Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson skrifaði á Facebook: „Nýja rútumiðstöðin sem opnaði í bakgarðinum hjá okkur um helgina hefur ákveðið að Skógarhlíðin sé nýja einkabílastæðið hennar. Þrjár rútur í öfugri akstursstefnu lulla fyrir utan svefnherbergi fólksins í ná- grannablokkinni á meðan þær bíða eftir að komast inn á planið. Þessi starfsemi hefur ekki fengið nein leyfi. Í opinberum gögnum er þarna rekin bakpokagisting.“ Konráð Jónsson tók þátt í fimmaurabrandarakeppni á K100 í vikunni og vann eftir spennandi keppni við þrefaldan meistara, Ragn- ar Eyþórsson. „Ég hef aldrei verið Íslandsmeist- ari í neinu áður. Ég á þó örugglega Ís- landsmet, ég var lík- lega fyrsti ein- staklingurinn á Íslandi til að blogga í sturtu (árið 2002, með síma í plast- poka, hann sendi SMS í annan síma sem var tengdur við tölvu),“ segir hann og skrifar að hann hafi verið glaður að lesa fyrirsögnina í blaðinu þar sem stóð „Konráð Íslandsmeist- ari“. Hann vildi þó gera athugasemd við framsetningu tveggja fimmaura svo grínið færi ekki fyrir ofan garð og neðan. „Vælubíllinn er dottinn úr tísku. Nú hringir maður víst bara í varð- skipið Æi. Og: Þessi er fyrir þá sem hafa séð Let- hal Weapon. Hvað sagði Danny Glover þegar hann var við það að vaxa upp úr Excel? „I’m getting too old for this sheet!““ Stjórnmálafræðingurinn Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifaði um frétt þess efnis að Donald Trump megi ekki blokka fólk á Twitter. „Þetta er áhuga- vert, þó úrskurð- urinn sé aðeins ráðgefandi þá er þetta enn eitt dæm- ið um þá „ögleysu“ sem samfélags- miðlarnir búa við, ekki síst í Banda- ríkjunum. Það að alríkisdómstóll sé farinn að úrskurða svona hlýtur að þýða að næst verði sett regluverk um notkun opinberra embætta á samfélagsmiðlum (þó örugglega ekki undir núverandi stjórn Trumps). En fyrir Alþingi liggur einmitt áhuga- verð fyrirspurn frá Helga Hrafni pí- rata um notkun íslenskra stjórn- valda á notkun samfélagsmiðla og skoðanaskiptum almennings á þeim síðum, sem verður áhugavert að sjá svarið við,“ skrifaði hún á Facebook. Tómas Guðbjartsson læknir hreifst af kvikmynd Benedikts Erl- ingssonar Kona fer í stríð. „Ævintýralegir dómar um frá- bæra mynd. Viðtökur við myndinni Kona fer í stríð eru ekki síðri hér heima en í Cannes. Fimm stjörnur í Mogga dagsins. Myndin hittir beint í mark í þeirri vakningu sem hefur orðið hér á landi í náttúruvernd og andstöðu við frekari stóriðju. Hvílík tímasetn- ing á bíómynd. Skora á alla að mæta í bíó en þarna má sjá helstu leikara landsins en líka uppistandara eins og Ara Eldjárn, Dóra DNA og Sögu Garðars og þá í hlutverkum lög- reglu. Tónlist Davíðs Þórs Jónsonar og ADHD er síðan punkturinn yfir i-ið.“ AF NETINU Þrátt fyrir tvær heimsstyrj-aldir, plágur og hung-ursneyð, ófáar mannskæðar borgarastyrjaldir, innrásir og yf- irgang stórvelda, kúgun og ofsókn- ir á hendur minnihlutahópum; þrátt fyrir allt þetta er tuttugasta öldin mesta framfaraskeið mannkyns- sögunnar. Þá urðu stórkostlegar framfarir í læknavísindum og í hvers kyns tækni, sem gerir lífið auðveldara í betri híbýlum, sam- göngum og samskiptum almennt. Sumir segja að með tilkomu tölvu- tækninnar hafi opnast á alveg nýj- an heim. Og þá er komið að því að hefja samkvæmisleikinn sem gengur út á að finna þær uppgötvanir sem mestu skiptu fyrir framfarir á öld- inni sem leið og fram á þennan dag. Auðvitað veltur svarið á því hver spyr og hvers vegna. Ef þú gengur með erfiðan sjúkdóm þá er lyfið sem læknar hann eflaust mikilvæg- ast í þínum huga; ef þú býrð á köldu svæði er það tæknin til húshitunar sem mestu skiptir og loftkælingin að sama skapi á hitasvækjusvæð- um. Svo er það vatnsklósettið, skurðgrafan og samgöngurnar. Hvort skyldi flugvél eða stígvél hafa verið mik- ilvægari? Ég er ekki viss, eða hvers vegna skyldu fyrri tíðar Íslend- ingar sjaldan hafa gengið á fjöll nema þeir ættu brýnt erindi, til dæmis að smala sauðfé? Skóbún- aður hefur þar eflaust skipt ein- hverju máli. Kannski voru góðir skór mikilvægasta samgöngubótin þegar allt kemur til alls. Gerum við okkur fulla grein fyrir því hvílík blessun það var að upp- götva lesblindu? Fyrr á tíð voru börn hreinlega dæmd úr leik sem tornæm ef þau áttu erfitt með lest- ur. En þá fannst lesblindan og allir fengu nýja sýn á hinn lesblinda og hann á sjálfan sig. Þetta var ekki ómerkileg uppgötvun. Við gætum haldið áfram. Barn með ofnæmi eða mataróþol getur verið kvikt og jafnvel ódælt. Þegar næring- arfræðin leiddi okkur fyrir sjónir að á þessu væru lífeðlisfræðilegar skýringar, breyttist allt í viðhorfum umhverfisins. Eins er það með transgender, fólk sem fæðist á mörkum kynjanna. Það er ekki fyrr en núna – og teygjum við okkur þá aðeins inn í tuttugustu og fyrstu öldina – að þetta verður lýðum ljóst og mun verða frelsandi fyrir ófáa ein- staklinga og þess valdandi að ham- ingjustuðull samfélagsins rís. Er þá komið að mínu svari í sam- kvæmisleiknum um merkilegustu framfarirnar. Það tengist þessari helgi, kosningahelginni. Áherslu- atriði í stjórnmálum skipta nefni- lega máli þegar hamingjustuð- ullinn er annars vegar. Ég er sann- færður um að þegar það verð- ur orðið almennt viðurkennt að jöfnuður er hamingjuríkur, þá verða sann- gjörn skipti mál málanna. Því fer þó fjarri að allir hafi komið auga á þessi sannindi. Thatcher, Hayek og Friedman sáu þetta til dæmis aldr- ei. Þau töldu að ef hinir ríku fengju að baka sín stóru brauð, hrytu svo margir molar af borðum þeirra til smælingjanna að þeim væri vel borgið. Þetta hefur verið kallað brauðmolakenningin, trickle-down economics, og hefur hvergi gengið upp. Á hinn bóginn hafa svo verið boð- aðar gagnstæðar kenningar þar sem við höfum verið minnt á það með táknrænum hætti að ef brauð- inu og fiskunum er útdeilt á rétt- látan hátt, þá er nóg fyrir alla. Þetta finnst mér hafa verið ágæt- ust allra uppgötvana. Hún er að vísu eldri en frá öldinni sem leið. En hún á hins vegar við á öllum tímum og sérstaklega við hæfi að gefa henni gaum þegar gengið er að kjörborði í kosningum. Samkvæmisleikur um kosningahelgi ’Er þá komið að mínusvari í samkvæmis-leiknum um merkilegustuframfarirnar. Það tengist þessari helgi, kosninga- helginni. Áhersluatriði í stjórnmálum skipta nefnilega máli þegar hamingjustuðullinn er annars vegar. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur @ogmundur.is Morgunblaðið/Hari Ný kynslóð málningarefna SÍLOXAN Viltu betri endingu? u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti u Einstök ending á steyptum veggjum Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.