Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Helstu fréttir af fæðingartíðniEvrópulanda og annarraþróaðra ríkja heims síð- ustu árin eru að hún einfaldlega fell- ur. Færri og færri börn fæðast síð- ustu árin og áratugina. Það sama hefur átt við í Þýskalandi, þar til núna allra síðustu misserin og þykir mjög athyglisvert hvernig þýsk yf- irvöld eru með markvissum aðgerð- um og fjölskylduvænni stefnu að ná að snúa vörn í sókn. Börn fædd á hverja þúsund íbúa hafa ekki verið fleiri frá því snemma á 8. áratugnum eða í 46 ár. Þetta er ekki síst fréttnæmt í ljósi þess að Þýskaland hefur verið alger eftirbátur til þessa. Í áratugi hefur fæðingartíðnin þar í landi verið með því sem lægst gerist í allri Evrópu og hafa yfirvöld og forsvarsmenn at- vinnulífsins haft af því miklar áhyggjur, enda fólksfækkun mikil ógn við eitt helsta iðnveldi og eitt stærsta hagkerfi heims, sem Þýska- land er. Það er ekki að það vanti Þjóðverja í Þýskalandi, vandamálið hefur verið að þeir eru flestir komnir á eða að detta í eftirlaunaaldur. Ung- ir Þjóðverjar sem eiga að taka við keflinu, störfum þeirra sem setjast í helgan stein eru allt of fáir. Stórar kynslóðir eftirstríðsáranna eru lang- lífar og því líka dýrar fyrir heilbrigð- iskerfið. Það vantar miklu fleira fólk til að halda þessu öllu gangandi. En hvaða tölfræði er það sem er svona merkileg í sambandi við Þýskaland og fæðingartíðnina þar? Öðruvísi þróun en annars staðar Vissulega hafa flóttamenn sem Þjóð- verjar hafa tekið við haft mikið að segja til að rétta þetta af. Fæðingar kvenna úr þeim hópi hafa verið stórt innlegg í hækkandi fæðingartíðni í Þýskalandi en einnig hafa fæðingar þýskra kvenna tekið kipp. Það merkilega er að þegar horft er á öll gröf yfir fæðingar í öðrum Evrópulöndum vísar línan beint nið- ur. Það er fækkun ár frá ári og aldrei leitar línan upp á við, ekki heldur á Íslandi þar sem fæðingartíðni hefur aldrei verið lægri. Þegar litið er yfir þróunina á sams konar grafi í Þýskalandi vísar línan á grafinu upp, Þjóðverjum til mikils léttis. Árið 1996 var fæðingartíðni í Þýskalandi 1,24 börn á hverja konu. 2016 var þessi tala komin upp í 1,59 og aukningin er því 24 prósent. Sök- um þess hve gífurlega lág hún var í Þýskalandi, er Þýskaland alls ekki efst á lista yfir fæðingartíðni í Evr- ópu, þrátt fyrir þessa aukningu. Í Bretlandi, Írlandi, Frakklandi og á Norðurlöndum er hún hærri, en í þeim löndum fellur hún sífellt milli ára og engin umskipti í sjónmáli. Hvernig urðu börnin fleiri? Í vestrænum nútímaþjóðfélögum er fólk lengur í námi, eignast seinna börn og færri, starfið tekur stærri toll og ófrjósemi er einnig vandamál. Kannanir hafa þó bent til að helst sé það starfsframi sem fólk hefur áhyggjur af. Lagasetningar í Þýskalandi til að reyna að sporna við lækkun fæðing- artíðninnar má rekja aftur til ársins 2004, þar sem reynt er að hlúa að barnafjölskyldum, en áhrifaríkasta lagasetningin er ný, frá 2013. Þá var öllum börnum tryggt leikskólapláss frá 1 árs aldri og til að það gæti gengið var gert átak í að byggja nýja leikskóla. Bent hefur verið á, svo sem í nýlegri grein í Deutsche Welle, að það sé ein mikilvægasta breytan í þessu. Í Frakklandi er fæðingarorlof til að mynda ekki nema um 10 vikur en þó er fæðingartíðni þar með því hæsta sem gerist í Evrópu. Hins vegar þurfa foreldrar þar í landi engar áhyggjur að hafa af daggæslu, sem er bæði ódýr og aðgengileg strax að 10 vikum loknum. Í Þýskalandi hefur orðið stór- aukning á fjárframlögum til dag- gæslu, laun starfsmanna þar verið hækkuð og einnig hefur ýmiss konar fjárhagslegur stuðningur við barna- fólk verið aukinn. Greiðslur úr fæð- ingarorlofssjóði hafa hækkaðar sem og barnabætur sem eru fyrir meðal- tekjufjölskyldu um 25 þúsund á mánuði. Áður var það þannig að ef foreldri vann hlutastarf skertust bæturnar en með nýrri lagasetningu hefur það engin áhrif á barnabætur. Daggæsla í Þýskalandi er ódýr, full- ur dagur gjarnan í kringum 15.000 krónur þótt það geti verið hærra ef tekjur foreldra eru þeim mun hærri. Í mörgum sambandsríkjum er hún algjörlega ókeypis eftir þriggja ára aldur. Til að átta sig á þessu umfangi í auknum fjárframlögum þá fóru um 45 milljaðar evra í málaflokkinn árið 2016 en áætlað er að á þessu ári verði 90 milljarðar evra settar í verkefnin sem er 100 prósent aukn- ing. Þessar tölur kunna að hljóma svimandi en allt skilar þetta sér í betri efnahag, að sögn Oliver Rau- kau, aðalhagfræðings ráðgjafafyr- irtækisins Oxford Economics í Frankfurt, í viðtali við Bloomberg- fréttaveituna. Til að viðhalda hag- kerfinu er mikilvægt að hlúa að fjöl- skyldum þannig að þær vilji og hafi tök á að eignast fleiri börn. Árið 2016 fæddist 792.131 barn í Þýskalandi, rúmlega 54.000 fleiri en árið þar á undan. Á síðustu árum hefur andlegur stuðningur við nýbakaða foreldra einnig verið efldur. Líkt og hérlendis koma ljósmæður heim og einnig býðst að fá heimilishjálp meðan barnið er hvítvoðungur. Enn sem komið er eru þó fleiri sem deyja á ári hverju en fæðast í Þýskalandi. Aðeins vegna innflytj- enda varð fólksfjölgun á síðasta ári en ekki fækkun. Þróunin er þó að minnsta kosti orðin jákvæð og þýsk yfirvöld ætla ekki að slá slöku við. Í þeirra huga er fæðingartíðni þar í landi þjóðaröryggismál. Barneignir þjóðar- öryggismál Þjóðverjar hafa verið þekktir fyrir að eignast fá börn og seint og fæðingartíðni þar hefur verið með því lægsta sem gerist í Evrópu. Þýsk stjórnvöld hafa tekið málefnið föstum tökum og náð að snúa þróuninni við. GettyImages/Stockphoto Aðeins nokkur ár eru síðan Þjóðverjar höfðu miklar áhyggjur af fæðingartíðni þar í landi, sem minnkaði og minnkaði milli ára. ’„Stjórnvöld þekkja það verkefni vel að stýra vexti. Nú þurfaþau að læra að meðhöndla samdrátt. Við þurfum að endur-hugsa samfélög okkar.“Reiner Klingholz, forstjóri Stofnunar fólksfjölda og þróunar í Berlín, í viðtali við Financial Times. ERLENT JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is BRETLAND SALISBURY Júlía Skripal, sem varð fyrir taugagasárás í enska bænum Salisbury í mars ásamt föður sínum, Sergei, vonast til að geta snúið aftur til heimalands síns í framtíðinni. Fyrst þurfi hún að ná heilsu. Þetta sagði Skripal í ávarpi til fjölmiðla en hún lá í dái í 20 daga. Ávarpið var tekið upp á ótilgreindum stað en hún er undir vernd breskra stjórnvalda sem fullyrða að ráðamenn í Rússlandi standi á bak við árásina. BANDARÍKIN NEW YORK Dómstólar í New York úrskurðuðu að þrítugum manni, Michael Rotando, sem búið hefur í foreldrahúsum frá því hann missti vinnuna fyrir átta árum væri skylt að fl ytja að heiman. Foreldrum hans fannst komið nóg en son- urinn hefur hvorki borgað leigu né aðstoðað við húsverk og gripu þau því til þess ráðs að lögsækja son sinn sem neitaði að fl ytja út. ÚKRAÍNA SHAKHTARSK RAIO Flugskeyti sem grandaði farþegaþotu Malaysia Airlines yfi r austurhluta Úkraníu í júlí 2014 var í eigu rússneska hersins að því er hollenskt rannsóknarteymi greinir frá. Þetta er í fyrsta skipti sem rannsakendur stað- hæfa að fl ugskeytið, sem banaði 298 manns, hafi verið í eigu hersins en áður hefur komið fram að það hafi verið rússneskrar gerðar. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMUR Sænska þingið hefur samþykkt að herða lög um kynferðisbrot og frá 1. júlí verður saknæmt að hafa kynmök við einhvern án þess að fyllilega sé ljóst að viðkom- andi sé samþykkur. Samþykki telst liggja fyrir ef viðkomandi hefur sagt það berum orðum eða sýnt það með gerðum sínum að hann vilji stunda kynmök, samkvæmt nýju lögunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.