Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 36
Fimmtugsafmæli einnar þekkt-ustu hryllingsmyndar síð-ustu aldar, Rosemary’s Baby nálgast óðfluga í leikstjórn Roman Polanski. Myndin á dygga aðdáendur en einkum er það þétt handrit og leikur Miu Farrow sem þykir gera myndina að því sem hún er en myndin er byggð á metsölubók Ira Levin. Myndin fjallar um unga konu sem fer að trúa því að barn sem hún ber undir belti sé ekki af þessum heimi. John Casavetes lék eiginmann Farrow í myndinni en þau hjónin flytja til New York þar sem konan þekkir engan, einangr- ast og fer að heyra raddir en hún telur að djöfullegur sértrúarsöfn- uður vilji koma höndum yfir barnið og nota í andkristnum athöfnum. Myndin vann til fjölda verðlauna og fékk lofsamlega dóma um allan heim og þykir hafa haft mikil áhrif á þær hryllingsmyndir sem á eftir komu. Rosemary’s baby er ekki eina hryllingsmyndin sem hefur fengið glimrandi dóma en þær eru miklu fleiri sem hafa fengið hræðilega dóma. Raunar eru hryllingsmyndir almennt líklegri til að fá slæma dóma og fáar myndir í þessum flokk hafa fengið góða gagnrýni. Þær eru þó þar á meðal þessar:  Ein sú besta er orðin næstum 100 ára gömul. Das Cabinet des Dr. Caligari er þýsk sálfræðihroll- vekja frá 1920 sem var ólík öllum kvikmyndum sem gerðar höfðu verið þegar hún kom út, í leik- stjórn Robert Weine eftir handriti Carl Mayer og Hans Janowitz en síðar kom hún út vestanhafs og í Bretlandi undir titlinum The Cab- inet of Dr. Caligari. Myndin fjallar um mann sem reynir á fullorðins- árum að finna geðveikan dáleið- anda sem hann hitti sem barn og hafði slæm áhrif á líf hans. Hann leitar til lögreglunnar en síðar kemur í ljós að hann á sjálfur við andleg veikindi að stríða og minn- ingarnar ekki raunverulegar.  Tveimur árum eftir frumsýn- Das Cabinet des Dr. Caligari er þýsk sál- fræðihrollvekja. Af klassískum hryllingi Til er fólk sem horfir einfaldlega ekki á hryllingsmyndir. Annar hópur nýtur þess að kveljast fyrir framan skjáinn, láta hrella sig og hræða. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Úr Das Cabinet des Dr. Caligari. Úr Nosferatu, þýskri hryllings- mynd frá 1922. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR Mikill spenningur er fyrir tíðindum þess efnis að Leonardo DiCaprio og Steven Spielberg séu að íhuga samstarf á ný. Þeir hafa ekki unnið saman í 16 ár, þegar DiCaprio lék í Catch Me If You Can. Spielberg ku vera að íhuga framhald af myndinni Lin- coln en nú ætlar hann að taka fyrir þekktan hershöfð- ingja úr bandaríska borgarastríðinu, Ulysses S. Grant, og myndi DiCaprio leika hann. Það sem helst gæti staðið í vegi fyrir því að samstarfið yrði að veruleika eru miklar annir félaganna. Spielberg er að undirbúa tökur á Indiana Jones 5 og endurgerð á West Side Story og DiCaprio er að fara að leika í kvik- mynd Quentin Tarantino um Manson-morðin á 7. ára- tugnum. Samstarf eftir 16 ár DiCaprio og Spielberg eru miklir félagar. TÓNLIST Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að Madonna sendi frá sér nýjar tónsmíðar og er nú komið að því en Beautiful Game heitir nýtt lag, hennar fyrsta í þrjú ár. Poppdrottningin vann lagið með Marwais sem hún hefur unnið mikið með í gegnum tíðina en fyrr á árinu greindi Madonna frá því að hún hefði verið upptekin í upptökuveri í London við að taka upp nýja tónlist. Á Instagram skrifaði hún. „Svo góð til- finning ... að vera að gera nýja tónlist aftur!“ Madonna hefur undanfarið verið fótboltamamma í Portúgal en sonur hennar David sem er 12 ára hefur verið þar að æfa hjá Benfica FC’s æskuaka- demíunni. Fyrsta lag í þrjú ár Madonna var engri lík á Metropolitan safninu fyrir nokkrum dögum. AFP Sarah Drew og Jessica Capshaw hætta í læknadramanu. SJÓNVARP Nú þegar fjórtánda þáttaröðin af af Grey’s Anatomy er senn á enda og greint hefur verið frá því að tvær leikkonur sem lengi hafa starfað við þættina verði ekki með í þeirri næstu hafa aðdáendur velt því upp hvort möguleiki sé á að Sandra Oh snúi aftur sem Cristina Yang. Oh var spurð um þetta í viðtali við Variety fyrir skömmu en svar- aði þá afdráttarlaust nei, enda á nýr þáttur hennar, Killing Eve, hug hennar allan um þessar mundir. Í viðtalinu segist hún reyndar bara segja nei til að fá þessa spurningu út af borðinu, hún væri leið á að tala um Grey’s Anatomy, þátt sem hún hætti í fyrir fjórum árum, en hún lék lék hjartaskurðlækninn Christinu Yang árin 2005 - 2014. Nokkru fyrr var hún þó í viðtali við BBC og þar vildi hún ekki útiloka neitt um endurkomu sína í lækna- dramað. En líklega er ekki von á henni á Sloan-Memorial spítalann alveg í bráð, hvað sem síðar verður. Sandra Oh Snýr Oh aftur sem Yang? NETFLIX Vönduð heimildarmynd um baráttukonuna og aktívistann Mayu Angelou frá árinu 2016 sem ber heitið And still I rise er komin á Netflix-efnisveituna. Myndin hefur hlotið mikið lof og er hátt skrifuð t.d. á vefnum Rotten Tomatoes. Myndin er sögð vera sú fyrsta sem gerð er um líf Angelou, sem er goðsögn í bandarísku samfélagi. Hún er afar persónuleg og sögð frá sjónarhorni hennar sjálfrar, enda náðu kvikmyndagerðarmennirnir að taka viðtöl við hana sem fléttuð eru inn í frásögn myndarinnar af lífi hennar og störfum, en Angelou lést árið 2014. Ævi Angelou

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.