá Ríkisútvarpi og þingfréttarit-
ari, en stjórnskörungurinn hefur ekki sett það í sam-
hengi við uppivöðslusama borgarfulltrúann í stjórn-
arandstöðu í Reykjavík.
Jónas Guðmundsson var með öðru blaðamaður á
Tímanum og eitt sinn var honum falið að sitja Bún-
aðarþing. Hann sagði í blaðið daginn eftir á þessa leið:
„Ég er ekki viss um að Búnaðarþing sé gagnslaust, en
ég vona það.“ Þetta vakti hvorki gleði hjá ritstjórn né
flokksleiðtogum.
Lengi hafði verið um það deilt hvort arkitektar
skyldu öðlast inngöngu í Bandalag íslenskra lista-
manna. Í hnotskurn stóð deilan um það, hvort arki-
tektar væru fremur tæknimenn en listamenn. Eftir
að deilurnar höfðu staðið í allmög ár var mikilvægur
fundur hjá bandalaginu og mikill hiti í mönnum. Sag-
an segir að Jónas stýrimaður hafi höggvið á hnútinn
með þessum orðum: „Hér er deilt um það hvort ís-
lenskir arkitektar séu listamenn eða ekki. Ég held að
íslenskir arkitektar séu listamenn. Þeir eru að
minnsta kosti ekki arkitektar.“ Þetta var á þeim árum
þegar mikið var fjallað um flöt þök og lek hús.
Silvio
Og á þessum nótum skal skotist suður til Ítalíu þar
sem þýðingarmiklir atburðir kunna að vera að gerast.
Þar kemur Silvio Berlusconi við sögu. Ýmsir töldu að
fyrir löngu væri búið að jarða hann pólitískt. Slík
jarðarför þýðir þó ekki að skylt sé að tala vel um
„hinn látna“ enda hafa „hlutlausir“ fréttaskýrendur á
meginlandinu haldið áfram að hella sér yfir hann. En
tengingin við listina er sú, að bréfritari og þau hjón
stöldruðu um stund við í sumarhúsi hans á Sardiníu
og fengu þennan líka ljúffenga fiskrétt. Hann var bor-
inn fram á skrautlegum diskum sem ekki var annað
hægt en taka eftir. Við lok máltíðar hafði konan orð á
því hvað þetta væru fallegir diskar. Já, sagði gestgjaf-
inn, þeir eru hannaðir af snjallasta postulínsmálara
Ítalíu. Þegar betur var að gáð kom í ljós að listamað-
urinn hæverski var auðvitað gestgjafinn sjálfur.
Þegar þau hjón héldu úr húsi var þeim færður pakki
með fjórum fallegum og skrautlegum diskum og eng-
um tveimur eins. Þeir voru brúkaðir í fyrsta sinn fyrir
góða gesti eftir að ljóst virtist að tekið væri að rofa til
hjá okkar gamla gestgjafa og vini. Dómstóll hefur nú
fellt úr gildi bann við því að Berlusconi gegni opinber-
um embættum og flokkur hans sýnist nú líklegur til
að verða þátttakandi í meirihluta að baki nýrri ríkis-
stjórn.
Þurrt púður og virk kveikja
Ef marka má stefnuskrá nýju stjórnarinnar, sem hef-
ur verið birt, mun algjör viðsnúningur verða í ítölsk-
um stjórnmálum. Í fljótu bragði virðist þó að sitthvað
í sáttmálanum kunni að verða snúið í framkvæmd.
Víst er að verði honum fylgt eftir af fullum þunga
gagnvart Evrópusambandinu hlýtur að vera mjög
stutt í stórárekstur við það. Ekki er endilega rétt að
súta það. ESB er einn af örfáum þáttum tilverunnar
sem aðeins geta lagast við stórárekstur.
Á hinn bóginn er líklegt að þeir sem telja sig kunn-
áttumenn um hefðbundinn ríkisrekstur eigi eftir að
klóra sér í skallanum þar til úr blæðir, ef ekki fossar.
En þá er að minnast þess að illa var spáð fyrir hug-
myndum Ronalds Reagans á sínum tíma, sem reynd-
ust þó duga til að koma Bandaríkjunum á lappirnar
aftur og auka sjálfstraust þeirra og virðingu og ljúka
kalda stríðinu, sem var kirsuberið á þessa köku Reag-
ans.
Óneitanlega virðist í ítölsku útgáfunni teflt á tæpt
vað, en sjálfsagt er að óska þeim þar alls hins besta.
Og ef svo fer að ESB hrekkur upp af vegna þessara
atburða er ekki nema sjálfsagt að snúa við blaðinu og
fara að tala vel um hið látna.
Þó nú væri.
’ Ef marka má stefnuskrá nýju stjórn-arinnar, sem hefur verið birt, mun algjörviðsnúningur verða í ítölskum stjórnmálum.Í fljótu bragði virðist þó að sitthvað í sáttmál-
anum kunni að verða snúið í framkvæmd.
Víst er að verði honum fylgt eftir af fullum
þunga gagnvart Evrópusambandinu hlýtur
að vera mjög stutt í stórárekstur við það.
Mælifell á
Höfðabrekkuafrétti
Morgunblaðið/RAX
20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31