Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 28
Útsýnið og ferskt ilmandi loftið er
á meðal þess sem heillar við
ítölsku Dólómítana. Þarna er
hægt að fara í margar skipulagðar
gönguferðir þar sem hægt er að
njóta einstaks útsýnis í ítölsku ölp-
unum með viðkomu í litlum,
huggulegum þorpum. Þarna talar
fólk víðast hvar ítölsku, þýsku og
ensku en í fjallaþorpunum lifir enn
tungumálið ladin, sem er gamalt
tungumál skylt latínu og lifir enn í
afskekktum dölum í norðurhluta
Ítalíu og suðurhluta Austurríkis.
Dólómítarnir ná yfir þrjú héruð;
Belluno, Trentino og Suður-Týról.
Í síðastnefnda héraðinu er borgin
Bolzano, skemmtileg borg sem
kjörið er að heimsækja í leiðinni.
Þar búa um hundrað þúsund
manns og borgin hefur verið valin
sú borg sem býður upp á mest lífs-
gæði á Ítalíu.
GettyImages/iStockphoto
Ferskt loft
og flott
útsýni
DÓLÓMÍTARNIR, ÍTALÍU
FERÐALÖG Á ferðalagi er gott að hafa léttan bakpoka með sér. Hann erhægt að nota í dagsferðir til að geyma drykki, nesti, sólarvörn
og þess háttar. Bakpoki fer betur með axlirnar en hliðartaska.
Bakpoki til hjálpar
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Þetta hérað hefur uppá
margt að bjóða, til dæmis fyr-
ir fjölskyldur. Þar má til dæm-
is gista á Panorama Camping
Sonnenberg sem er í 600
metra hæð yfir sjávarmáli.
Útsýnið er einstakt og þarna
er líka að finna leikvöll, bíó-
herbergi og hægt er að fara í
heita sturtu. Hvern einasta
sunnudag er sýning þar sem
eigendurnir klæðast hefð-
bundnum fjallafötum og
kynna gestum hefðir Vor-
arlberg. Tjaldsvæðið liggur
vel við ýmsum göngu- og
hjólaferðum en líka er stutt í
bæinn Bregenz við Bodensee.
Frábært fjölskyldufrí
VORARLBERG, AUSTURRÍKI
Þeir sem hafa heimsótt
Alpana einum of oft (ef
það er hægt) ættu að
skella sér til Svaneti-
héraðs í Kákasusfjöllum.
Þar er hægt að ganga á
milli fjallaþorpa, sem
mörg hver eru með göml-
um byggingum. Maturinn
þykir góður og er mjög
ódýr og er fólk almennt
mjög vinsamlegt ferða-
mönnum. Fjallatindarnir
eru margir hærri en 4.000
metrar þannig að al-
mennt séð eru fjöllin enn
hærri en í Ölpunum.
Þorpið Mestia, sem er á
meðfylgjandi mynd, er
frægt fyrir varðturna sína
sem eru frá miðöldum.
Góður matur og vinalegt fólk
KÁKASUSFJÖLLIN, GEORGÍU
Það eru margir kostir við það að heimsækjafjallahéruð í sumarfríinu. Veðurfar ersvalara í mikilli hæð sem kemur sér vel í
miklum sumarhitum á suðrænum slóðum. Ef
hitinn verður samt of mikill er fátt skemmti-
legra en að dýfa sér í kristaltært fjallavatn til að
kæla sig eða stunda vatnaíþróttir af ýmsu tagi.
Þetta eru líka góðir staðir fyrir heilsusamleg
ferðalög en fallegir dalir og fjallalandslag býður
uppá fjölbreytta útiveru, hvort sem er gangandi,
hjólandi, fljúgandi á svifvæng eða í klettaklifri.
Heimild: Guardian Travel, Lonely Planet, Wikipedia.
Sumarfrí í
hæstu hæðum
Tignarleg fjöll heilla skíðafólk í sínum hvíta búningi á veturna
en fjallasvæði hafa líka upp á margt að bjóða á sumrin. Hér
verða taldir upp sjö skemmtilegir staðir í fjallahéruðum Evrópu.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is