Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2018 GM 9900 Verð frá 435.000,- GM 3400 Verð frá 649.000,- GM 2152 Verð frá 539.000,- GM 7700 Verð frá 629.000,- GM 3300 Verð frá 665.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CONDEHOUSE TEN Borðstofuborð Það er ekki aðeins í heimahúsum sem Íslendingar ætla að hitt- ast og fylgjast með þegar Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í það heilaga. Í Tehúsinu á Egilsstöðum verður hægt að fylgjast með brúðkaupinu í Windsor-kastala á risaskjá en gestir eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klænaði og með hatta. Þá verður matseðillinn með bresku þema, morgunbrunch, að sjálf- sögðu með te og royal búðingi en seinnipartinn verður skálað í sangríu fyrir brúðhjónunum. Í Reykjavík er verið að skipuleggja samfagnað á Bryggjunni brugghúsi, þar sem Bretar og Bandaríkjamenn staddir hér- lendis eru hvattir til að mæta og fylgjast með brúðkaupinu á risaskjá og auðvitað Íslendingar líka. Til að fara á Bryggjuna þarf að kaupa miða, þeir eru í forsölu á Tix.is og fá gestir drykk við komu, allur hagnaður af miðasölu rennur til góðgerðarmála. Bein útsending frá konunglegu brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle hefst kl. 10.10 á laugardags- morgun á RÚV. Brúðkaupið á risaskjám Enskt te og veitingar verða í boði í Tehúsinu á Eg- ilsstöðum þar sem brúðkaupið er sýnt á risaskjá. Spenningurinn er í hámarki fyrir brúðkaupi Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Íslendingar og Bretar og Bandaríkjamenn sem búa hérlendis ætla að fylgjast vel með. Fyrir tæpum 40 árum, snemma í júní árið 1978, handtók lög- reglan í Reykjavík Þjóðverja að nafni Konrad Ciesielski og son hans, Lothar, eftir að hafa veitt feðgunum eftirför um landið í fimm daga. Morgunblaðið sagði Konrad þekktan víða um Evrópu fyrir þjófnaði á fálkaungum og þar sem rökstuddur grunur lá á um það að hann hefði komið til landsins nokkrum árum fyrr í þeim erindagerðum að stela fál- kaungum úr hreiðrum hefði þótt vissara að hafa á honum góðar gætur. Fylgst var með ferðum feðg- anna. „Fóru þeir hægt yfir og stoppuðu víða og þá fyrst og fremst á stöðum, þar sem fálka- og arnarvarp er,“ sagði Morg- unblaðið um ferð feðganna norður í land. Þeir voru handteknir við kom- una til Reykjavík en höfðu hvorki fálkaegg né unga í fórum sínum en lögregla gerði upptækan ýmsan búnað, sem sagt var að hentaði vel til að komast á staði sem erfitt væri að ná til, t.d. að hreiðrum. „Voru þeir með í bíln- um kaðla og sigbúnað, stengur með lykkju á endanum, sem fróðir menn segja að notuð sé til að krækja í fálkaunga úr hreiðr- um og ennfremur búnað til þess að halda eggjum heitum.“ Fram kemur í fréttinni að tveimur árum áður hafi nokkrir fálkaungar fundist í kassa á sal- erni flugstöðvarinnar í Keflavík vorið 1976. „Var ljóst að fálka- veiðimenn höfðu ætlað að koma ungunum úr landi en orðið að skilja þá eftir í flugstöðinni. Við athuganir á farþegalistum kom í ljós, að þennan sama dag hafði fyrrnefndur Konrad Ciesielski farið af landi brott ásamt konu sinni og var talið víst að þau hjónin hefðu ætlað að smygla ungunum úr landi.“ GAMLA FRÉTTIN Frægur fálkaungaþjófur gripinn Guðmundur Hermannsson yfirlög- regluþjónn með búnað þjófanna. Morgunblaðið/Kristján ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gylfi Ægisson tónlistarmaður frá Siglufirði Hallgrímur Ólafsson leikari af Akranesi Lionel Messi knattspyrnumaður frá Argentínu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.