Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Nú eru margir búnir að setja upp trampólín í görðum sínum og ættu full-orðnir að notfæra sér trampólín af stærri gerðinni til að hoppa. Það er styrkjandi, hefur góð áhrif á sogæðakerfið og svo er það líka skemmtilegt. Hoppaðu meira 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Nú þegar styttist í að bjart sé allan sólarhringinn hér á landi er mik- ilvægt að huga að því að skapa rétta umhverfið í svefnherberginu til að stuðla að góðum svefni. Mik- ilvægt er að geta útilokað birtuna og sofa í rökkvuðu umhverfi. Til þess eru góðar gardínur bestar. Margar hleypa samt inn einhverju ljósi sem getur truflað og þá er frábær kostur að nota bara grímu fyrir augun. Þetta er ódýr lausn sem getur hjálpað mjög við svefn, ekki síst ef fólk er gjarnt á að vakna upp um miðja nótt því á þeim stundum getur verið hvað erfiðast að festa svefn á ný þegar sólin skín. SVEFNVENJUR Undirbúðu góða nótt Gríma fyrir augun er góður kostur í kvöldbirtunni. GettyImages/iStockphoto Sumarið er erfiður tími fyrir þásem þjást af frjókornaofnæmien það er þó ýmislegt hægt að gera til að hjálpa til. Hér eru ýmis góð ráð sem gera frjókornatímabilið bærilegra en auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir lyf og heimsókn til of- næmislæknis. Ráðin hér á eftir eru hinsvegar hagnýt og hjálpa til. Fylgstu með frjókorna- mælingum Það er mikilvægt að fylgjast með frjókornamælingum og spám til að forðast óvenjulega slæmt ástand ef hægt er. Þá er gott að vera inni í skjóli. Best er að fara út eftir rign- ingu því hún hreinsar frjókorn úr loftinu. Í grein sem birtist á vef Guardian er mælt með því að ef fólk með of- næmi þarf að vera úti á dögum þeg- ar frjókornamagn er mikið setji það vaselín undir nasir til að stöðva frjó- kornin og noti sveigð sólgleraugu sem leggjast vel að andlitinu til að loka fyrir frjókornin. Á höfuðborgarsvæðinu hafa frjó- korn verið mæld samfellt frá árinu 1988. Lengst af var gildran staðsett í mælireit Veðurstofu Íslands í Reykjavík en var flutt í Garðabæ vorið 2011. Á Akureyri hafa frjókorn verið mæld samfleytt frá árinu 1998. www.ni.is/greinar/frjomaelingar Tedrykkja og karríréttir Kaffidrykkja getur ýtt undir ofnæm- isáhrifin svo það er kjörið að fá sér kamillute í staðinn sem inniheldur náttúruleg antihistamín. Brenni- netlute er líka talið hjálpa til við að draga úr ofnæmisviðbrögðum. Mjólkurvörur og sykraðar mat- vörur geta ýtt undir einkenni eins og stíflað nef þar sem þær auka slím- framleiðslu í öndunarvegi. Matur á borð við brokkolí, aspas, lauk, hvítlauk, kirsuber og ananas inniheldur antihistamín svo það er sniðugt að hugsa um hvað maður lætur ofan í sig. Matgæðingar ættu líka að elda góðan karrírétt því túrmerik dregur úr bólgum. www.myhayfever.com.au Þvottur og hreint inniloft Mikilvægt er að þvo hendur oft. Þegar frjókornamagn er mikið er best að fara í sturtu þegar heim er komið og þvo hárið vel því þar safnast frjókorn saman. Það er betra að hafa glugga og dyr lokaðar eins mikið og hægt er og það getur gert gagn að nota loft- hreinsitæki með HEPA-síu. Líka er gott að nota ryksugu með HEPA- síu. Nauðsynlegt er að skipta oftar en venjulega um rúmföt og þvo þau á háum hita. Það segir sig kannski sjálft en það má alls ekki þurrka rúmfötin á úti- snúru. Baráttan við frjókornin Nú er blómaskeið frjókornatímabilsins að renna upp en því fylgir ofnæmi og óþægindi hjá mörg- um. Það er hinsvegar sitthvað hægt að gera til að bæta líðanina og gera þetta tímabil skárra. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is GettyImages/iStockphoto Á höfuðborgarsvæðinu hafa frjókorn verið mæld samfellt frá árinu 1988. Farsímanotkun eftir klukkan tíu um kvöld getur leitt til þunglyndis og einmanaleika. Það er ekkert leyndarmál að það stuðlar ekki að góðum nætursvefni að nota sím- ann á kvöldin en nú hefur ný rann- sókn leitt í ljós að það að skoða samfélagsmiðla af koddanum seint á kvöldin auki líkurnar á að við- komandi þrói með sér t.d. þung- lyndi og geðhvörf. Rannsóknin náði til 91.000 manns á aldrinum 37-73 ára og var fylgst með þeim í viku. Nið- urstöðurnar voru birtar í The Lancet Psychiatry.Ekki skoða Instagram eftir tíu á kvöldin. Getty Images/iStockphoto SÍMANOTKUN Ekki nota símann seint á kvöldin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.