Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 27
Jóakim Danaprins og prinsessan Marie Cavallier giftu sig árið 2008. Hún klæddist brúðarkjól hönnuðum af Arasa Morelli. Spánarprins, síðar konungur, kvæntist prinsessunni, síðar drottningu, Letizia Ortiz í maí árið 2004. Brúðurin klæddist kjól eftir hönnuðinn Manuel Pertegaz. Mary Donaldson gekk að eiga Danaprinsinn Friðrik í maí 2004. Hún klæddist fallegum brúðarkjól eftir danska hönn- uðinn Uffe Frank. Á höfði bar hún aldargamla kórónu. Norski krónprinsinn Hákon og prinsessan Mette-Marit giftu sig í ágúst árið 2001. Brúðurin klæddist kjól sem hún hannaði sjálf ásamt hönnuðinum Ove Harder Finseth. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar klæddist hönnun frá Par Engsheden þegar hún giftist prinsi Daníel í Stokk- hólmi í júlí 2010. Pippa Middleton, systir prinsessunnar Kate Middleton, hefur vakið mikla athygli og er ekki úr vegi að skoða fallega kjólinn hennar, en hún gifti sig í kjól hönnuðum af Giles Deacon. 20.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Net-a-Porter.com 52.000 kr. Síður og fínn gallajakki frá Alexander Wang. Zara 4.995 kr. Þessi er búinn að vera lengi á óskalistanum. Vero Moda 990 kr. Gylltir eyrnalokkar sem fríska uppá sumardressið. Geysir 42.800 kr. Snákaskinns hælaskór frá merkinu ATP. Sérstaklega flottir við gallabuxur. MAIA 6.990 kr. Hvítur, víður stutterma- bolur frá Twist & Tango. Lindex 5.999 kr. Sumarlegar, víðar gallabuxur. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Nú er ég á síðustu metrum meðgöngu og hlakka mikið til þess að geta gengið í „venju- legum“ fötum aftur í sumar. Ég er reyndar hrifin af víðum skyrtukjólum um þessar mundir sem henta bæði á meðgöngu og eftir. Skyrtukjóllinn í Zöru er allavega efst á innkaupalistanum núna. SKEKK.com 14.450 kr. Glæsileg hand- taska frá Doug Johnston.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.